Tíminn - 10.11.1983, Qupperneq 4
Fræðsluráð lætur kanna loftræstingu Fjölbrautarskólans í Breiðholti:
„EINS OG LOFTRÆSTIKERFID
HERNA HAFI ALDREI VIRKAÐ’’
— segir Guðmundur Sveinsson, skólastjóri
■ „Sannleikurinn er sá að það á að
heita svo að það sé mjög fullkomið
loftræstikeifi hjá okkur í skólanum, en
það er eins og það hafi aldrei virkað. Ég
hef því óskað eftir því að þetta mál sé
kannað og ég er mjög ánægður yfir því
að Fræðsluráð skuli hafa brugðist svo
skjótt við,“ sagði Guðmundur Sveinsson
skólameistari Fjölbrautaskólans í Breið-
holti í samtali við Blaðið í gær. Á síðasta
fundi Fræðsluráðs lögðu dr. Bragi Jó-
sepsson og Gerður Steinþórsdóttir fram
tillögu að bókun um að heilbrigðiseftir-
litið verði látið kanna loftræstingu og
loftræstikerfi skólans þar sem talið sé að
það sé mjög ófullnægjandi. Bókunin var
samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum,
en Ragnar Júlíusson sat hjá.
„Við vitum ekki hverjar ástæður eru
fyrir þessu, en við höldum að það geti
verið að þar sem skólinn er byggður í
þrem áföngum, og þegar þessareiningar,
tvær útálmur og aðalálman hafi komið
saman þá hafi kerfið ekki verið stillt rétt.
Þetta er þó aðeins ágiskun. Svo er annað
að í ntörgum stofum er kennt mun fleiri
nemendum en gert var ráð fyrir í
upphafi, allt upp í 35-38 nemendur í
stofum sem hugsaðar voru fyrir 25
nemendur. Hugsanlegt er að sá mikli hiti
■ Matthías Bjurnason, heilbrigðisráð-
lierra, hefur mælt fyrir stjórnarfrum-
varpi um tóbaksvarnir. Svavar Gestsson
lagði þetta sama frumvarp fram á síðasta
þingi, en það náði þá ekki fram að
ganga. Markmið frumvarpsins er að
draga úr tóbaksneyslu og þar með því
heilsutjóni, sem hún veldur, og að
vernda fólk fyrir áhrifum tóbaksneyslu.
Hér er um að ræða lagabálk, sem allur
miðar að því að draga úr tóbaksreyking-
sem er oft í stofunum stafi að einhverju
leyti af þessu, að það séu fleiri nemendur
í stofunum en hollt má teljast.
Við vildum hins vegar láta kanna
um. Meðal ákvæða er að skipað verði
tóbaksvarnaráð.
Frumvarpið skiptist í marga kafla og
er kveðið á um markmið tóbaksvarna,
sölu og auglýsingar tóbaks, en tóbaks-
auglýsingar eru algjörlega bannaðar, og
sala takmörkuð á margan hátt, svo sem
að tóbak megi ekki-selja unglingum
undir ló ára aldri. Tóbaksnotkun á að
takmarka mjög á opinberum stöðum og
í almenningsfarartækjum, og reglubund-
þetta mál, með tilliti til þess að þarna er
oft kennt frá kl. 8 á morgnana til 11 á
kvöldjn og við óskuðum eftir því að það
yrði leitt í Ijós hvort hér sé einungis um
in fræðsla um skaðsemi tóbaksreykinga
á að fara fram. Sérstakur kafli er um
eftirlit og viðurlög. Gert er ráð fyrir að
lögin taki gildi 1. janúar 1986.
Umræður urðu ekki miklar eftir fram-
sögu, en þó komu fram efasemdir í neðri
deild, þar sem frumvarpið var flutt, um
að ýmis ákvæði þess gengu freklega á
rétt einstaklingsins til sjálfstæðra at-
hafna.
-OÓ
ímyndun okkar að ræða, eða hvort hægt
sé að gera einhverjar úrbætur og ég lýsi
ánægju minni yfir skjótum viðbrögðum
Fræðsluráðs." JGK
Verðbætur
vegna
óseldrar
skreiðar
■ Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra hefur mælt fyrir stjórnar-
frumvarpi um breytingu á lögum um
verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins þar
sem gert er ráð fyrir því að sjóðurinn
fái heimild til að inna af hendi greiðslur
upp í verðbætur vegna ógreidds skreið-
arútflutnings og óseldrar skreiðar ár-
anna 1981-82 og 83.
Óvissa ríkir um söluverð þeirrar
skreiðar sem enn liggur óseld í landinu,
og erfitt er að áætla heildarbætur.
Inneign skreiðarinnar er nú um 220
millj. kr. -OÓ
Alþingi:
MATTHÍAS MÆLIR FYRIR
ARFLEIFÐ FRA SVAVARI
segir höfundurinn í spjalli
við Tímann
■ „EG hef lesið þetta leikrit upp á
'ýmsum stöðum i Suður-I'ýskalandi og í
Hantborg líka, en það liefur ekki verið
sett á svið áður, þetta er heimsfrumsýn-
ing,“ sagði Jón Laxdal leikari og leik-
skáld nieð meiru þegar blaðið spurði
hann um nýtt leikrit eftir hann, „Ná-
vígi,“ sem verður frumsýnt í Þjóð-
leikhúsinu í kvöld.
-Um livað fjallar þetta leikrit, Jón?
„Já, ég hef sem stundum sagt að þetta
sé um fólk sem sé skylt „Heimssöngvar-
anum" í leikritinu eftir mig sem ég las í
fyrra á þýsku á stóra sviðinu í Þjóð-
leikhúsinu. söngvaranum sem
syngur ekki. Þetta eru enn yangaveltur
um listamannsdrauminn, um fólk sem er
búið að velta lengi fyrir sér þessu
vandamáli með frægðina, um verkkvíð-
ann, hvort maður cigi nokkuðað vera að
standa í því að búa til listaverk. Ég vona
aðþaðsé í þessu húmörogírónía ísenn.
Ég hef sagt að þetta eigi að vera minn
óður til fólks scm ég þekkti í bernsku
minni og æsku, sem gekk með bók í
huganum, sem það skrifaði aldrei, fór
jafnvel með í gröfina. Eða fólk sem var
mcð mikinn draum um stór ferðalög um
heiminn, en fór svo aldrei af því að
teórían var bctri en ferðalögin. Og fólk
sem var meðstórvirki í höfðinu. sem það
ætlaði að leggja í og við vissunt öll um
það. Við bárum samt geysilega virð-
ingu fyrir þessu fólki og þótti v'ænt um
það. Viö bárum kannske ekki síður
virðingu fyrir þessum stórsnillingum og
séníum, heldur en þeir sent voru í raun
og veru aö búa til listaverk.
í leikriti mínu er það kvikmyndagerð-
arfólk, sem kentur viðsögu. Kvikmynda-
framleiðandi nokkur er gestgjafi, það er
Róbert Arnfinnsson sem leikur hann, og
svo er kona hans, leikin af Guðrúnu Þ.
Stephensen, með mjög sérkennilegan
æviferil að baki, og ótrúlegan, sem hún
segir frá og kemur mjög á óvart, hún er
kona af gyðingaættum. Svo er vinur
þeirra scm kcmur í heimsókn og er
kvikmyndagerðarmaður, aðallega í
auglýsingamyndum að vísu, en listaverk-
um um leið og svo er rithöfundur sem
einnig kentur í heintsókn og vill láta gera
kvikmynd. Borgar Garðarsson leikur
kvikmyndagerðarmanninn og Baldvin
■ Borgar Garðarsson, Guðrún Þ. Stcphcnsen og Róbert Arnfinnsson í hlutverkum
sínum í Návígi.
F.v. Róbert Arnfinnsson, Borgar Garðarsson og Baldvin Halldórsson.
Halldórsson rithöfundinn. Leikritið er
svo spunnið úr þessu og ég vona að bæði
í gengum hegðun fólksins og sérstaka
framkomu þess og orðafar kannist
áheyrendur við það. Ég er líka að vona
að þótt það megi hlægja mikið að þessu
leikriti þá muni áhorfendum þykja jafn
vænt um það og mér sem hef logið það
upp og leikurunum mínum og meðleik-
stjóra, Brynju Benediktsdóttur, en
þessu fólki hefur líka farið að þykja
afskaplega vænt um þessar persónur
mínar, það hef ég fundið á æfingunum.
Og það er náttúrlega unun að sjá hvernig
þetta fæðist á 6 vikum fyrir framan mann
og klæðist holdi og blóði. Það er unaðs-
legt að taka eftir því hvernig þau taka
þessu og bera mig eiginlega á höndum
sér. Ég tala nú ekki um allt Þjóðleikhús-
ið, ég hef fundið fyrir óskaplegum áhuga
og hlýju og dugnaði í sambandi við
vinnuna að leikritinu mínu. Svo að eins
og þú heyrir, ég er bara að syngja
lofsöng um það að vera kominn heim
aftur undir slíkum kringumstæðum, sem
höfundur og leikhúsmaður."
- Gerist leikritiö hér á landi, eða
gerist þaö hvergi eða kannski alls staöar?
„Þetta er góð spurning. Vinur minn
skáld og rithöfundur, kom á æfingu og
þegar hann sá leikmyndina þá sagði
hann;“ Gerist þetta hér heima Jón
minn? og ég sagði, „ég veit það ekki
nema svona íbúð, svona hulduíbúð sé
einhvers staðar falin í þessari borg eða
Tímamynd GE.
þessu landi, þar sem hverir eru og hægt
er að hafa mikinn vetrargarð, næstum
eins og gróðurhús, eins og gerist nálægt
mér þar sem ég bý við Rínarfljót, en ég
held að ég sé ekki að negla það neitt
niður hvar það gerist, það kemst kannski
sérstaklega þannig til skila fyrir mig, en
kveikjan að stykkinu er rammíslensk og
þetta fólk er fætt út úr sjálfum mér og ég
er íslendingur og rætur mínar eru hér,
svo að þetta fólk hlýtur að vcra skylt því
fólki sem á heima hér á eyjunni okkar.“
-Hver þýðir verkið, Jón?
„Árni Bergmann ritstjóri og rithöf-
undur. Hann hefur gert gott mál til að
tala, leikhúsmál. Ekki eingöngu bók-
menntalegan texta heldur leikhústexta."
-Og leikmvndin?
„Hún er eftir Björn Björnsson vin
minn sem ég hafði kynnst áður og
starfað með í tveim kvikmyndum,
Brekkukotsannál og Paradísarheimt.
Síðarn erum við með kornungt fólk,
Hávar Sigurjónsson, sem sér um lýsing-
una og Guðrúnu Sigríði Haraldsdóttur
sem aðstoðar Björn við leikmyndina og
gerir búninga. Síðan Birgir Engilberts
sem sér um leikmunina og hefur mikið
að gera í því. Hávar er nýkominn frá
námi í Bretlandi og það er afskaplega
gaman að fá að vinna með fólki sem er
nýkomið til starfa og er að hefja feril
sinn í leikhúsinu."
-JGK
Návígi eftir Jón Laxdal frumsýnt
í Þjódleikhúsinu í kvöld:
„ÞETTA ER VERK UM
USTAMANNADRAUMINN”