Tíminn - 29.11.1983, Síða 11

Tíminn - 29.11.1983, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1983 15 bækur SKUGGSJÁ Benedikt Gröndal Rit III Út er komið hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, þriðja bindi rita Benedikts Gröndals. Fyrsta bindið kom út haustið 1981 og annað bindið 1982. Gils Guðmundsson hefur annast þessa Gröndalsútgáfu fyrir Skuggsjá. Megin efni þessa þriðja bindis rita Grön- dals er sjálfsævisaga hans, Dægradvöl. Sagan gefur glögga mynd af Gröndal sjálfum, þvt sem endranær er hann sjálfum sér líkur, hispurslaus og óvæginn, gerir enga tilraun til að sýnast, hefur hvorki löngun, vilja eða getu til að vera annar en hann er í raun. Hugmynd- ir okkar um Gröndal væru ófullkomnar ef hann hefði ekki skráð þessar minningar sínar, og ekki aðeins það, heldur væru hugmyndir okkar um 19. öldina, samtíma- menn hans og málefni þess tíma, fátæklegri en ella, ef ekki nyti við frásagna hans í Dægradvöl. Ritgerðina Reykjavík um aldamótin 1900 skrifaði Gröndal að tilmælum Valtýs Guð- mundssonar og birtist hún upphaflega í tímariti hans, Eimreiðinni, en var einnig gefin út sérprentuð. í þessari ritgerð tekur Gröndal marga fjörspretti. Eru kaflarnir um framfarir, félagslíf og ýmsa þætti bæjarlífsins meðal þess skemmtilegasta, sem hann samdi á efri árum. Auk þess geymir ritgerðin ýmsan fróðleik um mannltf í Reykjavík undir lok 19. aldarinnar. ' Rit III eftir Benedikt Gröndal er 463 bls. að stærð og er ýtarleg nafnaskrá yfir öll bindin þrjú aftast í þessu bindi. Bókin er sett og prentuð í Prentverki Akraness hf, en bundin í Bókfelli hf. Þorgils gjallandi Ritsafn II Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur geftð út annað bindi af Ritsafni Þorgils gjallanda. Alls verða bindin þrjú. Rit Þorgils gjallanda hafa ekki verið fáanleg í áratugi í heildarútgáfu. Þessa útgáfu verka hans ann- ast þau Jóhanna Hauksdóttir og Þórður Helgason. Þorgils gjallandi var skáldaheiti Jóns Ste- fánssonar, er fæddist 2. júní 1851 að Skútu- stöðum í Mývatnssveit. Hann var bónda- sonur og missti báða foreldra sína ungur. Eftir það var hann vinnumaður á ýmsum bæjum í sveitinni, en dvaldi þó sumarlangt í Húnavatnssýslu sem vinnumaður og auk þess hluta vetrar við nám hjá prestinum að Skinnastað í Öxarfirði. Að þessu frátöldu dvaldi hann allan aldur sinn í Mývatnssveit og þar dó hann árið 1915. Þær tvær sögur, sem prentaðar eru í þessu bindi, Gamalt og nýtt og Upp við fossa, eru lengstu sögur höfundarins og jafnframt þær, sem umdeildastar voru. Sagan Gamalt og nýtt birtist fyrst í sögusafninu Ofan úr sveitum árið 1892 og þótti reginhneyksli, bæði efni og búningur. Þorgils boðaði í sögunni óskoraðan rétt ástarinnar, en ræðst hins vegar á helgi hjónabandsins og boðar raunar afnám þess. Þetta ofbauð grandvöru fólki. Tíu árum síðar, árið 1902, kom svo Upp við fossa út og hefur verið fullyrt um hana að ekki hafi orðið slíkur úlfaþytur um nokkra bók hér á landi. Þetta annað bindi Ritsafns Þorgils gjallanda er 273 bls. að stærð, sett og prentað í Prisma og bundið í Bókfelli hf. PETER FREUCHEN IARION Peter Freuchen Laríon Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út nýja bók eftir Peter Freuchen, sem nefnist Laríon. Peter Freuchen er frægur vítt um lönd vegna þekkingar sinnar og rann- sókna - og vegna margra frábærra bóka. Ævintýralega atburði, sem oft gerast í raunveruleikanum, en fæstir kynnast af eigin raun, leitaði hann uppi, skráði á bækur og ivann sér hylli og aðdáun fjöldans. Þannig varð til sagan af Laríon, síðasta mikla indíánahöfðingjanum í Alaska. Þetta er grípandi frásögn um hinar miklu óbyggðir Alaska og frumstætt líf indíánanna, sem landið byggðu, er fyrstu hvítu skinna- kaupmennirnir komu þangað og frumbyggj- arnir komust í fyrstu snertingu við menningu hvíta mannsins. Laríon er 270 bls. að stærð, þýdd af Sverri Pálssyni, sett og prentuð í Prentsmiðju Árna Valdemarssonar og bundin í Bókfelli hf. >2 RXRBARA _ ttartland Segðu já. Samantha Barbara Cartland Segðu já, Samantha Út er komin hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, ný bók eftir Barböru Cartland, sem nefnist Segðu já, Samantha. Þetta er 10. bókin, sem Skuggsjá gefur út eftir Barböru Cartland. Samantha var ung og saklaus og full umhyggju fyrir velferð föður síns og áhuga- málum hans, sem fyrst og fremst snerust um litlu sveitakirkjuna hans og það er hana varðaði. En hún var einnig gædd sérstæðri, meðfæddri fegurð og yndisþokka og það var sem græn augu hennar hefðu að geyma alla leyndardóma veraldar. Segðu já, Samantha er 176 bls. að stærð, þýdd af Sigurði Steinssyni, sett í Steinholti hf, prentuð í Prenttækni og bundin í Bókfelli hf. Theresa Charies Með einhverjum öðrum Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur sent frá sér nýja skáldsögu, Með einhverjum öðrum, eftir Theresu Charles, en eftir hana hafa áður komið út margar skáldsögur hjá Skuggsjá. Rósamunda Gregory hrökklaðist úr hlut- verki „hinnar konunnar", og það varð degin- um Ijósara, að Norrey mundi aldrei hverfa frá hinni auðugu eiginkonu, - þrátt fyrir loforð hans og fullyrðingar um að hann biði aðeins eftir því að fá skilnað. Eftir að Rósamunda hefur sloppið naumlega lífs úr vandlega sviðsettu „slysi“, leggur hún á flótta og hverfur á braut, sárreið og vonsvikin. En óstýrlát og ráðrík ást hennar knýr hana til þess að snúa aftur. Með einhverjum öðrum er 176 bls. að stærð, þýdd af Andrési Kristjánssyni, sett óg prentuð í Prisma og bundin í Bókfelli hf. Undarleg uppátæki Bókaútgáfan Vaka hefur gefið út aðra bókina í bókaflokknum Ævintýraheimur Ármanns. Heitir hún Undarleg uppátæki og fjallar um ævintýri félaganna Ola og Magga, og er eftir Ármann Kr. Einarsson. Á bókarkápu segir meðal annars: f þessari líflegu bók gefst íslenskum börnum nýtt tæki- færi til þess að skyggnast inn í ævintýraheim verðlanahöfundarins Ármanns Kr. Einars- sonar. Þessi smellna saga, sem hét áður Óli og Maggi, hefur verið uppseld um árabil og kemur nú út með breyttum svip og nýjum teikningum Péturs Halldórssonar, segir í kynningu forlagsins á bókarkápu. Undarleg uppátæki er sett og prentuð í Prentstofu G.Benediktssonar, en Bókfell hf. sá um bókband. LÍKAMSRÆKT Líkamsrækt með Jane Fonda kemur út hjá Fjölva Leikfimibók bandarísku kvikmyndastjörn- unnar Jane Fonda er nýlega komin út á íslensku í útgáfu Fjölva. Bókin hefur farið eins og eldur í sinu um flest lönd á þessu ári, verið þýdd og gefin út á ótal tungumálum. í útgáfu Fjölva kallast hún „Líkamsrækt með Jane Fonda“, en hún inniheldur lík- amsæfingar fyrir ungar konur. Hún er gefin út í samstarfi og samprenti Fjölva við aðrar bókaútgáfur í öllum hinum Norðurlöndun- um. Líkamsrækt með Jane Fonda er 254 bls. í mjög stóru broti. Hún skiptist í fimm kafla. Tekið er tillit til þess hvort fólk er í þjálfun eða ekki. Hluti æfinganna er fyrir byrjendur, sem verða að fara varlega og annar hluti fyrir þá sem eru í góðri þjálfun og mega því ætla sér meira. Hvarvetna er lögð áhersla á að fólk megi ekki ofgera líkamnum með æfing- um sérstaklega ef það skortir þjálfun og því fylgt eftir með ýmsum aðferðum m.a. með upphitunaræfingum. Áhersla er lögð á rétt mataræði og varað við því að ofreyna sig. í ritgerðarköflum sem fylgja útskýrir Jane Fonda svo grundvöll líkamsræktar og heil- brigðs lífernis út frá ýmsum hliðum. Einkum tekur hún fyrir næringarfræði, líkamshreyf- ingu og útiveru. í lokaköflum, sem þykja all harðskeyttir, afhjúpar hún svo hættuna sem lífi og heilsu fólks stafar frá gerfifæðu í pökkum og hættulegum efnum frá nútíma efnaiðnaði, sem hafa valdið sjúkdómum og dauða. Steinunn Þorvaldsdóttir þýddi bókina, en Ragna Lára Ragnarsdóttir leikfimikennari var til ráðuneytis um útfærslu Itkamsæfing- anna. ESKJA bókin um Eskifjöró Eskja - bókin umk Eskifjörð Út er komið 4. bindi „Eskju - bókarinnar um Eskifjörð" eftir Einar Braga. Fjallar það um sögu verkalýðshreyfingarinnar á Eskifirði og er 264 blaðsíður, prýdd 220 myndum. Á n æsta ári eru 80 ár frá stofnun fyrsta verkamannafélags á Eskifirði. Það varð skammlíft, en haustið 1914 var stofnað Verkamannafélagið Árvakur, sem enn starfar. Verkakonur voru í sérstöku félagi, Framtíð, frá 1918 til 1971, er félögin samein- uðust undir nafni Árvaks. Er það eitt hið elsta og langfjölmennasta félagið á staðnum og gætir hagsmuna bæði sjómanna og verka- fólks. Vegna fyrrnefndra tímamóta ákvað Árvakur að standa straum af kostnaði við útgáfu þessa bindis af Eskju. Liðin eru 17 ár frá því er undirbúningur hófst að skráningu á sögu Eskifjarðar og 12 ár síðan fyrsta bókin kom út. Hefur sérstök byggðarsögunefnd, sem starfar í umboði bæjarstjórnar, unnið að framgangi málsins í nánu samstarfi við höfundinn. Alls eru þessi fjögur bindi yfir 1200 síður og myndir á sjöunda hundrað. Stefnt er að því að Ijúka meginverkinu fyrir 200 ára afmæli kaupstað- arins, en Eskifjörður var einn þeirra sex verslunarstaða, sem fyrstir hlutu kaupstaðar- réttindi 18. ágúst 1786. Síðan hafa menn hug á að halda útgáfu söguritsins áfram um ókomin ár, eftir því sem efni fellur til og ástæður leyfa. Á hlífðarkápu er litmynd af Hólmatindi eftir Bolla Davíðsson. Útgefandi er Byggðar- sögunefnd Eskifjarðar. ■ Þetta er nýja Heidelberg offset prentvélin okkar. Mjög fullkomin vél og hentug til prentunar litaverka. En við prentum líka fleira, bæði stórt og smátt. Við erum með hönnun, setningu, fúmu- og plötugerð, prentun og bókband og notum góðar vélar til þess að hjálpa okkur viðað skila PRENTSMIÐJAN f góðu prentverki. Smiðjuvegi 3 - 200 Kópavogur - Sími 45000 N édddc

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.