Tíminn - 29.11.1983, Síða 9

Tíminn - 29.11.1983, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 á vettvangi dagsins | „Yfir hið liðna“ Mánasilfur. Safn cndurminninga V. Gils Guðmundsson valdi efnið og sá um útgáfuna. Iðunn. ■ Með þessu fimmta bindi er lokið þessu safni minningaþátta. Þetta er þá orðið mikið safn og merkilegt og má segja að það sé fróðleg lesbók um íslenska sögu og þjöðlíf. En hér skal nú einkum dvalið við síðasta bindið. Hér eru 34 höfundar og verður ekki séð að neitt sé farið að draga úr gæðum og gildi frásagna, hvorki að fróðleik efnis né tilþrifa í framsetningu. Hér eru sagðar nokkrar mannrauna- sögur. Þar má nefna frásögu Ágústs Jósefssonar af spönsku veikinni í Reykjavík, Valdimars Briem frá jarð- skálftunum á Suðurlandi 1896, Ásmund- ar Gíslasonar af för norðlenskra pilta suður í skóla, Jóhannesar Snorrasonar af flugi á bresku Gránu, frásögn Stein- gríms Baldvinssonar af biðinni í gjánni í Aðaldalshrauni og lýsing Jóhanns Krist- mundssonar af snjófloðinu í Goðdal og biðinni ógurlegu undir heljartökum þess. Hér eiga menn líka listrænar frásagnir úr þroskasögu ungra manna eins og þeir skrifa Bjami frá Hofteigi, Magnús Magnússon, Eyjólfur Guð- mundsson, Sveinn Skorri ogStephan G. Snorri Sigfússon segir frá fyrstu utan- för íslenskra söngvara. Steingrímur Steinþórsson og Sverrir Kristjánsson segja frá framboðsmálum og framboðsfundum, þó hvort sé með sínu móti. Séra Halldór á Reynistað og Jónas Þorbergsson segja miklar lífsreynslu- sögur þar sem látnir ástvinir koma þeim til bjargar. ■ Gils Guðmundsson Svona mætti halda áfram. Hver og einn þessara höfunda á erindi á þetta mót. Auðvitað kann manni að finnast að enn sé eftir skilið-eitthvað sem sómt hefði sér engu síður en sumt sem með er haft eða þá að það hefði kannske betur mátt velja hjá Óskari Clausen eða Birni Blöndal t.d., smekkur manna er svo misjafn og um það er ekki nema gott eitt að segja. Einhver listrænasta ritgerð þessa bind- is er frásögn Guðmundar Böðvarssonar. Ferð fram og til baka. Tólf ára drengur fer bæjarleið með bréf síðla á vetrardegi og bréfinu fylgir nálægðdauðans. Þessari ferð tengist andlegt og jarðneskt um- hverfi, þjóðtrú, og landslag og örnefni. Því segir sögumaður: „Það er svo sem ekki rnikils að minnast, ein bæjarleið er farin fram og til baka í rökkri og myrkri, annað ekki. en samt er hún eitt af því sem við tækifæri stígur fram í hugann og fylgir manni svo sem það er þykir meira vert, ef til vill vegna þess að maður man allt svo vel frá þessum árum og ef til vill bara vegna þess hvað íslendingi er enn þá nærstæður sá arfur, sem aldir hungurs, myrkurs og hjátrúar létu gengnum kyn- slóðum í té, og sem við höfum ekki með öllu af höndum látið, þó að margt hafi breyst". Þessi frásaga er um þann „nærstæða arf" sem Guðmundur talar hér um. En næstu orð hans eru: „Já, maður belgir sig út og talar um hjátrú, og samt er svo fátt sem maður veit með fullri vissu". Víst er það orð að sönnu. Því lesum við frásögn hans í auðmýkt. Svona bók er líkleg til að treysta samband hinna yngri við fortíðina, for- eldri sitt og upphaf. H.Kr. Fólkið á Skaganum ■ Kristján Jóhannsson ■ Dorriét Kavanna Kavanna og Kristján Jóhannsson hjá T ónlistarf élaginu ■ Dorriét Kavanna og Kristján Jó- hannsson sungu.í Austurbæjarbíói fyrir félaga Tónlistarfélagsins fimmtudaginn 24. nóvember, en ítalinn Maurizio Bar- bacini lék með á flygilinn. Dorriét Kav- anna er allt að því dæmalaus söngkona fyrir' sakir tækni sinnar og kunnáttu; hingað til höfum viðaðallega heyrt hana syngja „coloratúr“-aríur, en á þessum tónleikum kvað við annan tón og hún flutti ýmsar aríur og lög eftir ítölsk, frönsk og spænsk tónskáld. Öll lögin söng hún afburðavel, en hin frönsku, Chére Nuit eftir Bachelet og Depuis le Jour eftir Charpenter, stórkostlega. Engum vafa er undirorpið, að Kristján Jóhannsson er efni í stórsöngvara - til þess hefur hann alla burði. Langsterkast- ur er hann í „dramatískri óperu", en einnig hjá honum kvað við óvenjulegan tón á þessum tónleikum, því auk ópcru- aría flutti hann þýsk ljóð. Adelaide eftir Beethoven söng hann mjög vel, þótt þýzkan framburði verði hann að endur- bæta stórlega áður enn hann fer með þetta efni á heimsmarkaðinn. Sömuleið- is var flutningur hans á ítalskri þýðingu Stándchen eftir Schubert mjög fallega sungið. En stórkostlegastur var hann í aukalagi, sem bæði var aría í hans stíl, og auk þess virðist hann þurfa nokkurn tíma til að „syngja sig upp" - Kristján sækir sig eftir því sem líður á tónleika. Hinu verður ekki neitað, að Kristján á margt eftir ólært, bæði í söng og (þýskum) textaframburði, en taki hann svipuðum framförum á næstu árunt og hann hefur tekið síðan hann hélt sinn fyrsta konsert hér í Gamla bíói fyrir þremur árum, verður hann orðinn geysi- stór söngvari. Maurizio Barbacini er ákaflega léttur og skemmtilegur undirleikari; kannski Beethoven hans hafi skort rómantík, en þeim mun betri var hann í hinum suðrænni höfundum. 27.11 Sig. St. Æviskrár Akurnesinga. Skráð hefur Ari Gíslason. II. bindi. Prentverk Akraness h.f. 1983. ■ Þetta bindi nær yfir nöfnin Garðar - ívar. Myndir í þessu bindi eru 757 svo að þar er tækifæri til að sjá framan í allmarga Skagabúa. Ókunnugur maður og lítið ættfróður hefur takmarkaða getu til að dæma svona ritverk. Þó veit ég dálítið um ýmsa sem hér eru taldir þar sem er frændfólk mitt og grannar. Ég held að bókin sé vönduð og vel unnin. Ég hef að sönnu orðið þess var að með börnum hjóna er talið samfeðra barn sem er sér um móður. Sömuleiðis sé ég að um fjölskyldu sem flutti frá Akranesi vestur á firði hefur orðið sá ruglingur að sumir eru sagðir hafa flutt til Flateyrar en aðrir til Þing- eyrar. En „allar ábending:., og leiðrétt- ingar eru vel þegnar" var sagt í formála fyrsta bindis og það er áréttað með þessu bindi. Þetta er ekki svo að skilja að mér sé innanbrjósts líkt og kunningja mínum, sem varð sér úti um bók frá ríkisútgáfu námsbóka en sagðist hafa orðið fyrir hálfgerðum vonbrigðum með hana. Hún væri ekki eins vitlaus og hann hefði haldið. Ég samgleðst Akurnesingum að eignast þetta myndarlega rit. Og um leið samgleðst ég öllum þeim, sem fást við að rekja feril manna og ættir þeirra vegna þessarar ýtarlegu skýrslu um það fólk sem á Skaganum hefur dvalið. Við hliðina á Borgfirskum æviskrám verður þetta harla notadrjúgt heimildarrit.H.Kr. ?Klettaskaga köldum á ‘ Eðvarð Ingólfsson Við klettótta strönd Mannlífsþættir undan jökli Æskan 1983. ■ Þetta er allmyndarleg bók ásýndum, fullar 230 blaðsíður í skrautlegri kápu frá Almennu auglýsingastofunni. Frá- gangur bókarinnar er í samræmi við það, prentvillur torfundnar o.s.frv. Þetta eru samtalsþættir við 11 manns, sem dvalið hafa lengur eða skemur yst á Snæfellsnesi. Flest af því fólki er lítið þekkt utan héraðs. En það skiptir ekki máli í þessu sambandi. Eðvarð Ingólfsson skrifar inngang að þessum viðtalsþáttum þar sem er yfirlit um sögusviðið og nefnir hann þann þátt Snæfellsjökul og umhverfi hans. Það er bæði sögulegt og landfræðilegt yfirlit, skrifað af sonarlegri rækt jöklarans. Þó að margt sé ólíkt í stíl og framsetningu sé ég ekki betur en tilfinningin fyrir landinu sé hin sama og í ljóðum Stein- gríms, skáldsins sem elskaði íslandsfjöll, sat á sævarbergsstalli við hafið og unni bláfjötri Ægis við klettótta strönd. Þess var áður getið, að viðmælendur Eðvarðs væru flestir lítið þekktir utan héraðs. Það er fremur kostur en galli á bókinni. Þetta verður sönn þjóðlífsmynd vegna þess að hér er rætt við fólk úr röðum þeirrar alþýðu, sem borið hefur hita og þunga daganna, og hér birtist okkur þjóðlífið eins og það hefur verið, réttar og sannar myndir úr sögu og lífsreynslu þeirrar kynslóðar, sem er í ■ Eðvarð Ingólfsson þann veg að skila af sér. Þetta er ekki héraðssaga en hér er safn mynda úr héraðssögunni. Hér mætum við því fólki sem gerði héraðssöguna. Eins og að líkum lætur fellur lesanda eitthvað misjáfnt við það fólk sem hér kemur fram. Svo er oftast þegar við kynnumst fólki og það er styrkur þessar- ar bókar, að við kynnumst fólki hennar nokkuð. En einmitt fjölbreytni í svip sögumanna okkar veldur því að lesand- inn fær meira út úr bókinni, hefur meira upp úr lestri hennar. Því verður ekki hér höfð uppi nein röðun á þessu fólki. Þar bætir hver annan upp með vissum hætti. Nokkuð hefur verið skrifað um mann- líf undir jökli undanfarið og stundum hefur þar gætt trúar á sérstaka kynngi landsins. Þeirrar trúar gætir meðal dul- spakra manna í fjarlægum löndum svo sem Zóphónías Pétursson vottar. Auð- vitað er vikið að þessari trú þegar rætt er um landið og ekki örgrannt að einstakir viðmælendur séu snortnir af henni. Sú trú liggur þó milli hluta í þessari bók. Hér er mannlífinu lýst og sleppt allri dulspeki um það hvert eiginleikar þess eru sóttir. Hér er sagt frá yfirnáttúrulegum hlutum eins og í þjóðsögum. Og það væri skarð fyrir skildi ef ekki kæmi fram sú þjóðtrú sem þar liggur til grundvallar hvernig sem lesendur nú og síðar meir vilja dæma þau fræði. Styrkur þessarar bókar er máske sá mestur hve hversdagsleg og látlaus hún er. Hún er sönn. Því mun hún ná til þeirra sem unna íslensku, alþýðlegu mannlífi. H.Kr. Halldór Krist- jánsson skrifar Afbragðsgóð ferðabók Kjartan Ólafsson: Undraheimur Indíalanda. Fcrðaþættir frá Indlandi Gandhis Setberg 1983. 200 bls. ■ Kjartan Ólafsson hagfræðingur er líkast til víðförlastur allra núlifandi ís- lendinga. Hann hefur ferðast um allar heimsálfur og dvalist langdvölum í sumum þeirra. Kjartan erenginn venju- legur ferðamaður, sem flýgur eitthvað suður í sólina, liggur á ströndum og knæpum og fer í stöku skoðunarferðir með lítt kunnugum leiðsögumönnum. Þvert á móti. Hann fer til landa til þess að kynnast þeim og þjóðunum, sem þau byggja, skoðar þá staði, sem hann telut markverðasta og leggur sig eftir því að læra tungu þjóðanna sem best. Þannig kynnist maður viðkomandi þjóð mest og best og þegar ég vissi síðast talaði Kjartan hátt á annan tug tungumála og vísast að eitthvað hafi bæst við síðan. Kjartan Ólafsson hefur haft einstakt lag á að ieita uppi forvitnilega og fram- andi staði, hann hefur farið um Afríku endilanga, dvalið langdvölum á Ind- landsskaga, í Himalayafjöllum, í ýmsum löndum suður Asíu og rómönsku Ame- ríku og á bókarkápu þessarar bókar segir, að hann sé einn örfárra íslendinga, sem ferðast hafi um Síberíu. Fyrir um það bil áratug vildi svo til að sá sem þessar línur ritar varð Kjartani samferða í nokkrar vikur. Þá hafði hann farið um allar álfur, en aldrei komið til Norður- landanna að eigin sögn. Fyrir tveim til þrem áratugum komu út eftir Kjartan Ólafsson tvær ferðabæk- ur, Sól í fullu suðri og Eldóradó. Þær má hiklaust telja tvær bestu ferðabækur, sem íslendingur hefur samið og bókin, sem hér er til umfjöllunar er þá ein af þrem bestu. Hún hefst þar sem höfund- urinn kcmur til Indlands frá Pakistan og lýkur er hann snýr aftur til baka. í bókinni segir Kjartan frá dvöi sinni á Indlandi og uppi í Himalayafjöllum og kemur víða við. Hann lýsir kynnum sínum af þekktum borgum svo sem Delhi og Bombay, segir frá Gandhi og heilagri konu, scm nefnist Anandamayi Ma: hin blessaða móðir, fjallar um búddisma og lýsir kynnum sínum af fjallalandinu Kasmír. Margt hcfur borið fyrir augu á ferðalaginu, sem okkur íslendingum hlýtur að þykja hæði for- vitnilegt og framandi. Þar má til að mynda néfna stórskemmtilega og athygl- isverða frásögn af bálfararsiðum í hinni helgu borg Benares og ýmsar lýsingar á mannlífi í Kasmír, en að öllu saman- lögðu sýnist mér að fjallalandið fagra hafi heillað höfundinn meira en flest önnur svæði á Indlandi. Og sjálfsagt þykir mörgum fróðlegt og dulítið skrýtið að lesa frásögnina af þeirri kenningu lærðra Indverja, að Jesús Kristur hafi aldrei dáið á krossinum á Golgata heldur verið tckinn niður, komist undan og farið austur til Kasmír og haldið áfram að predika þar og kenna. Um sannleika þcirrar sögu verður víst seint dæmt af skynsamlegu viti, en víst er hún athygl- isverð. Fyrri ferðabækur Kjartans Ólafssonar vöktu ekki síst athygli fyrir það. hve vel þær voru skrifaðar. Þessi bók er einnig afbragðsvel skrifuð. Höfundurinn hefur afbragðsgóð tök á íslensku máli og þótt stíllinn sé á stundum dálítið knappur tekst honum að koma miklum fróðleik á framfæri á skýran og lifandi hátt. Það sem hann kynntist stendur lesandanum Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég vil leyfa mér að hvetja alla þá, sem áhuga hafa á að fræðast um hin framandi lönd og þjóðir á I ndlandsskaga og menn- ingu þcirra til að lesa þessa bók vand- lega. Þeir munu ekki verða fyrir von- brigðum. Jón Þ. Þór Jón Þ. Þór skrifar ; um bækur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.