Tíminn - 10.11.1983, Side 6
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
„H/f FYLGIR VISS HÆTTA
EF ÚICERD SIENDUR UIA”
— rætt við Guðjón Arnar Kristjánsson, nýkjörinn forseta FFSÍ
bandinu eru 14 aðildarfélög, sem
öll hafa sjálfstæðan samnings-
rétt, sem þau geta framvísað til
heildarsamtakanna. Stundum
semja félögin hvert fyrir sig, en
stundum semja þau í samfloti, í
heildarsamningum. Hagsmunir
félaganna fara yfirleitt saman
t.d. í öryggismálum og kjaramál-
um“.
■ Guðjón Arnar Kristjánsson
forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands.
■ Á nýafstöðnu þingi Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands var kjörinn nýr forseti
Guðjón Arnar Kristjánsson. Við
gerðum okkur ferð til þess að
forvitnast um þingið og nýja
forsetann.
„Ég erfæddurá ísafirði 1944“,
segir Guðjón aðspurður,„og hef
búið þar alla tíð. Byrjaði sjó-
mennsku 14-15 ára. Fór síðar í
Stýrimannaskólann og hóf skips-
stjórn 21 árs á 60 tonna línubát,
Gunnhildi."
- Nú ertu skipstjóri á Páli?
„Já, í 11 ár hef ég verið
skipstjóri á togaranum Páli Páls-
syni sem gerður er út frá
Hnífsdal. Sótti skipið 1973 og
hef verið með það síðan. Jú, það
hefur gengið mjög vel. Mikið
aflaskip Páll Pálsson".
- Hvað nú, ferðu í land?
„Að hlut til verð ég að gera
það. En það er óráðið að hve
miklu leyti. Fer væntanlega í
hálft starf hér“.
- Reynsla í félagsmálum?
„Ég hef verið formaður skip-
stjóra og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar á lsafirði, og tekið
þátt í félagsmálum, þannig að ég
kem ekki alveg kaldur að þessu“.
- Kom það þér á óvart að
vera kosinn formaður?
„Ekki endilega. En það kom
mér á óvart að vera kosinn
einróma. Bjóst satt að segja við
því að fleiri byðu sig fram.“
- Hvað er Farmanna- og Fiski-
mannasamband íslands?
„Það eru hagsmunasamtök
yfirmanna þ.e. skipstjóra, stýri-
manna, vélstjóra, loftskeyta-
manna og bryta, bæði á fiskiflot-
anum, á farskipum og á skipum
Landhelgisgæslunnar. í sam-
DÆMDIR I UMFERÐARSKOLANN
■ Emma Samms með dökku augun og „hina fullkomnu húð“ (eins
og förðunarsérfræðingamir segja) er köiluð í Hollywood „Hin nýja
Elizabeth Taylor“
■ Ef menn gerast brotlegir við umferðarlögin í borginni
Sao Paulo í Brasilíu, þá er samkvæmt nýjum lögum, farið
að dæma þá brotlegu til þess að sitja svo og svo marga
tima i umferðarskóla barna. Pað sem unnið er við þetta
er, að sögn yfirvalda, - að ökumenn læra þarna undir-
stöðureglurnar í umferðinni, sem þeir hafa kannski alls
ekki hirt um að læra áður, og þeim skilst betur sú ábyrgð
sem þvi fylgir að vera akandi i umferðinni. Einnig læra
þeir að setja sig i spor gangandi vegfarenda, - og þá ekki
síst barna. Ef brotin eru mjög alvarleg, koma auvitað til
greina önnur lagafyrirmæli og þyngri refsingar, - en
umferðaryfirvöld vilja að sem flestir brotlegir ökumenn
sáu dæmdir á skótabekkinn. Eins og sjá má eru þeir
alvariegir á svip herramennirnir á skólabekk umferðar-
skólanS. Þeir eiga að taka vel eftir og læra umferðarregl-
urnar af börnunum, og svo þurfa þeir að standast prófið.
■ „Ég kem til Hollywood, af
því þar eru allir peningarnir",
sagöi Emma Samms viö blaða-
menn, sem vildu fá að vita hvers
vegna þessi fallega breska leik-
kona heföi farið yfir hafið til að
vinna sér frægð og frama, en
hcfði ekki reynt meira fyrir sér í
sínu heimalandi, þó allar dyr
virtust standa he'nni opnar þar.
Móðir Emmu var sóló-dansari
við konunglega ballettinn í
London áður en hún giftist, og
Emma var sjálf í dansskóla og
þótti efnileg ballettdansmær.
Þegar hún var 16 ára meiddist
hún í mjöðm á æfingu, svo að
útséð var um að hún mætti æfa á
næstunni. Þá fannst hinni ungu
■ Hinn ungi leikari John
Stamos hefur stundum sést
með Emmu á skemmtistöðum,
en hún segir að „sá eini“ sé
ungur læknir, sem lítið vilji
vera í sviðsljósinu.
ballerínu heimurinn hrynja yfir
sig. Hún fór í skóla og hafði
jafnvel í huga að fara í læknis-
fræði, en hætti þar, en þá var
hún farin að reyna fyrir sér í
leiklistinni. Hún stundaði smá-
vegis fyrirsætustörf, en sagði að
sér hefði ekki líkað það að vera
stillt upp eins og freistandi kjöt-
bita í auglýsingu.
Emnta átti ættingja í Kali-
forníu og fór þangað í heimsókn,
og úr því hún var komin á
staðinn reyndi hún fyrir sér sem
leikkona. Hún fékk strax smá-
hlutverk og síðan lék hún aðal-
hlutverk i tveim sjónvarpsmynd-
uni. Þá kom stjórnandi sjón-
varpsþáttanna „General Hospit-
■ Samleikarar Emmu í General Hospital eru mjög hrifnir af henni
og hún segist hafa eignast vini og vinkonur þar. Hér er hún með
Merri Lynn Ross, sem einnig leikur í þáttunum.
al“ auga á þessa fallegu stúlku,
og réði hana á stundinni.
Þegar hún lék á móti Tony
Geary í fyrsta sinn „flugu neistar
um sviðið“, sögðu þeir sem
fylgdust með. Emma sjálf viður-
kennir, að það sé sérlega gott að
leika á móti honum, hann hafi
reynsluna og hafi kennt sér
mikið, „svo er hann svo
skemmtilegur og kemur mér til
að hlæja“, sagði hún, „en við
erum bara vinir... þið skiljið“.
Emmu Samms er spáð bjartri
framtíð sem leikkonu, og sumir
segja að þarna sé „önnur Eliza-
beth Taylor" að koma fram á
hvíta tjaldinu!
EMMA SAMMS ER KÖLLUÐ „HIN NÝJA EUZABETH TAYLOR"