Tíminn - 30.09.1983, Qupperneq 12
■ Þórunn Pálsdóttir er kennari og
leikari að mennt og hefur starfað við
það, en nú gegnir hún störfum for-
stöðukonu barnaheimilisins Ösp, en
þar er bæði leikskóli og dagheimili.
Þórunn er gift Stefáni Ásgeirssyni
gæslumanni og garðyrkjumanni og á
soninn Jón Pál.
Það er alltaf farið of
seint að sofa
■ Suð klukkunnar vekur mig. Ég rís
upp við dogg, nýr dagur hefur göngu
sína. Dagur í lífi forstöðukonu,
móður, frænku og eiginkonu. Þegar ég
dreg frá glugganum sé ég að það
verður bjartur dagur. Morgunsólin
glampar í hafinu. Ég er bara hress.
„Nonni, Nonni". Ég reyni að vekja
9 ára slánann minn. Það er alltaf farið
of seint að sofa. „í dag er fyrsti
badmintontíminn - manstu?“ segi ég
og dreg frá glugganum hans. „Bíddu á
meðan ég þurrka stírurnar úr augun-
um,“ svarar hann grútsyfjaður. „Ekk-
ert hangs," svara ég. „Þú vildir eyða
eina frímorgninum þínum í badmint-
on,“ segi ég ákveðin. Upp, upp mín sál
og allt...“
Hann er risinn upp með það sama,
morgunmatur etinn og nesti útbúið.
Við förum upp í bíl og höldum í átt
að Heimahverfinu. Þegar komið er á
móts við Goðheima sjáum við cinn
skólafélaganna með stóra íþróttatösku
og badmintonspaðinn skagar út úr. Ég
horfi á eftir æskunni með badminton-
spaðana sína. Þeir voru svo hressir og
ungir í morgunroðanum.
mm B| fw&wm J y®
W ■W
Þá eru það Gólanhæðirnar eða efra
Breiðholtið.
Mér finnst ég alltaf vera að
borða í vinnunni!
Ég planta bílnum á milli blokkanna
og arka að „Öspinni" minni. Það
liggur vel á öllum í vinnunni. Þetta er
allt með sama brag. Enginn er veikur,
engar áhyggjur. María í eldhúsinu er
að úbúa morgunverðinn. Börnin tínast
inn, ýmist glöð eða örg, mæður og
feður. Ég hringi nokkur símtöl, m.a. í
verkstjórann yfir görðunum. Ég er að
reyna að fá nýtt hlið í gcgn. Það virðist
ætla að ganga-vel. Aldrei þessu vant
bregðast þeir fljótt og vel við. Hliðið
verður komið upp eftir viku.
Þá er það blessaður kaffisopinn. Við
ræðum um sjónvarpið kvöldið áður,
um ýmis vandamál á vinnustað
o.s.frv. Eftir kaffið gluggaði ég svolítið
í bókhaldið og ein móðirin biður um
viðtal. Við spjöllum um barnið hennar
og reynum að leysa smávandamál. Þá
er María tilbúin með sinn Ijúffenga
mat. Ég borða. Mér finnst ég alltaf
vera að borða í vinnunni.
Foreldrar leikskólabarnanna flykkj-
ast að til að ná í börnin sín. Sumir
skrafa svolítið, aðrir eru að flýta sér.
Kl. 12.15 eru öll börnin nema 2 farin.
Það eru hádegisbörnin. Dagheimilis-
börnin eru í hvíld. Þá tek ég saman
pappíra fyrir Hverfafund forstöðu-
kvenna í Breiðholti.
Sálfræðingarnir staldra
alltof stutt við
Fundurinn er í Gerðubergi (menn-
ingarmiðstöðinni). Við mætum 15 að
tölu. Það er margt til umræðu. Fyrst
afgreiðum við ritvélarkaup, en þörfin
fyrir sérstaka ritvél fyrir dagvistar-
heimilin í Breiðholtshverfi er brýn og
höfðum við fengið leyfi fyrir þeim
kaupum. Þá er sálfræðiþjónustan
rædd. Það er búið að ráða nýjan
sálfræðing að Dagvistun barna. Þeir
staldra allt of stutt við og er þá erfitt
að veita góða þjónustu sem ber árang-
ur. Fyrirlestrar fyrir foreldrafundi eru
næst á dagskrá. Eitthvað fleira er til
umræðu. Svo er fundi slitið.
Þegar ég kem aftur á Ösp er búið að
klæða öll börnin til útiveru og þau
ærslast og leika sér í garðinum. Það er
hringt, móðir með skilaboð í sambandi
við barnið sitt. Aftur hringt og aftur.
Ég væri ágæt símastúlka. Ég reyni að
hringja inn á milli, m.a. í Berg,
framkvæmdastjóra Dagvistar. Ég er
að reyna að fá 1/2 klst. í viðbót fyrir
starfskraft svo að hún geti aðstoðað
dagheimilisstarfsstúlkuna kl. 5.30-6.
Börnin eru oft svo „illa sótt“ eins og
við segjum.
Bergur vill ekki gefa leyfið en sættist
á það að stúlkan komi 1/2 klst. seinna
og fari seinna.
Það leiðinlegasta sem
ég upplifi er að missa
góðan starfskraft og
ráðan nýjan
Það heyrist grátur að utan. Einn
gaurinn minn hefur hent grjóti í
annan. Ein lítil damá kemur inn öll
rennblaut. Þetta er í fjórða skiptið sem
hún pissar á sig í dag. Ég spjalla
svolítið við hana. Hún er svo snúðug
litla krúttið. Þá kemur ein starfsstúlkan
til mín og segir upp starfi sínu. Hún er
að fara í frekara nám. Úff, það leiðin-
legasta, sem ég upplifi er að missa
góðan starfskraft og ráða nýjan.
Þá er að halda heim. Ég keyri á móti
umferðinni. Kl. 5 liggur straumurinn
upp í Breiðholt og ég sé bílaraðir svo
langt sem augað eygir. Það vegur þó
upp á móti vegalengdinni sem ég þarf
að keyra fram og tilbaka á hverjum
degi, að ég lendi aldrei í umferðar-
teppu. Ég fer í búð og versla.
Sunna frænka, draumurinn minn
Iitli, bíður hjá dagmömmunni og tekur
brosandi á móti mér, þegar ég kem til
að ná í hana. Hún er 10 mánaða. Ég
greindi Nonna á hjóli í fjarska og veit,
að ég má teljast heppin ef hann birtist
á réttum tíma í kvöldmat. Vinirnir eru
nr. eitt, tvö og þrjú. Hitt skiptir litlu.
Það er lítið hægt að sinna heimilis-
störfum með frænku á handleggnum.
Mamman kemur kl. 7 - og eiginmaður
minn líka. Ég leik við súkkulaði-
molann minn, skipti á bleiju og við
höfum það gott saman. Kl. 7 kemur
systir mín og tekur við afkvæminu. Þá
loksins er hægt að elda.
Svo rétti hann
mér rósir...
Eggjaréttur er á matseðlinum með
alls konar jukki í. Þegar ég fer að
brjóta fyrsta eggið í skálina birtist
vinnulúinn eiginmaðurinn og heilsar
með kossi. Ég sé fyrir aftan hann örla
í eitthvað grænt. „Hvað er þetta?“
spyr ég. Hann sýnir mér háa, fína
gúmmíplöntu „við hættum fyrr og
skruppum til Hveragerðis. Þetta fékk
ég á 240 krónur," segir hann. Þargerði
hann góð kaup. Svo rétti hann mér
rósir. Þá varð ég glöð og undrandi, því
þetta er í fyrsta sinn sem hann afhendir
mér slíkt óvænt. „Hvað er að gerast?
spyr ég“ Ekkert sérstakt. Sláum þessu
upp í kæruleysi og förum eitthvað út
að borða. Ekkert flott, bara á ódýran
og góðan stað,“ segir hann. Ég er
stálhress með það, hendi frá mér
pískum og pönnum, kalla á Nonna, læt
hann þvo sér og við hendumst af stað.
A..... verður fyrir valinu.
Við pöntum okkur gómsæta fiskrétti
og Nonni fær körfukjúkling af barna-
matseðli. Við fáum okkur pilsner með.
Þetta var yndislega afslappandi. Á
eftir ókum við framhjá húsinu okkar
sem er í byggingu og skoðuðum hvað
búið var að gera um daginn. Allt hefur
verið í fullum gangi. Það tekur þó
lengri tíma en við héldum að koma sér
upp smá húsakynnum.
Heimilisverkin bíða eftir
manni - þrátt fyrir
allt
Þegar heim er komið er írska fram-
haldsmyndin ennþá í sjónvarpinu.
Þetta er með betri sakamálamyndum
sem ég hef séð þar. Stebbi (þ.e.
eiginmaðurinn) þarf að mæta á nætur-
vakt og um það leyti sem hann kveður
er Nonni kominn upp í rúm og bíður
eftir góða-nótt-kossi. Þegar ég hef
slökkt ljósið og knúsað hann eins og
hann vill, verð ég að fara í þvottahúsið.
Heimilisverkin bíða eftir manni,
þrátt fyrir allt. Kl. 12 er ég komin upp
í. Ég er í litlu lesstuði og er steinsofnuð
von bráðar.
■ Það er margt við að vera í garðinum við Ösp. Það er t.d. ekkert á móti því að tylla sér undir húsvegg í sólskininu og spjalla smávegis við fóstruna.
Dagur í lífi Þórunnar Pálsdóttur, forstöðukonu barnaheimilisins Ösp