Tíminn - 26.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.10.1983, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983 ft Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Olafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Fiosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. í góðsemi vegur þar hver annan ■ í ritstjórnargrein, sem birtist í Þjóðviljanum í gær, er kvartað sárlega undan því, að Morgunblaðið sé að reyna að koma illu af stað með „túlkun á saklausum viðburðum í Alþýðubandalaginu.“ Viðburðirnir í Alþýðubandalaginu, sem Þjóðviljinn kallar saklausa eru í stuttu máli þessir: Hinn 19. þ.m. fórframkosningí Alþýðubandalagsfélag- inu í Reykjavík á 72 fulltrúum á landsfund Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn verður í næsta mánuði. Fjórir menn kepptu um þrjú neðstu sætin, allir með jöfn atkvæði. Varpað var hlutkesti um þá. Einn þeirra, sem lenti í hlutkestinu, var Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrún, formaður Verkamanna- sambands íslands og annar af þingmönnum Alþýðubanda- lagsins í höfuðborginni. Hinn 24. þ.m. fór svo fram kosnisng í þingflokki Alþýðubandalagsins á fulltrúa flokksins sem sækja á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Guðmundur J. Guðmundsson hefur verið þar fulltrúi áður, og vildi gjarnan komast þangað aftur. Hann gaf því kost á sér til fararinnar. Hann fékk aðeins þrjú atkvæði. Ragnar Arnalds var valinn til fararinnar með sjö atkvæðum. Það er þetta, sem Þjóðviljinn kallar saklausa viðburði í Alþýðubandalaginu. Areiðanlega mun ýmsum finnast þar nokkuð skrýtilega til orða tekið. Það þarf sérstakt viðhorf til Guðmundar J. Guðmundssonar, þegar það er talið til sakleysis að gera augljósa tilraun til að reyna að fella hann frá setu á landsfundi Alþýðubandalagsins. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði formaður Dags- brúnar og formaður Verkamannasambands íslands átt að vera kjörinn á landsfundinn með flestum eða öllum atkvæðum. Það verður illa heimfært undir sakleysi, þegar reynt er að hindra með augljósum hætti að hann nái kosningu þangað. Það sem hér er á ferð er augljós tilraun til að skerða áhrif verkamannasamtakanna í flokknum og koma í veg fyrir að þau standi í vegi menntamannahópsins svonefnda, sem öllu vill ráða í flokknum. Jafnframt er þetta augljós tilraun til að lítillækka Guðmund J. og sýna fylgisleysi hans og þar með óhæfni til að gegna þingmennsku fyrir flokkinn. Sýnt sé á þessu, að hann dragi ekki fylgi að flokknum í Reykjavík. En Guðmundur J. fær ekki aðeins löðrunginn frá flokksfélögum sínum í Reykjavík. Meiri hluti þingflokks- ins fer í kjölfarið. Þjóðviljinn er öðru hverju að gera veður út af óeiningu í öðrum flokkum. Meðferðin á Guðmundi J. Guðmunds- syni sýnir glöggt, að óeiningin er óvíða meiri en í Alþýðubandalaginu. Þjóðviljinn bætir svo gráu ofan á svart með því að kalla þetta saklausan viðburð. Fátt bendir til að þessum saklausu viðburðum sé lokið. Guðmundur J. hefur sýnt það, að hann getur verið fastur fyrir. Það getur sitt hvað átt eftir að gerast áður en honum hefur verið bolað frá þingmennsku. Sennilega lýsa eftirfarandi orð Gríms Thomsen bezt ástandinu í Alþýðubandalaginu, eins og því er lýst í Þjóðviljanum: Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt; en bróðernið er flátt mjög og gamanið er grátt í góðsemi vegur þar hver annan. -Þ.Þ. ■ Albert Er hægt að láta skuldir hverfa ■ Það cr enginn kotungs- bragur á þcirri hugmynd Al- berts Guðmundssonar fjár- málaráðhcrra, að strika út skuldir sjávarútvegsins svo að hann geti byrjað á núlli. Gallinn er aðcins sá að ein- hver verður að greiða skuld- irnar en sá aðili fylgdi ekki með í hugmyndinni. Morgunblaðið segir svo frá orðahnippingum á Al- þingi um þetta mál: „Albert Guðntundsson sló frani þeirri hugmynd í efri deild Alþingis gær, að skuidir sjávarútvegs við opinbera sjóði verði strikaðar út. Tap viðkomandi sjóða, cf gengið yrði að sjávarútvegsfyrir- tækjum, yrði hvort eð er mjög mikið. Ef horft cr til sjávar, sagði ráðherra efnislega, til veiða og vinnslu, undirstöðuat- vinnuvega okkar, blasa við skuldakvaðir í öllum áttum, scm atvinnugreinin ræður ckki við að óhreyttu. Þegar við horfum til upplandsins, til þeirrar aðstöðu hvers kon- ar sem þjóðin býr við, blasir hinsvegar við okkur sú auð- lcgð, sem mestpart var til sjávarútvegsins sótt. Það vekur furðu að undir- stöðugreinin, sem velferð þjóðarinnar hvílir á, skuli þannig vafin skuldafjötrum. Þcss vcgna lét ég svo ummælt á fundi í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld, að sú hugmynd væri skoðunar verð, hvort ekki ætti að gefa eftir skuldir þessa undirstöðuatvinnuveg- ar við opinbcra sjóði, og skapa sjávarútveginum nýjan grunn til byggja á. Hafa yrði í huga, sagði ráðherra, að skuldir sjávarútvegs væru vaxandi, hlæðu utan á sig, og þar kæmi að eitthvað þyrfti að gera í málinu. Gangi sjáv- arútvegsfyrirtæki undir upp- boðshamar. hvert af öðru, cr hætt við að tap viðkomandi yrði hvort eð er mjög mikið. Þau orð fjármálaráðherra, sem hér eru efnislega eftir höfð, vóru sögð í tilefni fyrir- spurnar frá Stefáni Bene- diktssyni (BJ) um fund ráð- herrans í Vestmannaeyjum. Halldór Asgrímsson, sjáv- arútvegsráðhcrra, sagði efn- islega, að þeir peningar. sem t.d. Fiskveiðasjóður hefði lánað í sjávarútveg, væru að stærstum hluta erlend lán, en einnig lán frá lánastot'nunum innanlands, þ.e. skuldir. sem ekki yrði komist hjá að greiða með tilheyrandi lánakostn- aði. Ef horfið væri að. hug- mynd eftirgjafar yrði jafn- framt að gcra sér grein fyrir því. hvar taka ætti fjármagn til að borga þcssar skuldir." Medbyr Dagur á Akureyri fjallar um þann meðbyr sem ríkis- stjórnin hefur þrátt fyrir að hún hefur orðið að grípa til ráðstafana sem ckki sýnast til þess fallnar að auka á vin- sældir hennar. En almenn- ingur veit að þær eru nauð- .synlegar og sýnir mikinn skilning á þeim efnahags vanda sem við er að glíma. Dagur segir: „Skoðanakönnun DV sýn- ir svo ekki verður um villst að ríkisstjórnin á miklu fylgi að fagna meðal almennings. Helstu niðurstöður skoðana- könnunar sem gerð var um síðustu helgi voru þær að ríkisstjórnin nýtur fylgis ríf- lega 48% þeirra sem spurðir voru. Tæplega 28% voru andvígir stjórninni. tæplega 21% voru óákveðnir og rúm 3% vildu ekki svara. Sé aðcins tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu voru 63.5% fylgjandi ríkisstjórninni og 36.5% voru henni andsnúnir. Það hefur sýnt sig að nýjar ríkisstjórnir hafá gjarnan verulegt fylgi. Menn vilja veita þeim tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þessi ríkisstjórn sem nú situr hefur þurft að framkvæma, að því er halda mætti, mjög óvinsæl- ar aðgerðir, sem haft hafa í för með sér að kaupmáttur ráðstöfunartekna verður að meðaltali 13% minni á þessu ári en á því síðasta. Þessar aðgerðir voru nauðsynlegar þar sem þjóðarframleiðsla dróst saman um 9-10% frá árinu 1981-1983 og viðskipta- halli var 10% á síðasta ári og 5% á árinu þar á undan. Miðað við þetta og þann gífurlega aflabrest sem þjóð- arbúið hefur orðið að þola er ekki undarlegt þó eitthvað þurfi að láta undan. Landsmenn hafa tekið þessum aðgerðum með mik- illi skynsemi og þolinmæði. Spurning er hins vegar um það hversu lengi ríkisstjórnin nýtur þess meðbyrs sem hún hefur nú. Ljóst er að frekari árangur í efnahagsmálum verður að sjá dagsins Ijós og vissulega eru horfurnar allt annað en góðar. Það er t.d. ljóst að erfitt verður að halda uppi fullri atvinnu á næstu misserum, en rétt er að minna á að atvinnuöryggi er fyrst talið af þeim markmið- um sem ríkisstjórnin setti sér. Þá verður ríkisstjórnin að taka til höndunum í endurskipulagningu stjórn- sýslunnar, með sparnað og ráðdeild að leiðarijósi. Bankakerfið og ýmiss konar milliliðastarfsemi, sem er orðin allt of dýr, þarf endur- skoðunar við. Á sama tíma og verið er að spara í heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu á fólk ákaflega erfitt með að sætta sig við ónauðsyniegar framkvæmdir í t.d. nýrri flugstöð á Kella- víkurflugvelli og höll fyrir Seðlabankann í Reykjavík. Bæði þessi mál voru langt komin þegar ríkisstjórnin tók við völdum. Þó hefði verið hægt að stöðva framkvæmdir við flugstöðina og raunar miklu meira aðkallandi að fresta Seðlabankabákninu. Framkvæmdir á borð við þessar tvær sem nefndar hafa verið samræmast ekki hug- myndum fólks um aðhald og sparnað á öllum sviðum og þær veikja stöðu ríkisstjórn- arinnar gagnvart almenningi, sem reiðubúinn er að leggja sitt af mörkum."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.