Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 10
Allskonar góðgæti Ný matreiðslubók, „Allskonar góðgæti“, er komin út hjá bókaútgáfunni Setberg. Þetta er þriðja bókin sem sænski mat- reiðslumeistarinn Agnetc Lampe og Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir húsmæðrakennari senda frá sér. Hinar tvær voru: „Nú bökum við“ og „Áttu von á gestum?". I þessari nýju bók er allskonar góðgæli: Grísakótelettur með rjómavínssósu, Kjúkl- ingapottur, Fylltur fiskbúöingur, Veisluís frá Sikiley, Smálúðuflök með krabbafyllingu, Nautasteik með smjörsteiktum kartöflum, Steiktur lax í hvítvínssósu, Fín fiskisúpa. Ekta vínarsnitsel, Paj með skinku og blað- lauk, Hamborgarhryggur í portvínshlaupi, Innbakaður graflax og margskonar annað góðgæti. Mörg hundruð litmyndir sýna réttina og handtökin við gerð þeirra. Undraheimur Indíalanda Setberg hefur gefið út nýja fcrðabók cftir Kjartan Ólafsson hagfræðing. Hún heitir „Undraheimur Indíalanda - feröaþættir frá Indlandi Gandhis". Kjartan er löngu kunnur sem þýðandi og rithöfundur. Hann sneri til dæmis hinni stórfenglegu sjálfsævisögu Max- ims Gorkis beint úr rússnesku á íslensku og hann hcfur meðal annars ritað tvær ferða- •sögur, „Sól í fullu suðri" og„Eldóradó“,sem hlutu lof gagnrýnenda. Báðar bækurnar eru löngu uppseldar. Auk þess að vera hagfræðingur að mennt hefur Kjartan lagt stund á helstu tungur heims og aðrar fleiri svo sem urdu í Pakistan og afríkaans í Suður-Afríku. Kjartan hefur dvalist í öllum álfum heims og telst að öllum líkindum víðförlastur Islendinga. Til dæmis heimsótti hann öll lönd rómönsku Ameríku, yfir 20 aö tölu, þrátt fyrir byltingar í tveimur þeirra. Þá mun Kjartan vera einn þeirra fáu Islendinga cr ferðast hafa um Síberíu. 1 þessari nýju bók, „Undraheimi Indía- landa", segir Kjartan frá ferð sinni um Indland, meðal annars Kasmír. Ennfremur heimsækir hann Amritsar, höfuðborg hinna herskáu Sikha, lýsir gullnum hofurn og heilögum musterum. Hann greinir frá hinu einkennilega samfélagi Parsa í Bombay. Kjartan lagði leið sína á helsty sögustaði búddisma. Hann fór til Banares, hinnar helgu borgar hindúa. Þar hitti hann Frakka er hafði yfirgcfið ættland og fjölskyldu og sest þar að hjá heilagri konu, „Hinni blessuðu móður", knúinn slíkum ofurmætti sem stafar af persónu hennar. Þá segir höfundur frá Kasmír og langur kafli er um Gandhi, frelsishetju Indverja. Uppi í Himalayja dvaldist Kjartan hjá Miru Behn, alúðarvinkonu Gandhis, en hún er ein af helstu persónum í hinni víðfrægu kvikmynd Richards Attenboroughs um Ma- hatma Gandhi. „Undraheimur Indíalanda"er2()0blaðsíð- ur í stóru broti, en auk þess eru í bókinni nærri 60 Ijósmyndir. Á vina fundi Komin er út bókin „Á vina fundi“ eftir Guðmund Daníelsson, og er þetta sautján samtöl við fólk úr öllum landshlutum, þótt flest sé af Suðurlandi. Heiti kafla og frásegjenda: Bjöm Guð- mundsson: Síðasti bóndi á Rauðnefsstöðum. Vigdís Magnúsdóttir: Égheflifað99jplanæt- ur. Gissur Ævarr Jónsson: Austan við mána og sunnan við sól. Jón Þorkelsson smiður: Úr smádölum í smjördali. Jón Vídalín Sólveig-. arstöðum: Utan af hafi - undir gler. Jón Ingvarsson Skipum: Okkur skortir mest ætt- jarðarást. Rut f Sólvangi: Kona frá Tíról. Séra Stcfán Lárusson í Odda: Krókótt leið. Markús Einarsson forstjóri á Litla-Hrauni: Meðal frjálsra manna og fanga. Andrés Jónsson bóndi og verkamaður: Sjá roðann í austri. Kristín Jónsdóttir frá Gcmlufalli: Kona að vestan. Haraldur Jónsson í Miðey: Við vötnin ströng. Ólafur Jónsson Eystra- Geldingaholti: Horft um öxl. Kristmann Guðmundsson skáld: Gaman að heyra hvurnig fer. Björn Guðmundsson Sleðbrjóts- scli: Bóndi fyrir austan. Anna Margrét og Friðrik Pétursson: Þau létu gömlu nöfnin fyrir nýtt fósturland. Jónas Magnússon verk- stjóri ogbóndi íStardal: Vertíðí Þorlákshöfn 1916. „Á vina fundi" er 202 blaðsíður. Prentberg h.f. prentaöi, en útgefandi er Sctberg. K.M. PKYTON glatnþards setriö GUÐMUNDUR DANÍELSSON Avina FUNDI SAUTJÁN SAMTÖL Flambardssetrið Flambardssetrið, unglingabók eftir K.M. Pcyton, er komin út hjá Máli og nicnningu. Þetta er sjöunda skáldsagan eftir þennan breska höfund sem kemur út á íslensku. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. Söguhetjan, Kristína Parsons, er tólf ára þegar hún flytur til Russells móðurbróöur síns á ættarsetrið Flambards. Síðan hún varð munaðarlaus á barnsaldri hefur hún ævínlega búið hjá frænkum sínum og henni finnst kvíðvænlcgt að flytja nú á stað þar sem karlar ríkja. Ekki bætir úr skák að frænkur hennar telja fullvíst að Russell ætli að gifta hana eldri syni sínum, Mark, til að komast yfir auðinn sem hún á í vændum þegar hún verður myndug. Russell er sjálfur búinn að sóa sínu fé í hesta og veðreiðar. Þetta er söguleg skáldsaga, gerist í upphafi þessarar aldar, og átök gamals og nýs tíma koma vel fram í bókinni. Sagan er afar spennandi, og fólki og atvikum lýst á lifandi hátt. Bókin er 192 bls.. unnin í Hólum. Kápu- teikningu gerði Sigurður Valur Sigurðsson. 3 bækur frá ísafold (safoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér frímerkjaverðlistann „fslensk frímerki 1984". Þetta er 28. útgáfa listans, og í þessari útgáfu er í fysta skipti verðlagðir frímerkja- miðar, en það eru miðar sem límdir eru á póstsendingar, cins og um frímerki væri að ræða. Bókin „íslensk frímerki 1984" er 87 bls., útsöluverð bókarinnar er 352 kr. ísafoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér Algebru fyrir framhaldsskóla 1. og 2. hefti eftir bandarísku sagnfræðingana Róbert A. Carman og Marily J. Carman og er hún þýdd af nokkrum stærðfræðikennurum Mennta- skólans við Hamrahlíð. Bókin er jafnt ætluð þeim sem eitthvað kunna í algebru og byrjendum, og er þannig uppbyggð, að beita má mismunandi náms- og kennsluaðferðum, en hentar einnig þeim sem hyggja á sjálfsnám. Bókin er prentuð í tveimur litum, hvort bindi er u.þ.b 300 bls. að stærð og er útsöluverð hvorrar bókar 578 kr. (safoldarprentsmiðja h.f. hefur sent frá sér bókina „Ráð sem duga" fyrir þá er væta rúm, ■ eftir breska barnalækninn Roy Meadow.' Bókinn er þýdd af Sigurði H. Þorsteinssynil og Ragnhildi Ingibergsdóttur, yfirlækni. 1 Þýðendur segja í formála bókarinnari „Reynslan er sú að þetta er vandi sem snerti marga en fáir tali um. Börnin skammast sín fyrir bleytuna og minnast ekki á hana utan heimilis. Foreldrar hafa áhyggjur vegna barna sinna, óttast um heilbrigði þeirra og eins að þau séu bæld eða uppeldið hafi mistekist á einhvern hátt“. ( bókinni er lýst á einfaldan og auöskilinn hátt hvernig taka eigi á vandanum við rúmvætingu. Bókin er 47 bls. og er útsöluverð hennar 85 kr. Litla rauða rúmið Út er komin hjá Máli og menningu ný íslensk bók fyrir yngstu börnin: Litla rauða rúmið. Höfundur er Áslaug Ólafsdóttir, kennari á Kirkjubæjarklaustri, en myndirnar gerði Ragnhildur Ragnarsdóttir. Eiginlega er Litla rauöa rúmið aðalpersón- an í sögunni. Það er orðið gamalt rúm því þrír bræður Ásu eru búnir að sofa í því og kunnu ágætlega við sig. Nú er komið að Ásu. En henni finnst svo þægilegt að sofa hjá pabba og mömmu og alveg ástæðulaust að flytja sig. Þangað til Pési kemur. Hann vill endilega fá að sofa í litla rauða rúminu... Litla rauða rúmið er sett og prentað hjá Formprenti, en útliti hagaði Repró, Valgeir J. Emilsson. Við elda Indlands 2. útgáfa Hjá Máli og menningu cr komin út í 2. útgáfu ferðasaga Sigurðar A. Magnússonar frá Indlandi: Við elda Indlands. Hún kom fyrst út árið 1962, en hefur lengi verið ófáanleg. Sigurður A. Magnússon ferðaðist árið 1960 um rúmlega þriggja mánaða skeið um Indland og kynnti sér land og þjóð, siði, trúarbrögð, menningu og daglegt líf. I bókinni bregður hann upp persónulegum og Ijóslifandi myndum af því sem hann upplifði og leitast við að skilja og greina það sem mætti honum í þessu fjarlæga og framandi landi. Fjöldi mynda er í þessari nýju útgáfu sem ekki voru í hinni fyrri, og aftast er greinargott kort af lndlandi þar sem helstu staðir og áfangar á ferð höfundar eru merktir inn. Bókin er 295 bls. og unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf. Mannrán í El Salvador Bókin er sönn frásögn manns sem var rænt í E1 Salvador og haldið sem gísl í 47 daga.. Fausto Bucheli var verkfræðingur hjá banda- rísku fyrirtæki er hafði útibú í San Salvador. Þangað var hann sendur nokkrum sinnum og haustið 1979 var honum rænt ásamt verk- smiðjuforstjóranum. Var þeim haldið sem gíslum og lýsir Bucheli í bókinni vist sinni í prísundinni og hver áhrif hún hafði á hann og fjölskyldu hans. Einnig greinir hann frá samskiptum við vinnuveitanda sinn eftir að hann var heimtur úr helju. (samvinnu við J. Robin Maxson lýsir Bucheli þessum tíma á áhrifamikinn hátt og inn í bókina er fléttað æviatriðum hans í stórum dráttum. Bókina þýddi Jónas Gíslason dósent og er hún 279 blaðsíður, unnin að öllu leyti hjá Prentverki Akraness, en Auglýsingastofa Ernst Back- man sá um útlit kápu. Útgefandi er bókaút- gáfan Salt. I rr'lir Rlillilm Óstaðfest ljóð Óstaðfest Ijoð Komin er út önnur Ijóðabók Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Árið 1980sendi hann frá sér Ijóðabókina Kringumstæður, en nú í ár Ijóðabókina Óstaðfest Ijóð. Sigmundur er Akureyringur, en starfar nú sem blaðamaður við dagblaðið DV í Reykja- vík. J.LBRISLEY SETBERG Millý Mollý Mandý — augasteinn allra Nýlega er komin út fimmta og síðasta bókin í bókaflokknum um telpuna Millý Mollý Mandý eftir J. L. Brisley. Þessi síðasta bok heitir „Millý Mollý Mandý - augasteinn allra". Bókin er 88 blaðsíður með mörgum myndum. Þýðandi er Vilbergur Júlíusson skólastjóri. „Mánasilfur“, lokabindið komið út IÐUNN hefur gefið út fimmta bindi af Mánasilfri, safni endurminninga sem Gils Guðmundsson hefur valið. Er þetta lok- abindi safnsins. (fimmta bindi eru minning- aþættir eftir 34 höfunda, en alls er í safninu efni eftir 152 höfunda, allt frá sautjándu aldar mönnum til núlifandi manna. Skrá um efni og höfunda alls safnsins er aftast í fimmta bindi, en hverjum þætti fylgir stutt æviágrip höfundar. Elstur þeirra sem efni eiga í þessu bindi er séra Þorsteinn Pétursson sem uppi var á átjándu öld, en yngstur Þorteinn Antonsson, fæddur 1943, og er hann jafnframt yngstur þeirra endurminnga- höfunda sem teknir hafa verið í safnið. Um efni fimmta bindis segirsvo á kápubaki m.a.: „Hér er að finna áður óprentaða frásögn um eitt mannskæðasta snjóflóð á síðari tímum og minningar um skæðustu drepsótt áöldinni. Hér eru einnig þættir með IÐUNN MANA SILFUR SAFN ENDURMINNINCA CILS CUÐMUNDSSON VALDI EFNIÐ léttari svip: sagt frá metingi um skáld og sjómenn á hafi úti, framboðsfundi þar sem íhlutun kjósanda beindi málum í óvænt efni, fyrstu söngför íselnsks kórs til annars lands. Hér segja skáld frá minnisstæðri æsku- reynslu, húsfreyjur og Ijósmæður frá striti og áhyggjum, hér er sérkennileg ástarsaga og minning frá fyrstu kynnum sveitadrengs af Reykjavík, - og er þá fátt talið". - Mánasilf- ur, fimmta bindi, er rúmlega-300 síður. Oddi prentaði. „Meðan eldarnir brenna“, skáldsaga eftir Zaharia Stancu Iðunn hefur gefið út skáldsöguna Meðun eldarnir brenna eftir rúmenska sagnaskáldið Zaharia Stancu. Kristín R. Thorlacius þýddi, - Sagan fjallar um sígaunaættbálk nokkurn sem stjórnvöld í Rúmeníu reka í einangrun á gróðursnauðum auðnum landsins. Þetta gerist á tímum seinni heimsstyrjaldar. Ætt- flokkurinn telur hundrað sálir, og stjórnvöld neyða ættarhöfðingjann til að halda með fólk sitt austur á bóginn. Að baki þeim geisar stríðið, framundan bíður þeirra auðn og dauði. Það vita sígaunarnir ekki en af næmleika sínum lesa þeir dauðadóm sinn í augum allra þeirra sem þeir mæta og reka þá áfram til austurs. Zaharia Stancu er eitt kunnasta og virtasta sagnaskáld Rúmena á þessari öld. Eitt fræg- asta verk hans er sagan Berfætlingar sem út hefur komið á íslensku. Sagan Meðan eldarn- ir brenna er afar lítrík frásögn af harðri baráttu minnihlutahóps fyrir lífi sínu. Meðan eldarnir brenna er stór saga, 344 bls. „ída er einmana", ný barnabók IÐUNN hefur gefið út barnabókina ída er cinmana eftir sænska höfundinn Maud Reut- erswárd. Myndir í bókinni eru eftir Tord Nygren, en Jóhanna Sveinsdóttir þýddi. Þetta er sjálfstætt framhald bókarinnar Svona cr hún ída sem út kom í íslenskri þýðingu í fyrra. Sagan er ætluð yngri börnum. Ida er einmana er 106 blaðsíður. Oddi prentaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.