Tíminn - 08.10.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga
9-19
Laugardaga 10- V6
H
HEDD
Skemmuvegi ?C Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikið úrval
Sendum um land allt
Ábyrgð á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
8c ANDVAKA.
ARMULA3 SIMI 81411
abriel
y
HÖGGDEYFAR
QJvarahlutir .SSSS
Hamarshöfða 1
^TTOÍTOl Ritstjorn 86300- Augiysingar 18300- Afgreiðsla og askríft 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
Laugardagur 8. október 1983
Starfar Islenska hljómsveitin í vetur? F
BEÐIÐ ER SVARS STJORN-
VALDA UM FJARVEITINGU
LioriS'
menn
blód-
■ „Ef Uinlistiiriinnendur sýna
okkur þann stuðning að sækja
um áskril't á tónleika okkar, - ef
400 áskrifendur fást á tónleika
okkar, þá er búið að sýna slíkan
velvilja í okkar garð í verki, að
stjómvöld geta ekki horft
framhjá því,“ sagði Guðmundur
Emilsson, formaður stjórnar ís-
lensku hljómsveitarinnar á fundi
með fréttamönnum, þar sem
stjórn hljómsveitarinnar gerði
grein fyrir þeirri stöðu sem
hljómsveitin er nú í, þegar hún
þarf að gera það upp við sig,
hvort hún getur hafið annað
starfsár sitt. Aðrir stjórnarmenn
á fundinum voru Sigurður I.
Snorrason, Ásgeir Sigurgcstsson
og Þorsteinn Hannesson.
„Ef við fáum einhverjar yfir-
lýsingar frá opinberum aðilum
um stuðning eða styrk, og ef við
náum 400 áskrifendum," sagði
Guðmundur. „þá er það engin
spurning - við hefjum annað
starfsárið, enda tilbúnir með
þessa stórglæsilegu vetrardag-
skrá.
Á fundinum kom fram að
(slcnska hljómsveitin fer nú fram
á það við stjórnvöld að hún fái
800 þúsund króna styrk til þess
að geta rekið starfsemi sína á
samkeppnishæfum grundvelli
við Sinfóníuhljómsveit Islands.
Var ekki að heyra á ráða-
mönnum hljómsveitarinnar að
þeir væru bjartsýnir, því þeir
sögðu að málið væri nú í höndum
Alberts Guömundssonar fjár-
málaráðherra, sem hefði heldur
tekið dræmt í crindi þeirra.
„Ef við leggjum árar í bát,“
sagði Guðmundur, „þá verður
ekkert úr flutningi þessa glæsi-
lega prógramms, þá verður ekk-
ert úr því að við leikum á
Myrkum músíkdögum í Reykja-
vík, eða förum í boðsferðir þær
til nágrannalandanna sem nú er
vcrið að skipuleggja af opinber-
um erlcndum aðilum."
Tóku stjórnarmenn Islensku
hljómsveitarinnar það mjög
skýrt fram að með því að fara
fram á þennan ríkisstyrk væru
þeir engan veginn að vega að eða
grafa undan starfsemi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar.
Þeir vildu einungis að hljóm-
sveitin sem þegar hefði sannað
tilverurétt sinn fengi réttlátan
stuðning hins opinbera.
Á fundinum kom fram að
áskrifendur að tónleikum hljóm-
sveitarinnar í fyrra voru rúmlcga
400. Alls komu fram á tónleikum
hljómsvcitarinnar á þessu fyrsta
starfsári hennar rúmlega 60
manns og í samræmi við upphaf-
legt markmið hljómsveitarinnar
þá voru hljóðfæraleikurum
greidd full laun samkvæmt
launataxta.
Greindu stjórnarmenn frá því
að af viðbrögðum opinberra að-
ila myndi það ráðast hvort (s-
lenska hljómsveitin hefur uú
annað starfsár sitt. Sögðu þeirað
tilkynnt myndi verða um ákvörð-
un þann 5. nóvember og hvöttu
þá sem hefðu hug á að gerast
áskrifendur að tilkynna slíkt á
skrifstofuna fyrir 28. þessa mán-
aðar í síma 22035. - AB
Albert Gudmundsson, fjármálaráðherra:
„Veiti ekki styrki
komist ég hjá þvf’
■ „Ef ég kemst hjá þvi að
vcita styrki í hvað sem er, þá
gerí ég það ekki,“ sagði Albert
Guðmundsson ijármálaráð-
herra þegar Timinn sneri sér til
hans í gær, og spurði hann
hvernig hann hygðist afgreiða
eríndi íslensku hljómsveitar-
innar, scm farið hefur fram á
800 þúsund króna fjárveitingu
fyrir vetrarstarfið í ár.
„Ástandið er þannig að það
þýðir ekkert að tala um að iifa
í lúxus áfram," sagði Albert,
„og ég mun ekki mæla með því
að bæta nýjum aðilum á styrkj-
arlista ríkisins. Fólk verður að
stóla á sjálft sig og sinn eigin
samtakamátt og fara að iæra
að haga sínum umsvifum nokk-
urn veginn í samræmi við eigin
!etu. Neyðin á cftir að kenna
slendingum að sníða sér stakk
eftir vcxti. og hætta að lifa sem
kröfugerðarþjóðfélag.“ Það er
þvf harla ólíklcgt, miðað við
þessar undirtcktir fjármálaráð-
herra að Islenska hljómsveitin
fái nokkra fjárhagsaðstoð á
fjárlögum þeim sem líta dags-
ins Ijós næstu daga.
- AB
■ Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, tekur fýrstu skóflustunguna
að nýrri flugstöðvarbyggingu. Tímamynd Ami Sæberg
Nýja flugstödin:
■ Afmælishátíð Lionsmanna
er um þessa helgi, og i Reykja-
vík og Kópavogi hyggjast hinir
ýmsu Lionsklúbbar halda upp
á afmælið með ailsérstæðum
hætti, þvi að frumvkæði fé-
Tagsmanna ■ Lionsklúbbnum
Fjölni þá gangast Idúbbarair
fyrír því að félagar mæti á
Lionshúsinu í Sigtúni 9 á tíma-
bilinu 10 til kl. 4 í dag og gefi
blóð, en starfsfólk Blóðbank-
ans verður á staðnum, enda
citthvað á annað hundrað
Lionsmanna bónir að undirríta
blóðgjafarloforð.
Ólafur Briem formaður
Lionsklóbbsins Fjölnir sagði í
samtali við Tímann í gær, að
þeir í Fjölni hefðu fengið þessa
hugmynd að gefa blóð í dag,
en þegar þeir hefðu farið að
ræða málið sín á milli, þá
hefðu þeir komist að þeirri
niðurstöðu að heldur yrðu nó
blóðgjafirnar fáar, ef þær ein-
skorðuðust við félagsmenn
Fjölnis, því Blóðbankinn þarf
á 250 biódgjöfum að halda á
viku. Því hefði verið haft sam-
band ið stjórnir allra Lions-
klúbba í Reykjavík og Kópa-
vogi, og þar sem svo vel hefði
verið tekið í þessa hugmynd,
þá hefði verið ákveðið að ráð-
ast í þessa fjöldablóðgjöf.
-AB
Geir tók skóflustunguna
■ Geir Hallgrímsson, utanrík-
isráðherra, tók fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri flugstöðvar-
byggingu við KeflavíkurflugvöU
í gær, en sem kunnugt er hefur
verktakafyrírtækið Hagvirki tek-
ið að sér að annast fyrsta verk-
hluta við smíði stöðvarínnar.
„Með þessu fyrsta skerfi er
lagður grundvöllur að verulegum
umbótum á sviði íslenskra flug-
mála og samgöngumála
almennt," sagði Geir Hallgríms-
son m.a. í ræðu, sem hann flutti
við athöfnina. Geir rakti aðdrag-
anda byggingarinnar og nefndi
meðal annars að stöðin hefði
verið minnkuð þrisvar frá fyrstu
hönnun. Árið 1978 hefði viðmið-
unarkostnaður verið 45 milljónir
bandaríkjadala, en nú væri hann
42 milljónir, þrátt fyrir verð-
bólgu í Bandaríkjunum á þessu
tímabili.
„Þegar rætt er um kostnað
flugstöðvar er ekki úr vegi að
benda á þá athyglisverðu stað-
reynd, að netto hagnaður Frí-
hafnarinnar á síðastliðnu ári 3,2
milljónir bandaríkjadala sem
skilað var í ríkissjóð, myndi,
miðað við svipaða árlega
upphæð, nægja til að greiða
afborganir og vexti af nauðsyn-
legri lántöku íslands vegna bygg-
ingarinnar, að upphæð 22 mili-
jónir króna“ sagði Geir.
-Sjó
dropar
Reagan varp-
ar nýju Ijósi
á söguna
■ Reagan Bandaríkjaforseti
hefur lýst yfir að 9. október sé
„Dagur Leifs Eiríkssonar“ og
er það gjört til heiðurs hinum
norræna sægarpa sem kannaði
strendur Norður Ameríku, að'
því er segir í fregn frá Menning-
arstofnun Bandaríkjanna, og
jafnframt fylgir texti yfirlýsing-
ar forsetans, sem við megum
til með að drjúpa að einhverju
leyti, þar sem nýju Ijósi cr
varpað á söguna: „Leifur Ei-
ríksson, sem var sendur af
Ólafi Noregskonungi hinum
fyrsta til þess að boða kristna
trú á meðal frumbyggja á
Grænlandi er einnig útvörður
hinna norrænu hefða sem göfg-
að hafa hinn vestræna heim...
Til vitnis hér um hefi ég sett
undirskrift mína þennan fimm-
tánda dag scptember mánaðar,
ár vor Guðs nítjánhundruð og
áttatíu og þrjú, hið tvöhundr-
uðasta og áttunda frá því að
Bandaríkin öðluðust sjálf-
stæði.“
Veikindafrí
skólastjórans
■ Einn þeirra furðufugla sem
sjálfstæöisrncnn í Reykjavík
hafa dubbað upp til æðstu
metorða innan flokksins er
Ragnar Júlíusson. Um árabil
hefur hann verið nefndarkóng-
ur í borgarkerfinu og jafnvel
þjóðarinnar allrar. Á tímabili
gegndi hann þannig for-
mcnnsku í fimm nefndum og
ráðum, auk þess að sitja í
borgarstjórn, stundum borg-
arráði, að ógleymdu starfi
skólastjóra við einn grunn-
skóla borgarinnar í hjáverkum.
Til að drýgja tckjurnar enn
frekar skrapp hann sem háseti
á einum af togurum BÚR til
Þýskalands eins og frægt varð.
Dropar hafa lengi undrast
hvað sumir menn geta komið í
verk, og þó haft glöggt auga
með því ef aðrir misstíga sig.
Nú hefur Dropum verið tjáð
að nefndarstörfin hafi lagst svo
þungt á Ragnar að hann hafi
orðið að biðja flokkssystur sína
frú Ragnhildi Helgadóttur
menntamálaráðherra um veik-
indafrí frá starfi skólastjóra,
væntanlcga á fullum launum
eins og lög gera ráð fyrir. Ætla
mætti að Ragnar notaði þetta
gullna tækifæri til að hvflast og
safna kröftum. Helst virðist þó
að fríið sé notað til annars en
hvfldar.
Undanfarna mánuði hefur
Ragnar sem formaður Útgerð-
arráðs gengið hart fram í því að
reka báða forstjóra BÚR. Þá
vakti hann eftirminnilega at-
hygli á sér á síðasta fundi
borgarstjórnar, þegar hann
lýsti því yfir að núverandi
fræöslustjóri hefðl sýnl van-
ræksiu í starfi. Ekki fylgdi
þessari yfirlýsingu neinn rök-
stuðningur, enda vakti hann
upp með ummælum sínum
ekki færri en fjórar valkyrjur í
hópi borgarfulltrúa sem komu
kynsystur sinni, Áslaugu
Brynjólfsdóttur fræðslustjóra,
til varnar og aöstoðar. Var svo
hart sótt að Ragnarí að hann
hélst ekki við í sæti sínu og
hrökklaðist fram í dyr þegar
aðsóknin var hvað hörðust.
Dropar geta ekki annað en
vonað að Ragnar nái sér hið
fyrsta, þar sem umsóknarfrest-
ur um stöðu forstjóra BÚR er
að renna út um þessar mundir,
og því ærinn starfi framundan
á þeim vettvangi fvrir stjóra-
arformanninn.
Krummi . . .
Beðið eftir Berta!
IHHHHHHHHHHHSHBB