Tíminn - 29.11.1983, Side 1
Allt um íþróttir helgarirmar.Sjá bls. 11-14
FJÖLBREYTTARA
OG BETRA BLAO!
Þriðjudagur 29. nóvember 1983
277. tölublað - 67. árgangur
Siðumúla 15 -Pósthólf 370 Reykjavik—Ritstjóm 86300- Auglýsingar 18300- Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306
Skuldastada Arnarflugs við Flugleiðir orðin erfið:
VERÐA AD STADGREHM
FYRIR ALIA ÞJÓNUSTU
■ Skuldastaða Arnarflugs við
Flugleiðir hefur undanfarnar
þrjár vikur verið það slæm að
Flugleiðir hafa kraflst stað-
greiðslu eða fyrirframgreiðslu
fyrir þá þjónustu sem Arnarflug
hefur keypt af Flugleiðum.
Herma heimildir Tímans að fyrir
þremur vikum hafl skuldin verið
nálægt 200 þúsund dollurum,
eða 6 milljónum króna, en sé nú
eitthvað á bilinu 160 til 180
þúsund doilarar, eða á milli 4.8
og 5.3 milljónir.
Tíminn sneri sér í gær til
Agnars Friðrikssonar fram-
kvæmdastjóra Arnarflugs og
spurði hann hverju þessi skulda-
staða sætti: „Ég neita því að við
skuldum Flugleiðum hátt í tvö
hundruð þúsund dollara. Ég veit
ekki til þess að skuldastaða okk-
ar gagnvart Flugleiðum sé eitt-
hvað verri núna, heldur en hún
hefur verið um árabil," sagði
Agnar.
Agnar sagði jafnframt: „Það
er rétt að við staðgreiðum núna
þá þjónustu sem við kaupum af
Flugleiðum, en það er að sjálf-
sögðu þeirra mat hverjir eiga að
borga á borðið og hverjir ekki.
Það er hlutur sem ég get ekki
kommenterað neitt á, eða gagn-
rýnt þá fyrir.“
Agnar sagðist að öðru leyti
ekki ræða fjárhagsstöðu fyrir-
tækisins, en bent á að Arnarflug
á gífurlega mikil viðskipti við
Flugleiðir, og sagðist hann
reikna með að þau viðskipti
nálguðust um hálfa milljón doll-
ara á ári, eða um 15 milljónir
króna, þvt' öll afgreiðsla á flug-
vélum Arnarflugs á Keflavíkur-
flugvelli væri keypt' af Flug-
leiðum, svo og allur matur sem
framreiddur væri um borð í
vélum Arnarflugs. „Við höfum
því alltaf í gegnum tíðina skuld-
að Flugleiðum," sagði Agnar,
„eins og tíðkast í viðskiptum
milli aðila.“
Þetta staðgreiðslukerfi hjá
Flugleiðum hefur ekki áhrif á
viðskiptavini félaganna, því eftir
sem áður taka flugfélögin far-
seðla þá sem hitt félagið gefur út
góða og gilda.
-AB
|H|
Medferd á ungum Reyk-
vlkingi til rannsóknar hjá
Rannsóknarlögreglunni:
LÖGREGLUMENN
KÆRÐIR FYRIR
MISÞYRMINGAR
VIÐ HANDTÖKU
Fækkun fiskiskipa ofariega á baugi vid upphaf Fiskiþings í gær:
ERFITT AÐ FÆKKA TOGURUMI
FAMENNUM BYGGDARLÖGUM
■ Fækkun fiskiskipa, mótun
flskveiðistefnu, nýir möguleikar
í veiðum og vinnslu eru meðal
þeirra málaflokka sem efst verða
á baugi á nýsettu 42. Fiskiþingi
hér í Rcykjavík.
Eftir setningu þingsins ávarp-
aði Halldór Asgrímsson sjávar-
útvegsráðherra fundarmcnn og
gesti og í ávarpi sínu fjallaöi
hann m.a. um minnkun flski-
skipastólsins. 1 máli hans kom
fram að það væri fremur í þétt-
býli en dreifbýli sem þessi fækk-
un gæti orðið.
„Þegar á að fækka skipum
með skipulegum hætti getur
reynst erfitt að gera það, vegna
þess hvað hvert byggðalag er
háð fáum skipum. Mörg dæmi
eru fyrir því að aðeins eitt tog-
veiðiskip stendur í reynd undir
allri verðmætasköpun í viðkom-
andi byggðalagi. Ef þessu skipi
er lagt er grundvöllurinn í reynd
hruninn. Þar sem þéttbýli er
meira er þessu öðruvísi farið
enda þótt fiskiskipin þar séu
ekki síður mikilvæg því fólki
sem hefur atvinnu í sjávarútvegi.
Þar eru hinsvegar möguleikarnir
meiri til uppbyggingar nýrra at-
vinnuvega og stækkunar fyrir-
tækja sem fyrir eru“, sagði Hall-
dór Ásgrímsson m.a. í ávarpi
sínu, og tók svo fram að þetta
vildi hann segja vegna þeirrar
umræðu sem orðið hefur um
fækkunfiskiskipa. “Égsegiþað
ekki vegna þess að ég hafi áhuga
fyrir því að einu skipi sé lagt
fremur öðru, heldur vegna þess
að ég tel mikilvægara en flest
annað að ekki komi til atvinnu-
leysis í landinu. Það að koma í
veg fyrir atvinnuleysi krefst
skipulagðra vinnubragða," sagði
hann. - Sjá bls 2 og 5. -FRI
■ Ungur Rcykvíkingur hefur
kærf þrjá lögreglumenn i
Rcykjavík fyrir misþyrmingar
við handtöku. Atburður þessi
átti sér stað eftir danslcik á
cinum skemmtistað borgarinn-
ar aðfaranótt sunnudags og var
kærður til lögreglustjóra í
morgun. Lögreglustjóri hefur
sent Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins málið til meðferðar og
rannsóknar.
Tildrög þessa atburðar
munu vera þau að maðurinn
lenti í útistöðum við dyraverði
á skemmtistaönum vegna mis-
skilnings. Þeim stympingum
lauk og ætlaði maðurinn þá að
yfirgefa staðinn en á mcðan
hafði dyravörður kallað á lög-
rcglu. Hún tók sfðan manninn
í anddyri hússins og handjárn-
aði hann og setti inn í lögreglu-
bíl. Maðurinn ber síðan, að á
leiðinni á lögreglustöðina hafi
einn lögrcglumaðurinn tekið í
hár hans og barið andliti hans
margsinnis við golf bílsins með
þeim afleiðingum að maðurinn
nefbrotnaði. Auk þess er mað-
urinn allur marinn í andliti,
snúinn á fæti og rispaður og
marinn á öxlum og bringu.
Þess má gcta að tvö vitni voru
að þessu í lögrcglubílnum.
Þegar Tíminn hafði sant-
band við William Möller aðal-
fulltrúa lögreglustjóra í gær
sagði hann að rannsókn þessa
máls væri á frumstigi. Að-
spurður sagði hann að rann-
sóknin væri það stutt á veg
komiti að ekki væri hægt að
draga þær ályktanir á þessu
stigi sem réttlættu brottvikn-
ingu viðkomandi lögreglu-
manna.
-GSH
Jafntefli hjá Kortsnoj-Kasparov:
JAFNT HJA RIBU—SMYSLOV
■ Fjórðu skák þeírra Riblis og
Smyslov lyktaði með jafntefli í
42. leik en Ribli hafði hvítt á
móti svörtu hjá Smyslov og er
staðan því enn jöfn í einvígi
þeirra eða 2:2.
Kortsnoj og Kasparov sömdu
um jafntefli í fjórðu skák sinni í
London í gær áður en til þess
kæmi að þeir tækju til við bið-
skákina. Kortsnoj hafði allan
tímann örlítið frumkvæði, svo
að hinn ungi andstæðingur hans
mátti hafa sig allan við að halda
jöfnu. Næsta skák þeirra verður
tefld á morgun. Sjá bls. 5.
■ Færö hefur veriö erfiö uin
fjallvegi á Vestfjöröum undan-
farið, en í gær höföu þeir veríö
upnaöir og færð sæmileg milli
þéttbýlisstaða en snjólétt er í
byggð. Þessi mynd er tekin
fyrir nokkrum dögum þar sem
heitir Kinn á Breiðadalsheiði.
Þar er snjóþungur kafli þar
sem iðulega teppir þótt fært sé
annars staðar á heiðinni. Veg-
farendur hafa tekið þann kost-
inn að moka sig í gegnum
Kinnina til að geta komist
leiðar sinnar. Tímamynd Finn-
bogi Krísljánsson