Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 (Tímamynd: Árni Sæberb) ■ TF-RÁN þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sem fórst með Ijórum mönnum í mynni Veiðileysufjaröar, reyndist mjög vel síðan hún var keypt til landsins nv árið 1980, en hún var skrásett hérlendis það ár, þann 22, ágúst. Þyrlan var af Sikorsky S-76 gerð og á þeim tíma sem liðin er frá komu hennar fór hún í 27 sjúkraflug með 28 sjúklinga, þar af voru fimm sjúklingar sóttir uin borð í skip. Þá fór hún alls í 23 leitarflug en þeir sem flugu henni hafa hrósað henni fyrir góða flugeiginleika við erfiðar að- stæður. Þyrlan var notuð við ýmis hættuleg björgunarverkefni og með henni tókst að bjarga fjölda n annslífa; á þessum 4 árum fór hún í fimm björgunarflug og bjargaði alls 11 manns. Hið nýjasta þeirra varbjörgun mannanna af bátnum Haferninum. sein fórst við Breiðafjarð- areyjar. TF-RÁN gat tekið 12 farþega, vó fullhlaðin 4,5 tonn og tvo þurfti til að fljúga henni. - FRI ■ Rán kemur með skipbrotsmenn af Haferninum til Stykkishólmsflugvallar. ■ Þyrla Landhelgisgæsl- unnar TR-RÁN fórst skömmu fyrir kl. 23 í fyrra- kvöld skammt frá fjallinu Kvíum austan til í mynni Veiðileysufjarðar á Vest- fjörðum. Ekkert er vitað um orsakir þessa slyss, en tildrög þess eru, að þyrlan var í æfingum og fór í loftið af varðskipinu Oðinn sem þarna var statt um kl. 22.53. „Þyrlan fór eðlilega í loftið og var skipinu þá lagt til fyrir vind upp á endurkomu. Skömmu síðar heyrðist ógreinlegt kall frá þyrlunni og skipstjóri Óðins sá um leið ljós eins og af lending- arljósi þar sem þyrlan átti að vera en hún svaraði hinsvegar ekki kalli skipsins" sagði GuðmundurKjærnested skipherra hjá Landhelgisgæslunni í samtali við Tímann er við báðum hann að lýsa atburðum. „Þá var strax gert klárt til að setja út gúmmibáta og varðskipið sigldi af stað í áttina að þessum stað við mynni Veiði- leysufjarðar. Um leið kölluðu þeir út til báta í Djúpinu og báðu um aðstoð auk þess sem samband var haft við björgun- arsveitir í landi. Báturinn Orri kom fyrstur á slysstað um kl. 24.30 og 40 mínútum síðar fannst fyrsta brakið en það var brot úr þyrluspaða og hjólabún- aði .fjögur björgunarvesti og sjúkra- kassi“ sagði Guðmundur. ..- jaabjV' jjvjj, .. r///í0^Z"- .,• ■-*,?%?*****>&■ .. ■ Þyrla frá danska eftiiiitsskipinu Vædderen leitaði á slysstað á Jökulfjörðum í gær. Varðskipið Óðinn er til vinstri á myndinni. Tímamynd Ámi Sæberg Heyrdu ógreinilegt kall frá þyrlunni - en fengu síðan ekkert svar: HAFA FIINMB BROT ÚR SPABANUM, BJðRGUNARVESH 0G SIÚKRAKASSA — ekkert liggur enn fyrir um orsakir slyssins Hjá honum kom ennfremur fram að 18 manns leituðu fjörur um nóttina auk um 20 skipa á þessum slóðum en síðan komu fleiri björgunar- og leitarmenn auk þess sem hin þyrla Landhelgisgæsl- unnar og þyrla af danska varðskipinu Vædderen tóku þátt í leitinni í dag. „Við höfum þrautleitað þetta svæði en ekkert fundið frekar" sagði Guðmundur. „Við höfum staðarákvörðun á brakinu og eru sérfræðingar frá Varnarliðinu í Kcflavík nú komnir á staðinn með sérstök tæki sem geta numið merki frá neyðarsendinum í þyrlunni og eru þeir þegar byrjaðir leit“ sagði hann en þar sem brakið liggur er mjög mikið dýpi, 60-70 m. Guðmundur sagði að þeir hefðu enga hugmynd um orsakir þessa slyss. TF-RÁN lagði upp frá Reykjavík um kl. 3 á þriðjudag og leituðu þeir strönd- ina hér fyrir utan vegna Sandeyjarslyss- ins. Síðan var haldið til ísafjarðar og þar tekið bensín og þaðan flogið út í varðskipið. Ætlunin var að taka þar nokkrar æfingar, lenda á skipinu í myrkri og hífa menn frá borði en fara síðan í gæsluflug. Sæmilegt veður var á þessunt slóðum en gekk á með eljum. Síðan var ætlunin að koma við á Galtarvita í gærmorgun með vistir og halda svo aftur í bæinn og átti þyrlan að vera komin til Reykjavíkur id. 2. í gærdag. Leitað áfram í nótt Síðustu fréttir af leitarsvæðinu voru þær að Orri kom til Isafjarðar laust eftir miðnættið með sjónvarpsmyndavél frá Netagerð ísafjarðar sem leitað hafði verið með á svæðinu frá hádegi. Að sögn Guðmundar Sveinssonar netargerðar- manns hafði verið leitað með henni á öllu svæðinu frá Kvíum til enda Kvíar- núps en aðstæður voru slæmar vegna ■ Á þessu korti, sem nær yfir ísafjarðardjúpog Jökulfirði er stað- urinn sem brak úr þyrlunni og þar sem aðallega var leitað, merktur með krossi. lítils skyggnis og mikils sjávarlífs. Það voru Einar Hreinsson tæknimaður og Magni Guðmundsson sem stjórnuðu myndavélinni. Bandarísku varnarliðs- mennirnir ætluðu að leita áfram með sónartækjunum að hljóðmerkjum úr neyðarsendinum í nótt, ásamt varðskips- mönnum. _ frj ■ TF-RAN tókeldsneytiáísafjarð- arflugvelli á leið sinni frá Reykjavik i Jökulfirði. Sýni voru tekin úr elds- neytinu í gærdag ef eldsneytið gæti varpað einhverju Ijósi á orsakir slyssins. Tímamynd Árni Sæberg TF-RÁN hafði reynst vel: Bjargaði 11 mönnum í 5 björgunarflugum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.