Tíminn - 08.10.1983, Page 4
4
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBKR 1983
RT 80 S
Stereokasettu ferdaútvarp
Með: FM - miðb. - stuttb. - og
langb.
10 watta power - Yerð kr. 4.850.-
EINAR FARESTVEIT & CO. HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - S I M I 16995
Ferða stereotæki á kostaverði,
með kostakjörum
Skrifstofustarf
Staöa aðalbókara hjá Vegagerð ríkisins í Reykja-
vík er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknum með upplýsingum um aldur, menntun
og fyrri störf þarf að skila fyrir 18. þ.m.
Vegagerð ríkisins,
Borgartúni 7,
105 Reykjavík.
Skrifstofustarf
Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf
skrifstofumanns.
Starfið er í afgreiðslu stofnunarinnar, við móttöku
reikninga, vélritun og önnur skrifstofustörf.
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
sendist starfsmannastjóra fyrir 13. okt. n.k.
Orkustofnun
Grensásvegi 9,
108 Reykjavík
Sími83600.
Stjórn Eftirlaunasjóðs
Sláturfélags Suðurlands
hefur ákveðiö að veröa við tilmælum stjórnvalda um, að lífeyrissjóðir
heimili lántakendum að fresta hluta af árgreiðslum verðtryggðra lána
frá sjóðnum.
Eftirlaunasjóður S.S. mun heimila þeim lántakendum, sem um það
sækja og uppfylla sett skilyrði, að fresta allt að 25% af heildarárs-
greiðslu, sem í gjalddaga fellur 1. nóvember n.k. Lénstíminn lengist
þá sem nemur einu tímabiii, og sá hluti, sem frestaö er, greiðist í lok
þess tímabils.
Umsóknarfrestur um ofangreinda frestun er til 25. október 1983.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu sjóðsins.
Eftirlaunasjóður
Sláturfélags Suðurlands
Frakkastíg 1, Reykjavík.
■ Hjálmar Ólafsson, formaður norrænu félaganna á íslandi kynnir verkefni norræna bókmenntaársins fyrir blaðamönnum.
Norrænt bókmenntaár
— hefst á laugardaginn með bókmenntakynningu
■ Norrænu félögin hafa ákveðið að
helga skólaárið 1983-1984 kynningu á
norrænum bíkmenntum. Hér á landi
hefst norræna bókmenntaárið á laugar-
daginn með samkomu í Norræna húsinu,
þar sem Hjálmar Ólafsson flytur ávarp
og Þuríður Baxter og Rannveig Ágústs-
dóttir kynna tvær norrænar skáldkonur
Edith Södergran og Karin Boye.
Á þessu ári er ætlunin að freista þess
Kvart-
mílingar
spyrna
■ Síðasta kvartmílukeppni sumars-
ins sem gefur stig til íslandsmeistara-
titils verður haldin laugardaginn 8.
oktober á Kvartmílubrautinni við
Straumsvík. Þar munu úrslitín í ís-
landsmeistarakeppninni endaniega
ráðast en nokkrir menn geta enn
hreppt titilinn í öllum flokkum. Búist
er við mörgum keppendum og er Ijóst
að keppni um úrslitasæti verður mjög
hörð.
-SH
Ljósmynda-
sýning í
Norræna
husinu
■ í dag verður opnuð í Norræna
húsinu sýning frá Statens historiska
museum í Stokkhólmi um Orkneyjar
og Hjaltlandseyjar. Þetta er farands-
sýning og var fyrst sýnd í Stavanger.
Héðan fer sýningin til Færeyja. Á
sýningunni eru 38 ljósmyndir í lit og 30
svarthvítar, ásamt 16 textaskýringa-
myndum. Sænski Ijósmyndarinn Sören
Hallgren hefur tekið myndírnar og er
leitast við að sýna eyjarnar, Orkneyjar
og Hjaltlandseyjar, frá ólíkum sjónar-
hornum í nútíð og fortíð.
Hér er um áhugaverða sýningu að
ræða og tilvalið tækifæri fyrir skóla að
senda nemendur sína í Norræna Húsið
næstu daga og kynnast þar með þessum
eyjum þar sem eitt sinn stóð norrænt
menningarríki.
Sýningin verður opin daglega kl.
14-19 til23. okt. nk.
-BK
að vekja rækilega athygli á norrænum
bókmenntum, ungum oggömlum. Norr-
ænu félögin hafa áður tekið að sér svona
sérverkefni og nægir að minna á norræna
málaárið sem var haldið fyrir tveimur
árum.
í tengslum við nefnda bókmenntadag-
skrá verður sýning á veggspjöldum um
bókmenntir Færeyinga, Grænlendinga
og Sama og um bókmenntaverðlaun
■ Undanfarið hafa birst í Tímanum
viðtöl ut af breytingu á ræstingarfyrir-
komulagi á Borgarspítala. Þessi viðtöl
hafa af einhverjum ástæðum snúist upp
í umræður um allt annað mál, þ.e.a.s.
breytingu, sem gerð var á St. Jósefs-
spítala í Landakoti fyrir um tveimur
árum síðan.
Flest af því,- sem sagt hefur verið um
það, skiptir engu og verður ekki svarað.
Hinsvegar verður ekki komist hjá því,
að minna á, að breytingin var gerð til
þess að fækka starfsfólki við ræstingu.
Þetta var gert annars vegar með því, að
gera ræstinguna markvissari og hins
vegar með bættum tækjakosti, sem gerði
hvorttveggja, að auðvelda fækkun starfs-
liðs og að létta vinnu þeirra sem við þetta
starfa.
Kostnaðurinn við breytinguna var
greiddur í eitt skipti fyrir öll, en sparnað-
urinn er varanlegur og því í raun miklu
meiri en hérna kemur fram.
Norðurlandaráðs, sett upp í anddyri
Norræna hússins. Þá verður klukkutíma
dagskrá í útvarpi á sunnudaginn sem
nefnist „það loga eldar f blágresis-
brekkunni" og er tilvitnun í sama ljóð.
Meðal lesara verður Helgi Hálfdánar-
son.
Margt fleira er fyrirhugað í sambandi
við þetta norræna bókmenntaár.
- BK
Breytingin var gerð í samráði við
stjórn Starfsmannafélagsins Sóknar.
Enda þótt fækka ætti fólki, var í raun
engum sagt upp þess vegna. (Að vísu vár
öllum formlega sagt upp starfi en ráðnir
jafnharðan aftur).
I ræstingastörfum er jafnan nokkur
breyting á starfsliði og var með fullri
vitund stjórnar Sóknar ákveðið að fækka
fólki á þremur mánuðum með því að
ráða ekki í stað þeirra sem hættu. Þetta
tókst og liggur ekki fyrir að verið hafi
meiri hreyfing á starfsfólki á þessum
tíma en endranær.
Vegna fyrirspurnar um kostnað við
breytinguna er mér ljúft að gefa hann
upp:
Markmið breytingarinnar var veru-
legur og varanlegur sparnaður og við
teljum að það hafi náðst.
Fækkun starfsfólks nam 11.22 stöðugildum.
Sparnaður árið 1982 Rekstrarráðgjöf kr. 152.659.00 kr. 1.050.192.00
Tæki, áhöld og moppur kr. 48.278.45
Ferðakostnaður kr. 20.899.60 kr. 221.837.00
Nettó sparnaður 1982 Kr. 828.354.95
Logi Guðbrandsson, fram-
kvæmdastjóri Landakotsspítala:
Svör vid spurn-
ingum Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur
Athugasemd
■ í leiðara Dagblaðsins Tímans 5.
október sl. er veist mjög ómaklega að
Ólafi Gunnarssyni frkvstj. Neskaupstað.
Ólafur er einn ábyrgasti atvinnu-
rekandi þessa lands.
Skoðanir hans mótast ekki af því
hverjir eru í ríkisstjórn hverju sinni,
heldur af raunstöðu undirstöðuatvinnu-
veganna. Ólafur bendir á í grein sinni í
Mbl. að langvarandi hallareksturútgerð-
við leiðara
ar og fiskvinnslu hljóti að leiða til
þjóðnýtingar.
Telur hann slíka þróun þjóðfélaginu
hættulega og þá alveg sérstaklega laun-
þegum.
Ekki finnst mér þetta nú, lykta af
kenningum Leníns sáluga. Ég lít á
ábendingar Ólafs um breytilega afstöðu
L.Í.Ú. til rekstrarskilyrða útgerðar eftir
því hverjir eru við stjórnvöl hverju sinni
sem kurteislega ábendingu til aðila, sem
Dagblaðið Tíminn telur standa Ólafi
nær, um að vera ekki eins tækifæris-
sinnaðir.
Heiðarleiki Ólafs að viðurkenna efna-
hagsaðgerðirnar 1. júní sem spor í rétta
átt, tekur af öll tvímæli.
Ástandið í íslenskum atvinnumálum
væri betra í dag, ef fleiri atvinnurekend-
ur hefðu kjark og stefnufestu Ólafs
Gunnarssonar til að viðurkenna stað-
reyndir efnahagslífsins.
Reykjavík 6. október 1983
Virðingarfyllst
Björgvin Jónsson