Tíminn - 10.11.1983, Síða 8

Tíminn - 10.11.1983, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Fiskveiðistefnan ■ í ítarlegri ræðu, sem Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra flutti á aðalfundi LÍÚ, ræddi hann m.a. um fiskveiðistefnuna með hliðsjón af svörtu skýrslunni. Ráðherr- ann sagði m.a.: „Ég er að sjálfsögðu ekki tilbúinn til að fullyrða í dag hvernig við skuli bregðast en í ljósi þeirra aðstæðna, sem nú ríkja verður mótun fiskveiðistefnunnar fyrir næstkomandi ár mjög erfið. Þó eru nokkur atriði sem skipta þar grundvallar- máli. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að eins fá skip og mögulegt er stundi veiðarnar. Með tilliti til þessa var m.a. ákveðið að aðeins þau loðnuskip, sem áður höfðu stundað slíkar veiðar, gerðu það nú. Ljóst er að mun færri skip gætu náð þeim afla sem ætlunin er að veiða. Á sama hátt er einnig mikilvægt að færri skip en áður stundi aðrar veiðar t.d. netaveiðar. í öðru lagi er nauðsynlegt að stytta úthöldin eins og frekast er kostur. Með þetta að leiðarljósi var ákveðið af sjávarút- vegsráðuneytinu að heimila síldveiðar ekki fyrr en í byrjun október. Á sama hátt tel ég nauðsynlegt, að netaveiðar hefjist seinna en á síðustu vertíð, jafnvel í fyrsta lagi um miðjan febrúar. í þriðja lagi þarf val veiðarfæra að vera með þeim hætti, að sem hagkvæmast sé. Ég tel ekkert því til fyrirstöðu að rýmka heimildir til dragnótaveiða þannig að stærri skip geti stundað þær m.a. í þeim tilgangiað draga úr netaveiðum og taka upp dragnótaveiðar á þeim svæðum þar sem skilyrði eru til þess og nýta kolastofninn betur. Stytting netatímans, fækkun neta og auknar dragnótaveið- ar og væntanlega aukin línuveiði í stað netaveiði gæti væntanlega orðið til þess að bæta hráefnið, en á næstu vertíð er fyrirsjáanlegt að ekki verður nægilega hagkvæmt að salta fisk og hengja upp í skreið og því mikilvægt að ná sem beztu hráefni á land. í fjórða lagi skipta veiðisvæðin miklu máli. Nauðsynlegt er að leitast við að taka fiskinn á þeim svæðum þar sem ódýrast er að ná honum, bæði að því er varðar fjarlægðir og veiðarfæraslit. Togveiðinni má að sjálfsögðu skipta upp í marga flokka. Útlitið er bezt í rækjuveiði. Nauðsynlegt er að fá betri upplýsingar, hversu mikið við getum aukið sóknina 'í rækjuna. Þar gætu verið góðir möguleikar fyrir nokkurn fjölda af skipum. En það er eins með þær veiðar og aðrar, að nauðsynlegt er að halda fjöldanum innan skynsamlegra marka. Eg hef mikið hugleitt það að undanförnu hvernig megi koma við endurbótum á því kerfi, sem togararnir búa við. Ég vil taka það fram að ég hef ekki verið hrifinn af kvótakerfi. Nú er ég þeirrar skoðunar að ekki sé annað fært en að reyna að taka upp einhvers konar kvótafyrirkomulag fyrir togarana í tilraunaskyni í eitt ár. Ég tel æskilegt að menn eigi val og gætu valkostirnir t.d. verið þessir: 1. Fengið úthlutað kvóta samkvæmt reglum sem um hann yrðu settar. 2. Tekið þátt í samkeppni um sameiginlegan aflakvóta samkvæmt takmarkandi reglum, sem ganga í sömu átt og skrapdagakerfið. 3. Ákveðið að leggja skipum sínum með stuðningi úr opinberum sjóðum og samningum við lánadrottna. Erfiðast er að finna réttlátan grundvöll fyrir ákvörðun kvóta. Það er margsiungið mál, sem ekki eru tök á að ræða í nokkrum orðum. Hins vegar tel ég mikilvægt að menn eigi annað val, ef þeir geta ekki sætt sig við kvóta og telja hann vera sér óhagstæðan. Ég vil taka það skýrt fram að með þessu er ég ekki að leggja fram mótaðar tillögur. Ég tel mér hins vegar skylt að skýra frá mínum hugsunum um þessi erfiðu mál, en mun að sjálfsögðu taka fullt mark á tillögum hagsmunaað- ila. Fiskveiðistefnuna þarf að varða betur með breytingum ' 1 ;• íí ■ Steingrímur Hermannsson ■ Þorsteinn Pálsson ■ Guðmundur H. Garðarsson Auglýsinga- mennska ■ Guðmundur H. Garðars- son vermdi varamannabekk í þingliði Sjálfstæðisflokksins um tveggja vikna skeið og fór fremur lítið fyrir honum á þingi, enda löngu afvanur setum þar. En síðasta daginn sem varaþingmaðurinn sat tókst honum að vekja á sér athygli svo um munaði. Hann tilkynnti fyrir sína hönd og einhverra ónafngreindra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, að þeir væru á móti því ákvæði bráðabirgða- laganna um efnahagsráðstaf- anir, að binda kaup til 31. janúar n.k. Þegar forsætisráðherra var spurður um afstöðu sína til þessa, svaraði hann eitthvað á þá leið að það væri í höndum þingsins að afnema þetta ákvæði laganna og gilti það litlu hvort svo yrði gert eða ekki, svo fremi að ekki verði samið um launahækk- anir fyrir 1. febrúar. Það er svolítið billegt þeg- ar þingmenn sem styðja ríkis- stjórnina fara að auglýsa sig með þessum hætti. Binding- arákvæðið í bráðabirgða- • lögunum var sett með það' fyrir augum að tryggja árang- ur aðgerðanna, og að enginn einstakur hópur innan laun- þegasamtakanna skærist úr leik og spillti fyrir þeim mikla og góða árangri sem náðst hefur í verðbólguslagnum. Þeir sem harðast gagnrýna launastöðvunina mættu gjarnan hugleiða hvernig ástandið væri orðið í þjóðfélag- inu ef verðbólgan hefði feng- ið að geisa hömlulítið og hvort það hefði orðið laun- þegum og íbúðaskuldurum til góðs. Auglýsingamennska verka- lýðsforystunnar, er hún gekk af samráðsfundi með forsætisráðherra, er af sama toga. Það eru aðeins rúmir tveir mánuðir eftir þar til nýir kjarasamningar geta tekið gildi, og sjálfsagt að marg- frægir aðilar vinnumarkaðar- ins fari að bera saman ráð sín og semja á eigin ábyrgð um kaup og kjör. Það hefur oft tekið lengri tíma en nú er til stefnu að semja. Tvístringur Garðar Sigurðsson alþing- ismaður sagði réttilega á Al- þingi í fyrradag, eitthvað á þá leið, að það væri fánýtt tal að tala um kjarabætur á meðan ástand og horfur í sjávarútvegi eru eins og nú. Aflatregða og markaðserfið- leikar að viðbættum hörmu- legum spám um þorskstofn- inn sýna glöggt hvaða svig- rúm er til að bæta lífskjörin. Lífskjörin verða ekki bætt með neinu pennastriki eða undirskriftum, það er aðeins aukin þjóðarframleiðsla sem staðið getur undir bættum hag. Morgunblaðið fjallar um tvístring á þingi í leiðara og segir m.a. Fréttir berast nú af alþingi þess efnis að meðal þing- manna ' Sjálfstæðisflokksins séu að gerjast hugmyndir um að stytta hið umsamda 8 , mánaða tímabil sem rennur út 1. febrúar næstkomandi. Þingflokkur sjálfstæðis- manna stóð að gerð stjórnar- sáttmálans og samkomulag- inu um hið viðkvæma atriði hans, tímabundið afnám saruningsréttarins. A að líta á óþolinmæðina meðal þingmanna Sjalfstæðis- flokksins nú sem vantrú á stjórnarsamstarfinu við Framsóknarflokkinn? Niður- staðan á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var sú að lýst er Bindregnum stuðningi við ríkisstjórnina. Það kæmi því mjög á óvart ef annað væri upp á tengingnum innan þingflokksins. Morgunblaðið hefur oftar en einu sinni bent á það frá því að þessi ríkisstjórn var mynduð að hún gæti ekki unnið sigur á verðbólgunni nema stjórnmálamennirnir sýndu þor og þrek. Auðvelt er að smíða hagfræðileg líkön um hjöðnun verðbólgu, síð- an bíður stjórnmálamann- anna það þrekvirki að leiða sameinaða þjóð í gegnum brimrótið. Tvístringur í stuðningsliði ríkisstjórnar- innar gerir henni ókleift að ná settu marki. Þorsteinn Pálsson formað- ur Sjálfstæðisflokksins sagði um samningsréttinn á beinni línu í DV í gær: „Rökin, sem meðal annars voru fyrir því að festa kjara- samningana um skeið, voru þau að skapa aðilum vinnu- markaðarins möguleika á að semja ánýju grundvelli þann- ig að þeir þyrftu ekki að trúa á árangur af efnahagsaðgerð- um stjórnarinnar heldur væri hann kominn fram þannig að þeir hefðu hann í raun og veru staðreyndan. Sem betur fer hefur þetta dæmi allt gengið eftir og árangurinn komið fyrr fram en ella þann- ig að þessir aðilar hafa núna þær staðreyndir í höndum um nýjar aðstæður í efna- hagsmálum sem þeir geta samið út frá. Það er alltaf þannig að þeir sem gera samninga verða að bera ábyrgð á þeim sjálfir og sá rammi sem menn hafa er auðvitað verðmætasköpunin í þjóðfélaginu. Það er ekki hægt að hlaupa í samninga núna og koma svo til ríkis- stjórnarinnar og biðja um gengislækkun." Tandri skrifar Stjórninni má ekki takast! ■ Við höfum nú um nokkurra mánaða skeið búið við ríkisstjórn, sem rís undir nafni, en það er ekki hversdagsmatur á þessu landi. Við þekkjum betur ríkisstjórnir, sem láta reka á rciðanum, þora ekki að segja fólki sannleikann um samhengið milli þess sem aflað er og þess sem eytt er - láta sér nægja að tala um spamað og aðhald, en forðast að gera neitt til þess að fylgja orðunum eftir. En nú er allt í einu komin stjórn, sem tekur til hendinni- og viti menn - verðbólgan, sem komin var í þriggja stafa tölu, reiknast nú „bara“ með tveimur tölustöfum og er á niðurleið. Jafnvel getur svo farið, að efnahagsmálin í landinu komist á það stig, að hér verði hægt að skipuleggja rekstur fyrirtækja og gera áætlanir fram í tímann og fólk geti farið út í búð og keypt í matinn, án þess að vcrðið á vörunum hækki frá einni sendingu til annarrar. Reyndar mátti ekki seinna vera, að við fengjum í stjórnarráðið menn, sem bæði vildu og gætu stjórnað, því að öllum er Ijóst, að skuldasöfnun í útlöndum og verðbólga var komin á það stig, að ekki mátti tæpara standa, að efnahagslíflð hryndi. Þetta vita allir, en engu að síður bregður nú svo við, að stjórnarandstaðan rýkur upp til handa og fóta og hamast gegn ríkisstjórninni með öllum tiltækum ráðum. Eftir því sem meiri árangur kemur í Ijós af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinn- ar þeim mun hatrammari verður stjórnarandstaðan í áróðrin- uin gegn stjórninni. Stjórnarandstaðan er alveg að ærast vegna þess, að hún veit, að takist ekki að bregða fæti fyrir stjórnina með cinhverjum ráðum, tekst henni að líkindum að ií ráða niðurlögum verðbólgunnar og koma efnahagsmálunum í viðunandi horf. Það yrðu mestu hagsbætur, sem hugsast gætu, fyrir fyrirtækin í landinu og allan almenning. Til þessa má stjórnarandstaðan ekki hugsa. Þess vegna hefur allt verið sett á fullt i áróðri og óhróðri gegn stjórninni og einstökum ráðherrum. Og eins og venjulega hafa útibússtjórar Alþýðubandalagsins í stéttarfélögunum fengið það verkefni að nota þau til þess að reyna að spilla fyrir því, að stjórninni takist ætlunarverk sitt. En nú vill svo illa til, að málefnin eru ekki beysin. Fólk veit, hvcrnig Alþýðubanda- lagið hefur staðið sig í ríkisstjórn og fólk veit líka, hvcrnig frammistaða verkalýðsforingja þess flokks hefur verið í kjarabaráttunni. En Alþýðubandalagið hefur aldrei látið málefnaleysið vcfjast fyrir sér og gerir það ekki heldur nú. Þá er bara gripið til persónuníðs. Þarna er auðvitað komin ástæðan fyrir gegndarlausum persónulegum árásum á einstaka ráðhcrra, ekki síst þann sem er í broddi fylkingar. Alþýðubandalagið má ekki til þess hugsa, að Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra takist með stjórn sinni það sem undanförnum stjórnum hefur ekki tekist. Og því miður læðist að manni grunur um að í samstarfsflokknum í ríkisstjórninni, Sjálfstæðisflokknum, leynist líka mcnn, sem eiga bágt með að sætta sig við, að stjórn undir forystu Eramsóknarmanns sýni þann kjark og dug, sem fyrri stjórnir hefur brostið. -Tandri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.