Tíminn - 22.11.1983, Síða 12

Tíminn - 22.11.1983, Síða 12
ÍTtttmm ÞRIÐJUÐAGUK 22. NÓVEMBER1983 16 heimilistíminn umsjón B.St. og K. L. ' Glerblástur, mynd- vefnaður, söðlasmíði og hestasmíði: — er meðal efnis í riti Heimilisiðnaðarfélags íslands Hugur og hönd ■ Svo sem áður hefur verið getið um í Tímanum varð Heimilisiðnaðarfélag ís- lands 70 ára á þessu ári. Síðan 1966 hefur félagið gefið út tímaritið HUGUR OG HÖND, og er það mjög vandað tímarit. Það birtir greinar um handverk og listiðnað, mynstur og vinnuteikningar, og er sameiginlegt rit fræðslustarfs og verslunar félagsins. í ritinu Hugur og hönd á afmælisárinu kennir margra grasa. Það er mjög fjöl- breytt að efni, og má t.d. nefna: Gler í Bergvík, sem er kynning á starfrækslu glersmiðju í Bergvík á Kjalarnesi. Sig- rún Ólöf Einarsdóttir og Sören Larsen reka glersmiðjuna. Margar fallegar myndir eru í ritinu af verkum þeirra. Guðrún Jónasdóttir skrifar grein um Ragnhildi Pétursdóttur í Háteigi og segir frá myndvefnaði hennar. Greininni fylgja margar mjög fallegar myndir af myndvefnaði Ragnhildar úr jurtalituðu hcimaspunnu bandi. Saga félagsins er rakin í grein eftir Stefán Jónsson arkitekt og fylgir greininni listi yfir formenn H.í. frá upphafi og til þessa dags. Silfursmíðar Helga Þórðarsonar nefn- ist frásögn Þjóðminjavarðar Þórs Magn- ússonar og fylgja með myndir af nokkr- um smíðisgripum hans. íslensk nútímasöðlasmíð og „Gaman er að skreppa á bak“ héita tvær greinar í ritinu, og þar er kynnt söðlasmíð, bæði ný og gömu I og eru margar myndir með. „Komdu þá með spýturnar“ Hcstasmiðurinn Júlíana er athygl- isverð frásögn cftir Jóhönnu Kristjáns- dóttur um Júlíönu Halldórsdóttur, sem fæddist á Hóli á Hvilftarströnd við Önundarfjörð árið 1864. Hún byrjaði á því sem ung stúlka að gera eftirlíkingu að hesti fyrir lítinn frænda sinn til að leika sér að. Síðan fylgdu fleiri cftir. Þegar Júlíana var orðin öldruð var hún hvött til að byrja á hestagerðinni aftur. Hún var treg til fyrst, en sagði svo við viðmælanda sinn „Komdu þá með spýt- urnar" Greinarhöfundur segir svo frá: „...Ég litaði fyrir hana ba.ðmullarefni í húðina og svo fæddust hestarnir hjá henni, rauðir, jarpir og leirljósir, brúnir bleikir. moldóttir og mósóttir, henni sjálfri og mörgum öðrum til ánægju." Nokkrar hugleiðingar _um brúður nefnist grein eftir Ragnheiði Helgu Þórarinsdóttur, minjavörð, Safnastofn- un Austurlands, Egilsstöðum og fylgja margar skemmtilegar myndir bæði af telpum með brúður sínar, brúðunt í þjóðbúningum og dúkku-bollastellum og matarstellum, sem flutt voru hingað frá Þýskalandi á fýrstu árum aldarinnar, og brúðuhugleiðingunum fylgir frásögn af frægri brúðu Nóbelsskáldsins Fríðu Rósu Hólmfríði frú Engilbert, sem sagt er frá í bókinni í túninu heima. Margvíslegar greinar, myndir og mynstur eru um ýmiss konar hannyrðir, svo sem prjónaðar draktir úr íslenskri ull, knipl, prjónapeysur á böm og full- orðna með tilsögn um prjónaskapinn, skinnvesti og saumuð smábarnaföt. Sníðaörk fylgir með. HUGUR OG HÖND er hið vandað- asta rit að allri gerð, fallegt og nytsamt í senn. ■ Fyrir sítt, slétt hár kemur skemmtilega út, að taka hvern lokk og snúa upp á hann áður en hann er vafinn upp á vefjuna og hún brotin saman og lokað þannig. Mvndin sýnir aðferðina og árangurinn. Ef engin hárþurrka er notuð þurfa vefjurnar að vera 1/2-1 klukkust. íhárinu en með hita um 10 mín. Með þessari aðferð verður hárið bylgjað, en með því að vefja beint upp, án þess að snúa upp á lokkinn fyrst koma venjulegir liðir í hárið. Molton Brown-snyrtivörur: Fl jótvirk og þægi- leg aðferð til að halda hárinu fal- legu og liðuðu ■ Fyrir skömmu var efnt til kynningar sem nefnast Molton Brown snyrtivörur. reglu, að hafa að leiðarljósi gamla og hér á landi á snyrtivörum frá Bretlandi, Vörurnár eru framleiddar eftir þeirri nýja þekkingu á jurtum og náttúrlegum ■ Frá kynningunni á Molton Brown-vörunum, en í þeim er mest af náttúrulegum efnum. Flestar jurtirnar, sem notaðar eru í snyrtivörurnar, eru ræktaðar á herragarði í Essex í Englandi í samvinnu við jurtafræðinga Molton Brown fyrirtækisins. aðferðum við framleiðslu á snyrtivörum. Molton Brown lét t.d. rannsaka og prófa ýmsar gamlar grasauppskriftir til þess að nota þær við framleiðsluna. Það er fyrirtækið Lista-Kiljan s.f. sem stóð fyrir kynningu nýlega á þessum vörum, en kynningin fór fram í Studíó Fjólu við Framnesveg. Michael Collins heitir ráðgjafi Molton Brown fyrirtækisins um hármeðferð. Hann leggur mikla áherslu á sem náttúrulegasta hármeðferð til að öðlast reglulega þriflegt og fallegt hár. Hann hefur látið taka upp þá gömlu aðferð á Molton Brown snyrtistofunum, að hand- þurrka hár, en þá er fingrunum rennt hratt í gegnum hárið á sérstakan hátt í nokkrar mínútur, í stað þess að nota hárþurrkur eða blásara. Hárgreiðslufólk Molton Brown hefur einnig fundið upp aðferð til að leggja þurrt hár með hinum svokölluðu Molton Browners-vefjum. Molton Browners-vefjurnarerumjúk- ar og þægilegar í meðförum, og ekki þarf neinar hárnælur eða pinna til að festa þær og líkamshitinn nægir til þess að liða hárið. Ef þarf að flýta hárliðuninni, þá má setja þurrku eða blásara á í nokkrar mínútur. 5-15 mínútur ættu að nægja eftir hárþykkt. Vefjurnar á að setja í hreint en þurrt hárið. Við birtum hér með nokkrar leiðbein- inga-myndir til að sýna hvernig hægt er á bestan máta að nota Molton Browners- vefjurnar. Þær fást orðið á nokkrum stöðum, svo sem í Sápuhúsinu, Oculus, Hár og snyrtingu, Topptískunni og í Nönu, Völvufelli 15 í Breiðholti og fleiri stöðum. Leiðrétting ■ Á Heimilistíma-síðunni í fimmtu- dagsblaði Tímans (bls. 24) vargreinar- gerð frá Verðlagsstofnun um PÓST- VERSLANIR hér á landi. Þau mistök urðu í birtingu greinarinnar, að niður féll nafn, Sigríðar Haraldsdóttur, full- trúa í neytendamáladeild Verðlags- stofnunar, en það átti að standa undir greinargerðinni. ■ í stutt hár er hægt að setja vefjur í hluta hársins, og greiða svo úr hárinu upp með fingrunum, eða méð gróftenntri pinnagreiðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.