Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 JiJ ÍJ'.i' fréttir Brunamálastofnun samþykkir stórverslun í húsi Vörumarkaðar Ljónsins á Isafirdi: ■ Séð yfir hina nýju verslun, Vöruval, á neðri hæð Ljónsins á ísafirði. Ljósm. SV ■ Nýlega var opnuð stórverslun í húsi Vörumarkaðar Ljónsins s/f á Skeiði á ísafirði, en húsnæði þetta varð frægt í fyrravetur þegar Kaupfélagið á ísafirði festi kaup á því og hugðist opna þar stórmarkað. Kaupfélagið lét fara fram brunatæknilega hönnun á húsinu, sem fékk samþykki brunamálastjóra og um leið þá umsögn að ekki yrði fallist á tilslakanir. „Húsið verði ekki nýtt sem vörumarkaður nema brunavarnar- ákvæðum sé fullnægt að því marki, sem fram er sett í brunatæknilegri hönnun Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen". Kaupfélagið féll hins vegar frá kaupun- um þegar Ijóst var í hvílíkan kostnað þyrfti að leggja til að standast kröfur brunamálayfirvalda. Nú hefur það hins- vegar gerst að núverandi eigendur hafa opnað vörumarkað, og fengið leyfi Brunamálastofnunar, án þess, að dómi Kaupfélagsins, að hafa uppfyllt þær eldvamarkröfur sem Kaupfélaginu voro settar á sínum tíma. I bréfí Sambands íslenskra samvinnufélaga til Brunamála- stofnunar segir m.a. „ Að kröfur embætt- is yðar urðu þess valdandi að Kaupfélag- ið féll frá kauprétti á eigninni", og spurt er hvort embættið muni samþykkja ein- hverja tilslökun, frest eða undanþágu til vörumarkaðarins frá þeim kröfúm sem kaupfélaginu voru settar til að starfrækja þarna verslun. „Samvinnuhreyfingin væntir þess“, segir í bréfinu, „að sömu reglur verði iátnar gilda í þessu efni gagnvart öðrum.“ „Að minni hyggju er sú brunatækni- lega hönnun sem nýi eigandinn lét gera mun strangari en sú fyrri“ sagði Þórir Hilmarsson brunamálastjóri, „og það hefði verið misrétti að neita þeim um leyfi“. Þórir sagði að það sem nýja hönnunin hefði fram yfir þá gömlu væri sjálfvirkt vatnsúðunarkerfi, Sprinkel kerfi. Aðspurður um það hvort að kerfið væri ekki lélegra á meðan Sprinkel kerfið væri ekki komið upp, en nýi eigandinn fékk frest tjl 1. febr. að setja það upp, sagði hann svo vera, en á móti kæmi að húsið væri ekki að fullu tekið í notkun og eigandinn kostaði lögreglu- vakt allan sólarhringinn. Þá væri við- vörunarkerfi í húsinu og búið að ganga frá fullnægjandi flóttaleiðum á efri hæð, en verslunin er á tveimur hæðum, 1000 fermetrar á hvorri. Mörg dæmi eru fyrir því, sagði Þórir, að frestur væri veittur á uppsetningu vatnsúðunarkerfis t.d. væri það ekki komið í hluta nýja stórmarkað- ar, Miklagarðs. Heiðar Sigurðsson aðaleigandi Ljónsins, sagði að þeir hefðu öll leyfi á hreinu og fylgst hefði verið mjög grannt með gangi mála af brunamálayfirvöldum á ísafirði. Hann sagði að vatnsúðunar- kerfið hefði þegar verið pantað og væri væntanlegt til landsins um áramótin. Þá yrði drifið í því að setja það upp. Hin nýja verslun nefnist Vöruval. -BK Kristján hlaut stuðning borgarmála- ráðs ■ Borgarmálaráð Framsóknar- flokksins samþykkti einróma á fundi um helgina að styðja tillöguflutning þann sem Kristján Benediktsson hefur boðað varðandi lækkun álagningar- hlutfalls útsvara í Reykjavík svo og lækkun fasteigna- og aðstöðugjalda. Mun Kristján leggja tillögurnar fram í borgarráði á fundi þess í dag. Fjárhagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir árið 1984 verður til fyrstu umræðu í borgarstjórn á fimmtudag. -JGK Háskólatónleikar á morgun: Norræn þjóð- lög með jassívafi ■ Sfðustu Háskólatónleikarnir fyrir jól verða haldnir í Norræna húsinu á morgun, kl. 12.30. Guðmundur Ing- óifsson píanóleikari og Reynir Sigurðs- son víbrafónleikari leika saman „Nor- ræn þjóðlög með jassívafi." Þetta eru sjöttu Háskólatónleikarnir á vetrinum og verður þráðurinn tekinn upp að nýju eftir nýjár. -JGK ■ Skipuleg þyrping myndaðist í kringum jólatréð. gljTtt g' [!■ S5I Tgftðjj 1 ’ -TH ■ Þeir fullorðnu fá einnig bamsandlit. Tímamyndir Róbert ■ Kjamafjölskyldan mætt á staðinn. OSLÓARTRÉÐ AFHENTOG UPPÁKOMA JÓLASVEINA ■ Á sunnudaginn voru Ijós tendruð á þvi firoamikla jólatré sem Oslóborg gaf Reykjavíkurborg í tilefni jólanna, svo sem verið hefur mörg undanfarin ár. Mikill mannfjöldi var saman kominn á Austurvelli, þar sem trénu er árlega valinn staður og flutti forseti borgar- stjóroar í Reykjavík hið hefðbundna ávarp. Á eftir sneri mann fjöldinn and- litum að þaki Nýja Kökuhússins, en þar opinberuðu sig jólasveinar nýkomnir til borgarinnar, en nú líður senn að jólum. Gerðu þeir ýmislegt til að vekja kátínu viðstaddra, einkum barna, og tókst vel upp að dómi sérfræðinga, þ.e. yngstu var ótölulegur manngrúi mættur á stað- bamanna. Eins og sjá má á myndunum inn og skemmtu allir sér hið besta. -BK ■ Jólasveinamir höfðu engu gleymt..., en þeir höfðu heldur ekki lært neitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.