Tíminn - 13.12.1983, Page 4

Tíminn - 13.12.1983, Page 4
ÞRIÐJUÐAGUR 13. DESEMBER 1983 Sagnfrædistofnun gefur út Vesturfaraskrá án breytinga á aðfararorðum: HUNSAÐI ALGJðRLEGA AUT MATSNEFNDAR DEILDARINNAR ■ Þrátt fyrir að deildarráð Heimspeki- deildar Háskóla íslands hafi komist að þeirri niöurstöðu að rétt væri að gera breytingar á inngangi að bók um vestur- ferðir Islendinga, þar sem greint verði frá tilurð verksins, en það tengist rann- sóknarverkefni sem unnið var undir stjórn Þórhalls Vilmundarsonar prófess- ors, sem var að engu getið í inngangi að bókinni, eftir próf. Sveinbjörn Rafnsson, forstöðumann Sagnfræði- stofnunar, þá er bókin nú komin út, kom reyndar út, þann 10. desember, án þess að Þórhalli hefði verið gefinn kostur á að rita aðfaraorð í bókina, sem mats- nefnd sett af forseta Heimspekideildar hafði úrskurðað að Þórhallur hefði sið- ferðilegan rétt til. Tíminn.greindi frá því á sínum tíma, að upp væri kominn ágreiningur á milli Þórhalls og Sveinbjarnar um hverskyldi rita aðfaraorð að bókinni íslands Vest- urfaraskrá 1870-1914, eftir Júníus H. Kristinsson, cand. mag. skjalavörð. Skipaði Höskuldur Þráinsson deildar- forseti heimspekideildar álitsnefnd, sem skar út um að Þórhalli bæri siðferðilegur réttur til þess að rita aðfaraorð að bókinni, sökum þeirrar undirbúnings- vinnu sem hann hefði haft á höndum með upphaflega rannsóknarverkefninu. Deildarráð Heimspekideildar fjallaði sl. föstudag um niðurstöður nefndarinnar og féllst á þær, en bætti því við að minna væri gert úr hlutpróf. Þórhalls Vilmund- arsonar í inngangi próf. Sveinbjarnar Rafnssonar en efni stæðu til og að minna væri gert úr tengslum upprunalega verk- efnisins og þessarar bókar. Tíminn hafði í gær samband við Guðmund Magnússon, háskólarektor, og spurði hann álits á því að bókin væri nú komin út í óbreyttu formi, þrátt fyrir álit nefndarinnar og deildarráðs Heim- spekideildar: „Heimspekideild skilaði þarna áliti til Sagnfræðistofnunar og lét mig vita af því í leiðinni. Ég álít að ég hafi ekki vald til þess að aðhafast í málinu,“ sagði Guðmundur, „en þetta voru tilmæli til Sagnfræðistofnunar sem ég taldi eðlileg.“ Rektor sagðist vonast til þess að þessu máli væri lokið hvað varðar Háskóla íslands. -AP Jóladagskrá sjónvarpsins: Nýtt leikrit Þorsteins Mar- elssonar á annan í jólum ■ „Dagskráin hjá okkúr unvjólin verð- ur að mestu með hefðbundnu sniði,“ sagði Ellert Sigurbjörnsson hjá sjón- varpinu þcgar blaðið ræddi við hann i gær. Eins og venja er til verður eitt íslenskt sjónvarpsleikrit frumsýnt á annan í jólum, að þessu sinni verður um að ræða nýtt leikrit eftir Þorstein Marelsson, Hver er sinnar gæfu smiður. Leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson en aðalhlutverk- ið leikur Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur undir nafninu Laddi. Verkið fjallar um ungan tónlistamann sem verð- ur fyrir ýmsum skakkaföllum og ræður sig sem kennara við heimavistarskóla og þar gerist myndin að mestu leyti. Á jóladagskvöld hefst útsending á nýjum norskum framhaldsflokki í þrem þáttum, er nefnist Jenny, og er gerður eftir sögu Sigrid Undset. Myndin fjallar um myndlistakonu sem fer til náms í Rómaborg. Aðalhlutverkið er leikið af Liv Ullmann. Á nýjársdag er venjan að sýna óperu síðdegis og að þessu sinni verður sýnd óperan Turandot eftir Pucc- ini í uppfærslu Ríkisóperunnar í Vínar- borg. Því miður get ég ekki tilgreint söngvarana í uppfærslunni, en geri ráð fyrir að þeir séu ekki af lakara taginu. Um annað efni yfir hátíðarnar er það að segja að á aðfangadag verður barna- efni, kínversk teiknimynd og síðan sovésk teiknimynd, Ævintýri Búratínos, sem er nokkurs konar sovéskur gosi. Um kvöldið verður guðsþjónusta og tónleikar. Á jóladagskvöld verður mynd1 með íslenska dansflokknum og síðan væntanlega mynd um Albert Thorvald- sen, sem tekin var á sýningunni á verkum hans á Kjarvalsstöðum nýverið. Á gamlárskvöld verður ávarp forsætis- ráðherra. Einnig vonandi sirkus, þótt sirkus Billy Smart hafi ekki verið tekinn upp í ár, en við erum að leita að öðrum. Síðan er auðvitað skaupið, en um það segjum við sem minnst fyrir fram. JGK ■ Ólafsbók, bókin um Ólaf Jóhannesson, hefur selst vel frá því að hún kom á markað. S.l. föstudag áritaði Ólafur bókina í bókaverslun Isafoldar og kom þar margt manna að fá áritun. Tímamynd: Róbert Litlaust jafntefli í 8. skák Kortsnojs og Kasparovs KASPAROVVANN ÞA NIUNDU LETDLEGA! ■ ( 8. einvígisskák Kortsnojs og Kasparovs var enn einu sinni tefld Katalónsk byrjun. Snemma urðu mikil uppskiptí á mönnum, og kom upp endatafl, sem var örlítið betra fyrir Kortsnoj. Kasparov var þó ekki í vandræðunt með að halda jafnvægi og var samið jafntefli eftir 39 leiki. Þeirskákáhugamenn, sem komu í húsnæði Skáksambandsins til að fylgjast með þessari skák, voru að vonum óánægðir með skákina, en frábærar skákskýringar Helga Ólafssonar björguðu miklu. 8. skákin: Hvítt: Kortsnoj Svart: Kasparov Katalónsk bvrjun. I. d4 d5 2.c4 e6 3.RI3 Rf6 4.g3 - Katalónsk byrjun enn einu sinni. 4. — dxc4 Nákvæmari leikur en 4. - Be7 eins og í 4. skákinni. Svartur geymir kóngsbiskup sinn á f8, til að spara sér leik síðar, þegar hann drepur á c5. 5. Bg2 c5 Kasparov hættir sér ekki út í þær flækjur, sem eru því samfara að valda peðið á c4 með 5. - b5, enda er andstæðingur hans vanur að tefla þannig með svörtu, og því ólíklegt að hann viti ekki um besta framhaldið. 6. Da4t - Algengasti leikurinn er 6. 0-0, og oft verður framhaldið 6. - Rc6 7. Re5 (eða 7. Da4 cxd4 8. Rxd4 Dxd4 9. Bxc6t Bd7 10. Hdl Dxdlt II. Dxdl Bxc6 og svartur hefur hrók, biskup og mjög trausta stöðu fyrir drottninguna) 7. - Bd7 8. Rxc6 Bxc6 9. Bxc6t bxcó 10. Da4 cxd4 11. Dxc6t Rd7 12. Dxc4 Bc5 með jöfnu tafli 6. - Bd7 7. Dxc4 Bc6 Svarti biskupinn er kominn á skálínuna hl-a8 til að mæta hvíta biskupnum á g2. 8. dxc5 - Eftir 8. 0-0 Rbd7 9. Rc3 b5; 10. Dd3 (10. Rxb5 c4; ásamt 11,- Bxb5) 10. - Db6 11. b3 Hd8 stendur svartur betur. Eftir 8. Bg5 hefði komið upp sama staða og í 7. skákinni, sem Kasparov vann létt með hvítu. 8. — Rbd7 9. Be3 Bd5 ( þessari stöðu hefur verið talið bezt að leika 9. - Rd5 (eða 9. - Re4) 10. Bd4 Da5t 11. Rbd2 Bb5 12. Dcl Hc8 13. a3 Rxc5 með betra tafli fyrir svart. Kasparov hefur ef til vill óttast endurbót frá andstæðingnum. 10. Da4 Bc6 11. Dc4 Bd5 12. Db4 - Kortsnoj vill auðvitað ekki jafntefli með þrátefli, því hann er vinningi undir í einvíg- inu. 12. - Dc8 Ekki 12. - b6 13. Da4! Bxc5 bxc5 og peðið á c5 verður mjög veikt. 13. Rc3 Bxc5 14. Bxc5 15. Rxd5 Rxd5 16. Dd2 - Eftir 16. Dxc5 Rxc5 17. Rd4 Hd8 18. Hcl Ra4 (eða 18. - b6) kemst hvítur ekkert áleiðis. 16. - Hc8 17. 0-0 0-0 18. Hacl Db6 19. Dd4 Hfd8 20. Hfdl Dxd4 21. Rxd4 R7b6 Báðir teflendur hafa komið mönnum sínum á bestu reiti, sem völ er á. Endataflið er örlítið betra fyrir hvítt, því í framhaldinu fær svartur stakt peð á d5. 22. Rb3 Hxcl 23. Hxcl Hc8 24. Hxc8t Rxc8 Hrókakaupin í síðustu leikjum voru þvinguð, þvf hvorugur má gefa hinum eftir opna línu fyrir hrók. 25. Bxd5 exd5 Stöðuniynd 26. Rc5 Rd6 Vafasamt er 26. - b6 27. Ra6 f6 28. Rc7 Re7 og svartur er í vandræðum með að koma kóngi sínum út á borðið. abcdefgh 27. Kg2 Kf8 28. Kf3 Ke7 29. Kf4 - Reyni hvíti kóngurinn að komast til d4, getur svarti riddarinn alltaf hrakið hann til baka með skákum. 29. -f6 Hvítur hótaði 30. Ke5 o.s.frv. 30. H4 g6 31. g4 b6 32. Ra6 Re4 33. f3 Rc5 34. Rc7 - Kortsnoj hefur reynt að notfæra sér veikleika peðsinsád5,eneíckertgengið. Eftir34. Rxc5 bxc5 er staðan í jafnvægi. 34. -d4! Eftir 34. - Re6t 35. Rxe6 Kxe6 hafði hvítur ef til vill einhverja von um vinning vegna veikleika peðsins á d5. 35. Rd5t - Kortsnoj sér þann kostinn vænstan að koma riddara sínum til d3. Aðrar leiðir geta verið hættulegar fyrir hann, t.d. 35. b4? d3! o.s.frv. 35. - Ke6 36. Rb4 a5 37. Rd3 Kd5 Nú er orðið ljóst að hvítur getur ekki unnið þessa skák. 38. g5 f5 39. Kg3 Rxd3 og keppendur sömdu um jafntefli, því eftir 40. exd3 kemst hvorugur kóngurinn í gegn um varnir andstæðingsins. Léttur sigur Kasparovs. ■ í 9. skákinni var enn einu sinni tefld Kataló.rsk byrjun, í fjórða skiptið í röð. Kortsnoj tefldi byrjunina mjög frumlega, en ekki að sama skapi vel. Hann notaði fimm af fyrstu fjórtán leikjunum til að loka drottn- ingu og hrók úti á drottningarvængnum. Kasparov vann skiptamun og skipti síðan upp í auðunnið endatafl, og Kortsnoj gafst upp í 30. leik. Karparov hefur þannig náð tveggja vinn- inga forskoti, og andstæðingur hans hefur aðeins þrjár skákir til að jafna metin. 9. skákin: Hvítt: Kasparov Svart: Kortsnoj Katalónsk byrjun (auðvitað) 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Rf3 Rbd7 6.0-0 Hb8 Þessi einkennilegi leikur hefur það markmið, að leika hróknum úr skáklínu biskupstins á g2 til að undirbúa - b5. 7. a4 b6(?) Þessi tímafreka áætlun reynist illa. Eðli- legra virðist að leika 7. - a6 til að undirbúa - b5. 8. Rfd2 — 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh 8. — e5!? Kortsnoj hyggst notfæra sér, að hvftur sleppti takinu á e5-reitnum með síðasta leik, en varla er ráðlegt að opna stöðuna, þegar svartur er langt á eftir í liðskipan. 9. Rxc4 exd4 10. Dxd4 Bc5 11. Dd3 0-0 12.. Rc3 Bb7 Svartur á varla betri leik, hvítur hótar t.d. 13. Bf4 ásamt 14. Rb5 13. Bxb7 Hxb7 14. Df3 Da8 Þessi ömurlegi leikur sýnir vel erfiðleika svarts eftir aðeins 14 leiki. Eftir 14. - Hb8 15. Rb5 Ha8 16. Bf4 Re8 17. Hfdl er svartur vamarlaus. 15. Bf4a6 16. e4 Ha7 Svartur kemur í veg fyrir e4-e5, því hvíta drottningin er óvölduð á B. 17. Rd5 - Hvítur teflir upp á slæma stöðu svörtu drottningarinnar á a8 og hróksins á a7. Eftir 17. - Rxd5 18. exd5 verður erfitt að koma þeim í spilið. Eftir 17. Dd3 Bb4 18. e5 Rc5 sleppur svartur of vel. 17. - b5 Svartur reynir að flækja taflið, því eftir 17. -Hfc818. Rce3 ásamtHfcl erhannímiklum erfiðleikum. 18. Ra5 - Ekki 18. Rxc7 Dxe4 o.s.frv. 18. — bxa4 Svartur kemur í veg fyrir 19. b4 ásamt Hcl með miklum þrýstingi á c7 auk hótunarinnar Rc6. 19. Hfcl Bd4 Eftir 19. - Bd6 20. Rc6 Hb7 21. Rxf6f gxf6 (21. - Rxf6 22. e5) 22. Bh6 vinnur hvítur. Svartur á engan góðan leik við hótuninni 20. Rxf6f. 20. Hxa4 Bxb2 8 7 ó 5 4 3 2 1 abcdefgh 21. Re7t — Eftir þennan sterka millileik vofir Rec6 yftr svarti, 21. - Kh8 22. Hc2 De8 Eftir 22. - Re5 23. Bxe5 Bxe5 24. Rac6 De8 25. Ha5 vinnur hvítur. Nú vinnur Kasparov skiptamun og skiptir síðan upp í auðunnið efndatafl. 23. Hxb2 Dxe7 24. Rx6 Dc5 25. Rxa7 Dxa7 26. e5 Rg8 27. Be3 Da8 28. Dxa8 Hxa8 29. f4 Re7 30. Hd2 og Kortsnoj gafst upp, því endataflið er gjörtapað hjá honum eftir 30. - Rb6 (30. - Rf8 31. Bc5 Reg6 32. Bxt8 Rxf8 33. Hc2 o.s.frv.) 31. Bxb6 cxb6 32. Hd6 falla bæði svörtu peðin á drottningarvæng og hvítur vinnur létt. Staðan: Kasparov 5 h Kortsnoj 3 h BraS' Kristjánsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.