Tíminn - 13.12.1983, Side 17

Tíminn - 13.12.1983, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 13; DESEMBER 1983 21 umsjón: B.St. og K.L. andlát Andrew Caltagirone lést í Wappinger Falls, New York, 4. desember. Bálför hans hefur farið fram. Elín Jónsdóttir, Sörlaskjóli 34, lést í Borgarspítalanum 9. desember. Níelsína Asbjörnsdóttir Arndal, Bræðraborgarstíg 53, Reykjavík, andað- ist þann 27. nóvember að Sólvangi í Hafnarfirði. Almennur fyrirlestur um Plasma-efnafræði Prófessor Lorne M. Chanin frá Minnesota- háskóla, sem verið hefur gistiprófessor í Verkfræði- og raunvísindadeild háskólans á þessu kennslumisseri, mun halda almennan fyrirlestur um Plasma-efnafræði. Fyrirlestur- inn verður fluttur á ensku. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Verk- fræðideildar, stofu 158, að Hjarðarhaga 2-6, þriðjudaginn 13. desember kl. 17:00. Jólakveðjur til íslendinga í Malmö og nágrenni ÚTVARP IMON, sem er útvarp íslendinga- félagsins í Malmö og nágrenni, byrjaði með þá nýbreytni um jólin í fyrra, að gefa fólki kost á, að senda jólakveðjur til ættingja og vina á hlustendasvæðinu, sér að kostnaðar- lausu. Þessu var svo vel tekið að ákveðið hefur verið að hafa sama hátt á, nú um jólin. Kveðjurnar eiga að sendast til Útvarp IMON Box 283 201 22 Malmö Sverige Kveðjurnar verða lesnar upp í útvarpinu á jóladag frá kl. 20.30 til kl. 22.30 en að venju verður þá sérstök jóladagskrá. Útvarpið sendir á FM bylgju 90,2 Mhz. Útvarpið heyrist ágætlega í Lund og sæmilega í Kaupmannahöfn. Stjórn íslendingafélagsins í Malmö og nágrenni óskar öllum fyrri félögum sínum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og far- sæls komandi árs með þökk fyrir liðnu árin. sundstadir Reykjavik: Sundhöliin, Laugardalslaugin og Sundlaug Vesturbæjar eru opnar frá kl. 7.20-20.30. (Sundhöllin þó lokuð á milli kl.13-15.45). Laugardaga kl. 7.20-17.30. Sunnudaga kl. 8-17.30. Kvennatímar í Sundhöllinni á fimmtudagskvöldum kl.. 21-22. Gufuböð í Vestubæjarlaug og Laugar- dalslaug. Opnunartíma skipt milli kvenna og karla. Uppl. í Vesturbæjarlaug í síma 15004, í Laugardalslaug i síma 34039. Kópavogur: Sundlaugin er opin virka daga kl. 7-9 og 14.30 til 20, á laugardögum kl. 8-19 og á sunnudögum kl. 9-13. Miðasölu lýkur klst. fyrir lokun. Kvennatímar þriðjudaga og miðvikudaga. Hafnarfjörður: Sundhöllin er opin á virkum dögum kl. 7-8.30 og kl. 17.15-19.15 á laugardögum 9-16.15 og á sunnudögum kl. 9-12. Varmárlaug í Mosfellssveit er opin mánud. til föstud. kl. 7-8 og kl. 17-18.30. Kvennatími á þriðjud. og fimmtud. kl. 19-21.30. Karlatim- ar á miðvikud. kl. 19-21.30. Laugardaga opið kl. 14-18, sunnudaya kl. 10-12.30. Sauna, kvennatímar á þriðjud. og fimmtud. kl. 17-21.30, karlatímar miðvd. kl. 17-21.30 og laugard. kl. 14.30-18. Almennir saunatímar í baðfötum sunnud. kl. 10.30-12.30. Sundlaug Breiðholts er opin alla virka daga frá kl. 7.20-9 og 17-20.30. Sunnudaga kl.8-13.30. áætlun akraborgar Frá Akranesi Kl. 8.30 kl. 11.30 kl. 14.30 kl. 17.30 I april og sunnudögum. Frá Reykjavík Kl. 10.00 kl. 13.00 kl. 16.00 kl. 19.00 kvöldferðir á október verða — I maí, júní og september verða kvöldferðir á föstudögum og sunnu- dögum. - I júlí og ágúst verða kvöldferðir alla daga nema laugardaga. Kvöldferðir eru frá Akranesi kl. 20.30 og frá Reykjavík kl. 22.00. Afgreiðsla Akranesi simi 2275. Skrifstof- an Akranesi sími 1095. Afgreiðsla Reykajvík, simi 16050. Sím- svari í Rvík, simi 16420. FIKNIEFNI - Lögreglan í Reykjavík, mót- taka upplýsinga, sími 14377 tímarit 77. áry> 6 Jb! nóv tfcs. »983 m yy gb'V'', rJV \.V ^ i Sjá. kcmir.rr.ir þÍRri kcmur »ii þúi 20 & 2 — Tímarit KSÍ um knattspyrnu Komið er út 4. tbl. 6. árg. af Fréttabréfi KSÍ, sem nefnt er 20 & 2 (22). Knattspyrnusam- band íslands er útgefandi, en ritstjórar eru Páll Júlíusson og Sigmundur Ó. Steinarsson. Blaðið er um 50 bls. og á forsíðu er litmynd af Sigurði Lárussyni og inn í blaðinu er grein um hann, þar sem segir: Sigurður Lárusson hefur náð takmarkinu - að verða íslands- meistari og leika ellefu landsleiki. Grein er. um Sigurð Jónsson á Akranesi sem heitir „Sigi“ undir smásjánni, Undir yfirskriftinni: Atvinnumenn íslands í sviðsljósinu, segir frá Ásgeir Sigurvinssyni og Lárusi Guðmunds- syni, Pétri Péturssyni o.fl. „Góðu minningar lifa einar hjá mér“, heitir viðtal við Ellert B. Schram, formann KSÍ. Margt fleira efni er í blaðinu, svo sem frétt af mótum og myndir frá ýmsum atburðum á knattspyrnusviðinu. ’ lceland Review Tímaritið Iceland Review er nýkomið út. (blaðinu eru mjög fallegar íslenskar litmynd- ir og greinar. Má nefna The Mountain That Left Its Mark eftir Pál Magnússon, en þar er minnst þess að 10 ár eru frá eldgosinu í Vestmannaeyjum, The Largest Lave Flow in Historical Times eftir dr. Sigurð Þórarinsson, en hann ritaði þessa grein um Skaftárelda 200 ára, skömmu fyrir dauða sinn. Björn Dag- bjartsson skrifar um íslenskan sjávarútveg, Don Brandt segir frá íslensku óperunni og íslensku sönglífi. Birt eru bréf til jólasveins- ins á Islandi og teikningar frá börnum, en Sóiveig K. Jónsdóttir hefur tekið saman. Haustmyndir, eða Reflections on Autumn eftir Pál Stefánsson eru fallegar myndir frá bæði óbyggðum og börg. Páll Magnússon skrifar frásögn af kvöldverði að Hótel Holti og fylgja þeirri grein myndir. Á forsíðu er hluti af listaverki eftir Gunnar Örn Gunnarsson, en grein er í ritinu um trúarlega og kirkjulega list á (slandi eftir dr. Gunnar Kristjánsson. Ritstjóri er Haraldur J. Hamar. "Ssgeir, Atli, Amór og hinir atvinnu- mennimir i knattspymu: Launin þeirra Bjarmi Bjarmi nóv-desblaðiðernýkomiðút. Bjarmi hefur komið út í 77 ár, ritstjóri hans nú er Gunnar J. Gunnarsson. Af efni í blaðinu má nefna Helgistundir á heimilum, sem er rit- stjóraspjall, þá jólahugleiðingu eftir sr. Ing- ólf Guðmundsson: Hann sem kemur. Síðari hluti skrifa sr. Jónasar Gíslasonar, dósents: Á Lúthersári: Siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther er í þessu blaði. Það er erindi, sem fiutt var á prestastefnu (slands í sumar. Samtal á aðfangadagskvöld eftir Olfert Ricard, Maðurinn sem leitaði að kærleikan- um eftir Wilheim Busch. Opnuviðtal með mynd ervið Kristínu Möller. Nefnist viðtalið: Trúin er besta gjöfin. Þá er Bréf frá Eþíópíu, sem er þáttur um starfið þar í landi og sömuleiðis fréttir frá Kenýu. í Wartburg heitir bókarkafli úr bók Ronalds Bainton um Martein Lúther, sem birtur er í blaðinu. Ýmislegt fleira efni er þar að finna. löþúsundki iysfð sem Setfossbúar vitja þegja yfir Samúel, desemberhefti er komið út. Þar er m.a. farið í heimsókn til Kanaútvarpsins og -sjónvarps- ins og skyggnst bak við útsendingu þar. Rædd er við Birgi Bragason, sem skrifaði söguna Höfuðpaurinn, er birtist í Samúel 1975. Nú þykir honum í meira lagi tortryggilegt, að rithöfundurinn William Golding hefur hlotið Nóbelsverðlaunin fyrir samnefnda sögu, sem birtst fyrir 30 árum! „Slysið" sem Selfossbúar hafa þagað yfir í meir en 3 mánuði heitir frásögn, sem hefst á eftirfarandi orðum: Það er oft sagt að á íslandi lifi fólk á kjaftasögum um náungann og er eflaust laukrétt. Hér kemur þó ein óvenjuleg undantekning sem sannar regluna. Ásgeir Tómasson fjallar um bókina Beðið eftir strætó eftir Pál Pálsson, höfund Hallær- isplansins. Grein er um íslensku atvinnu- mennina í knattspyrnu og milljónirnar sem þeir fá. Greint er frá Margréti Orlygsdóttur, 18 ára gamalli stúlku, sem tók þátt í milljón dollara keppni Penthouse, sem er nýlokið, í máli og myndum. Margt fleira efni er í blaðinu. FJkXl Faxi -7. tbl. 43 árg. er nýkomið út. Forsíðumynd- in er frá Minni-Vatnsleysu, en þar mun vera stærsti búrekstur sem um getur á Reykjanesi fyrr og síðar, og í blaðinu er viðtal við framkvæmdamanninn Þorvald Guðmunds- son eiganda búsins. Mynd er birt af minnis- merkinu „Litli sjómaðurinn" eftir Ragnar Kjartansson, sem Þorvaldur lét setja til minningar um þá sem sóttu sjóinn frá Minni-Vatnsleysu. Rakin er 50 ára saga Rafveitu Keflavíkur 1933-1983 í grein meðmörgum myndum. Jón G. Benediktsson skrifar um Mjólkurfélag Vatnsleysustrandarhrepps, og eru myndir frá fyrri dögum í greininni. Minningargrein er í blaðinu um Auði Bertu Sveinsdóttur, Pál S. Pálsson og Ingibjörgu Ólafsdóttur. Einnig er grein er nefnist „Gulla frænka", og grein er um Svavar Árnason sjötugan. Háaldraður heiðursmaður nefnist viðtal við Ólaf Ormsson, 90 ára eftir J.T. og fyrri hluti frásagnar Matthíasar Hallmannssonar „í kröggum á Sigló“. Fyrsti hluti Æviminninga Karls Guðjónssonar er í þessu blaði og margt fleira efni. flokksstarf Borgnesingar-Nærsveitarmenn Spilum félagsvist í samkomuhúsi Borgarness föstudaginn 16. des. kl. 20.30, síðasta kvöld í 3ja kvölda keppni. Framsóknarfélag Borgarness Reykjaneskjördæmi Framhalds kjördæmisþing Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi veröur haldiö að Hamraborg 5 í Kópavogi miðvikudaginn 14. des. kl. 20.30. Stjórnin. Jólaalmanak SUF Dregið hefur verið í jólaalmanaki SUF. Eftirfarandi númer komu upp: 1. des. nr. 2200 7 Hpq nr 1fi1R 13. des. nr. 5498 2. des. nr. 2151 3. des. nr. 4025 4. des. nr. 804. 5. des. nr. 9206 6. des. nr. 1037. 7. des. nr. 1613. 8. des. nr. 8173 9. des. nr. 406. 10. des. nr. 5912 11. des. nr. 4990 12. des. nr. 5944 Jólahappdrætti ins 1983. Framsóknarflokks- Dregið veröur í jólahappdrættinu á Þorláksmessu 23. þ.m. og drætti ekki frestað. Þeir sem fengið hafa heimsenda miða eru vinsamlega beðnir að gera skil sem fyrst. Greiða má skv. meðfylgjandi giróseðli í næsta pósthúsi eða peningastofnun og einnig má senda greiðslur til skrifstofu happ- drættisins Rauðarárstíg 18, Reykjavik. Jólavaka Freyju félags framsóknarkvenna í Kópavogi verður haldin fimtudag- inn 15. des. n.k. í Framsóknarhúsinu Hamraborg 5, Kópavogi kl. 20.35. Daskrá: 1. Ávarp formanns Unnar Stefánsdóttur. 2. Jólahugleiðing Rannveigar Löve. 3. Kór Kársnes- og Þinghólsskóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. 4. Uppiestur: Sigurveig Guðmundsdóttir. 5. Veitingar. 6. Sungin jólalög. Vökustjóri: Sólveig Runólfsdóttir. Gestir fundarins verða konur frá Seltjarnarnesi Mosfellssveit Garða bæ, Bessastaðahreppi og Hafnarfirði. Hittumst í jólaskapi. Stjórn Freyju. t Eiginmaður minn Hannes Arnórsson fyrrverandi simstöðvarstjóri í Sandgeröi andaðist á Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 11. des. f.h. barna og annarra vandamanna Anna Sveinbjörnsdóttir Eiginmaður minn Skapti Davíðsson trésmíðameistari, síðar bóndi, Útey, Laugardal, andaðist 11. desember í Borgarspítalanum. Marie Davíðsson. Útför eiginmanns míns og föður okkar Guðmundar Sigurðssonar frá Höfða Gnoðarvogi 68 fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 15. des. kl. 3 e.h. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm afþökkuö en þeim sem vilduminnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Málfríður María Jósepsdóttir og börn Kveðjuathöfn um Egil Jónsson, áður héraðslækni á Seyðisfirði, Baldursgötu 24 A, Reykjavík, fer fram miðvikudaginn 14. desember kl. 10:30 frá Nýju kapellunni í Fossvogi. Útförin ferfram frá Egilsstaðakirkju, föstudaginn 16. desember kl. 2 e.h. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Unnur Jónsdóttir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.