Tíminn - 10.11.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 10.11.1983, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 7 hbhh^hhhh umsjón: B.St. og K.L. erlent yfirlit " " ■_ 1 ^=ZzZZ==^---.££HÍk- = Ameríski leikarinn Jan Leighton: ■ Leighton í hlutverki Kissing- ■ Jan Leighton - í eigin per- ers, en sú niynd komst á forsíðu sónu. bandarísks tímarits. Maðurinn með mörgu andlitin ■ í heimsmetabók Guinness er ameríski leikarinn Jan Leighton skráður sem sá maður, sem hafi brugðið sér í flest persónugervi af öllum leikurum í heiminum. Andlit hans er svo breytilegt og hann svo fjölhæfur í svipbrigð- um, að Leighton getur ótrúlega vel náð nákvæmri líkingu við þann mann sem hann ætiar sér í það og það sinnið. Hann þótti t.d. svo líkur Henry Kissinger, að þegar tíma- rit nokkuð í New York þurfti nauðsynlcga að fá góða mynd af Kissinger með litlum fyrirvara, og engin leið var að ná til hans sjálfs á þeim tíma, var Jan Leig- hton fenginn til þess að sitja fyrir hjá Ijósmyndara blaðsins. Mynd- in af Jan sem Kissinger tókst svo vel, að hún var notuð sem for- síðumynd tímaritsins, og þótti ein besta mynd af Kissinger sem þá var í gangi hjá blöðunum. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að það vitnaðist, að leik- ari hefði setið fyrir sem ráðherr- ann. Leighton er 57 ára gamall. Hann fæst nú mest við að leika í sjónvarpsauglýsingum. Hann hefur t.d. leikið Shakespeare i breskri kexauglýsingu, þar sem skáldið dásamar enska kexið! „Lífið er aldrei leiðinlegt hjá mér“, sagði Jan. „Eg ég verð leiður á sjálfum mér - þá bara skipti ég um hlutverk og hugsa mér að ég sé einhver annar!" ■ ÞAÐ HEFUR vakið mikið umtal í fjölmiðlum, að Androp- ov, forseti Sovétríkjanna, var hvorki mættur á sérstakri afmæl- ishátíð, sem haldin var fyrir helgina í tilefni af byltingar- afmælinu. né heldur á Rauða torginu. þegar sérstök hersýning fór fram á afmælisdaginn 7. þ.m. Þetta er í fyrsta sinn. sem aðal- leiðtogi Kommúnistaflokksins hefur ekki mætt þar. Skýring rússneskra fjölmiðla á þessu er sú, að Andropov hafi verið kvefaður. Erlendir fjöl- miðlar benda. á, að Andropov muni þá vera meira en lítið kvefaður, þar sem hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan seint í ágústmánuði og aflýsti fyrir skömmu ráðgerðri ferð til Búlgaríu. Líklegast þykir, að Andropov sé alvarlega veikur og eru því hafnar getgátur um hver muni líklegastur til að leysa hann af hólmi, ef hann verður að láta af störfum. í þessu sambandi hefur það vakið athygli, að á áðurnefndum hátíðafundi flutti Grigorí Rom- anov aðalræðuna. en eðlilegt hefði verið að Andropov hefði haldið hana, ef hann hefði verið héill heilsu. Grigorí hefur oft verið nefnd- ur sem hugsanlegur arftaki Andropovs. Þaö hefurveriðtalið há honum í valdabaráttunni, að ■ Dimitri Ustinov varnarmálaráðherra og Andropov. Ustinov getur ráðið miklu um hvcr eftirmaður Andropovs verður, ef til þess kæmi að vclja hann í náinni framtíð. Hótanir um beitingu kjarna- vopna, gífurlegir fjármunir, sem Bandaríkin verja til vígbúnaðar- kapþhlaupsins, sem þau hyggjast nú færa út í geiminn líka, áætlan- ir um endurskipulagningu og út- víkkun áhrifasvæðis Nató, til- raunir til þess að berja saman enn árásarsinnaðri bandalög, undirróðursstarfscmi og ódul- búnar hernaðaríhlutanir - þetta er það sem einkennir stefnu Reagan-stjórnarinnar í dag, hernaðarstefnu, stefnu valdboðs, kúgana og ógnana, stefnu rudda- legra og heimskuíegra íhlutana um málefni fullvaldajíkja. í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs kyndir Bandaríkja- stjórn ekki aðeins undir út- þenslustcfnu ísraels, heldur tekur hún í reynd sjálf þátt í stríðinu gegn Arabaþjóðunum. Við sjáurn hið sama í Mið-Amer- íku, þar sem Bandaríkin beita blygðunarlausum og blóðugum aðfcrðum, reyna að steypa lög- lcgri ríkisstjórn Nicaragua og kæfa frelsisbaráttu föðurlands- vina í El Salvador og setja á svið svívirðilega vopnaða íhlutun gegn Grenada, sem vakið hefur 'reiði um allan heim. Hvarvetna tala bandarískir heimsvaldasinn- ar liðugt um „mannréttindi", styrkja rótgróin afturhaldsöfl og böðla, sem liika ekki við að fremja hvaða glæp sem er gagn- vact þjóðum sinna eigin landa, Verður Grigorí Romanov eftirmaður Júrí Andropovs? ■ Peter Sellers var eitt gervið hans Leightons, en sagt var að hann hefði náð málrómi hans líka. ■ I vindlaauglýsingu lék Jan Castro á Kúbu. - Hver voru brýnustu málin á þinginu? Ræða hans á afmælishátíðinni hefur vakið athygli „Lífeyrismál, öryggismál og fiskveiðimál voru þar efst á baugi. í lífeyrissjóðsmálum erum við að reyna að fá því breytt að sjómenn greiði aðeins af föstum launum í lífeyrissjóð. Viljum greiða af öllum launum okkar. Ef sjómenn greiða aðeins af föstum launum þá hafa þeir mjög lélegan lífeyri, en t.d. skipstjórar á stóru togurunum þeir hafa greitt af öllum sínum launum og þeir hafa mjög viðun- andi lífeyri. Nú er það þannig að sjómenn geta hætt sextugir á lífeyri, ef þeir hafa verið 25 ár til sjós. Sjómenn eru í lífeyrissjóði sjómanna eða í hinum ýmsu lífeyrissjóðum út um land og mér sýnist að hagsmunir þeirra séu best tryggðir í lífeyrissjóði sjómanna. I öryggismálunum er margt sem betur má fara. Þau mál eru þess eðlis að þau verða aldrei leyst endanlega. Þú spyrð um ályktun okkar um að öll skip verði stöðugleikaprófuð? Ég á von á því að mark verði tekið á þeirri ályktun. Skipum er breytt, það er byggt ofaná þau og það er verið að taka um borð meira af veiðafærum og því þarf alltaf að vera að endurmeta sjóhæfnina. Við ætlum að funda með Skipa- skoðunareftirlitinu um þessi mál. Útgerðarmenn. Nei, þeir sem slíkir hafa aldrei staðið á móti öryggismálum sjómanna. Alltaf verið opnir fyrir öllu sem að þeim lýtur. En því fylgir vissulega viss hætta ef útgerð stendur illa. Þá á hún ekki pen- inga fyrir öryggistækjum frekar en öðru. En það er brýnt að setja allt er lýtur að öryggismálum í reglugerð til þess að tryggja að því sé framfylgt". - En eru þá ekki bara gefnar undanþágur? „Að vísu, en þær eiga aðeins að gilda í ákveðinn tíma, þó fyrir komi að þær séu framlengdar. Annars vil ég nefna það að við samþykktum yfir 20 tillögur um öryggismál". Auk framangreinds var á þing- inu fjallað um fiskveiðimál, menntunar- og réttindamál sjómanna og fleira, mun Tíminn á næstu dögum gera grein fyrir því sem forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands hafði að segja um þau mál. BK hann hefursem leiðtogi flokksins í Leningrad ekki getað fylgzt nægilega með í Moskvu. Eitt af fyrstu verkum Andropovs sem flokksleiðtoga, var að flytja Romanov til Moskvu og skipa hann einn af framkvæmda- stjórum flokksins. Þetta þótti sýna traust Andropovs á Roman- ov. Romanov er sextugur að aldri, ættaður frá Novgorod. Hann tók þátt í vörn Leningrad í heims- 'styrjöldinni og gat sér svo gott orð, að hann hófst fljótt til æðstu valda þar. Hann hefur átt sæti í Politburo eða æðstu stjórn flokksins síðan 1973. AF framangreindum ástæðum hefur ræðu Romanovs á áður- nefndum fundi verið veitt sér- stök athygli, ef vera kynni að hann ætti eftir að verða æðsti valdamaður Sovétríkjanna. Út- dráttur úr henni hefur borizt Tímanum í íslenzkri þýðingu frá APN. I ræðunni ræddi Romanoveins og-vænta mátti um eldflaugamál- ið. Hann sagði m.a.: „Ef Bandaríkin hefja uppsetn- ingu nýrra eldflauga í Vestur- Evrópu, þá munu Sovétríkin ekki sitja og halda að sér höndum," sagði Romanov. „Gagnaðgerðir eru nauðsyn og þær munu óhjákvæmilega fylgja í kjölfariö.. Við höfum þegar stigið eitt skref í þessa átt í samningi við bræðraríkin. Undirbúningur er hafinn að upp- setningu varnareldflaugakerfis í Austur-Þýzkalandi og Tékkó- sióvakíu. Fleiri skref munu fylgja á eftir. Við stígum þau til þess að tryggja okkar eigið ör- yggi svo og öryggi bandamanna okkar og vina." „Það þarf einnig að vera ljóst," bætti Grigorí Romanov við, „að tilkoma nýrra banda- rískra eldflauga í Vestur-Evrópu mun gera það ókleift að halda áfram sovézk-bandarísku við- ræðunum, sem nú standa yfir í ■ Grigorí Romanov Genf. Hinsvegargetaþærhaldið áfram, ef Bandaríkin hefja ekki uppsetningu eldflauga sinna." Það kom fram í ræðunni, að Romanov virtist hafa litla trú á samkomulagi við Bandaríkin meðan Reagan fer með völd. Romanov sagði: „Uppsetning nýrra banda- rískra eldflauga í Evrópu er, þótt þýðingarmikil sé, aðeins iiður í andkommúnískri og and- lýðræðislegri hernaðaráætlun þeirra, sem nú eru við stjórn í Hvíta húsinu og langar að stjórna gervöllum heiminum. Bandaríkin bæla niður sérhver mcrki um „ágrcining" meðal bandamanna sinna og samhcrja og vilja knýja þá til þess að taka skilyrðislaust og blint þátt í þessum glæpum." ÞRÁTT fyrir ótryggt ástand, hvatti Romanov til gætni, þótt fylgt yrði ákveðinni stefnu. Hann sagði í lokakafla ræðunnar: „Það er brýnasta verkefni okk- ar tíma að varðveita friðinn og að stöðva vígbúnaðarkapp- hlaupið. Það cr erfitt en gerlegt að framkvæma það. Máttur friðarins er í dag einstaklega mikill. Það sést af öflugum að- gcrðum milljóna manna, sem hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir og sannfæringu, en sameinast í viðleitni sinni til þess að bæta ástand alþjóðamála. Áætlanir Bandaríkjanna og Nató varð- andi eldflaugar í Evrópu hafa vakið víðtækari og ákafari mót- mæli almennings en dæmi eru til um áður. Fjöldahreyfingar, friðargöngur og fundir undanfar- inna mánaða hafa sýnt, að hreyf- ingin gegn stríði er orðinn þung- vægari þáttur en nokkru sinni fyrr í heimsstjórnmálunum og farvegur beinnar lýðræðislegrar þátttöku alls almennings í lausn helztu alþjóðlegra vandamála. Þróun atburða á vcttvangi heimsmálanna krefst þess, að við sýnum ýtrustu árvekni, still- ingu og ákveðni og hyggjum stöðugt að því að efla varnir landsins. Þetta cr einmitt það sem Kommúnistaflokkurinn og sovézka ríkisstjórnin gera. Hcr okkar er búinn öllu því, sem er nauðsynlegt til þcss að gera hvern sem er því afhuga að reyna styrk sinn við okkur. Sovétríkin gera allt til þess að þróa og dýpka samvinnuna við bræðraríkin á sviði landvarna. Engar tilraunir til yfirgangs gagnvart landi okkar, vinum eða bandamönnum munu koma að okkur óvörum." Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar itfl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.