Tíminn - 10.11.1983, Síða 13
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983
17
ENN EINN
STÖRSIGUR
FH-INGA
— Valsmönnum smellt 30-21
■ Ekki tókst Vujinovic þjálfara KR-inga að stöðva Hörð Harðarson hér á myndinni
en vonandi gengur betur að stöðva Luxemborgarana í Evrópuleikunum á
laugardaginn.
■ FH-ingar unnu enn einn stórsigur
sinn í fyrstu deild karla í handknattlcik í
gærkvöld, er þcir smelltu Valsmönnum
30-21. Staðan var 12-11 FH-ingum í hag
í hálfleik, en í síðari hálfleik héldu þeim
engin bönd, um leið og mótstaða Vals-
manna minnkaði, og hávær fagnaðar-
öskur dyggra stuðningsmanna FH-inga
kváðu hvellt við, þegar liðið náði tíu
marka forystu 5 mínútum fyrir leikslok.
FH-ingar léku skemmtilega í síöari hálf-
leik í gær, og skemmtileg breidd er í
liðinu.
Fyrri hálfleikur í þessum lcik var þó
ekkert til að hrópa húrra fyrir. Mistök
FH-inga þá voru Ijót, og framan af voru
það Valsmenn sem léku betur. Einungis
góð markvarsla Haraldar Ragnarssonar
hélt þeim á floti, annars hefðu þeir getað
verið einum 5-6 mörkum undir í hálfleik.
Valsmenn léku nefnilega yfirvegað, mið-
að við öll mistök FH í sókninni, en þar
sem Hafnfirðingavörnin lék ekki eins
hroðalega og sóknin tókst nokkuð að
halda í horfinu. Valsmenn komust í 4-1,
5-2 og 6-3, en FH náði að jafna 6-6 með
VÍKINGUR VANN KR
LOKASPRETTINUM
21-19, staðan 11-9 KR í hag í hálfleik
■ Víkingar sigruðu KRinga í 1. deild
Islandsmótsins í handknattleik í gær-
kvöldi með 21 marki gegn 19. Staðan í
hálfleik var 11 mörk gegn 9 KR-ingum í
vil. Leikurinn var jafn og skemmtilegur
en Víkingar sigruðu á reynslunni.
Reynsluleysi Vesturbæjarliðsins var
veikasti hlekkur liðsins í þessum leik.
Leikurinn sem háður var í íþróttahúsi
Seljaskóla í Breiðholti byrjaði með Vík-
ingsmarki sem Sigurður Gunnarsson
skoraði en KR-ingar jöfnuðu með marki
frá Jóhannesi Stefánssyni, gulifalleg
línusending. Steinar Birgisson og Viggó
Sigurðsson fylgdu síðan eftir með tveim-
ur Víkingsmörkum. KR-ingar minnka
síðan muninn niður í eítt mark, en þá er
komið að kafla Guðmundar Albertsson-
ar sem skorar þrjú mörk í röð og breytir
stöðunni í 6-4 forystu KR. Víkingar
jafna aftur 7-7 en KR-ingar ná aftpr
tveggja marka forystu 11-9 fyrir leikhlé.
í upphafi síðari hálfleiks hafa KR-ing-
ar tveggja til þriggja marka forystu.
þegar staðan er 15-12 verður fyrst breyt-
ing á. Víkingar jafna metin 15-15 og
16-16 og ná síðan tveggja marka forystu
með mörkum frá Karli Þráinssyni. Þar
með var lagður grunnur að sigri Víkinga
og KR-ingar urðu að sætta sig við tap.
Nokkur harka var í leiknum og var t.d.
Jakob Jónssyni vísað af leikvelli, fékk að
sjá rauða spjaldið.
Leikur þessi var köflóttur hjá báðum
liðum. KR-ingar náðu sér vel á strik í
seinni hluta fyrri hálfleiks og í upphafi
seinni hálfleiks. Víkingar komust ekki
virkilega í gang fyrr en um miðjan seinni
hálfleik en það nægði þeim í þessum leik.
KR-ingar leika Evrópuleik n.k. laug-
ardag og er auðséð aðþeir verða að bætá
ýmsa hluti. Þó sáust í gærkvöldi hlutir
sem lofa góðu fyrir laugardaginn, en
liðið verður að halda út tvisvar sinnum
þrjátíu mínútur.
Mörk Víkinga skoruðu: Siguröur
Gunnarsson 7, Steinar Birgisson 4,
Viggó Sigurðsson 4, Hörður Harðarson
4 og Karl Þráinsson 2.
Mörk KR-inga skoruðu: Jakob Jóns-
son 7, Guðmundur Albertsson 6, Hauk-
ur Geirmundsson 2, Friðrik Þorbjörns-
son 2, Jóhannes Stefánsson 1 og Nede-
Ijko Vujinovic 1.
Dómarar voru Hákon Sigurjónsson
og Árni Sverrisson.
B.H.
hraðaupphlaupum. Valur náði 9-7 og
10-8, en þá meiddist Björn Björnsson
hjá Val, sóknarleikurinn riðlaðist, og
FH skoraði síðustu þrjú mörkin cftir að
Brynjar Harðarson skaut. Haraldur
varði vel en fékk boltann í höfuðið er
hann kom niður og þaðan fór boltinn í
netið, sárt fyrir Harald. Staðan 12-11 í
hálflcik.
Eitt lið á vellinum
í síðari hálfleik
í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á
vellinum. FH komst í 15-12, 17-13 og
20-14 með frábærum leik, FH bætti svo
stanslítið við, og komust í 30-19. Tvö
síðustu mörkin voru Valsmanna.
FH cr illstöðvandi þegar liðið nær upp
hraða. Liðið er jafnt, en þegar burðar-
ásarnir Kristján, Óttar og Hans fara af
stað, að ckki sé talað um falleg innskot
Atla Hilmarssonar, stcndur ckkert fyrir
því. Hans Guðmundsson átti stórlcik í
þessum leik, sérstaklega ísíöari háíflcik.
Hann er alvcg hættur því hnoði, sem
hefur skemmt leik hans um nokkurt
skeið. Þorgils Óttar fór á kostum, og
Kristján Arason reif sig loks upp í
þessum leik cftir nokkurt hlé, skoraði
falleg mörk, og mataði félaga sína
skemmtilega. Atli Hilmarsson kom vcl
inn í leikfléttur, og Haraldur Ragnarsson
varði vcl, 14 skot. Það sýnir vcl breidd
FH, að 9 leikmenn skoruðu í leiknum, og
að þegar liöiö halöi skorað 12 mörk
höfðu átta skoraö.
Valsliðið á framtíðina fyrirsér. Ungu
mennirnir, Jakob, Geir, Valdcmar og
Guðni eru allir efnilcgir, en besti maður
liðsins var þó án cfa Jakob Sigurðsson.
Þar fer óneitanlega landsliðsmaður af
toppklassa. Hann skoraði 6 mörk í
leiknum, og öll á eigin spýtur. Það var
Valsliðinu blóðtaka, að Björn Björnsson
meiddist, hann leikur greinilega stórt
hlutverk í stjórn spilsins, þó hann skori
ekki mikið. Liðið hrundi þegar hann
meiddist. En með mciri samæfingu,
ögun og endurnýjun kemur liðið stcrkt
út, það þarf bara tíma.
Mörkin: FH: Kristján 6/2, Þorgils
Óttar 6, Hans 6, Atli 4, Guömundur
Magnússon 3, Pálmi 2, Guðmundur
Óskarsson 1, Guðjón 1 og Svcinn 1.
Valur: Jakob 6, Brynjar 5/3, Geir 4,
Steindór 2, Valdemar 2, Guðni I og
Júlíus 1.
Dómarar voru Gunnlaugur Hjálmars-
son og Óli Ólsen, dæmdu þokkalcga,
gerðu sín mistök, en það dreifðist jafnt
niður. -SÖE
Framstelpurnar
héldu betur út
— unnu Víking 23-17 í 1. deild
kvenna í handboltanum
■ Stelpurnar úr Fram, minnugar
ósigursins gegn ÍR á dögunum, gáfu
ekkert eftir í gærkvöld í leik við Víking
í fyrstu deild kvenna í handbolta, þrátt
fyrir að Víkingstelpurnar stæðu sig vel
framan af. Eftir að staðan var 7-8 Fram
í hag í hálfleik, stakk Framliðið af, og
vann 23-17.
Guðríður Guðjónsdóttir var atkvæða-
mest Framsúlknanna í gær, skoraði 8
mörk, en Oddný Sigsteinsdóttir var líka
í miklum ham, skoraði 7, Sigrún Blom-
sterberg var með 4, og Hanna, Margrét,
Kristín og Þórunn skoruðu I hver.
Eiríka Ásgrímsdóttir stóð upp úr Vík-
ingsliðinu, skoraði 9 mörk Svava Bald-
vinsdóttir var með 3, Valdís 2, og
Sigurrós, Dýrleif og Hildur með eitt
hver.
Fram er nú efst í fyrstu deild kvenna
með 6 stig eftir fjóra leiki, en ÍR hefur 5
stig cftir þrjá leiki, og FH og Fylkir 4 stig
eftir þrjá leiki. Talið er að baráttan muni
standa milli FH, Fram og ÍR, en Fylkis-
stúlkurnar gætu vel blandað sér þar í.
-SÖE
Danir búnir
að velja
- Fyrir hinn mikilvæga
leik gegn Grikkjum
■ Sepp Piontek, landsliðsþjálf-
ari Dana hefur valiö lið sitt fyrir
Evrópuleik Dana og Grikkja í
Aþenu næstkomandi miðvikudag.
Landsleikur þessi er mjög mikil-
vægur fyrir Dani, þeir verða að
vinna ætli þeir sér að komast í
úrslitakeppnina í Frakklandi
næsta sumar. Vinni þeir ekki, cr
vfst að Englendingar komast
áfram, því þeir eiga cftir að líka
gegn Lúxcmborg, að vísu á úti-
vclli, en sá leikur verður að teljast
unninn. Fyrri leik liðanna iauk
nefnilega með 9-0 sigri Englend-
inga. Englehdingar hafa að vi'su
einu stigi minna en Danir, en
iniklu betra markahlutfall. Lið
Piónteks er þannig: Markverðir
Oie Kjær Esbjerg og Ole Ouist
KB. Aðrir leikmeim eru Sören
Busk. Ghent, Ivan Nielsen Fcycn-
oord. Morten Olsen Anderlecht.
Jan Mölby Ajax, Jens Jörn Bert-
clsen, Seraing, John Lauridsen,
Espanoi, Allan Simonsen, Vejle,
Soren Lerby Bayern Múnchen,
Frank Arnesen, Andcrlecht, Jesp-
er Olsen, Ajax. Klaus Berggrccn,
Pisa, Michacl Laudrup, Lazio, og
Preben Elkjær Lokeren. Aö vísu
erti þetta aöeins fimmtán lcik-
menn. og yerður einum bætt við
aðöllum líkindúmTaiið er aö það
muni verða vainarmaöur, Ole
Rasmussen frá Hertha Berlin, eöa
Ole Madsen Bröndby. en líklegt
er að Piontck muni einnig lutfa í
hugajPer Frimann hjá Anderlecht.
sem meiddist fyrir stuttu, því
varnarleíkur mun vera eitthvaö
sem ckki veröur hugsað um númer
citt í þessum leik.
-SÖE
Fulham náði
jafntefli
við Liverpooi
- í ensku deilda-
bikarkeppninni
■ Annarrardeildarlið Fulham
náði jafntelfi við Englandsmeist-
ara Liverpool á Craven Cottage í
Lundúnum í fyrrakvöld, en þá v;tr
leikrtt fyrri ttmferö þriðju lotu
deildabikarkeppninnar ensku í
knattspyrnu. Úrslit í leiknum urðu
1-l.Southampton lá fyrir þriðju
deiidarliði Rothcrham á útivclli
1-2, en annars urðti úrslit sam-
kvæmt bókinni. Úrslit urðu þcssi:
Colchcstcr-Man Utd......0-2
Fulham-Livcrpool.........1-1
Birmingham-Notts County . 2-2
Preston-Shef! VV.'dnesday . . 0-2
Rotherham-Southampton . . 2-1
Stokc-Huddersficld..........0-0
Walsall-Shrewsbury .....2-1
Wests Ham-Brighton......1-0
Wimbledon-Oldham ........3-1
-SÖE
Staðan:
■ Staðan í fyrstu deild karla í
handknattleiknum er tiú þessi:
FH....... 6 6 0 0 181-109 12
Víkingur . 5 4 0 1 112-104 8
Valur ... 6 3 1 2 129-127 8
KR....... 6 2 1 3 107-102 5
Þróttur . . 5 1 1 3 96-110 3
Haukar . . 5 1 1 3 97-112 3
Stjarnan .4 1 1 2 67-89 3
KA....... 5 0 1 4 89-124 1
Markahæstu menn:
Kristján Arason FH .... 56/27
Páll Olafsson Þrótti ...32/5
Þorgils óttar Mathiescn FH . 31
Atli Hilmarsson FH...... 27
Þörir Gfslason Haukum . , 25/2