Tíminn - 30.09.1983, Page 8

Tíminn - 30.09.1983, Page 8
8. FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur | Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja 1 Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson.. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöidsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Gunnar Thoroddsen ■ Með Gunnari Thoroddsen er genginn glæsilegur stjórnmála- maður. Hann hóf ungur afskipti af þjóðmálum og hlaut þann frama er hæfði gáfum hans og mannkostum. Á stjórnmálaferli Gunnars Thoroddsen skiptust á skin og skúrir, en hann stóð jafnréttur þótt á móti blési og lét ekki vaða á súðum í meðbyr. Á æviferli sínum gegndi Gunnar háum embættum og leysti sín verkefni með sóma. Hann var með málsnjöllustu stjórnmála- mönnum og kom oft fram í máli hans hve íslensk tunga og menning var honum hugleikin. Gunnar var menningarmaður í þess orðs bestu merkingu. Hann var hámenntaður lögfræðingur og skrifaði fræðirit um þau efni og var prófessor í stjórnlagafræði og báru störf hans með sér staðgóða þekkingu á þeim sviðum. Áhugaefni Gunnars einskorðuðust ekki við stjórnmálastörf og fræðimennsku, hann lagði rækt við tónlist og bókmenntir og var siðfágaður maður í fasi og gjörðum. Menntun hans og hæfileikar nýttust vel í þeim margháttuðu störfum sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði frelsi að leiðarljósi og gerði sér glögga grein fyrir að frelsið er lítils virði án mannúðar. í þjóðhátíðarræðu sinni 1981 gerði Gunnar frelsið að umræðu- efni og beindi orðum sínum sérstaklega til íslenskrar æsku. Hann sagði: ,,{ dag eru liðin 170 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Öll sín manndómsár barðist hann fyrir frelsi landsmanna á öllum sviðum. Stjórnfrelsi í stað erlendrar yfirstjórnar, verslunar- frelsi í stað einokunar, einstaklingsfrelsis í stað átthaga- og athafnafjötra. Fáir menn hafa lagt jafn þunga áherslu á frelsið og gildi þess. Fáir menn hafa fært jafnsterk rök og sannfærandi fyrir því, hvílík undirstaða frelsið er undir velferð þjóðar og þegna. En jafnframt varaði Jón Sigurðsson við misnotkun frelsisins og var ekki myrkur í máli. Hann sagði, að eitt af skilyrðunum fyrir því að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd, þau væru jafn nauðsynleg fyrir líf einstakra manna sem þjóða. Frelsið án takmörkunar væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn. Svo mælti Jón Sigurðsson. Þessi orð komu í hug mér daginn, þegar hvítasunnuhelgin var vanvirt og friðhelgi hinna fegurstu griðastaða rofin með smánar- legu framferði, áfengisæði og spellvirkjum á viðkvæmri náttúru landsins. Sumir tala um vandamál æskunnar. Nú er íslenska þjóðin svo lánsöm að eiga vel gefið, glæsilegt og dugandi æskufólk, þótt sum ungmenni rati í þá ógæfu að gerast brotleg við sitt innsta eðli og samvisku. En útbreiðsla og áhrif vímugjafa og eiturefna er orðin slíkt vandamál, að þjóðin öll verður að snúast til varnar. Æskan sjálf fyrst og fremst, æskulýðsfélög og önnur félagsmálasamtök, kirkjan, skólar, sveit- arstjórnir, ríkisvaldið, allir verða að leggjast á eitt í þessu fyrirbyggingap-og björgunarstarfi. Á silfurskjöld við útför Jóns Sigurðssonar voru letruð þessi orð: Óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur. Sómi íslands. Sérhver íslenskur æskumaður, piltur og stúlka, þarf að ásetja sér og ástunda það, að vera íslandi til sóma, hvar sem er, hvenær sem er.“ I þessum orðum kemur fram metnaður Gunnars fyrir hönd þjóðar sinnar og ábending til þeirra sem landið eiga að erfa. Þótt ræður og ávörp séu bundin stað og stund er viturlegur boðskapur sígildur og svo er farið um eftirfarandi orð Gunnars Thoroddsen: „Það er vafasamt að svífa á léttum og ljósum skýjum í bjartsýnisdraumi og fögnuði yfir því, sem vel gengur, og gæta ekki óveðursskýjanna dökku. En það er ekki síður skaðvænlegt að sjá örðugleikana eina, mikla þá fyrir sér og gleyma öllu því, sem jákvætt er. í yfirsýn og mati á því, sem gera þarf, verður hvort tveggja að skoðast saman. Þau eru ekki örugg í hendi okkar öll þau gæði, sem við njótum. Við verðum að gæta þeirra vel og vandlega. Og ekki eru allir erfiðleikar óviðráðanlegir eða óyfirstíganlegir, ef tekist er á við þá af djörfung, festu og fyrirhyggju. Við getum ráðið sjálf við svo margt, ef viljinn er fyrir hendi. Það er meira sannmæli en sumir hyggja, að vort lán býr í oss sjálfum.“ Lán Gunnars Thoroddsen bjó í honum sjálfum og verður hans minnst sem víðsýns og frjálshuga stjórnmálamanns. OÓ skrifað og skrafað Orkufrekur iön- aður eða fjár- magnsfrekur iðnaður ■ Edgar Guðmundsson verkfræðingur skrifar um stóriðju í Morgunblaðið og hvetur til hleypidómalausrar og jarðbundinriar umræðu um þau mál og telur að þjóðarsátt sé nauðsynleg um stefnumótun í orku- og stjór- iðjumálum. Edgar skrifar m.a.: „Ætla verður að þorri al- mennings skilgreini stóriðju sem orkufrekan iðnað á borð við álverið í Straumsvík eða málmblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Sumir hafa þó réttilega bent á að fyrsta stóriðja Islendinga hafi í raun verið fiskiðjuverin og síldar- og fiskimjölsverksmiðjurnar. Aðrir hafa véfengt merkingu heitisins „orkufrekur iðnað- ur“ en talið eðlilegra að nóta heitið „fjármagnsfrekur iðn- aður" um þetta fyrirbæri og hafa nokkur til síns máls. Ekkert af þessum heitum gef- ur neina tæmandi lýsingu á fyrirbærinu þótt alþjóð viti núorðið allvel hvað átt er við þegar þau eru notuð. Ein- kenni stóriðjunnar eru þó nokkuð afmörkuð og skal drepið á þau helztu. 1. Orkunotkun ergífurleg á okkar mælikvarða eða um 500-1000 Gwh/ári. Til samanburðar mun Blönduvirkjun framleiða um 750 Gwh/ári miðað við núverandi tilhögun. 2. Stofnkostnaður er mjög mikill eða milli 20 og 30 milljónir króna á hvert starf. Til samanburðar má geta þess að stofnkost- naður á bák við hvert starf í almennum iðnaði er oft á bilinu 1-2 milljónir króna. 3. Árlegt söluverðmæti afurða er jafnan mjög hátt gjarnan um og yfir helm- ingur af stofnkostnaði. 4. Sölukerfi afurðanna eru yfirleitt í höndum mjög stórra erlendra fyrirtækja sem oft hafa hagsmuna að gæta við frekari úrvinnslu. 5. Hráefni eru mest af er- lendum toga, tengd stór- flutningum sem krefjast mjög stórra hafna. 6. Mengunarhætta hefur verið fyrir hendi ef ekki er hugað nægilega að meng- unarvörnum. Af hverju stóriðja? Þyngstu rökin með stóriðju eru almennt séð þörf fyrir auknar þjóðartekjur og hag- vöxt byggð á innlendum verðmætum þ.e. orkunni í fallvötnunum og iðrum jarðar. Margir telja að erfitt sé að komast öllu lengra í ný.tingu fiskistofnanna en nú er raunin og þá þurfi ein- hverjar vannýttar innlendar auðlindir að koma til sem tekið geti við af fiskinum ef halda á í horfinu. Þyngstu rökin gegn stór- iðju eru hve gífurlega fjár- frek hún er og áhættusöm að auki. Þá hefur mengunar- hættan verið mörgum þyrnir í auga. Eignarhald stóriðju? Um þennan þátt eru mjög skiptar skoðanir. Sumir að- hyllast að íslendingar eigi ekkert að eiga í stóriðjufyrir- tækjunum líkt og raunin er með álverið í Straumsvík. Aðrir hallast að meirihluta- eign íslendinga, enn aðrir að svokölluðum „virkum yfir- ráðurn" án þess að endilega þurfi að koma til meirihluta- eignar. Síðast en ekki síst má nefna þá sem vilja taka afstöðu til hvers máls fyrir sig án þess að binda sig fyrirfram hvernig eignarhaldi skuli háttað. Eins og ævinlega hafa hér allir nokkuð til síns máls. Virkjun orkunnar - til hvers? Til þess að virkjanir á íslandi verði hagkvæmar þar að virkja stórt. Með öðrum orðum framleiða mikið rafmagn.Til þess að áætlanir um ódýrt rafmagn standist þá þarf að vera búið að tryggja markað fyrir veruleg- an hluta orkunnar þegar framleiðsla virkjananna hefst. Allir framleiðendur þurfa sína neytendur. Þar sem almenn aukning á raf- orkuþörf til annarra inn- landsnota er lítil þá er afar erfitt að virkja stórt án stó- riðju og mjög erfitt að virkja hagkvæmt án þess að virkja stór. Hagkvæmar virkjanir tengdar hæfilega stórum orkufrekuni iðnaði ætti jafn- framt að geta tryggt lágt orkuverð til almennings svo og til iðnaðar sem ekki telst orkufrekur. Óbeisluð orka skapar ekki verðmæti en beisluð orka án hagkvæms notanda veldur útgjöldum umfram tekjur og er þá verr af stað farið en heima setið. Áfangasigur Guðmundur G. Þorarins- son skrifar um áfangasigur í álmálinu í DV. Hann skýrir þann samning sem gerður var við Alusuisse og rekur þau mál. Hann lýkur grein sinni á þennan veg: „Framundan er mikið starf í samningum. Við þurfum að ná sem allra bestum samning- um við Svisslendingana. Menn mega þó ekki byggja upp alltof miklar væntingar. Við eigum brekku eftir. Það eru fráleitar yfirlýsing- ar að íslendingar greiði raf- orku niður fyrir svissneskan auðhring. ísal greiðir Búrfellsvirkjun á ákveðnum tíma. Að þeim tíma liðnum eigum við virkjunina. Grunnur samkomulagsins við Alusisse á sínum tíma var auðvitað sá, að þeir reistu álver en við virkjun. Við seldum þeim rafmagn og þeir greiddu virkjunina upp á ákveðnum tíma. Ef þú gerir samkomulag við nágranna þinn um að þú byggir hús og leigir honum þannig að hann greiði bygg- ingarkostnaðinn t.d. á 10 árum þá átt þú húsið að þeim tíma liðnum. Nú gætir þú komið eftir 5 ár og sagt við þennan ná- granna þinn: „Húsaleigan hefur hækkað svo mikið hérna í kring að samningur- inn er óviðunandi fyrir mig. Ég verð að fá hækkun. Þú arðrænir mig.“ Nágranninn mundi auðvit- að svara: „Þú átt húsið eftir þessi tíu ár. Þú hefur engu tapað, án samningsins við mig hefðir þú ekki reist húsið. Lánin á húsinu hafa ekki breyst og samningurinn er þér enn hagstæður.“ . Islendingar skilja illa að orkuverð þeirra sé hátt. Þeir eru aðeins 235.000 eða sem svarar einu úthverfi í Kaup- mannahöfn. Þeir búa í gríð- arstóru landi sem er 2,5 sinn- um stærra en Danmörk. Byggðin er dreifð eftir strandlengjunni nær allan hringinn. Byggðalínur og dreifikerfi, fyrir miklar vegal- engdir til fárra notenda eru auðvitað kostnaðarsamar. Orkan verður því dýr og fleira kemur til. Alþýðubandalagið heldur því núna fram að lágmark sé að orkuverðið til ísal verði 20 mill. í frumvarpi þeirra um einhliða aðgerðir lögðu þeir til 15 - 20 mill og skyldi rnaður þá halda að 15 mill væri lágmarkið, en þetta hef- ur breyst er þeir fóru úr stjórn eins og fleira á þeim bæ.“ Hjörleifur Guttormsson telur 25 mill lágmark til nýrr- ar bræðslu núna. Meðan hann var ráðherra setti hann af stað hagkvæmnisathuganir á ýmsum stóriðjukostum. Iðnaðarráðuneytið undir hans stjórn ákvað þá að miða íöllum tilvikumvið 17,5 mill. í þessu sambandi má nefna: 1) Nýtt álver við Eyjafjörð eða á Reykjanesi 17,5 mill. 2) Trjákvoðuverksmiðja 17,5 mill. 3) Kísilmálmverksmiðja 17,5 mill. Þegar aðrir eiga að semja virðist hins vegar sjálfsagt að snúa blaðinu við og koma með algjör- lega óraunhæfar kröfur. En hvað um það. Fram- undan er mikil vinna. Við þurfum að herða róðurinn í þeim samningum sem framundan eru. Það er engum þó til góðs í þeim málum að byggja loftkast- ala eða vekjá upp óraun- hæfa bjartsýni." Að duga eða drepast Magnús Bjarnfreðsson rekur í DV-grein allan þann fagurgala sem forystusveit launþega hefur í frammi um kjör hinna lægstlaunuðu, nema við undirskrift samn- inga. Nú magnast umhyggjan fyrir láglaunafólkinu um all- an helming, enda ekki samið fyrr en á næsta ári. I greinar- lok stappar Magnús stálinu í stjórnarsinna og segir: „Nú er ein mesta eldskírn þessarar ríkisstjórnar fra- mundan. Þing kemur senn saman og áróðursstríðið nær hámarki sínu. Enginn varfi er á því að öllum brögðum verður beitt til þess að reyna að reka fleyga í stjórnarsam- starfið. Eitt hættulegasta at- riðið er vitanlega fjárlögin. Þar verður mikils aðhalds gætt og mörg góð og þörf framkvæmdin mun sitja á hakanum. Ekki er að efa að mörgum baráttumanninum fyrir byggðum og stéttum mun reynast erfitt að styðja stjórnina heils hugar og standa gegn sýndartillögum stjórnarandstöðunnar sem ekki síst verða fluttar til þess að efna í vopn í baráttunni úti á landsbyggðinni. Hér verða menn að duga. Láti þeir nú undan þrýstingi og fagurgala svo að ríkis- stjórnin nái ekki markmiðum sínum fram taka þeir á sig miklu meiri ábyrgð en þeir eru menn til að bera. Það verða fleiri að duga. Ríkisstjórnin verður einnig sjálf að duga. Hún má ekki gefa hársbreidd eftir í því að standa gegn frekari verð- hækkunum á opinberri þjón- ustu. Hún nýtur enn skilnings almennings, þrátt fyrir allt, en þau eru mörg eitruðu peðin á taflborði þjóðmál- anna nú. Hvert og eitt þeirra gæti orðið upphafið að end- inum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.