Tíminn - 10.11.1983, Side 12
16
Mmt
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
Tilkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts
fyrir október mánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til
innheimtumanna rikissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytiö
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844
Vélstjóri
1. vélstjóra vantar á 105 tonna línubát sem geröur
er út frá Grundarfirði. Get útvegað íbúð ef þarf.
Upplýsingar í síma 93-8629 eða 93-8839.
Vélsleðar til sölu
Artic Cat El-Tigre árg. 1982, sem nýr og Kawasaki
Intrud, loftkældur með rafstarti. Góðir greiðsluskil-
málar.
Eyjólfur Ágústsson síma 96-21715 Akureyri
Hænur og búr
Vegna brottflutnings eru til sölu 1200 hænur og
búr fyrir 1700 hænur.
Upplýsingar í síma 93-3884.
Utboð
Tilboð óskast í lytjaþjónustu fyrir rikisspítala. Útboðsgögn eru afhent
á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik. Tilboð verða opnuð á
skrifstofu vorri kl. T1:00 f.h. miövikudaginn 7. des. n.k.
B.M.VAUÁ
H Fáanlegar úr gjalli eða vikri
F
PANTANIR:
Bíldshöfða 3, sími: 91-85833 og hjá
Iðnverk h/f Nóatúni 17, 105 Rvk.
Símar: 91-25930 og 91-25945
Anderlecht
fékk Lens
- Antwerpenbanana, Bayern
fékk Tottenham
■ Bayern Múnchen frá Vestur
Þýskalandi dróst gegn Tottenham
Hotspur frá Englandi í 16 liða
úrslitum UEFA-keppninnnar í
kanttspyrnu. Anderlecht. liö Arn-
órs Guðjohnsen í Belgíu dróst
gcgn Lens, gamla liðinuhansTeits
Þórðarsonar í Frakklandi, en Lens
sló einmitt út Antwerpcn. Pestur
Pétusson og félaga í síðustu
umferö. Þegar dregið var í kcppn-
ina varð einn albreskur leikur úr,
Nottingham Forcst leikur viö
Glasgow Celtic.
Þessi iið drógust saman:
Bayern Munchen V. Þýskalandi -
Tottenham Hotspur Englandi,
Nottingham Forest Englandi -
Glasgow Celtie Skotland,
Watford Englandi -
Sparta Prag Tékkóslóvakíu,
Anderlecht, Belgíu -
Lens, Frakklandi,
Spartak Moskva Sovétríkjunum -
Sparta Rotterdam Hollandi,
Radnicki Nis, Júgóslavíu -
Hadjuk Split, Júgóslavíu,
Austria Wien, Austurríki -
Inter Mílanó, Ítalíu.
Sturm, Grtt/. Austurríki -
Lokomo Lcipzíg, A-Þýskalandi.
-SÖE
Lyftingarnar
- Reykjavíkurmót fatlaðra í
fullum gangi
■ Keppt verður í kvöld í lyfting-
um á Reykjavíkurmóti fatlaðra í
íþróttum. Lyftingakeppnin fer
frani f Hátúni 12, oghefst klukkan
19.30.
Keppni í sundi og borötennis er
lokið á Reykjavíkurmótinu, en
annað kvöld verður keppt i bog-
ftmi í Laugardalshöil. Keppni þar
hefst klukkan 15.00. Unt helgina
verður keppt í Boccia í íþróttahúsi
Breiðhojtsskóla, og verður keppt
frá klukkan 10.00 báða dagana.
Verðlaunaafltending fyrir Reykja-
víkurmótið verður í Fáksheimilinu
á sunnudagskvöld klukkan 21.00.
-SÖE
Stúdentar fá
Grindvíkinga
- í heimsókn i 1. deild
í körfu í kvöld
■ Einn leikur er í kvöld á ís-
landsntótinu i körfuknattleik, ÍS
og Grindavík keppa í íþróttahúsi
Kennaraháskólans klukkan 20.00.
-SÖE
Sigurður
farinn til
Þýskalands
og leikur með Tennis
Borussia Berlin
■ Sigurður Grétiirsson knatt-
spyrnuiitaöu. ... .... ur
farinn ti! '.v-'ir ‘»ýsl-;i!arJs. þar
sem hiinn mun leika með áhuga-
mannateiugiuu iénnis Borussia
Berlin. Sigurður’fór út og skoðaði
aðstæður hjá 'félaginu fyrir
nokkru, og leist vel á. Hann mun
ætla að leika með félaginu út
keppnistímabilið. Sigurður hefur
áður leikið i Þýskalandi, hann lék
með Hamburg í 2. deild þar fyrir
tvcimur árum.
-SÖE
/
r„ Vonandi fáum 1
við stuðning”
■ „Ég vona bara að við fáunt
mikinn og góðan stuðning frá áhorf-
endum á laugardaginn, heimavöllur-
inn og áhorfendur skipta sköpum í
svona slag, það hef ég margreynt“,
sagði Nedeíjko Vujinovic þjálfari
KR í handboltanum um Evrópuleik
KR-inga á laugardag, gegn HC Berc-
hem frá Lúxemborg. „Ég hef aldrei
tapað heimaleik i Evrópukeppni",
sagði hann, „og ég vona að það fari
ekki að gerast nú“.
Nedeljko Vujinovic lék um árabil
með júgóslavneska liðinu Banja
Luka. Hann þjálfaði og St. Otmar
frá Sviss, og hvorugt þessara liða
tapaði heimaleik í Evrópukeppni
meðan hann var með. Vujinovic er
því vanur að fást við erfið verkefni,
sem leik KR og Berchem, og vinnur
hann nú úr upplýsingum, sem hann
hefur aflað sér um Lúxemborgarlið-
ið.
Vujinovic hefur fengið vídeóupp-
tökur af HC Berchem í Evrópukepp-
ni, og rannsakar nú veika hlekki
liðsins. Hann mun notfæra sér þær
glufur sem hann teiur sig finna, bæði
sem leikmaður og þjálfari, því Vujin-
ovic leikur með KR-liðinu af fullum
krafti.
KR í Evrópuslaginn á laugardag:
HC BERCHEM
STERKT UÐ
— Lúxemborgararnir slógu út
hollensku meistarana
■ Á laugardaginn ieika KR-ingar fyrri leik sinn við HC Berchem frá Lúxemborg í
16 liða úrslitum Evropukeppni bikarhafa í h andknattleik. Þetta er annað árið í röð
sem KR-ingar keppa í‘Evrópukeppni í handbolta. KR-ingar sátu hjá í fyrstu
umferð keppninnar, en Berchem lék gegn hollensku bikarmcisturunum, og kom á
óvart með því að sigra þá mjög örugglega. Handknattleikur er á mikilli uppleið í
Lúxemborg, og svo er að sjá, að Lúxemborgarar láti töluvert fé renna til íþrúttarinnar,
því HC Berchem hefur púlskan spilandi þjálfara, og að auki eru tveir pólskir leikmenn
aðrir með liðinu.
Þegar það fréttist, að KR-ingar
hefðu dregist gegn liði frá Luxem-
borg, var almennt talið, að þeir
heföu fengið fría ferð í átta liða
úrslit. En þegar upplýsingar um liðið
HC Berchem bárust hingað, og
ntyndbönd af leik þeirra gegn Holl-
endingunum skoðuð, varð séð að hér
eru ekki neinir aukvisar. Liðið sýnir
glögglega þá framför sem átt hefur
sér stað í handbolta í Lúxemborg
síðustu ár, en hingað til hafa Lúx-
emborgarar farið illa út úr Evrópu-
keppnum.
Þrir Pólverjar leika með HC
Berchem. Þjálarinn Leszek Ganzka,
horna- og línumaðurinn Stanislaw
Jarzynski og markvörðurinn Macek
Nowicki. Þá ræður liðið yfir góðum
skyttum, og ber þar næst hinn örv-
henta Paul Meyer.
KR-liðið er ekki sama lið og í
Evrópukeppninni í fyrra, þegar það
velgdi stórliðinu Seljenznicar Nis frá
Júgóslavíu un.diruggum. Fráfélaginu
hafa horfið þeir bræður Alfreð og
Gunnar Gíslasynir, Anders Dahl Ni-
elsen, Stefán Halldórsson og Haukur
Ottesen. I staðinn hafa komið hinn
ungi og efnilegi Jakob Jónsson frá
Akureyri, Nedeljko Vujinovic þjálf-
ari og Björn Pétursson „Blöffi" hefur
tekið fram skóna að nýju. Þá hafa
komið inn upprennandi handknatt-
leiksmenn úr KR. Sú blanda leik-
manna sem nú skipar KR-liðið, ungir
og gamlir, hefur staðið sig ótrúlega
vel í vetur, og virðist Júgóslavinn
Nedeljko Vujinovic þjálfari kunna
vel til verka. Liðið hefur sterkum
markvörðum á að skipa, þeim Jens
Einarssyni og Gísla Felix Bjarnasyni,
og landsliðsmennirnir Jóhannes Stef-
ánsson og Haukur Geirmundsson
eru skæðir. Þá hefur Guðmundur
Albertsson, sem stóð sig svo vel
síðastliðið vor í lokabaráttu íslands-
mótsins, skilað sér ótrúlega. fyrir
utan, þó stuttur sé.
Það eru því allar líkur á, að leikur
KR-inga á laugardag, fyrri leikur
liðsins við HC Berchem, verði hörku-
leikur, þar sem eigast við áþekk lið.
Það er þó aðalatriði fyrir íslenskan
handknattleik, að KR-ingar sigri
Lúxembörgarmennina, því sá munur
sem er á íslenskum og Lúxemborgar-
handbolta er þó nokkur E kki nóg
með að KR-ingar verði að vinna á
laugardag, þeir verða að hafa nokkur
mörk fram yfir, því útileikurinn,
annan laugardag í Lúxemborg, er
eftir.
Þeir sem vilja sjá spennandi leik
geta því farið nokkuð öruggir í
Höllina á laugardag, leikurinn hefst
klukkan 14.30. -SÖE
■ HC Berchem, mútherjar KR í Evrúpukeppni bikarhafa í handknattleik. Myndin
var tekin af þeim, eftir að þeir unnu bikarinn síðastliðið vor. Stúrskyttan Paul Meyer
er ystur frá vinstri í efri röð, og þjálfarinn Leszek Ganzka er þriðji frá vinstri í sömu
röð. Markvörðurinn Nowicki er annar frá hægri í fremri röð, og við hlið hans er landi
hans Stanislaw Jarzynski.