Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.10.1983, Blaðsíða 10
umsjón: Samúel Örn Erlingsson íþróttir Mikiil uggur er í Bretum - enn einn lét lífið á áhorfendapöllunum I ■ Mikill uggur er nú í Bretum vegna óláta á knattspyrnuvöllum þar í landi. Enn einn knattspyrnuaðdáandinn lét lífið um helgina, á leik Chelsea og Huddersfield á laugardag. Margt hefur verið rætt og ritað í Bretlandi um þetta vandamál, en minna verið um fram- kvæmdir. Þó hafa verið sett strangari lög um framferði á áhorfendapöllum iþrótta- leikvanga, en þeim ekki verið framfylgt af fullum krafti. Mikill uggur var í mönnum á enskri grundu fyrr í haust, vegna slæms fram- ferðis áhangenda Chelsea. Nú bregður öðru við, því pilturinn sem lést, Richard Aldridge, var áhangandi Chelsea, og líklegt verður að þykja að skoðanabræður hans hafi ekki orðið honum að bana. Morðið átti sér stað þegar slagsmál upphófust víða um áhorfendapallana eftir leikinn. -SOE Bikar- keppnin í sundi - 2. deild í Sundhöllinni ■ Bikarkeppni Sundsambands íslands Il.deild verðúr haldin í Sundhöll Reykja- víkur helgina 21.-23. október 1983 Keppt verður í greinum samkvæmt reglugerð SSÍ. Skráningum skal skila á skrifstofu SSÍ eigi síðar en föstudaginn 14. október 1983 þvf- tölvuvinnsla hefst strax á laugardeginum 15. október. Skráning- arnar skulu vera á þar til gerðum skrán- ingakortum, ásamt nafnálista yfir kepp- endur og þjálfara. Skráningagjöldin eru kr. 30.00 fyrir hverja skráningu í ein staklingsgrein og kr. 60.00 fyrir hverja skráningu í boðsundsgrein Skráningakortin skulu vera rétt útfyllt, annars verða þau ekki tekin gild Tölvunúmer skulu sett á hvert kort og einnig á nafnalistann. Aðeins verður tekið á móti vélrituðum kortum. Óski félög eftir að SSÍ sjái um gistingu skal hafa samband við skrifstofu SSl. KR-ingar fengu lið frá Lúxemborg ■ „Við munum ekki svíkja okkar að- dáendur, við stefnum á að leika annan leikinn eða báða hér á landi“, sagði Egill Bjarnason formaður handknattleiks- deildar FH í samtali við Tímann í gær. „Fjárhagslega gátum við ekki fengið erfíðara lið en þetta lið frá ísrael, það kostar einhver reiðinnar býsn að ferðast þangað“, sagði Egill. FH-ingar voru óheppnir, þegar dregið var í aðra umferð IHF-Evrópukeppninn- ar. Mótherjamir reyndust liðið Maccabi frá ísrael. ísraelsmenn eru ágætir hand- boltamenn, hafa t.d. sigrað oftar í viðureignum sínum við íslenska landslið- ið, en kostnaður við að ferðast þangað er gífurlegur. „Við munum reyna allt sem við getum til að ná kostnaðinum niður“, sagði Egill Bjarnason, „en hve langt það nær vitum við ekki.“ „Ég te! að við höfum verið mjög heppnir", sagði Þorvarður Höskuldsson framkvæmdastjóri handknattleiksdeild- ar KR í samtali við Tímann í gær. „Við fengum liðið HC Bercem frá Luxem- borg, en það sló út hollenska liðið HV de Gazellen í fyrstu umferð Evröpu- keppni bikarhafa. Að vísu hefði verið gaman að fá einhverja stóra karla, svo sem Barcelona, en við eigum góða möguleika á að komast áfram með því að fá þessa mótherja." Dregið var í aðra umferð allra Evr- ópukeppnanna í handbolta í gærmorg- un, og fengu mótherjar Víkings, Kol- botn frá Noregi belgísku meistarana. - SOE. Fyrsta boðsmót Iþróttafrétta manna f knattspyrnu innanhúss: MARGIR BESTU A SELFOSSI! — Adidas-bikarinn á sunnudaginn kemur ■ Á sunnudaginn kemur verður haldið fyrsta stórmót íþróttafrétta- manna í knattspyrnu innanhúss á Selfossi. Þar munu keppa 8 valin- kunn lið í útsláttarkeppni um hinn glæsilega ADIDAS-bikar. Mótið er hið fyrsta margra, þar sem íþrótta- fréttamenn bjóða liðum til mótsins hverju sinni. Nú taka þátt 8 lið. íþróttafréttamenn hafa boðið lið- um íslandsmeistara ÍA, Vals, Fram, Víkings, Breiðabliks, KR og Selfoss til mótsins, en auk þessara mun harðsnúið lið íþróttafréttamanna mæta til leiks. Mun það verða skipað bæði gömlum og óuppgötvuðum stjörnum. Mótið mun hefjast klukk- an 19.30 á sunnudag, og mun sitthvað óvænt verða augnakonfekt áhorf- cnda- - SÖE. Fréttir úr herbúðum Þróttar: feö*JfDL ■ Örn Óskarsson, Eyjamaðurinn sterki, nær hann sér á strik, að vori? ■ Ásgeir Elíasson, hinn spilandi þjálf- ari 1. deildarliðs í knattspyrnu Þróttar mun halda áfram með liðið. Honum verður áfram til aðstoðar við þjálfunina Theódór Guðmundsson. Þá er Ijóst að liðið mun leika óskert að vori, og jafnvel mun eitthvað bætast við af mönnum. Ljóst er að Þorvaldur Þorvaldsson, framlínumaður Þróttar mun leika með liðinu áfram næsta sumar, en heyrst hafði að hann væri á förum til Akur- eyrar. Þá mun Páll Ólafsson, handknatt- leikskappinn kunni, að öllum líkindum mæta fyrr til leiks að vori en í sumar, þar eð handknattleiksvertíðin er fyrr úti í vor en oft áður. Páll mun hafa fullan hug á að taka knattspyrnuna alvarlega að vori samkvæmt heimildum Tímans, en undanfarin tvö ár hefur knattspyrnan verið grein númer tvö hjá Páli, og hann einbeitt sér að handknattleiknum. - Páll og Örn með ■ Ásgeir Elíasson slær sjaldan af, hann þjálfar Þrótt áfram. . af fullum krafti Þetta er fengur fyrir knattspyrnulið Þróttar, því Páll hefur sýnt og sannað í sumar að hann er mjög sterkur knatt- spyrnumaður, enda á hann landsleiki að baki í greininni, þó færri séu en í handknattleiknum. Örn Óskarsson, varnarmaðurinn sterki úr Vestmannaeyjum, sem gekk til liðs við Þrótt síðastliðið vor, gekkst undir uppskurð nýlega, og er bati hans „á góðri leið“, að sögn lækna. Örn var skorinn upp vegna meiðsla sinna í hásin, og fari svo sem horfir að hann nái fullum bata, mun hann leika af fullum krafti með liðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. Þá hefur heyrst, að Jóhann Jakobs- son, lykilmaður úr liði KA á Akureyri, sem mun vera að flytjast til Reykjavíkur, muni ganga til liðs við Þrótt. Ekki er það þó selt dýrara en keypt. -SÖE ■ • ' 23 valdir - í enska landsliðshópinn ■ Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englendinga hefur valið 23 manna hóp til æfinga fyrir landsleikinn gegn Ung- verjum í næstu viku. Enginn úr liðinu sem lék gegn Dönum á dögunum hefur fallið úr, utan Phil Neal, Liverpool sem meiddist í landsleiknum gegn Dönum og hefur ekki getað leikið síðan. En það geta samt orðið breytingar, þar eð 8 bætast við Hópurinn er svona: Markverðir: Peter Shilton, Southampton, Ray Clemence, Tottenham, Gary Bailey, Man. Utd. Aðrir leikmenn: Mike Duxbury, Man. Utd., Kenny Sansom, Arsenal, Alan Kennedy, Liverpool, Terry Butcher, Ipswich, Alvin Martin, West Ham, Graham Roberts, Tottenham, Russel Osman, Ipswich, Bryan Robson, Man. Utd., Ray Wilkins, Man. Utd., Sammy Lee, Liverpool, Alan Devonshire, West Ham, Glenn Hoddle, Tottenham, Trevor Francis, Sam- pdoria, Tony Woodcock, Arsenal, Paul Mar- iner, Ipswich, John Barnes, Watford, Luther Blissett, AC Milan, Peter Withe, Aston Villa, Mark Chamberlain, Sloke. -SÖE SSÍ ræður starfsmann ■ Sundsamband íslands hefur nú ráðið starfsmann • til að vinna á skrifstofu sambandsins í hlutastarfi. Viðverutími hans verður frá kl. 15 til 17 þriðjudaga og fimmtudaga, og frá klukkan 13 til 17 mánudaga og miðvikudaga. Sundsambandið hefur fengið upplýs- ingar um nokkur erlend sundmót, sem haldin eru á ári hverju, og er þar ekki um landskeppnir að ræða. Þeir sem vilja fá upplýsingar um mótið af þessu tagi, hafi samband við skrifstofu SSf í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal. -SÖE Óvænt úrslit í Mjólkurbikarnum ■ Óvænt úrslit urðu í Mjólkurbikarn- um enska (deildarkeppninni) í fyrra- kvöld, en þar var leikin ein umferð. Fyrstu deildarlið steinlágu fyrir neðri- deildarliðum, og bar þá helst á ósigri West Bromwich Albion 0-3 fyrir þriðju- deildarliðinu Millwall, og tapi Watford 1-2 fyrir Hudderfield sem leikur í annarri deild. Þá lá Sunderland fyrir Carlisle, Plymouth Argyle gerði jafntefli við Arsenal, Nottingham Eorest tapaði fyrirg Wimbledon, og Southampton lá fyriri Carlisle. - En úrslitin urðu þessi: Aldcrshot-Notts. C ...........2-4 Bury-West Ham ................1-2 Cambridge-Sunderland..........2-3 Carlisle-Southampton.....‘.... 2-0 Chesterfield-Evcrton .........0-1 Grimsby-Covcntry......‘.......0-0 Huddersfieid-Watford .........2-1 Plymouth-Arsenal..............1-1 Portsmouth-Aston Viila .......2-2 QPR-Crewe.....................8-1 Rotherham-Luton...............2-3 ShelT. Wed.-Darlington .......3-0 Shrewsbury-Sheff. Utd.... . '2-1 Swansea-Colchester............2-1 Wallsall-Barnsley.............1-0 Wolvcs-Preston................2-3 Brighton-Bristol R............4-2 Cardiff-Norwich ..............0-0 Wimbledon-Nott. For...........2-0 Nýir tímar - hjá íþróttasambandi fatlaðra ■ Fráogmeð 1. septembersl. tók gildi nýr opnunartími á skrifstofu íþróttasam- bands fatlaðra. Framvegis mun skrifstof- an að Háaleitisbraut 11 verða opin sem hér segir: Mánudaga kl. 16:00 - 18:30. Þriðjudaga kl. 16:00 - 18:30. Miðviku- daga kl. 16:00 - 18:30. Fimmtudaga kl. 16:00 18:30. Síminn á skrifstofunni er 91-86301. Þó svo að skrifstofan sé til húsa að Háaleitisbraut 11 þá skulu bréf til sam- bandsins vera stíluð á: íþróttasamband fatlaðra, íþróttamið- stöðinni Laugardal, 104. Reykjavík. Danir eiga mikilli velgengni að fagna í Evrópukeppni landsliða, en: öll dönsku félagslM Jin fallin úr ■i ■ Þó Danir þyki nú eiga eitt besta landslið Evrópu í knattspymu, sem undirstrikað var svo rækilega með sigri þeirra á Englendingum á dögunum, hrósa þeir ekki því happi að eiga félagslið í sama gæðaflokki. Öll fjögur dönsku liðin, sem tóku þátt í Evrópukeppnum félagsliða í knattspyrnu í haust, féllu nefnilega úr í fyrstu umferð, rétt eins og lið okkar íslendinga. Landslið Dana er nú komið langleið- ina í úrslit Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu, sem leikin verða í Frakklandi næsta sumar. Liðið hefur góða forystu í riðlinum, og bar sigurorð um daginn af aðalkeppinautunum Englendingum. Hafa Danir þrjú stig út úr viðureignun- um við Englendinga. Jafnvel þó Danir komi til með að tapa fyrir Ungverjum . síðari leiknum, þá verður að teljast líklegt að breska ljónið reyni að reisa makkann með sigri á þeim ungversku, svo Danir standa vel. Félagsliðin eru ekki eins vel á sig komin. OB frá Óðinsvéum tapaði fyrir Liverpool í Evrópukeppni meistaraliða samanlagt 6-0. B 1901 tapaði saman lagt 3-9 fyrir Shaktyar Donetzk frá Sovétríkj- unum í Evrópukeppni bikarhafa. B 1903 tapaði samanlagt 1-6 fyrir Banik Ostrava frá Tékkóslóvakíu í UEFA keppninni, og þar tapaði einnig AGF frá Árósum 1-5 samanlagt fyrir Glasgow Celtic. Þessi útkoma Dana er dálítið í mót- sögn' við velgengni landsliðsins, sem hefur í ár lagt margar sterkar þjóðir að velli. Hver er skýringin? - Ein gæti verið sú, að 14 af 16 leikmönnum í landsliðinu sem skellti Englendingum leika erlendis, í Hollandi, Belgíu og V-Þýskalandi t.d. -SÖE ■ FH-ingarnir Hans Guðmundsson, sem hér sést taka óþyrmilega á Hauki Ottesen KR ■ fyrstu deildinni í fyrra, Krístján Arason og .Þorgils Óttar Mathiesen (nr. 2) geta átt von á að fara til ísrael alla leið, til að leika í annarri umferð IHF-keppninnar í handknattleik (Evrópukeppni félagsliða“). Hætt er við að þessi óhappadráttur FH-inganna gangi nærri þeim fjárhagslega. Haukur Ottesen sem einnig er á myndinni, er nú ekki lengur í KR, en félagar hans þar, sem eftir eru, fengu lið frá Lúxemborg, og teljast tiltölulega heppnir. -SÖE/Tímamynd Róbert Kristján Hjartarson, kom sá og sigraði Götu íFæreyjum: „FRUMRAUN MÍN SEM ÞJÁLI FARI” 1 — Albert Eymundsson veitti ómetanlega hjálp ■ „Þetta er nú eiginlega frumraun mín sem þjálfari“, sagði Kristján Hjartarson þjálfari GÍ í Færeyjum í samtali við Tímann, en Krístján lciddi lið sitt til sigurs í færeysku meistarakeppninni og bikarkeppninni í ár. „Ég hafði nánast ekkert þjálfað heima, þegar ég fór hingað og tók að mér þjálfun. Þegar til kom var knattspyma hér á miklu hærra stigi en ég hafði talið hana vera fyrír, og þá kom sér vel viðkynning mín við hinn kunna þjálfara, Albert Eymundsson. Hann talaði ég mikið við í síma og þáði af honum mörg ómetanleg ráð“, sagði Kristján. Kristján er frá Höfn í Hornafirði, og lék þar áður með Sindra í 3. deildinni. Þar kynntist hann Albert Eymundssyni vel, en Albert þjálfaði þar fyrir nokkru, og þótti lið Sindra þá sterkt, alla vega á Austfjarðamælikvarða. - Kristján sagði að færeysk knattspsyrna hefði komið sér á óvart. „Þegar ég kom hingað fyrst“, sagði hann, „þá voru einu kynni mín af færeyskum knattspyrnumönnum þau, að við í Sindra lékum við annarrar deildar- liðið Röyn frá Færeyjum, þegar það var á ferð heima. Við vorum þá í þriðju deild og sigruðum 7-1. Eftir þessu mat ég knattspyrnu í Færeyjum, og það kom mér því mjög á óvart hve knattspyrnan hér í Færeyjum er góð. Það eru ein þrjú fyrstudeildarlið hér, sem mundu sóma sér vel í fyrstu deildinni heima." Með liði Gí léku tveir íslendingar í sumar, Lárus Grétarsson áður í Fram, og var hann næstmarkahæsti leikmaður fyrstu deildarinnar í Færeyjum í sumar, með 8 mörk. Þá lék með liðinu PáU Guðlaugsson markvörður úr Vestmannaeyjum, og þótti hann leika mjög vel. f úrslitaleik mótsins, milli GÍ og Klakksvíkur sigraði Gí 5-1, og skor- aði Lárus eitt markanna, og átti stóran þátt í þremur hinna. Páll átti þá stórleik í markinu. Mikið var skrifað um leikinn í færeyskum blöðum, og ekki síst það, að GÍ vann nú Færeyjameistaratitilinn í knattspyrnu í fyrsta sinn. Þá var frammi- staða GÍ sérstaklega glæsileg, liðið varð bikarmeistari og sigraði að auki í -SÖE . ■ Kristján Hjartarson frá Höfn í Hornafirði, þjálfari GÍ ásamt fyrirliða liðsins eftir sigurinn á Klakksvík. Krístján vann sér gott orð sem þjálfari í sumar með GÍ, en þess ber að geta, að hann tók við góðum efnivið í liðinu sem þjálfað hefur veríð af Islendingum. Þar þjálfaði Björn Ámason, sem hefur náð svo góðum árangri með Þór frá Akureyri, sem raun ber vitni, áður. -SÖE Þessi úrklippa sýnir megnið af forsíðu færeyska blaðsins „Sósíalurinn“, þar sem sagt var frá sigri GI á færeyska meistaramótinu. Á liðsmyndinni em þrír íslendingar, Kristján Hjartarson í aftari röð iengst til hægri, Láms Grétarsson fimmti frá vinstri í efri röð, og Páll Guðlaugsson fjórði frá vinstri í neðri röð. -SOE Þungt áfall fyrir handknattleiksdeild FH: FENGU MÓTHERJA FRA fSRAEI_________! Búbbi gefur ekkert eftir - hefur skorað fjögur mörk í 6 leikjum ■ Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum lands- . liðsfyrirliði, virðist vera í betra formi í ár, en hann hefur verið lengi. Búbbi, sem kom inn í landsliðið í sumar, eftir alllangt hlé, og sýndi mjög sannfærandi leiki, stjórnar vörn liðs síns, Motherwell af mikilli röggsemi og bregður sér síðan í sóknina öðru hvoru með góðum ár- angri. Búbbi framdi eitt slíkt framhlaup um helgina og skoraði eina mark Mot- herwell í 3-1 tapinu gegn Dundee. Búbbi hefur nú skorað fjögur mörk á keppnis- tímabilinu, sem bætti víða gott í 6 leikjum af miðverði. -SÖE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.