Tíminn - 08.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.10.1983, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skritstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . ■ Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guöni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttlr, Samúel Örn Erlingsson (Iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð f lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Blaðaprent hf. Offjárfesting verslunarinnar ■ Offjárfesting er eitt helsta vandamál efnahagslífsins á íslandi, sem og í svo mörgum öðrum löndum. Menn eru blindaðir af framfarahug og framkvæmdagleði þegar þeir ráðast í stórvirki sem síðar kemur í ljós að lítil þörf var fyrir og skila ekki þeim arði sem til var stofnað. Um þetta eru mörg og ljós dæmi en ekkert virðist geta aftrað bjartsýnismönnunum frá að reisa sjálfum sér og öðrum hurðarás um öxl þegar þeir slá stór lán til stórvirkjagerða. Forsendur mikilla mannvirkja sýnast stundum út í hött, þótt ekki sé nema það nefnt, að það er greinilega langt í land með að fólksfjöldi á Islandi nái einni milljón eða fleiri, og er stórframkvæmdamönnum og skipuleggjendum hér með ráðlagt að verða sér úti um fólksfjölda- skýrslur og fólksfjöldaspár. Þær eru aðgengilegar á Hagstofunni. Mörgum hefur lengi boðið í grun að fjárfesting verslunarinnar væri ívið rausnarleg og ekki ávallt byggð á hagkvæmnissjónarmið- um eða brýnni nauðsyn. Það er líka einföld staðreynd, að öll sú fjárfesting er endanlega greidd af viðskiptavinum verslunarinnar og hlýtur kostnaðurinn að leggjast á vöruverð og þjónustu. Nú hafa Kaupmannasamtök íslands staðfest þennaa grun með því að senda frá sér ályktun þar sem borgaryfirvöld í Reykjavík eru vöruð við að stuðla að áframhaldandi ofvexti í byggingu verslunarhúsnæðis. í fróðlegu viðtali við Sigurð E. Haraldsson, formann Kaupmannasamtakanna, sem birtist í Þjóðviljanum, sýnir hann fram á, að verslunarrými í Reykjavík sé um helmingi nieira að flatarmáli en þörf er talin á í tilteknum borgum í Danmörku. Sigurður segir ástandið í þessum efnum vera orðið eitthvert vitleysiskapphlaup og hér virðist allir ætla að gera allt í einu, og ekki sé hægt að sjá að nokkur skipuleg stjórnun sé á þessum málum. Ef heldur sem horfir er sýnt að taka verður upp nokkurs konar skrapdagakerfi í verslun. Milti stærða verslana og fjölda viðskiptavina er ekkert skynsam- legt hlutfall. Ályktun Kaupmannasamtakanna beinist einkum að einni fyrirhugaðri gríðarbyggingu sem ráðgert er að reisa, en það kemur fram í viðtalinu við formanninn, að verslunarrými sé þegar orðið of mikið, og mikið sé í smíðum og enn meira ráðgert. Vel má vera að stórmarkaðir og glæsiverslanir geti sölsað undir sig alla verslun í höfuðborginni og smærri fyrirtæki leggist þá niður, en var|a er það rieinum til góðs og síst af öllum viðskiptavinunum. Það verður að gæta hófs og hagsýni í fjárfestingum verslunarinnar ekki síður en á öðrum sviðum. Það hefur sýnt sig að stórmarkaðir geta lækkað vöruverð og veitt smákaupmönnum aðhald, en það er einnig nauðsynlegt að smákaupmennirnir fái að lifa áfram til að veita stórmörkuðunum aðhald, því einokun í verslun leiðir ávallt til ófarnaðar fyrir viðskiptavinina. Miðstjórnarfundur SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna hefst í dag. Aðalefni fundarins eru umhverfismál, húsnæðismál, stjórn- mál og samskipti Framsóknarflokksins og unga fólksins. Allt eru þetta mikilvægir málaflokkar sem skipta ungt fólk miklu máli og er ekki að efa að um þau verður fjallað af áhuga og þeim ferskleika sem einkennir málflutning ungs fólks. SUF er 45 ára um þessar mundir og verður þess minnst á miðstjórnarfundinum og litið yfir farinn veg. En.SUF er tamara að fjalla um framtíð en fortíð og mun hér eftir sem áður hafa mikil og góð áhrif á stefnu Framsóknarflokksins. Það mun því verða tekið eftir hvað miðstjórnarfundurinn leggur til mála. OÓ skrifað og skrafaö Myrkviði ■ Magnús Bjarnfreðs- son er ómyrkur í máli í fimmtudagsgrein sinni í DV eins og endranær. í fyrradag fjallaði hann um kjarasamninga og lýð- skrum A-flokkanna og segir m.a.: Árum saman hafa allir kjarasamningar á íslandi verið feluleikur. Feluleikur sem aðal- lega hefur miðast við það . að koma í veg fyrir að lægstu laun hækkuðu meira en hærri laun. Fyr- ir bragðið hefur verið fundinn upp aragrúi fríð- inda, félagsmálapakka, staðaruppbóta, bónusa og hvað þeir nú allir heita skankarnir á launa- kerfinu. Allir þessir af- kimar samninganna hafa í raun skekkt launahlut- fallið umfram það sem blasir við almennum launþega og er upp og niður hverjir hafa hagnast. Kannski má með nokkrum rétti segja að ýmis fríðindi ráðherra og alþingismanna, svo sem tollfríðindi og hús- næðisstyrkur, séu þeirra félagsmálapakkar. Tortyggni og misrétti verður aldrei eytt nema öll þessi mál verði tekin upp á yfirborðið. En jafnvíst er að til þess munu baráttuglaðir laun- þegaforingjar tregir að vanda. Þeir vilja geta sýslað méð leyndarmálin sín áfram og launþeginn má sín lítils gegn kunn- áttu þeirra. Nú stendur yfir mikil undirskriftarherferð gegn bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar. Væntanlega skrifa flestir launþegar undir, „sam- stöðunnar" vegna enda ýmsir rækilega teknir í karphúsið ef þeir svíkja lit. Samningsréttinn fá launþegar raunar aftur að rúmum þrem mánuð- um liðnum, hvað sem allri undirskriftaherferð líður, og geta þá ráðið því sjálfir hvort þeir setja atvinnufyrirtækin, sem þeir vinna hjá, á hausinn eða ekki. Það verður fróðlegt að sjá þegar sest verður að samningaborðinu að nýju, hvað grátkonurnar yfir gjaldþróti alþýðu- heimilanna gera þá í raun til þess að rétta hlut lægst launaða fólksins. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeir nota tækifærið og fá alla samningana upp á borðplötuna í stað- inn fyrir að pukrast með þá undir borðinu. Nú hótar formaður Al- þýðubandalagsins skæru- verkföllum til að brjóta niður efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Hann talar jafnframt um að þar þurfi að standa þann- ig að verki að sem minnst svíði undan meðal al- mennra launþega. Þar getur hann trútt um talað. Hann þekkir að- ferðirnar af biturri reynslu. Á meðan hann i var ráðherra var hálaunastéttum att út í verkföll til þess að brjóta aðgerðir ríkisstjórnar á bak aftur. Hann sam- þykkti svo sjálfur samn- inga, er hann og aðrir túlkuðu sem sáralitla kjarabót. Nú er þó ýmis- legt annað að koma í ljós, einkum ef hálauna- stéttir hafa áhuga á hnattferðum. Það verður fróðlegt að sjá hvort grátkonur alþýðuheimilanna leita nú til hálaunahópa til þess að brjóta á bak aftur tilraunir stjórnvalda til að koma verðbólgu niður. Varla mun hál- aunahópunum sárt um að taka þátt í þeim leik því að þeir eru þeir einu sem kunna að hafa hagn- ast á verðbólgunni. Ef láglaunastéttirnar fengju þá nú til að ríða á vaðið væri skrípaleikurinn full- komnaður. Enn ekki hægri umferð Sá óskapnaður sem ■ umferð manna á öku- tækjum og gangandi er hefur viðgengist lengi og fer því miður ekki batn- andi og kann síaukinn umferðarþungi að valda þar einhverju um. Marg- ir skyni bornir menn hafa reynt að benda á leiðir til úrbóta eða gert tilraun til að skýra það hvað i veldur. í gær birtist viðtal við Berg G. Gíslason í Morgunblaðinu og þar sem það á erindi til allra tökum við það trausta taki hér á Tímanum. Viðtalið fer hér á eftir: 15 ár eru liðin síðan breytt var yfir í hægri umferð hér á landi. Þrátt fyrir það má enn merkja leifar vinstri umferðar. Almennur umferðarrétt- ur gildir ekki í hringtorg- um hér á landi, en svo sem kunnugt er, þá gildir sú regla að varúðar skal gæta til hægri. En bif- reiðir, sem ekið er út úr hringtorgum, eiga for- gang fram yfir bifreiðir á hægri hönd. Það er þvert á almennan umferðar- rétt. Þetta hefur margvís- legar afleiðingar í för með sér, ekki síst þær, að ökumönnum er gjarnt að aka á vinstri akrein- um, þar sem eru tvær akreinar í sömu átt. „Um margt ríkir ómenning í umferðar- málum okkar, ástæðan er ekki síst sú, að hér á landi ríkir ekki ein regla, hægri umferð ríkir ekki að fullu. Þetta veldur margs konar ruglingi og gerir það að verkum að á tvískiptum akreinum notar fólk vinstri helming götunnar að jöfnu við hægri helminginn," sagði Bergur G. Gíslason í samtali við Mbl. en hann hefur um langt skeið ver- ið áhugamaður um bætta umferðarmenningu hér á landi og átti sæti í Umferðarráði a þeim árum þegar bylting varð með tilkomu umferðar- ljósa og -merkja. „Hægri á að vera hægri, enga hálfvelgju. Og almennur umferðar- réttur á að sjálfsögðu að ríkja í hringtorgum sem annars staðar. Að bif- reiðir á ytri akrein eigi forgang þegar ekið er út úr hringtorgi. Það eru engin rök, að sá sem á innri akrein er, eigi erfið- ara með að komast út og því beri honum að hafa forgang. Sá sem er á innri akrein á alveg jafn auðvelt með að komast út úr hringtorginu. Ein regla verður að gilda. Misræmi skapar óöryggi í umferðinni og slysa- hættu. Áberandi er hve íslenskum ökumönnum er gjarnt að aka á vinstri akrein, þar sem eru tvær akreinar í sömu átt. Einnig það sem ég kalla svig ökumanna, þegar þeir sveigja af einni akreininni yfir á aðra þegar þeir fara fram úr bifreiðum. Þetta er ekk- ert annað en ósiður og skapar stórhættu í um- ferðinni. Orsökina er að finna í því, að hinir rólegu vinstri ökumenn halda sinni stefnu og stöðu þannig að þeir sem óska að fara hraðar neyðast til þess að brjóta reglur og fara fram úr hægra megin við þá.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.