Tíminn - 08.10.1983, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983
AUGLYSINGAR FA15% UT-
SENDINGARIÍMA RASARII
Tvær auglýsingastofur opna sem sérhæfa sig í auglýsingum fyrir rásma
■ Nú líður að þvi að Rás II hjá
ríkisútvarpinu hefji útsendingar. Ætlun-
in er að auglýsingar beri uppi allan
kostnað af rekstri stöðvarínnar. Verða
þær með nýju sniði, það er að segja
leiknar, líkt og tiðkast viða erlendis.
Þegar er vitað um tvær auglýsingastofur
sem rnunu bjóða upptökur á auglýsing-
um fýrir Rás II, tJtvarpsauglýsingar SF,
sem. Ámi Gunnarsson, fýrrverandi al-
þingismaður, mun veita forstöðu og
Kvik hf., sem um 10 ára skeið hefur gert
auglýsingar fyrir sjónvarp, mikið af
heimildamyndum og sitthvað fleira.
„Ég er alveg viss um, að það verður
gífurlega mikið hlustað á Rás II og þar
af leiðandi má búast við að auglýsendur
sjái sér hag í að nýta sér þessa nýju
möguleika,“ sagði Þórir Steingrímsson
hjá Kvik hf. í samtali við blaðamann
Tímans í gær. Hann sagðist þegar hafa
orðið var við mikinn áhuga hjá viðskipta-
vinum sínum. Það vefðist hins vegar
nokkuð fyrir mönnum að ekki væri búið
að ákveða verð á auglýsingatímanum
þess vegna væru þeir tregari en ella að
panta gerð auglýsinga.
Árni Gunnarsson telur engan vafa
leika á því að mikið verði hlustað á Rás
II og að auglýsingagildið verði mikið.
Hann hefur fengið til liðs við sig fjölda
kunnra manna, sem munu vinna að gerð
auglýsinganna. Meðal annarra eru út-
varpsmaðurinn Hermann Gunnarsson,
tónlistarmennirnir Magnús Kjartansson
og Ólafur Gaukur, en Ólafur hefur um
þriggja ára skeið verið við nám í
Bandaríkjunum í studiovinnu og gerð
útvarpsauglýsinga. Þá munu starfa hjá
Útvarpsauglýsingum Helgi Sæmunds-
son, rithöfundur, Gylfi Ægisson, söngv-
ari og fjöldi lausamanna.
Samkvæmt heimildum Tímans verður
15% af útsendingatíma Rásar II varið til
auglýsinga, það er að segja 9 mínútur á
hverri klukkustund. Auglýsingamínútan
mun kosta 9.000 krónur samkvæmt sömu
heimildum. í sjónvarpi kostar
auglýsingamínútan 22.000 krónur.
-Sjó
■ Ámi Gunnarsson, fýrrum alþingismaður, er forstöðu- ■ Kvik hf. kynnti nýjan útbúnað til upptöku á auglýsingum fyrir útvarp í gær. Fremst á myndinni em Ernst
maður Útvarpsauglýsinga sf. Tímamynd Róbert Kettler og Þórir Steingrímsson, eigendur stofunnar.
Mazda í aðalvinning
■ Happdrætti Styrktarfélags vangcf-
inna er að fara af stað og verða
vinningar tíu. Aðalvinningurinn er
bifreið, Mazda 626 Hatcjtback I-X2
árgerð 1984 og kostar hún 370 þúsund
krónur. Næstu vinningar eru bifreiðar
að eigin vali aðupphæð.220þús. og 160
þús. og sjö húsbúnaðarvinningar að
upphæð kr. 60 þúsund hver. Heildar-
verðmæti vinninga er um 1170 þús.
krónur.
Ölium ágóða happdrættisins verður
varið til byggingar fjögurra raðhúsa í
Suðurhlíðum í Reykjavík én smíði
þcirra hófst í vor og er stefnt að því að
þau verði fokheid í þessum ntánuði.
Þrjú húsanna eru ætluð undir sambýli,
en hitt skammtíma fósturheimili. í
frétt frá Styrktarfélagi vangefinna
þakkar það stpðning almennings á
liðnum árum um leið og það kveðst
treysta á skilning fólks á nauðsyn þess
að búa vangefnum sem best skilyrði.
-BK
fslenskir
annálar í máli
og myndum
■ Út er komin bókin fslenskir annálar
eftir Anders Hansen blaðamann. Það er
bókaforlag Arnar og Örlygs sem gefur
bókina út. Hér er um að ræða rit þar sem
atburðir íslandssögunnar eru raktir lið
fyrir lið frá ári til árs. í þessu fyrsta bindi
er tekið fyrir tímabilið 1400-1449, en á
þessu tímabili gerðist það m.a. að Svarti-
dauði gekk yfir landið og drap tugþús-
undir manna, bólusótt geysaði og drap
þúsundir manna, Englendingar hófu
siglingar hingað til lands í stórum stíl
o.fl. o.fl.
Bókin er í stóru broti, 192 blaðsíður
og prýdd fjölda mynda sem skýra þá
atburði sem greint er frá. Það er Haukur
Halldórsson teiknari sem annast hefur
myndskreytinguna.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
segir m.a. um þessa bók: „Eftir að hafa
kynnt mér hvernig til hefur tekist get ég
óhræddur mælt með þessari bók. Hér er
samanfléttað öllum þeim gífurlega fróð-
leik, sem annálamir geyma, og skemmti-
lega völdum þjóðsögum, fornbréfum og
öðru efni, auk ómetanlegra skýringa-
ritgerða, en varpa ljósi á hinar löngu
liðnu aldir.“
Skipstjóra- og
Stýrimanna-
félagið
Aldan 90 ára
■ Skipstjóra og stýrimannafélagið
Aldan er 90 ára um þessar mundir og af
því tilefni. verður opið hús fyrir félags-
menn og velunnara félagsins á laugar-
daginn kl. 14:00 í húsnæði félagsins,
Borgartúni 29, Reykjavík.
Félagið var stofnað 7. október 1893 og
var gefið nafnið Skipsstj órafélagið
Aldan. Það varð strax mjög virkt og
voru menningarmál og móðurmálið tek-
ið fyrir á fundum og í lögum félagsins var
vikið að því að félagsmenn ættu að tala
íslensku stórlýtalaust og oft var vikið að
málhreinsun á fundum. Strax voru stofn-
aðir sjóðir til að styrkja ekkjur og þá sem
illa voru stæðir út af veikindum o.fl. og
hefur það verið gert fram á þennan dag.
Þá má nefna að félagið var einn helsti
frumkvöðull að stofnun Slysavamar-
félags íslands. Málefni Reykjavíkurhafn-
ar létu Öldumenn sig miklu varða. í dag
koma þar fáir sjómenn að.
Af merkustu málum Öldunnar verður
að telja siglingalöggjöf sem Öldumenn
bjuggu til, og fóru þau óbreytt í gegnum
Alþingi. Árið 1912 efndi Aldan til sam-
skota til að styrkja ungan sjómann sem
nam listanám í Danmörku og hafði sótt
um styrk: tíl landsstjórnar en fengið
synjun. Á þremur mánuðum söfnuðust
209 kr. sem sendar voru listamanninum,
sem sendi þakkarbréf og árnaði félaginu
heilla, undirritað Jóhannes Sveinsson
Kjarval. Þetta voru miklir peningar þá
sem sést á því að árgjald að Öldunni var
þrjár krónur.
Fyrsti formaður félagsins var Ásgeir
Þorsteinsson, en formenn hafa alis verið
18. NúverandiformaðurerRagnarG.D.
Hermannsson. í tilefni af afmælinu kem-
■ 6ARÐUBJAK0BSS0N
Skipstjóra- og
stýrimannafélagið
ALDAN
1893 -1943
■ Ritnefnd bökarinnar sem út verður
gefin í tilefni 90 ára afmælisins. F.v.
Þorvaldur Ámason, Bárður Jakobsson,
sem tók bókina saman og Hróbjartur
Lúthersson.
ur út bók sem spannar sögu fyrstu 50
áranna.
í dag kl. 15 verður fyrsti fáni félagsins,
elsti stéttarfélagsfáni hér á landi, gefinn
Þjóðminjasafninu.
-BK
■ í tilcfni af 90 ára afmæii Öldunnar
verður gefin út bók er geymir sögu fýrstu
fimmtíu áranna. Bárður Jakobsson
skráði söguna.
Sjálfsbjörg á Akureyri:
Skora á öryrkja að
mótmæla bráða-
birgðalögunum
— óréttlát og ódrengileg
■ „Óskertur lífeyrir öryrkja (örorku-
lífeyrir og tekjutrygging) var hinn 31.
maí kr. 6.095, og hækkaði um 10,7%,
eða í kr. 6.747. Það hlýtur öllum að vera
það ljóst að enginn dregur fram lífið á
slíkum tekjum í dag, þær duga alls ekki
fyrir nauðþurftum, sérstaklega þegar
það er haft f huga að fjöldi öryrkja á
sáralítinn eða engan rétt á greiðslum úr
lffeyrissjóðum og að í reglugerð 351 frá
1977 við 19. gr. almannatryggingarlaga
er mjög óréttlátt skerðingarákvæði á
tekjutryggingu, vegna tekna.“, segir í
ályktun frá Sjálfsbjörg á Akureyri en
aðalfundur samtakanna var haldinn á
Akureyri 22. sept. sl.
í ályktun fundarins er bráðabirgða-
lögum ríkisstjórnarinnar harðlega mót-
mælt og þau talin óréttlát og ódrengileg,
þar sem skerðingin nái jafnt til nauð-
þurftartekna sem umframtekna. „Því
hvað segja þessi 2,7% kr. 165, sem
örorkulífeyrir var hækkaður um umfram
hin venjulegu 8%, þegar á móti kemur
öll verðhækkunarskriða?" Þess er krafist
að lögin verði afnumin hvað varðar
nauðþurftarframfærslu og staðið verði
við það að vernda hag þeirra sem við
lökust kjör búa.
Þá er skorað á öll öryrkjafélög að
mótmæla þessari árás á kjör öryrkja og
minnt á að þess sé varla að vænta að
aðrir mótmaeli fyrir þá ef þeir sýni ekki
tilburð til þess sjálfir.
- BK
Snyrt og
skemmt í
Broadway
■ Félag íslenskra snyrtisérfræðinga
heldtr sinn árlega fræðslu og
skemmtifund í Broadway, sunnudag-
inn 16. október milli kl. 2 og 6. Þar
munu snyrtisérfræðingar, verða að
störfum og kynna flesta þætti starf-
semi sinnar. Einnig munu helstu
snyrtivörumerkin verða kynnt.
Ýmislegt verður til skcmmtunar,
meðal.annars verður hin árlega tísku-
sýning félagskvenna; Jónína Benie-
diktsdóttir heldur fyrirlestur og Aer-
óbatic leikfimi verður sýnd; og Berg-
þóra Árnadóttir syngur ásamt norska
fiðluleikaranum SvenNymo. GSH