Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 _____3 fréttir ■ Björgunarsveitarmennfráisafirði, Hnífsdal og Bolungarvík auk hjálpar- sveitar skáta á ísafirði leituðu á svæðinu, bæði i landi og á sjó, frá miðnætti til kl. 15.00 í gær. Hér sjást þeir koma að landi á Ísafirði eftir að þeir höfðu hætt leit. Tímamynd Ámi Sæberg Sigurjón Hannesson ásamt Rosasco flugmanni á ísafjarðarflugvelli Tímamynd Arni Sæberg FLUGUM MEDFRAM FJÖR- UNUM í IHT AD BRAM' ff \ff sagði Joa Rosasco, flugmaður á dönsku þyrlunni frá varðskipinu Vædderen ■ „Við flugum meðfram ljörunum í grennd við slysstaðinn og leituðum að braki úr þyrlunni“ sagði Joa Rosasco annar flugmanna dönsku þyrlunnar frá varðskipinu Vædderen í samtali við Tímann en varðskipið er nú statt í Reykjavíkurhöfn og léðu þeir þyrlu sín til leitarinnar að TF-RÁN á Vestfjörð- um. f máli Rosasco kom fram að þeir hefðu ekkert fundið en auk þess að leita braki voru þeir öðrum leitairog björgunar- mönnum innan handar í ýmsu. Hann vildi ekkert segja um hugsanlegar ástæð- ur þess að TF-RÁN fórst á þessum stað. Þyrlan fór úr Reykjavíkurhöfn um 10 leytið í gærmörgun og með í förinni var einn Islendingur, Sigurjón Hannesson. Hann vildi ekkert tjá sig um þetta mál. - FRI Varnarliðið sendi hóp kafara á slysstað TF-RÁN: f I! ■ Jósep Vernharðsson flokkstjóri björgunarsveitarinnar í Hnífsdal. Timamynd Árni Sæberg ■ Varnarliðið á Kcflavíkurflugvclli sendi hóp sérþjálfaðra kafara til Vest- fjarða, á slysstað þyrlunnar TF-RÁN. Fóru þeir þangað skömmu eftir hádegið með Fokker-vél Landhelgisgæslunnar. Að sögn Bill Clyde upplýsingafulltrúa varnarliðsins höfðu þeir með sér tæki til að finna hinn svokallaða svarta kassa þyrlunnar en talið er að hún liggi á miklu dýpi í mynni Veiðileysufjarðar. Clyde sagði í samtali við Tímann að vamarliðið hefði strax sent á staðinn stóra 4urra hreyfla AC-130 aðstoðarvél og að þyrla þeirra hefði verið sett í viðbragðsstöðu í fyrrinótt. „Ég talaði við flugmennina í morgun og sögðu þeir að svo mikið skýjaþykkni hefði verið yfir staðnum að þeir hefðu ekki séð neitt og lá það svo lágt að þeir komust ekki undir það. Þegar þyrlan átti svo að leggja af stað fannst brakið úr TF-RÁN og því ekki talið nauðsynlegt að senda hana á staðinn". sagði hann. -FRI ■ Kafarar frá Vamarliðinu á Keflavikurfiugvelli fóru vestur í gær með sónartæki til að reyna að greina hljóðmerki frá neyðarsendi TF-RÁN. Á myndinni sjást kafararnir við Sundahöfn á ísafirði að flytja útbúnað sinn i lóðsbátinn sem síðan fór með þá á slysstað. Tímamynd Ámi Sæberg TtiKU MED TÆKIHL AD MKM ÍT FLAKID Gengnar fjörur en án árangurs — rætt vid Jósep Vern- harðsson, Hnífsdal ■ „Við gerðum fyrst breiðleit á svæð- inu og fórunt siðan í land við Kvíar og gengum fjörur á iíklegu svæði til um kl. 6.00 um morguninn en ekkert fannst“ sagði Jósep Vemharðsson flokkstjóri björgunarsveitar Slysavarnarfélagsins í Hnífsdal í samtali við Tímann þegar björgunarsveitarmenn komu til ísafjarð- ar í gærdag. „Það var hringt í mig um kl. 23.40 á þriðjudagskvöld og ég hafði strax sam- band við lögreglu og björgunarsveitir í kring. Þá var nær allur rækjuflotinn kallaður út og aðrir tiltækir bátar. Bát- arnir voru síðan komnir á svæðið milli kl. 1.00 og 1.30“ Þegar við höfðum leitað af okkur allan grun á landi fórum við aftur um borð í bátana og vorum á róli um svæðið og útkíkki í morgun og dag. Það voru alls 30 björgunarsveitarmenn sem fóru á svæðið en 19 sem leituðu í landi" sagði Jósep en björgunarsveitarmenn gengu í land á ísafirði um kl. 15.20 í gærdag. GSH Hrakfalla- saga þyrlu- flugs á íslandi: ■ Saga þyrluflugs á íslandi undanfarin 9 ár er öðrum þræði nokkuð samfelld hrakfallasaga en á þessum tíma hafa orðið hérlendis 9 þyrluslys eða að meðal- tali 1 á hverju ári og alls hafa 13 manns faríst í þessum slysum. TF-RÁN er níunda slysið sem verður á þessu tímabili en hið fyrsta þeirra varð 17. jan. 1975 er af Sikorsky-gerð, eign Þyrluflugs hf. hrapaði til jarðar á Kjarl- arnesi en með henni fórust 7 menn. Var hún á leið upp á Snæfellsnes með 5 starfsmenn RARIK auk tveggja flug- manna. TF-GNÁ þyrla Landhelgisgæslunnar hrapaði til jarðar í Skálafelli 3. okt. þetta sama ár er hún var að flytja Ijósastaura. Það var talið að snarræði flugmannsins Björns Jónssonar hafi Níu íslenskar þyrlur f slysum á níu árum bjargað lífi þeirra tveggja sem um borð voru en hann er einn af þeim sem er saknað af TF-RÁN. Fjórum dögum fyrir þetta slys hafði lítiili þyrlu TF-DLV hlekkst á við Fá- skrúðsfjörð. Árið 1977 voru tvö þyrluslys, TF- AGN við Bláfjöll norðan Mýrdalsjökuls. Mennirnir tveir sem voru í henni fundust í 10 km og 12 km. fjarlægð frá slysstað og höfðu orðið þar úti eftir slysið. Árið eftir, 1978, varð eitt þyrluslys er Andri Heiðberg varð að nauðlenda þyrlu sinni 30. júlí í Álftakrók við Norðlinga- fljót skammt norðann Eiríksjökuls. Andri slasaðist talsvert og þyrlan skemmdist mikið en hann var að sækja þarna landmælingamann sem sá slysið ■ TF-GNÁ þyrla LHG hrapaði við Skálfell í okt. 1975. og gekk til byggða en þeir voru það langt frá alfaraleið að ekki var vitað um slysið fyrr en 2 sólarhringum síðar. Þriðja þyrla Landhelgisgæslunnar sem fórst á þessum tímabili var TF-GRÓ árið 1980 er hún var í flugtaki við Búrfell. Flæktist stél hennar í rafmangs- vír og steyptist hún til jarðar og brotnaði mjög mikið. Flugmaðurinn slapp ó- meiddur en farþegi hans slasaðist nokkuð. f fyrra hrapaði svo þyrlan TF-ATH við sjónvarpshúsið hér í Reykjavík en um borð voru þrír menn, tveir sjónvarpsmenn auk flugmanns. Sluppu þeir allir ómeiddir ern þyrlan stórskemmdist. Níunda slysið var svo TF-RÁN í fyrrakvöld. - FRl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.