Tíminn - 10.11.1983, Blaðsíða 20
Opiö virka daga
9-19
Laugardaga 10-16
H
HEDD
Skemmuvegi 20 Kopavogi
Simar (91)7 75 51 & 7 80 30
Varahlutir
Mikiö úrval
Sendum um land allt
Ábyrgö á öllu
Kaupum nýlega
bíla til niðurrifs
SAMVINNU
TRYGGINGAR
&ANDVAKA
ARMULA3 SIMI 81411
abriel
w
HÖGGDEYFAR
(JJvarahlutir .ZSSSI
Hamarshöfða 1
l/ímitra Ritstjorn86300 — Augiysingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306
Fimmtudagur 10. nóvember 1983
Stjórnarkjör á landsfundi Alþýdubandalags í næstuviku
MARGIR KEPPA UM
VARAFORMEN NSKUNA
■ Eftir að Kjartan Ólafsson,
varaformaður Alþýðubanda-
lagsins, hcfur tckið af skarið á
opinberum vcttvangi um að hann
muni ekki gefa kost á scr til
endurkjörs, aukast vangavcltur
manna um það, hvcr sé líklegur
arftaki hans, ogsem helstu kand-
ídatar cru nefnd þau Álfheiöur
Ingadóttir, Vilborg Harðardóttir
og Steingrímur Sigfúson. Einnig
hefur nafn Hjörlcifs Guttorms-
sonar borið á góma, en hann vill
á þessu stigi ckkert um það
segja, hvort hann muni sækjast
cftir kjöri í embættið.
„Ég hef nú hugsaö minna en
ekkert um þetta,“ sagði Stein-
grímur Sigfússon, alþingismaður,
þcgar Tíminn spurði hann í gær,
hvort hann myndi gefa kost á sér
í cmbættið, eða sækjast jafnvel
cftir kjöri. Steingrímur sagði
jafnframt: „Við höl'um nóg af
góðu fólki til þess að skipa þetta
emhætti. Ég þarf að skoða málið
vel áður en ég ákveð hvað ég
geri. Það kemur mér skemmti-
lega á óvart að menn skuli netna
nafn mitt í þessu sambandi, því
ég er tiltölulega nýr á þessum
vettvangi."
Möguleiki kvennanna á að
hljóta varaformannsembættið er
ckki talinn mikill, því fleiri en
ein kona bítast um það. Segja
heimildir Tímans, að konurnar
gætu látiö að sér kvcóa, og náð
varaformannsembættinu, ef þær
bara gætu sameinast um einn
frambjóðanda, en á þessu stigi
er því samkomulagi ekki fyrir að
fara.
Aðrar breytingar verða einnig
á stjórn Alþýðubandalagsins á
landsfundi þess, sém hefst á
fimmtudaginn eftir eina viku,
þar sem Guðrún Helgadóttir,
ritari Alþýðubandalagsins, og
Tryggvi Þór Aðalsteinsson,
gjaldkeri Alþýðubandalagsins,
hafa lýst því yfir, að þau gefi
ekki kost á sér til endurkjörs.
Eiginkonur varnarlids-
manna á Keflavíkur-
flugvelli:
MERKTAR
■ „Menn geta kallað þetta
hvað sem þeir vilja - persónu-
njósnir cða citthvað annað.
En tilfellið er að þetta er
eingöngu gert til að koma í veg
fyrir villur í tölvuvinnslu,“
sagði Ingimar jónasson deild-
arstjóri í þjóðskrárdeild Hag-
stofu tslands, þegar hann var
spurður hvers vegna eiginkon-
ur varnarliðsmanna á Kefla-
víkurflugvelli væru skráðar
sérstaklega í þjóðskrá.
Ingimar sagði, að yfirleitt
væri fólk í hjónabandi skráð í
hjúskaparstétt 3 í þjóðskránni.
Til að komast á þann lista
þyrftu hjón að búa undir sama
þaki. Ef svo væri ekki kæmi
fram villulisti í tölvuvinnslu og
þess vegna væru konur, sem'
búa með mönnum sem ekki
eru á þjóðskrá, til dæmis varn-
arliðsmönnum og scndi-
mönnum erlendra ríkja, skráð-
ar í hjúskaparstéít 8. Hann
sagði ennfremur að til væri
þriðja hjúskaparstéttinn í
þjóðskránní, sem skráð væri
mcð tölustafnum 7, en það
væri yfirlcitt fólk scm slitið
hefði hjúskap, eða hjón sem
byggju sitt í hvoru lagi en væru
samt bæði á skránni. - Sjó.
Vteykjaborg RE svipt leyfi:
SKIPVERJAR REYNDU AÐ
„SMYGIA” ÞORSKI!
H Vélbáturinn Reykjaborg, 29
(ónna bátur úr Reykjavík, liefur
vériö sviptur leyfi til dragnóta-
Vgiða á Faxaflóa. Var áhöfn
hátsins staðin að því að gera
tilraun til að landa meiri þorski
en dragnótahátnm er levfilegt,
én samkvæmt reglugerð má
þroskurckki farayfir 15% ai'afla
tfrngnótabáta.
„Þeir breiddu yfir þorskinn og
ktluöu að landa honum sem kola
eh okkar eftirlitsmenn stöðu þá
að verki," sagði ÞorOur Eyþórs-
son, deiluaisijon i sjavafúlvegs-
ráðuneytinu, i samtali við Tím-
ann í gær. Hann sagði að þetta
mál væri þcim mun alvarlegra
þar sem þctta væri í annað
skiptið scm áhöfn Reykjaborgar-
innar hefði orðið uppvís að til-
raunum í þcssa átt.
„Ég held mér sé óhætt að
treysta því að þetta gerist ckki
oft. Við íylgjumst mjög vel með
þessu, bæði þegar bátarnir eru
að landa og svo scndum við
eftirjitsmonn nokkuð oft með
þeim í róðra. Þessar veiðar cru
svo umdeildar að okkur þykir
rík ástæða til að hafa þær undir
smásjá," sagði Þórður. - SJÓ.
EKKI STÖÐVUN
ÞORMÓÐS RAMMA
■ Síðdegis í gær átti Albert
Guðmundsson, fjármálaráö-
herra, fund með Siglfirðingum,
þar sem hann skýrði þeim frá
því, hvernig mál Þormóðs
ramma væru stödd í ráðuneyt-
inu. Samkvæmt því sem fjármál-
aráðhcrra upplýsti blaðamann
Tímans í gær, þá verður þannig
staðið að lausn á fjárhagsmálum
fyrirtækisins, að ekki vcrður um
stöðvun atvinnurekstrarins að
ræða og atvinnuástand mun ekki
líða fyrir þær ráðstafanir, sem
gerðar verða. Að öðru leyti vildi
fjármálaráðherra ekki tjá sig um,
hvað gert verður til þcss að rétta
af bágborinn hag fyrirtækisins.
- AB
■ Þessi harði árekstur varð rétt fyrir hádegið
var fluttur á Slysadeild.
gær á Reykjanesbraut á móts við Sölufélag garðyrkjumanna. Einn
Tímamyndir Sverrir.
dropar
■ Fclagi Kim II Sung í
Norður-Kóreu lætur undirsáta
sína titla sig með mörgum fögr-
um og stcrkum lýsingarorðum,
svo að minnir á sólina Stalín
hér áður fyrr. Einn af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins,
og sá sem mestan kxrleika ber
til flokksforystunnar, hefur
haft ekki ósvipað orðalag um
flokksformanninn, Svavar
Gestsson, í þingsölum að
undanförnu. Hefur hann þá
gjarnan haft yfir setninguna:
„Our great beloved lcader Kim
II Gests, vvitli his bcautiful
eyes“, og brosað kankvíslega.
Átök um setu á
fundi Norður-
landaráðs
■ Skammt er síðan alþjóð
fékk aö fylgjast með því,
hvernig tveir af þingmönnum
Alþýöubandalagsins börðust
hatrammlega um það, hvor
þeirra fengi að fara til New
York. Sem kunnugt er sigraði
Ragnar Arnalds, fyrrverandi
fjármálaráðherra, helsta
verkalýðsleiðtoga flokksins í
þeirri orrustu.
Nu mun lekisi a um sæti
flokksins á fundi Norðurlanda-
ráðs. Guðrán Helgadóttir, sem
hefur átt sæti þar að undan-
förnu, hefur fullan hug á að
vera aðalfulltrúi flokksins, en
Hjörleifur Guttormsson,
fyrrum iðnaðarráðherra, sækir
það einnig mjög stíft, og mun
eiga vísan stuðning hinna í
ráðherragcnginu, sem mestu
ræöur í þingflokknum um þess-
ar mundir.
Krummi . . .
Sér að það er bara
einn Alla balli sjálfkjörinn í
Kóreuferðir...!