Tíminn - 13.12.1983, Side 18

Tíminn - 13.12.1983, Side 18
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 kvikmyndir Gamli Bond snýr aftur ■ SEGÐU ALDREI AFTUR ALDREI (NEVER SAY NEVER AGAIN). Leikstjóri: Irvin Kershner. Handrit: Lorenzo Semple jr. eftirsögu Kevin McClory, Jack Whittingham og Ian Ilemming. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrere, Kim Basinger. Sýnd í Bíóhöllinni. Þá er „gamli“ James Bond kominn á hvíta tjaldið á nýjan leik; Sean Conn- ery, sem gerði 007 heimsfrægan á sjöunda áratugnum, leikur þessa sögu- hetju Ian Flemmings enn á ný í „Segðu aldrei aftur aldrei", sem Bíóhöllin hóf að sýna fyrir helgina einna fyrst kvik- myndahúsa í Evrópu. Og þótt Connery sé að sjálfsögðu nokkru eldri en í £ w'' Sean Connery mundar byssuna í hlutverki James Bond „sígildum" Bondmyndum eins og „From Russia With Love“, „Goldfing- er“ og „Dr. No“, þá ber hann árin vel og er jafn harður í horn að taka og fyrr, á milli þess sem hann nýtur fagurra kvenna og Dry Martini. Það er stíll yfir kappanum, sem enginn annar „Bond“ hefur getað tileinkað sér; Roger Mo- ore fer allt aðrar leiðir í túlkun sinni á James Bond, og er forvitnilegt og auðvelt að bera þá saman en nýjasta Moorc-myndin er nú sýnd í Tónabíó. Irvin Kershner, sem hér mun eink- um þekktur fyrir að hafa leikstýrt „The Empire Strikes Back“, fór með leik- stjórn Connery-myndarinnar og ferst það vel úr hendi, leggur jöfnum hönd- um áherslu á Bond sem einstakling og hröð og spennandi átök. Efniviðurinn er skáldsagan „Thund- erball“ eða „Þrumufleygur", sem þeg- ar hefur verið kvikmynduð einu sinni. Nokkrum atriðum er breytt og atburð- arásin öll færð til nútímans, en megin- söguþráðurinn er sá sami. Það eru glæpamannasamtökin Spectre, sem Blokfeld (Max von Sydow) veitir for- ystu, sem James Bond á í höggi við. Hópur Spectre-manna undir stjórn Largós, sem Klaus Maria Brandauer leikur mjög vel, rænir tveimur kjarn- orkusprengjum úr fórum Bandaríkja- manna og reyna að beita vestrænar ríkisstjórnir fjárkúgun; hóta því að ef risafjárhæðum verði ekki komið til Spectre innan einnar viku, þá muni sprengjurnar verða notaðar með þeim hætti, sem koma muni vestrænum ríkjum afskaplega illa. Bond, sem hefur verið aðgerðarlítill undanfarin á vegna breyttra starfshátta í bresku leyniþjónustunni, er sendur í leit að Largó og sprengjunum. Leiðir þeirra ber brátt saman, og þeir reyna með sér með ýmsum hætti. Jafnframt kemst Bond illþyrmilega í kynni við hina fögru Fatinu (Barbara Carrera), sem er leigumorðingi Largós, og Domínó (Kim Basinger), sem fellur fyrir töfrum breska njósnarans. Það eru margir afbragðs spennukafl- ar í myndinni; strax í upphafi er reynt á þolrifin í 007 með eftirminnilegum hætti, og síðar á hann í höggi við útsendara Largós neðansjávar jafnt sem á þurru landi og eru þau atriði skemmtilega útfærð, hröð og spenn- I andi. Barbara Carrera vinnur ótvíræðan leiksigur í þessari mynd: Fatina hennar er óborganlegt sambland af fegurð og illmennsku. Connery hefur sjaldan verið betri, og Brandauer gefur hinum hálfbrjálaða glæpamanni Largó vissan sjarma, sem gerir persónuna eftirtekt- arverðari en van ja er í slíkum myndum. Það er vissulega gaman að hafa fengið gamla Bond á ný; það er eiginlega eins og að fá góðan kunningja í heimsókn úr langri útlegð. -ESJ. NÝKOMIÐ Furu-sófasett Furu-borðstofuhúsgögn Hjónarúm í miklu úrva/i Munið okkar hagstæðu greiðsiuskiimáia. /A a a a a a » ■ ■■ l-Ci; r JDUSÍ] I---= - Jón Loftsson hf. rT^i^FPTTWrn Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild — Sími 28601 blöd og tímarit TÆKNI Tækninýjungar er gefið út í 3000 eintökum til að byrja með, það er eingöngu selt í lausasölu, a.m.k. 1. tölublaðið. Setning og umbrot er unnið hjá Leturvali sf, filmugerð og prentun hjá Grafík hf en Bókhaldstækni hf í Reykjavík annast dreifmgu og auglýsing- ■*/ i wá . . JIHj....................I ra cr> 700 Ufknctýfunga': B.Ur - ViStndt - Tttkri Utmvnrt - fíug - fíafvindaiivk' - VtOsktpii ~ T&vvtfbkni - Skamtcœöi - Fpiektpfi - 1 &s2m } imipHpi lænningjr - VéUr cg ia<*i - Vcrklæei ~ VmnuvAUr - tfnoAirvéiar - Mæ.’itæk: ~ L/Osmynctun - Hvs ... Hugrfynitci aö nýjum fyrktækjum {iónaöt, þjónustuoQ vnmun NR.1,1983 Nýtt tímarit er komið út: „Tækninýjungar og annað ef ni á sviði tækni og vísinda“ Útgefandi er ráðgjafarfyrirtækið Stýring hf. í Reykjavík en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Léó M. Jónsson. Eins og nafnið bendir til fjallar tímaritið um tækni og vísindi. Það er ætlað fólki í atvinnulífinu um land allt og er alhliða upplýsingarit fyrir þá sem starfa við iðnað, verslun eða viðskipti. Áhersla er lögð á skýra framsetningu tækniefnis á eins einföldu máli og framast er unnt, efni er yfirleitt stutt og hnitmiðað. Fjölbreytni er því töluverð og sérstakur kafli með kynningu á tækninýjungum, þar sem fjallað er um vélar, efni, tæki, aðferðir og áhöld, ,á að auðvelda fólki að fylgjast með tækniþróuninni erlendis á flestum sviðum. Tímaritið Tækninýjungar kynnir einnig nýjungar sem innlend fyrirtæki setja á markaðinn, bæði vörur og þjónustu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að hafa þetta tímarit ódýrara en önnur, það kostar einungis 85 krónur í bókaverslunum og er efnismcira en gerist og gengur, 68 blaðsíður. had sem þú þarlt að vita om uppacttningu og kaup á hljdmtrakjum Kaupir þú magrara eftir útlíti? Samtenging hljömtækja gatur skapað vandrædí Hvernig fer fiuttningur sjónvarpsefnis um gerfíhnetti fram? Heimilistóivur-könnun- Rafeindastýrðar myndavélar SP-7000 spennugjafí lyrir jþig Rafeindin — Sérrit um rafeindaiðnað 3. tbl. 1. árg. af tímaritinu Rafeindin er komið út. Meða efnis í því er: Flutningur sjónvarpsefnis milli íslandsogannarra landa, grein eftir Fylki Þórisson. Þá er sagt frá ýmsum nýjungum á rafeindasviðinu í grein ' sem nefnist Nýtt á markaðinum. Rafeinda- stýrðar myndavélar kynnir Valur R. Jóhanns- son, og þá kemur grein sem nefnist: „Allt sem þig hefur langað að vita um kaup á hljómtækjum og uppsetningu þeirra en aldrei..." Margt fleira efni er í ritinu, sem gefið er út af Útgáfufélaginu Rafeind h.f. en ritstjóri og ábyrgðarmaður Steinþór Þóroddsson. Endurfundur - Endur- fundur 5 daga áætlunin 10 ára - efnir til Allsherjarendurfundar sunnudaginn 18. des- ember n.k. kl. 17:00 að Lögbergi, stofu 101, Háskóla íslands. Sigurður Björnsson læknir flytur erindi. Fjölmennum. íslenska Bindindisfélagið Kvikmyndir Sími 78900 SALUR 1 Jólamyndin 1983 Nýjasta James Bond myndin Segðu aldrei aftur aldrei (Never say never again) SEAN CONNERY JAME5BONDOO? Hinn raunverulegi James Bond er maettur aftur til leiks í hinni splunkunýju mynd Never say nev- er again. Spenna og grín í há- marki. Spectra með erkióvininn Blofeld verður að stöðva, og hver getur það nema James Bond. Eng- in Bond mynd hefur slegið eins rækilegaígegnviðopnuní Banda- ríkjunum eins og Never say never again. Aðalhlutverk: Sean Connery, Klaus Maria Brandauer, Barbara Carrera, Max Von Sydow, Kim Basinger, Edward Fox sem „M“. Byggft á sögu: Kevin McClory, lan Fleming. Framleiftandi: Jack Schwartzman. Leikstjóri: Irvin Kershner. Myndin er tekin í Dolby Sterio. Sýnd kl.3,5.30,9 og 11.25. Hækkaft verft. SALUR2 Skógarlíf og jólasyrpa af Mikka mús Einhver sú allrægasta grínrnynd sem gerft hefur verift. Jungle Book helur allstaðar slegið aðsóknar- met, enda mynd fyrir alla aldurs- hópa. Saga eftir Rudyard Kipling um hið óvenjulega lif Mowglis. Aðalhlutverk: King Louie, Mowgli, Baloo, Bagheera, Shere-Khan, Col-Hathi Kaa. Sýnd kl. 3,5 og 7. Seven Sýndkl. 9 og 11. SALUR3 LaTraviata Sýnd kl. 7 Zorroog hýrasverðið Sýnd kl. 3,5,9.10 og 11.05. SALUR 4 ' Herra mamma (Mr. Mom) Splunkuný og jalnframt frábær grínmynd sem er ein aððóknar- '" mesta myndin i Bandaríkjunum þetta árið. Mr. Mom er talin vera grinmynd ársins 1983. Jack missir vinnuna og verðut að taka að sér heimilisstörfin, sem er ekki beint við hans hæfi, en á skoplegan hátt kraflar hann sig fram úr þvi. Aðalhlutverk: Michael Keaton, Teri Garr, Martin Hull, Ann Jillian^ Leikstjóri: Stan Dragoti Sýndkl. 5,7,9 og 11. Svartskeggur Disneymyndin fræga Sýnd kl. 3

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.