Tíminn - 08.10.1983, Page 3

Tíminn - 08.10.1983, Page 3
Alvarleg f járhagsstaða borgarsjóðs: VANTAM 349 MIUJÓNIR1IL AÐ NA SLÉTTU í AGIÍSTMÁNUM ■ Nokkrar umrxður urðu á borgar- stjórnarfundi í fyrrakvöld vegna fjár- hagsörðugleika borgarsjóðs Reykjavík- ur, en nú stefnir í að yfirdráttur borgar- sjóðs hjá Landsbankanum verði 250-300 miiljónir króna komi ekkert nýtt fjár- magn til. I lok ágústmánaðar var yfirdráttur borgarinnar hjá Landsbankanum 215 milljónir króna og ef við þá upphæð er bætt 94 milljóna króna yfirdrætti hjá bankanum um síðustu áramót hækkar þessi tala upp i tæpar 210 milljónir króna og ef tillit er tekið til þess að gjaldheimt- an hefur afhent borginni 40 milljónir króna umfram það sem hún hefur inn- heimt kemur út að 349 milljónir króna vantaði í lok ágúst til að borgarsjóður stæði á sléttu. Þessar upplýsingar komu meðal ann- ars fram í máli Kristjáns Benediktssonar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins er hann reifaði málið á borgarstjórnarfund- inum. Þessi staða blasir við þrátt fyrir að útsvör og aðstöðugjöld hafa innheimst mun betur en áætlað var. Kristján sagði að rekstrargjöld borgar- sjóðs færu væntanlega 4% fram úr áætlun eða um 60 milljónir. Eins og nú horfir mun vanta 130 milljónir upp á áætlaðar tekjur og stafar það af því að innheimta hefur brugðist á gatnagerð- argjöldum af Grafarvogssvæðinu svo að skeikar um 155 milljónum króna frá því sem áætlað var. „Þessar tölur," sagði Kristján, „eru byggðar á því að inn- heimta álagðra gjalda nái 80%.“ Um síðustu áramót var innheimtuhlutfallið 73%, en hvert prósentustig til lækkunar eykur fjárvöntunina um 11 milljónir. Vegna hins alvarlega ástands í fjár- málum borgarinnar taldi Kristján nauð- synlegt að borgarstjóri gerði borgar- stjórn sem fyrst grein fyrir hugmyndum sínum og tillögum um hvernig bregðast skuli við og hvernig fleyta megi borgar- sjóði framyfir áramót. Hann sagði að ekki væri hægt að ganga frekar á fjármuni hinna ýmsu borgarfyrirtækja en borgin skuldaði þeim nú þegar yfir 90 milljónir króna. Því væru engir kostir aðrir sýnilegir aðrir en lántökur, þar sem þegar væri búið að semja um mcst allar framkvæmdir. Davíð Oddsson borgarsjóri kvaðst myndu gera borgarstjórn grein fyrir fjármálum borgarinnar á næstunni. Hann viðurkenndi að hann væri mjög slæmur um þessar mundir og vaxandi erfiðleikar framundan. Borgarstjóri sagði að hann teldi eðli- legt að viðskiptabanki borgarinnar hlypi undir bagga með borgarsjóði og sagði embættismenn sína vinna að lausn mál- anna. Myndi hann gera nánari grein fyrir stöðu mála þcgar þeir hefðu lokið athug- unum sínunt. - JGK. Tónlistarfélag Akureyrar 40 ára: Afmælistónleik- ar í Borgarbíói ■ í tilefni af 40 ára afmæli Tónlistar- félags Akureyrar verða haldnir veglegir afmælistónleikar í Borgarbíói, í dag kl. 14:00. Fyrri hluti efnisskrárinnar verður í höndunt Blásarakvintetts Reykjavíkur, en á síðari hluta tónleikanna verður frumflutt verkið „Oðurinn til steinsins" eftir Atla Heimi Sveinsson. Þaðersamið við myndir Ágústs Jónssonar og ljóð Kristjáns frá Djúpalæk. Flytjendur verða Jónas Ingimundarson píanóleikari og Jóhann Pálsson leikari og grasafræð- ingur, sem les Ijóðin. Auk þess verða sýndar litskyggnur af steinamyndum Ág- ústar. Aðalviðfangsefni félagsins hefur verið að efla tónlistarstarfsemi í bænum endurvekja lúðrasveit á Akureyri, og fá tónlistarmenn, innlenda og erlenda til tónleikahalds. Lúðrasveitin varð óháð Tónleistarfélaginu eftir 1947. Árið 1945 var stofnaður tónlistarskóli og var Mar- grét Eiríksdóttir píaníanóleikari ráðin til að veita honum forstöðu. Nú, árið 1983 er nemendafjöldi við Tónlistarskól- ann á Akureyri rétt um 500. I desember sl. gafst bæjarbúum kostur á að hlýða á tónleika skólahljómsveitarinnar í Akur- eyrarkirkju. Þetta var stór stund í tónlistarlífi bæjarins, og hinir kornungu hljóðfæraleikarar vöktu mikla hrifningu. Fyrsti formaðurTónlistarfélags Akur- eyrar var Stefán Ágúst Kristjánsson. Núverandi formaður er Jón Arnþórsson. BK ■ Ragnar D. Hermannsson formað- ur Skjpstjóra- og stýrimannafclagsins Öldunnar afhendir Þór Magnússyni þjóöminjaverði fyrsta fána félagsins við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafn- inu í gær. Þetta er elsti stéttarfélagsfáni á íslandi, frá árinu 1907. Aldan heldur upp á 90 ára afinæli sitt um þcssar stundir. Tímamynd Róhert Kennarar í Fellaskóla og Vesturbæjar- skóla: NEITA AD SINNA GÆSUI NEMENDA í FRlMÍNÚTUM Lögfræðingar menntamálaráðuneytisins og Kennarafélags Reykjavíkur kanna málið ■ Nú er komin upp su staða í tveimur grunnskolum borgarinnar, Fellaskola og Vesturbæjarskóla að kennarar neita að sinna gæslu nemenda í frímínútum. Að vísu er hér um ólík tilfelli að ræða, þar sem kennarar í Fellaskóla neita alfarið að sinna gæslunni, og mælast til þess að ráðin verði manneskja í það starf, en kennarar í Vesturbæjarskóla neita að sinna gæslunni í kaffítíma sínum, en þeir hafa vegna þrengsla í skólanum þurft að tvískipta svokölluðum löngu frímínútum í skólanum, þannig að þeir hafa æði oft þurft að fórna kafíitíma sínum til þess að gæta barnanna úti á leiksvæði skólans. Gáfu kennarar í Vesturbæjarskóla frest þar til í dag að lausn yrði fundin á þessu máli, og hafa þeir þvi fram til dagsins í gær sinnt þessari gæslu, en á mánudag er óvíst hvað verður. Tíminn hafði samband við nokkra aðila vegna þessa máls, og spurðist fyrir um stöðu þess. Þorbjörn Broddason í fræðsluráði Reykjavíkur hefur kannað þetta mál ásamt Sigurjóni Fjeldsted. Þorbjörn tjáði blaðamanni Tímans að í ljósi þess sem fram hefði komið eftir könnun þeirra Sigurjóns, þá yrði ekki betur séð en meira álag væri á kennurum Vesturbæjarskóla en í flestum öðrum skólum. „Það stafar af því," sagði Þorbjörg, „að þeir hafa fundið sig knúna til þess að hafa tvöfaldar löngufrímínút- ur, og taka aðeins helming krakkanna út í einu, vegna þrengsla á lóðinni. Þar af Ieiðandi þurfa kennarar í Vesturbæjar- skóla unnvörpum að missa af þremur eða jafnvel fjórum kaffitímum í viku. Þetta mál er nú til athugunar hjá lögfræðingum á vegum Kennarafélags Reykjavíkur og á vegum menntamála- ráðuneytisins, og það verður ljósara hvað verður ofan á, þegar álitsgerðir þeirra liggja fyrir." „Höldum uppi lágmarksgæslu“ Tíminn snéri sér til Arnfinns Jónsson- ar, skólastjóra í Fellaskóla og spurði hann hvort mikil röskun hefði komist á skólastarfið við það að kennarar hættu að sinna gæslustörfum í frímínútum: „Það er nú ekki hægt að segja að börnin séu alveg gæslulaus, því við erum með í gangi lágmarksgæslu, en í því felst að það er sérstaklega fylgst með sex ára börnunum af þeirra kennurum, vegna þess að þau eru ný í skóla. Auk þess höfum við, yfirkennari og ég, fylgst með börnunum í lengstu frímínútunum að morgninum. Við teljum okkur því vera með þá lágmarksgæslu sem til þarf til þess að geta starfað. Við erum að reyna að láta þetta ganga svona á meðan fræðsluskrifstofan og fleiri aðilar eru að leita eftir lögfræðilegu áliti á þessu máli. Það getur gengið um stuttan tíma að vera með þessa lágmarksgæslu, á meðan veður eru ekki verri og aðstæður allar, en ég tel skólann alls ekki geta starfað ef þessi gæsla verður engin." Arnfinnur var spurður hvort hann væri sáttur við þessa ákvörðun kennar- anna að hætta að sinna gæslustörfum: „Ég vil nú hvorki segja að ég sé sáttur eða ósáttur. Ég skil í sjálfu sér þeirra sjónarmið sem stéttar, þannig að það má segja að það togist svolítið á hjá mér sjónarmið mitt sem skólastjórnandi og náttúrlega sem kennari. Ég tel að gæslan þurfi að vera til staðar, frá öryggissjónarmiði, en ég tel ekkert endilega að kennari þurfi að sinna henni. Það þarf bara að vera einhver fullorðinn aðili til staðar, sem krakkar geta leitað til og vitað af.“ „Vil jum að gangavörður verði ráðinn“ Guðlaug Teitsdóttir, trúnaðarmaður kennara í Vesturbæjarskóla varð fyrir svörum, er Tíminn forvitnaðist um stöðu mála á þeim bæ: „Þetta kom upp strax í haust," sagði Guðlaug, að kennarar munu ekki taka að sér gæslu í kaffitímum í vetur, en okkur samdist þannig, að við tókum að okkur að sinna þessari gæslu til 1. október sl., en þá var farið fram á það við okkur að við framlengdum um viku, og önnuðumst þessa gæslu til 7. október, og það höfum við gert, en sá frestur rennur sem sagt út á morgun. Við höfum nokkra sérstöðu hér í Vesturbæj- arskóla, því við erum eingöngu að tala um gæslu í kaffitímum, og vísum þar í kjarasamninga, en samkvæmt þeim þá eigum við rétt á 20 mínútna kaffitíma fyrir hádegi og 15 mínútna kaffitíma eftir hádegi. Við erum eingöngu að fara fram á að við fáum þennan kaffitíma sem okkur ber, samningum samkvæmt, en í öðrum frímínútum sinnum við gæslu." . - Hvað leggið þið til að gert verði, til þess að lausn finnist? „Hér í Vesturbæjarskóla er töluverð sérstaða, að því lcyti að við búum við gífurleg þrengsli. Hér er enginn ganga- vörður starfandi og hefur ekki verið og svæðið í kringum skólann er svo lítið að við verðum að skipta nemendahópnum sem fer út í langar frímínútur. Við leggjum til að hingað verði ráðinn starfs- maður sem hafi með höndum gæslu úti á leikvelli í kaffitímum, ásamt ganga- vörslu." í Vesturbæjarskóla eru um 280 nem- endur, og er það næsta óvenjulegt að ekki sé starfandi gangavörður í svo stórum skóla. Guðlaug sagðist aðspurð ekki vita um annan skóla, þar sem svo væri ástatt. Guðlaug sagðist vænta þess að það fengist á hreint fyrir mánudaginn á hvcrn hátt þetta mál yrði leyst, því svona gæti þetta ekki gengið til lengdar. - AB.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.