Tíminn - 26.10.1983, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 1983
Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun:
Samdráttur á flestum svid-
um nema í íbúdabyggingum
■ Fjárfestingar og lánsfjáráætlun fyrir
árið 1984 hefur verið lögð fram. Megin-
stefna áætlunarinnar er að stilla fjárfest-
ingu hins opinbera og annarra aðila í það
hóf sem samrýmst getur viðunandi jafn-
vægi í viðskiptum við önnur lönd og
áframhaidandi hjöðnun verðbólgu á
næsta ári. Ákvarðanir um fjárfestingar-
stefnuna mótast einnig af viðleitni til
þess að beina fjárfestingu í arðbærar
framkvæmdir, sem best munu tryggja
atvinnu manna til frambúðar. lafnframt
er þess gætt að tefla ekki atvinnuástandi
í tvísýnu á næsta ári með of harkalegum
samdrætti. Erlendar lántökur verða tak-
markaðar svo sem kostur er á og mark-
miðið er að erlendar skuldir hækki ekki
í hlutfalli við þjóðarframleiðslu árið
1984.
Samdráttar gætir víða en aðallega í
opinberum framkvæmdum og fjárfesting
atvinnuveganna mun dragast saman.
Gcrt er ráð fyrir að íbúðarhúsabyggingar
verði óbreyttar frá fyrra ári. En þótt
fjármunamyndunin sé talin dragast sam-
an um sem svarar 6.3% miðað við þetta
ár, verður nær ailur samdrátturinn í
stórframkvæmdum og innfluttum
skipum og flugvélum. Önnur fjármuna-
myndun er aðeins talin dragast saman
um 1.2%.
Hvað atvinnuvegum viðvíkur er áætl-
að að fjárfesting þeirra dragist saman
um 6.2%. Framkvæmdir í landbúnaði
verði 10% minni en í ár og fjármuna-
myndun í fiskveiðum á að dragast saman
um 22% og munar þar mestu um að
innflutningur skipa og nýsmíði verður í
lágmarki. Fjárfesting fiskvinnslufyrir-
tækja er talin munu dragast saman um
5%.
Ekki ervitað um neinar framkvæmdir
við álverksmiðjuna á næsta ári og ekki
er gert ráð fyrir framkvæmdum. við
kísiljárnverksmiðjuna í Reyðarfirði en
á næsta ári hefst bygging steinullarverk-
smiðju á Sauðárkróki. Þá er gert ráð fyrir
að fjárfesting í verslunar- og skrifstofu-
húsnæði minnki um 5% svo og hótel-
byggingar og fjárfesting í ýmsum vélum
og tækjum er áætlað að verði 5% minni
en í ár.
íbúðabyggingar verða samt eins mikl-
ar á næsta ári og í ár. Þótt þjóðartekjur
og ráðstöfunartekjur einstaklinga hafi
dregist saman verður miklu fé varið til
íbúðarbygginga, en ákveðið hefur verið
að auka lánveitingar til þeirra til muna á
næsta ári.
Um atvinnuhorfur segir m.a. að horf-
ur séu á að nokkuð dragi úr eftirspurn á
vinnumarkaði almennt og fjárfestingar-
spáin bendir til að umsvif í bygginga-
starfsemi og mannvirkjagerð minnki
heldur meira. Atvinnuástand ætti þó að
geta haldist þolanlegt ef ekki kemur til
nein óvænt truflun í atvinnustarfsemi í
landinu. Enn sem komið er hefur ekkert
komið fram sem bendir til að atvinna sé
ónóg. I þessu sambandi er þess að gæta,
að svo mikil umskipti sem orðið hafa að
undanförnu í þjóðarbúskapnum, hljóta
að valda breytingum á vinnumarkaði,
sem ekki er auðvelt að meta fyrirfram.
Lítill vafi leikur á því, að á undanförnum
árum hefur ríkt umfram eftirspurn á
vinnumarkaði. Ætla má að nú stefni í
rétta átt til jafnvægis.
Ríkisstjórnin Ieggur mikla áhersiu á
atvinnuöryggi og mun'fylgjast vandlega
með þróun framboðs og eftirspurnar á
vinnumarkaði um land allt og þannig að
unnt sé að bregðast í tæka tíð, og á
réttan hátt, við breytingum sem verða
kunna á atvinnumarkaði.
Heildarsamtala fjárfestingar og láns-
fjáráætlunar eru rúmir 12 milljarðar kr.
Innlenda féð í niðurstöðutölum eru
4.395 millj. kr. en erlend lán ívið meira
eða 4.501 millj. kr. Mest munar um lán
sem tekin eru hjá lífeyrissjóðunum, en
þau eru samtals 2.400 millj. kr. en treyst
er á að þeir láni sem svarar 55% af
innlendu lánsfjárþörfinni. Er m.a. svo
ráð fyrir gert að þeir geti útvegað um 1
milljarð í byggingarsjóðina. 16% verði
af framlögum ríkis til fjárfestingarlána-
sjóða og atvinnuleysistryggingarsjóðs,
svo og af eigin fé fjárfestingarlánasjóða
og af skyldusparnaði. Þess er vænst að
afgangurinn, um 29% af innlenda láns-
fjármagninu, komi frá almennum lána-
markaði, er byggir á frjálsum sparnaði í
mynd banka og verðbréfaviðskipta.
Nýting lánsfjárins er í stórum dráttum
þannig, að opinberir aðilar taka til sinna
nota um 42%, íbúðareigendur um 34%
og til ráðstöfunar í fjárfestingu atvinnu-
vega verða um 24%.
Hér er aðeins stiklað á stóru enda
fjárfestingar og lánsfjáráætlun mikið
plagg með margskyns töflum og pró-
sentuútreikningum, en hún ber þess
merki eins og fjárlögin að nokkur sam-
dráttur verður á flestum sviðum þjóðlífs-
ins á næsta ári. -OÓ
Leikhusveislur
í Þjóðleikhúsinu
Ljósaskoðun
lýkur á
mánudaginn
■ Ljósasköðun bifreiða lýkur mánu-
daginn 31. október. í frétt frá Umfcrð-
arráði er bent á aö Ijósabúnaður getur
bilað og vanstillst á skömmum tfma.
Pertir dofna við notkun og getur Ijós-
magn þeirra rýrnað um allt aö helming.
Minnt er á að notkun ökuljósa ér ckki
síður fyrir þá scm verða á vegi bílstjóra
og því cr mikilvægt að ökuljós séu rétt
stillt svo þau blindi ekki eða trufli þá sem
á móti korna.
I fréttinni segir einnig að þar sctn nú
fari svartasta skammdegið í hönd og alla
veðra sé von þurfi allir að leggja sitt að
mörkum til að auka öryggi í umferðinni.
Fátt hefur meiri áhrif þar að lútandi en
almenn ökuljósanotkun og að fólk beri
endurskinsmerki.
Athygli er vakin á að n.k. miðviku-
dagskvöld 26. októbervcrðursýnd kvik-
mynd frá Umferðarráði i sjónvarpinu.
Myndin hcitir Akstur í ntyrkri og verður
á dagskrá kl. 20.30.
-GSH
■ Þjóðleikhúsið hyggst nú brydda upp
á þeirri nýjung að gcfa kost á „Leikhús-
veislu" á föstudags- og laugardagskvöld-
um. 1 því fclst að hópar sem í eru 10
manns cða flciri, gcta fyrir citt gjald
fengið máltíð í Lcikhúskjallaranum,
leiksýningu á stórasviði Þjóðleikhússins,
eftirrétt í hléi og dansleik í kjallaranum
á eftir. Vcrðið á þessum pakka er krónur
550 á mann. Gera verður ráð fyrir að
pöntun sé gerð með minnst þriggja dága
fyrirvara.
Hópar utan af landi, sem vilja nýta sér
þessi kjör, eiga ennfremur kost á afslætti
á ferðum, hvort heldur farið er með
sérleyfishöfum, flugi (Arnartlugi eða
Fluglciðum), Herjólfi eða Akraborgauk
afsláttar á hótelgistingu í Rcykjavík. Er
þar með mögulegt að ciga upplyftingar-
hclgi í höfuðborginni með verulegum
afslætti á öllum helstu útgjaldaliðum.
Aö nokkru er gcrt ráð fyrir að þetta
tilboð komi í stað Kjallarakvöldanna
sem matargestum í Leikhúskjallaranum
hefur verið boðið upp á undanfarna
vetur cn að auki til hagræðingar fyrir þá
scm koma langt að og hafa til þess þurft
að sérpanta allt það sem nú stcndur til
boða í cinum og sama pakkanum.
-GSH
Bæjarstjórn Siglufjardar fær
opiö bréf vegna afgreiðslu á máli
veitustjórans:
„Persónulegt
ágreiningsmál
afgreitt hrátt”
■ „Eftir uð hafa fylgst með gangi þessa
máls, þá dregur það ekki úr skoðun
minni að persúnulegar og púlitískar
ástæður komi frain og liggi annars vt.
fyrir í þeim útrúlcgu vinnubrögðum sem'
hér hafa verið viðhöfð", segir m.a. í
brcfi opnu sem Bergþúr Atlason loft-
skeytamaður ritar - Bæjarstjúrn Siglu-
fjarðar út af ineðferð bæjarstjúrnar á
máli Sverris Sveinssonar rafvcitustjúra,
en honum var gert að greiða til baka
reikninga fyrir yfírvinnu og nefnd var
sett á laggirnar til að meta hvort dúms-
rannsúkn væri réttmæt.
1 bréfi Rergþórs segir ennfremur:
„Persónulegt ágreiningsmál er afgreitt
hrátt, birt í opnui r fundargerðum, þar
sem bókanir eru óvægnar, ærumeiðandi
og nánast í æsifréttastíl."
Ennfremur: „Á fundi bæjarstjórnar.
22. september má lesa tillögu 4 frá Jóni
Dýrfjörð, Kolbeini Friðbjarnarsyni og
Sigurði Hlöðverssyni. í þeirri tillögu má
lesa uppáskrift (upp á yfirvinnureikninga
- innsk. BK) fv. bæjarstjóra - Nafn-
greindur, fv. formanns veitunefndar -
■ fljalti Jún Sveinsson mun hafa yfirumsjún með gerð útvarpsauglýsinga hjá
Sýn hf. Með honum á myndinni er Gísli B. Björnsson Tímamynd: Ami Sæberg
Sýn h.f. hefur gerð
auglýsinga fyrir
útvarp
Nafngreindur, og núverandi formanns
veitunefndar - Ekkert nafn. Hvað segir
þetta mönnum um pólitískt ívaf með
tilliti til frekari dreifingar á fundargerðum
til annarra fjölmiðia. Hver og einn getur
síðan getið sér til um ástæður þess að
fundargerðum er nú dreift til annarra
fjölmiðla frekar en endranær".
Og að lokum segir Bergþór:
„Afgreiðsla þessa máls mælir eindreg-
ið á móti hugmynd minni um lýðræði og
almennt réttarfar þess. Að velta manni
upp úr slíku ágreiningsmáli þar sem
undanfarandi eðlileg málsmeðferð er
ógengin gerir enginn nema sá sem ekki
sér æru hans, fjölskyldu og aðra ástvini.
Einnig er ótrúlegt að pólitískur og
persónulegur andstæðingur geti átt
svona nokkuð skilið. Eftir standa hræði-
leg mistök þeirra bæjarfulltrúa sem hlut
eiga að máli."
Þess skal getið að bæjarfulltrúar Frant
sóknarflokksins greiddu einir atkvæði á
móti báðum þeim tillögum sem sam-
þykktar voru í bæjarstjórninni og töldu
að um pólitískar ofsóknir væri að ræða.
■ Sýn hf, sem urn niargra ára skeið
hefur starfað við gerð auglýsingakvik-
mynda fyrir sjónvarp, er nú að hefja
gerð leikinna útvarpsauglýsinga fyrir
Rás tvö, sem senn mun hefja útsend-
ingar. Útvarpsauglýsingarnar eru með
tali, tónlist og leikhljóðum. Sýn sér um
(alla textagcrð, svo og hljóðsetningu'og
hvers konar vinnslu auglýsiuganna og
skilar þcinr síðan fullfrágengnum til
flutnings í hljóðvarpi.
„Hér er um að ræða nýjá auglvsinga-
tækni hér á landi sem bæði kallar á ný
vinnubrögð bg ný tæki því aðeins í
fáum tilfellum er hægt að nota sömu
hljóðupptökutæki og við sjónvarps-
auglýsingagerð." sagði Gísli B.
Björnsson þegar hann kynnti þennan
nýja þátt í rekstri Sýnar t gær.
Hann sagði að Ijóst væri að mikið
yrði hlustað á Rás tvö, en þó væri
margs að gæta fyrir auglýsendur. Til
dæmis væri verð á auglýsingamínútu
énn ekki ákveðið. „Það hefur flogið
fyrir að miðað verði við hálft verð
auglýsinga í sjónvarpi. en það tel ég of
hátt. Rás tvö verður fyrst um sinn
svæðisbundin og nær ekki til ailra
landsmanna. Svo er þessi auglýsinga-
máti nýr og óvissuþættirnir ntargir,"
sagði Gísli.
Yfirumsjón með gerð útvarpsauglýs-
inganna hefur Hjaiti Jór. Sveinsson,
íslenskufræðingur, en hann hefur lengi
lesið inn á sjónvarpsauglýsingar fyrir
Sýn hf.
-Sjú
-RK