Tíminn - 06.10.1983, Síða 9
FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 1983
á vettvangi dagsins
Alyktanir
Sambands
sveitarfélaga
í Austur-
landskjördæmi
Héraðsf undur Húnavatns-
prófastsdæmis 1983
Ályktun um orku
og iðnaðarmál
■ Aðalfundur S.S.A. haldinn á Seyðis-
firði 25.-26. ágúst 1983, leggur ríka
áhersiu á að haldið verði fast við sam-
þykkt Alþingis um næstu þrjár stórvirkj-
anir - þar sem Fljótsdaisvirkjun er sett
næst á eftir virkjun í Blöndu. Haldið
verði áfram undirbúningsframkvæmdum
við Fljótsdalsvirkjun svo sem lög og
fjáröflun framast leyfa.
Fundurinn skorar á þingmenn kjör-
dæmisins og iðnaðarráðherra að beita
sér fyrir afgreiðslu málefna Kísilmálm-
vinnslunnar á Reyðarfirði á Alþingi í
haust, og væntir þess að sú könnun, sem
nú fer fram á eignaraðild erlendra aðila,
verði ekki látin tefja framgang málsins.
Jafnframt ítrekar fundurinn þá ósk sína
að hluti af aðstöðugj^ildi verksmiðjunnar
renni til Iðnþróunarsjóðs Austurlands.
Þá áréttar fundurinn ályktun síðasta
aðalfundar um að stjórnvöld geri nú
þegar áætlun um eflingu atvinnulífs í
þeim byggðarlögum, sem liggja fjær
hinni fyrirhuguðu verksmiðju, svo ekki
komi til byggðaröskunar og fólksflótta
frá jaðarbyggðum.
FundurinnfelurstjórnS.S.A. aðfylgj-
ast náið með framvindu þessara mála.
Ályktun um stöðu
landsbyggðarinnar
Aðalfundur S.S.A. haldinn á Seyðis-
firði 25.-26. ágúst 1983, vekur athygli á
hinni alvarlegu búsetuþróun sem nú á
sér stað í Iandinu og sem breytist í
fólksflótta af landsbyggðinni verði ekki
að gert. Þessi þróun stafar einkum af
hinum gífurlega háa orkukostnaði, sem
nú er að sliga heimilin og síversnandi
fjárhagsstöðu sveitarfélaganna, sem all-
flest eru þess vanmegnug að ráða við
lögboðin verkefni hvað þá að sinna
síauknum kröfum íbúanna urn nauðsyn-
lega og vaxandi þjónustu.
Fundurinn leggur höfuðáherslu á eftir-
farandi:
1) Hinn óbærilegi húshitunarkostnaður
verði jafnaður og þar með dregið úr
þeirri mismunun sem öðru fremur
hefur sogað fólk frá landsbyggðinni
til höfuðborgarsvæðisins.
2) Sveitarfélögunum verði tryggðir
tekjustofnar er nægi á hverjum tíma
fyrir lögboðnum verkefnum og vax-
andi þjónustu.
3) Atvinnurekstrinum verði tryggður
starfsgrundvöllur til arðbærs reksturs
og til að tryggja viðunandi launakjör.
Jafnframt verði kerfisbundið unnið
að aukinni fjölbreytni í atvinnuhátt-
um og stóraukinn stuðningur við
iðnþróun á landsbyggðinni.
4) Til að draga úr röskun á stöðu
landsbyggðarinnar vegna minnkandi
áhrifa hennar á Alþingi verði:
a) Raunhæft átak gert í að dreifa
framkvæmdavaldinu til sveitarfé-
laganna og þeim fengin bæði fram-
kvæmd verkefna og umsjón með
starfsemi sem nú er rckin af ríkinu
frá einni miðstöð fyrir allt landið,
enda eru sveitarstjórnirnar mun
nálægara stjórnvald íbúunum en
ríkisvaldið og betur í stakk búnar
til áð mæta óskum þegnanna og
sinna framkvæmdum í heima-
byggð:
b) Starfsemi ríkisþjónustunnar færð
nær fólkinu og henni dreift um
landsbyggðina, enda. bendir flest
til þess að staðarval þessarar þjón-
ustu muni ráða miklu um búsetu-
þróun næstu árin.
Ályktun um samstarf
Austurlands
og Færeyja
Aðalfundur S.S.A. haldinn á Seyðis-
firði 25.-26. ágúst 1983, fagnar framtaki
og góðu samstarfi, sem tekist hefur með
Austfirðingum ogFæreyingum m.a. með
föstum áætlunarsiglingum milli Austur-
lands og næstu nágrannalanda s.l. 9
sumur.
Þá er jafnframt lýst ánægju yfir til-
raunum til fastra og beinna siglinga með
vörur milli Austurlands ög Evrópu.
Ljóst er að landfræðilega liggur Aust-
urland vel við góðum markaðssvæðum á
Norðurlöndum vegna nálægðar sem býð-
ur upp á mikla möguleika til stóraukinna
umsvifa og um leið bættra lífskjara íbúa
fjórðungsins.
Stjórn S.S.A. og iðnþróunarfélagi
Austuriands er falið að fylgjast náið með
og styðja við bakið á þessu athyglisverða
máli.
Tillaga um kjördag
sveitarstjórna
Aðalfundur S.S.A. haldinn á Seyðis-
firði 25. og 26. ágúst 1983, leggur til að
kjördagur til sveitarstjórna verði einn og
hinn sami í öllum sveitarfélögum og
telur að heppilegasti kjördagurinn sé
annar laugardagur í júní.
Vísar fundurinn þessari eindregnu
ábendingu til þeirra aði|a sem fjalla nú
um endurskoðun sveitarstjórnarlaga.
Ályktun um
Egilsstaðaflugvöll
Aðalfundur S.S.A. haldinn á Seyðis-
firði 25.-26. ágúst 1983, fagnar fram-
komnum hugmyndum um endurbygg-
ingu Egilsstaðaflugvallar, vestan núver-
andi flugbrautar.
Austfirðingar eru háðari flugsam-
göngum en flestir aðrir og Egilsstaða-
flugvöllur er miðstöð flugsamgangna á
Austurlandi.
Fundurinn væntir þess að samgöngu-
ráðherra taki senr fyrst endanlega
ákvörðun um endurbyggingu vallarins
og skorar á þingmenn kjördæmisins að
beita sér af alefli fyrir fjárveitingum til
þessa brýna vefkefnis í samgöngumálum
fjórðungsins, einnig verði gerðar sem
fyrst úrbætur á öðrum flugvöllum Aust-
urlands.
■ Sunnudaginn 2. október varð meiri
háttar viðburður i tónlistarlífi bæjarins
þegar Árni Kristjánsson og Erling
Blöndal Bengtsson fluttu verk eftir Beet-
hoven fyrir píanó’ og knéfiðlu. Tón-
leikarnir sem voru á vegum Kammer-
músíkklúbbsins, voru í Neskirkju, en sú
kirkja hefur orðið sér úti um prýðilegan
flygil og heppilegan fyrir kammertónlist,
má líta á allt þetta sem lið í stórsókn
Vesturbæjarins i mcnningarmálum.
Það er ekki einasta alltaf gaman að
heyra Árna Kristjánsson spila, heldur
ennþá skemmtilegra að í hvert sinn sem
hann kemur fram segja menn: „Árni
spilar alltaf betur og betur", og töldu þó
margir, að þar væri litlu á bætandi. Árni
Kristjánsson hefur neínilega píanóstíl
sem hæfir sérlega vel tónlist 19.-aldar
jöfranna - hann er framhald af hinni
evrópsku hefð í píanóleik. .
Af þessum meiði er Erling Blöndal
Bengtsson líka. en á þessum tónleikum
gerði hann sig að vísu sekan um óþart'a
hógværð. Bengtsson lagði allt upp úr
■ Sunnudaginn 4. sept. 1983 var hald-
inn héraðsfundur Húnavatnsprófasts-
dæmis á Hólmavík. - Mátti segja að það
væri dýrðardagur, hlýtt í veðri og þurrt.
Hið reisulega guðshús á klettinum,
Hólmavíkurkirkja, við Steingrímsfjörð,
bar sig vel í sólarbirtunni við lygnan sæ.
En í slíku veðri er fagurt að líta Stein-
grímsfjörð af kirkjuhlaði.
Héraðsfundurinn hófst með messu-
gjörð kl.,2. e.h. Bæn flutti sr. Einar
Jónsson prestur í Árnesi. Prófastur sr.
Róbert Jack setti inn í embætti Hólma-
víkurprestakalls sr. Flóka Kristinsson
með ræðu og mæltist vei. Las hann síðan
vígslubréf biskups til hins unga prests og
óskaði honum allra hcilla í starfinu. Sr.
Flóki Kristinsson sté í stólinn og llutti
sína aðfararæðu til safnaða sinna. Altar-
isþjónustu önnuðust sr. Oddur Einars-
son Skagaströnd og sr. Guðni Þ. Ólafs-
fágun og fögrum tóni, en lét hinar stóru
tilfinningar Beethovens lönd og leið.
Á éfnisskrá tónleikanna voru fjögur
verk: knéfiðlusónötur í g-moll óp. 5, í
C-dúr óp 102 nr. 1 og í D-dúr óp. 102 nr.
2, og Tólf tilbrigði við lag Mózarts úr
Töfraflautunni, „Ein Mádchen oder
Weibchen". í lokin léku þeirsvo „auka-
lag“, tilbrigði við dúett úr Töfraflaut-
unni.
Þessir tónleikar voru ekki einasta
mjög fínir og ánægjulegir, heldur höfðu
þeir einnig tónlistarsögulegt gildi, því
hér vék hin harðsnúna menningarstofnun
Kammermúsíkklúbburinn frá hefðbund-
inni og markaðri stefnu sinni með því að
flytja sónötur: Aldrei fyrr á 25 ára ferli
hafa smærri hópar en tríó heyrzt hjá
Kammermúsíkklúbbnum - það hefur
verið vettvangur Tónhstarfélagsins.
En Tónlistarfélagið hefur líka vikið af
markaðri braut. því á fyrstu tónleikum
þess í haust kom fram þýzk unglinga-
hljómsveit á stærð við Sinfóníuhljómsveit
Isl.ands - ég kunni ekki við að skrifa um
son Melstað fyrir predikun og á eftir sr.
Andrés Ólafsson og sr. Flóki Kristins-
son Altarisganga var og gekk margt
fólk til Guðsborðs. - I messunni ávarp-
aði kirkjugesti sr. Andrés Ólafsson er
alla sína tíð í þjónustu heilagrar kirkjú
starfáði á Hólmavík. Orð hans báru þess
vott að þar hafði hann unnið sitt lífsstarf
sín bestu ár við góðar minningar. í lok
guðsþjónustu flutti sr. Pétur Þ. Ingjalds-
son fyrrverandi prófaslur kveðju frá sr.
Þorsteini Jóhannessyni og konu hans
Laufeyju Tryggvadóttur til safnaðanna,
en frá 1924 - 28 voru þau prestshjón á
Stað í Steingrímsfirði sín fyrstu prest -
skaparár við góðan orðstír. - Kirkjukór-
inn söng við undirleik organistans Ólafíu
Jónsdóttur, er fór hið besta fram. Kirkj-
an var þéttskipuð fólki.
Að lokinni messu héldu fundarmcnn
til Barnaskólans en þar beið þcirra
þá tónleika vegna þeirrar virðingar sem
Tónlistarfélagið nýtur meðal lesenda
Tímans.
, Loks má skyggnast bak við tjöldin hjá
Kammermúsíkklúbbnum: Að vanda
verðafernirtónleikarívetur. 13. nóvem-
ber verður Brahms-kvöld, 4. mars verða
tríó tónleikar, - efnisskrá óákvcðin - og
15. apríl flytur Sinnhoffer-kvartettinn
strengjakvartetta eftir Mózart, Beetho-
ven og Schostakovits.
- 4.-10. Sigurður Steinþórsson
messukaffi í boði sóknarnefndar Hólrna-
Víkurkirkju.
Að lokinni kaffidrykkju hófst Héraðs-
fundurinn. Sr. Yngvi Þ. Árnason flutti
bæn í upphafi hans. Sr. Róbert Jack setti
fundinn og stjórnaði honum. Tilnefndi
sr. Odd Einarsson fundarritara. Prófast-
ur flutti yfirlistræðu sína er fjallar um
helstu kirkjulega viðburði í prófast-
dæminu. Messur voru 329- altarisgestir
641 fcrmingar 115.
Sr. Ólafur Hallgrímsson í Bólstaðar-
prestakalli hefur verið skipaður prestur
í Mælifclísprestakalli. Sr. Andrés Ólafs-
son hafði fengiö lausn frá embætti, að
cigin ósk cftir 35 ára starf í Hólmavíkur-
prestakalli við góðan orðstír. í hans tíð
hefur verið byggð kirkja.hið veglegasta
hús og einnig prestseturshús.
Á síðasliðnum vetri hafði sr. Ingólfur
Ástmarsson þjónað brauðinu, en hann
hóf prestskap 'sinn í Staðarprestakalli
1942. En nú hefur sr. Flóki Kristinsson
verið vígður til brauðsins.
Tvær kirkjuhátíðir hafa verið haldnar
rprófastdæminu. Á hundrað ára afmæli
Bergstaðakirkju í Svartárdal 17. júlí.
Þar voru mættir fimm prestar sem þjónað
höfðu þessari kirkju, ásamt prestum
prófastsdæmisins. - Þá.var hátíðamessa
á Staðarbakka í Miðfirði 24. júlí tilefni
þess að lokið var gagngerðri viðgerð er
stóð í þrjú ár. Benedikt Guðmundsson
Staðarbakka flutti erindi um kirkjuna og
sr. Guðni Þ. Óiafsson og sr. Róbert Jack
stéu í stólinn. Þá flutti sr. Árni Sigurðs-
son erindi um Guðbrand Þorláksson
biskup sr. Pétur Þ. Ingjaldsson um
húnvetnsk fræði.
Prófastur gat þess í lok ræðu sinnar að
nú væri árið 1983 helgað siðábótamann-
inum Marteini Lúther og hefði hann
fengið sr. Pétur Ingjaldsson til að mæla
fyrir minni hans.
Pétur Ingjaldsson flutti erindi sitt um
Martein Lúther. Síðar á fundinum urðu
umræður um ýms mál viðvíkjandí kristni
og kristindómi. Tóku margi.r til máls, -
Fundinn sátu 8 prestar og 15 safnáðarfull-
trúar, auk annarra sóknarnefndannanna,
samtals 38 manns. - Prófastur sr. Róbert
Jack lauk fundinum með ritningarlestri
og bænagjörð.
Þá beið kvöldverður fundarmanna í
boði Sóknarnefndar Hólmavíkurkirkju.
Formaður sóknarncfndar er Jóhann
Guðmundsson. Móttökur allar voru hin-
ar höfðinglegustu.
BEETHOVEN-TÓNLEIKAR