Tíminn - 08.10.1983, Side 7
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1983
umsjón: B.St. og K.L.
Af hverju leið
yfir Koo?
■ Ekki hafa allir enn sætt sig
við að úti sé ástarævintýri Koo
Stark og Andrews prins. En
Koo hefur a.m.k. tileinkað sér
eitt skilyrði, sem breska kon-
ungsfjölskyldan setur þeim,
sem vilja umgangast hana. Koo
hefur lært að þegja!
Ekki alls fyrir löngu var Koo
á ferð í Astralíu. Þar lét hún
svo lítið að koma fram í viðtals-
þætti ■ sjónvarpi og þáði að
launum yfir eina milljón ísl.
króna. Eitt skilyrði setti hún
fyrir því að koma fram í þætt-
inum. Þar mætti ekki minnast
einu orði á Andrew.
Spyrillinn stóð við gefið lof-
orð og nefndi ekki Andrew á
nafn né ýjaði að vinskap hans
og Koos. En í sakleysi sínu bar
hann upp þá spurningu við
ungfrúna, hvaða framtíðar-
áætlanir hún hefði á prjónun-
i|m. Þá brá svo við að hún féll
sparlega í yfirlið!
' Ekki fór hjá því að áhorfend-
ur' færu að velta því fyrir sér,
hvað ylli því, að þessi spurning
hefði haft þessi áhrif á Koo.
Sumir vildu meina að með
þessu hefði hún sýnt, að hún sé
hreint ekki svo léleg leikkona,
þegar öllu er á botninn hvolft.
Aðrir álíta, að á þennan hátt
hefði hún viljað koma sér hjá
þvi að svara spurningunni. Enn
aðrir hafa komið fram með þá
kenningu, að ekki sé fráleitt að
láta sér detta í hug, að Koo sé
með barni. Koo er 27 ára
gcjmul.
■ Koo Stark kom fram í sjónvarpi í Ástralíu. Að útsendingu
lokinni yfirgaf hún upptökusalinn í fylgd tveggja sterkbyggðra
lífvarða.
r
Ovenjulegt bónorð!
■ Þegar yfirlý singar Richards
Parsons um ódauðlega ást
hrærðu ekki hjartað í ástinni
hans hið minnsta, ákvað hann
að sýna riddaralega framkomu
til að sýna henni, að honum væri
alvara.
Richard, sem er 18 ára, átti
engan hestinn, en í staðinn
geystist hann á skellinöðrunni
sinni inn í búðina, þar sem hin
dáða og dýrkaða Jenny Selley
vann - og stansaði ekki fyrr en
hann var kominn inn í miðjan
bing af niðursuðudósum, sem
innihéldu súpur!
- Ég gerði þetta án þess að
hugsa mig um, sagði aumingja
Richard, þegar löggan dro
hann undan dósabingnum. -
Sjálfsagt var þetta alveg geggj-
að uppátæki, en ég þorði ekki
að biðja Jenny að giftast mér,
svo að mér datt í hug, að þetta
sýndi hvað ég er hrifinn af
henni. Riddarar í gamla daga
voru vanir að kippa elskunum
sínum upp á reiðskjótana til.
sín!
Richard var sektaður um
6000 kr. fyrir tiltækið, en þegar
allt kom til alls hlaut hann
nokkra umbun fyrir fifldirfsku
sína. Jenny bauðst til að taka
þátt í að borga sektina með
honum og féllst á að giftast
honum.
flókinn. Ég get nefnt fjölrása
upptökutæki, tveggja rása upp-
tökutæki, fullkomna hljóðbland-
ara, hljóðnema, tæki til að
mynda leikhljóð, svonefnda
synthesizera, og ýmislegt fleira.“
Fyrst og fremst
snjalla menn
„Þó að mikilvægt sé að hafa
góðan tækjakost er enn mikil-
vægara að hafa góðan
mannskap, sem kann til verka í
súdíói, við textagerð við tónlist
og annað sem þessu tengist. Hjá
Útvarpsauglýsingum munu
starfa margir kunnir menn, hver
á sínu sviði. Ég get nefnt Ólaf
Gauk, tónlistarmann, sem um
þriggja ára skeið hefur verið í
Bandaríkjunum að læra gerð
leikinna augýsinga, Magnús
Kjartansson, tónlistarmann,
Hermann Gunnarsson, út-
varpsmann, Helga Sæmundsson,
rithöfund. Svo munum við njóta
aðstoðar fjölda lausamanna."
- Nú er ekki alveg ljóst hve-
nær farið verður af stað með Rás
tvö?
„Það hefur nú verið talað um
• miðjan nóvember og ég býst við
að það standist. Hins vegar er
því ekki að neita að við stökkv-
um svolítið út í myrkrið því ég
veit ekki til að ákveðið hafi verið
hvað það muni kosta að senda út
auglýsingar á rásinni, ekki held-
ur hvert hlutfall auglýsinga í
útsendingum verður."
-Ert þú hættur afskiptum af
stjómmálum?
„Nei, menn hætta aldrei í
pólitík. Ekki menn á besta aldri.
Framtíðin mun hins vegar skera
úr um það hvort ég fer aftur í
framboð til Alþingis. Mér finnst
mjög spennandi að fást við það
sem ég er.að gera núna og ég hef
hug á að takast á við fleiri
verkefni sem ekki tengjast
stjórnmálum. En pólitík er bakt-
ería og það er spurning hvort
það sem ég er að fást við núna
virkar eins og penselín á þessa
bakteríu, þannig að ég losni við
hana“.
Loks sagði Árni, að í næstu
viku yrði fyrsta auglýsing Út-
varpsauglýsinga gerð í stúdíói.
Upptakan fer fram í Stemmu,
stúdíói Sigurðar Jónssonar við
Laufásveg, en Útvarpsauglýsing-
ar sf. em með skrifstofu í „Karp-
húsinu" svonefnda við Borgar-
tún. -Sjó
■ Andstaðan gegn Marcosi
forseta Filippseyja fer vaxandi
með degi hverjum. Stjórnar-
andstæðingar og trúarhópar hafa
sameinast gegn honum og við
liggur að styrjaldarástand ríki í
landinu. Eftir morðið á Aquino,
sem var leiðtogi stjórnarand-
stöðunnar og var myrtur er hann
kom til heimalands síns eftir
þriggja ára útlegð í Bandaríkjun-
um, var eins og öll öfl andstæð
stjórninni leystust úr læðingi og
uppþot og óeirðir eru nú daglegt
brauð á Filippseyjum.
Marcos og Ismelda kona hans
■ Lögregla sýnir óeirðaseggjum enga miskunn.
Filippseyjar á barmi
borgarastyrjaldar
■ Marcos og Reagan ræddust síðast við í Washington í fyrra.
styðjast við öflugan her og hefur
forsetinn látið í það skína að
hann sé reiðubúinn til að beita
heraflanum til að lægja ófriðar-
öldurnar í landinu.
Ráðgert var að Reagan
Bandaríkjaforseti færi í opin-
bera heimsókn til Filippseyja í
næsta mánuði, en hefur nú
ákveðið að fresta för sinni. Ekki
þykir stætt á því að forsetinn lýsi
yfir stuðningi sínum við Marcos
og stjórn hans eftir morðið á
foringja stjórnarandstöðunnar
og þeirrar ókyrrðar sem nú ríkir
í landinu. Þetta er mikill hnekkir
fyrir Marcos, en hann hefur átt
stuðning Bandaríkjamanna vís-
an og hefur verið dátt með
honum og Reagan, og reyndar
hefur Marcos átt vingott við
marga Bandaríkjaforseta.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar á Filippseyjum höfðu áður
lagt fast að Reagan að hætta við
för sína og lýsa þannig andúð
sinni á stjórnarfari Marcosar.
Vitað er að William P. Clark,
ráðgjafi forsetans í öryggismál-
um og náinn samstarfsmaður og
George P. Schultz utanríkisráð-
herra voru því mjög fylgjandi að
Reagan héldi við þá ákvörðun
að fara í heimsóknina og margir
málsmetandi menn í Bandaríkj-
unum hafa vítt forsetann fyrir að
hætta við förina.
Hin opinbera skýring á því að
forsetinn hætti við ferðalagið er,
að hann sé svo upptekinn heima
fyrir að ekki geti orðið af Asíuför
að sinni. En í leiðinni ætlaði
Reagan einnig að heimsækja
Indónesíu og Thailand. En það
liggur í augum uppi að þetta er
aðeins fyrirsláttur. Stjórnir síð-
astnefndu ríkjanna taka ekki illa
upp þótt Reagan fresti heimsókn
þangað, þar sem vitað er að það
er eingöngu vegna ástandsins á
Filippseyjum sem hann hættir
við ferðalagið.
Þessi ákvörðun Bandaríkja-
forseta er mikill sigur fyrir and-
stæðinga Marcosar. enda sýnir
hún glöggt að veldi hans er á
fallanda fæti.
En mæða einræðisherrans og
konu hans, sem er atkvæðamikil
í stjórnmálum og fjármálalífi
landsins ekki síður. ríður ekki
við einteyming. Kaþólska kirkj-
an er styrk á Filippseyjum og
studdi Marcos framan af, en er
fyrir löngu farin að láta í sér
heyra og hefur gagnrýnt einræð-
ishneigðir Marcosarhjónanna og
ofsóknir á hendur pólitískum
andstæðingum. Og nú hefur
kirkjan lagst gegn þeim af fullum
þunga. í síðustu viku lagði erki-
biskupinn í Manila til að þingið,
kirkjan og leiðtogar stjórnar-
andstöðunnar tækju höndum
saman til að koma á lýðræðis-
legum kosningum og endurreisa
lýðræðið í landinu. Hann sagði,
að núverandi ástand leiddi ekki
til annars en blóðugrar borgara-
styrjaldar.
Marcos brást hinn versti við
og sagðist mundi beita valdi sínu
til að halda uppi lögum og reglu
í landinu ef fara ætti að stofna til
samsæris gegn sér. Síðar boðaði
hann að lögleidd yrði dauðarefs-
' ing og yrði þeim hegnt sem
ógnuðu öryggi ríkisins. Hann
hefur einnig látið að því liggja að
herlög yrðu sett, en andstæðing-
ar hans segja, að það sé aðeins
tímaspursmál hvenær þau gangi
í gildi, og hafi verið meiningin að
setja herlög og beita andstæð-
inga fullri hörku eftir heimsókn
Reagans.
Einn er sá fjandi, sem hvorki
her eða herlög fá ráðið við, sem
plagar Marcos, en það er síhrak-
andi efnahagur. I kjölfar óeirð-j
anna hefur mikill fjármagnsflótti)
gripið um sig frá Filippseyjum og;
rúmlega 20% gengisfelling, sem;
gerð var fyrr í vikunni, er ör-
væntingartilraun til að rétta af
ískyggilegan viðskiptahalla. Er-
lendar skuldir eru yfir 18 millj-
arðar dollara, sem kemur í veg
fyrir að hægt sé að slá meiri lán
og lagfæra efnahaginn.
Allir hófsamir leiðtogar og
kirkjan vara við því, að ef heldur
sem horfir leiði það ekki til
annars en byltingar. Múslimar
og kommúnistar hafa árum sam-
an haldið uppi skæruhernaði á
einstökum eyjum og stefna opin-
skátt að því að ná völdunum
með byltingu. Ef Marcos herðir
enn tökin og fer að beita hinum
öfluga hergegn öllum þeim, sem
honum eru ekki að skapi, er
borgarastyrjöld yfirvofandi. Það
vilja hin hófsamari öfl koma í
veg fyrir og reyna því að koma
vitinu fyrir Marcos og konu hans,
sem sýnist hálfu herskárri.
Filippseyjar eru sterkasta vígi
Bandaríkjanna í Suð-austur-
Asíu. Þar hafa þeir miklar flota-
hafnir og flugvelli. Marcos hefur
ávallt verið mikill stuðningsmað-
ur þeirra og gagnkvæmt. Reagan
var því mikill vandi á höndum
þegar hann stóð frammi fyrir því
hvort hann ætti að fara til Filipps-
eyja eða fresta förinni. Ismelda
Marcos sagði, áður en ákvörðun-
in var tekin, að ef Bandaríkja-
forseti kæmi ekki yrði það vatn
á myllu andstæðinganna, efna-
hagur landsins myndi hrynja og
kommúnistar ná völdunum.
Nú reynir á hversu sannspá
frúin var. Málið er hreint ekki
svo einfalt að kommúnistar séu
einu andstæðingar Marcosar, og
óhætt mun að slá föstu að þeir
eru í miklum minnihluta í borg-
unum og stærstu eyjunum. En
þeír eru herskáir og háværir eins
og annars staðar.
Minna má á, að Benigno
Aqujno, sem ótvírætt var sá
leiðtogi stjórnarandstöðunnar
sem naut mest fylgis, var ákveð-
inn andstæðingur kommúnista
og svo er um flesta aðra hinna
hófsamari leiðtoga, og ekki verð-
ur kaþólska kirkjan sökuð um
vinstrivillu. En Marcos virðist
staðráðinn í að halda völdum
eins lengi og stætt cr, hvað sem
síðar kann að verða.
Oddur Ólafsson
skrifar