Tíminn - 13.12.1983, Qupperneq 7

Tíminn - 13.12.1983, Qupperneq 7
ÞRIÐJIIDAGUR 13. DESEMBER 1983 97 ára öldungur prjónar jólagjafirnar sínar: Sjötíu treflar skulu það vera ■ Hann William Dunstan situr ekki auðum höndum, þó að hann sé orðinn 79 ára. Þessa dagana er hann önnum kafinn við að prjóna trefla. Treflana ætlar hann að gefa fjölskyldu sinni í jólagjöf, og þar sem hún er í vænna lagi, dugir honum ekki minna en 70 stykki. WiUiam á heima í Kanada, en er fæddur á St. Helene h'tUIi eyju á Ermarsundi. Hann var ekki nema 15 og hálfs árs gamaU, þegar hann gekk í breska herinn og barðist i Búastríðinu (1899- 1902), auk þess sem hann gegndi herþjónustu í Indlandi. Og það var einmitt á meðan á Indlands- dvölinni stóð, að hann lærði að prjóna, og reyndar að sauma krosssaum líka. Lærímeistararn- ir voru félagar hans í hernum. Til Kanada flutti WiUiam 1912. Þar giftist hann og eignað- ist 15 böm með konu sinni, þar af era 11 á lífi. Hjónabandið entist á meðan bæði lifðu, í 72 ár, en síðan kona hans dó, fyrír tveim árum, býr WiUiam einsam- all. Hann er þó aldrei einn, fjölskylda hans sér til þess. Það kemur sér því vel núna fyrir WiIIiam að eiga stóra fjölskyldu. William Dunstan er ánægður með lífið og tilveruna og segist mest hlakka tU að halda upp á 100 ára afmæUð sitt! ■ WiUiam Dunstan sækist prjónaskapurinn vel, enda þrælvanur. Vonandi hefur hann lokið ætlunarverki sínu fyrir jólin, að prjóna 70 trefla, en þeir voru orðnir 57, þegar við síðast vissum, sem lágu tilbúnir til gjafa. hlaðið ofan á sig. Þetta reyndist síðan vera mun meira verk en ég hafði gert mér grein fyrir í upphafi en þegar maður var kominn af stað á annað borð magnaðist þrjóskan sífellt. Eg hef aðallega leitað mér heimilda í prestþjónustubókum og skiptabókum Árnessýslu. Einnig hef ég stuðst við manntöl og jörðunum er raðað í bókinni eins og í manntalinu 1801. Síðan hef ég aflað mér víða fanga, meðal annars komist í ættartölu- pésa sem eru til ótrúlega víða ofan í skúffu og eins hef ég notað minningagreinar í dagblöðunum svo nokkuð sé nefnt. Svona rit er ákaflega við- kvæmt fyrir villum og í rauninni eru þau ekki fuliunninn fyrr en þau hafa komið út endurskoðuð svona tvisvar- þrisvar sinnum. Það eru ýmsar ástæður fyrir hugsanlegum villum, t.d. ber heimildum oft ekki saman en ég skora á þá sem verða varir við missagnir og villur í þessu fyrsta hefti að láta vita strax svo hægt sé að leiðrétta það í næstu út- gáfu. í viðbót við heimildasöfnunina hef ég reynt að grafa upp myndir af sem flestum ábúendum og bæjum. Það er alveg ótrúlega mikið til af gömlum myndum, vandinn er að finna þær. Það er því ekki síðri vinna fólgin í að afla þessara mynda en leita að skriflegum heimildum." - Er áhugi á ættfræði að aukast hérlendis? „Mér finnst það. Það eru bísna margir að gramsa í ættfræðinni og það hefur fjölgað til muna í Ættfræðifélaginu undanfarin ár. Annars er þetta rit ekki ættfræði- rit í þeim skilningi því það er ekki hægt að rekja ættir ábúend- anna, það hefði verið allt of yfirgripsmikið. “ - Nú gefur þú þetta verk út sjálfur. Er það ekki kostnaðar- samt? „Það er óneitanlega dýrt fyrir- tæki að standa í svona útgáfu og maður er fljótandi í víxlasúpunni þessa stundina. Annars hafa undirtektir verið mjög jákvæðar og ég er bjartsýnn um að ná fyrir kostnaði þegar yfir lýkur. Seinna heftið er síðan til í handriti og ég vona að undirbúningur þess geti hafist strax eftir áramótin." -GSH ■ TVEIR ráðherrafundir á vegum Nató voru haldnir í Brussel í síðustu viku. Fyrst héldu varnarmálaráðherrar að- ildarríkjanna fund, en síðan utanríkisráðherrarnir. Það er venja, að slíkir fundir séu haldnir í byrjun desember ár hvert. Oftast beinist meiri athygli að fundi varnarmálaráðherranna. Það stafar ekki aðeins af því, að hann er haldinn á undan, heldur engu síður hinu, að þar er mörkuð afstaða aðildarríkjanna til varnarmálanna og.utanríkis- ráðherrafundurinn gerir yfirleitt ekki annað en staðfesta niður- stöður fundar varnarmálaráð- herranna í þessum efnum. Að þessu sinni beindist athygl- in miklu meira að fundi varnar- málaráðherranna og raunar mun meira en oftast áður. Ástæðan fyrir þessu var sú, að augljóst var að þar yrði tekin afstaða til þeirrar stöðu, sem hefur skapazt við það, að hafin er uppsetning bandarískra með- aldrægra kjarnaeldflauga í Evr- ópu og að Rússar hafa í mót- mælaskyni hætt viðræðum við Bandaríkin um takmörkun með- aldrægra eldflauga í Evrópu. Eins og kunnugt er, hefur uppsetning eldflauganna sætt mikilli mótspyrnu í Vestur-Evr- ópu. Mesta mótspyrnu hafa flokkar sósíaldemókrata veitt, en þeir hafa litið svo á, að ■ Caspar W. Weinberger á fundi varnarmálaráðherra Nató Bríissel. um meðaldrægu eldflaugarnar hefjist að nýju, enda væru þær tilgangslausar, ef afstaða Nató verður sú sama og var hjá Bandaríkjunum meðan viðræð- urnar fóru fram, en fundur varn- armálaráðherranna lýsti fylgi sínu við hana. Að einu leyti tók Weinberger varnarmálaráðherra tillit til af- stöðu ríkisstjórnanna í Vestur- Evrópu. Á fundum varnarmála- ráðherranna síðustu árin hefur verið lögð áherzla á, að aðildar- ríkin ykju framlög sín til varnar- mála um 3% árlega, umfram þær hækkanir, sem verða vegna verð- bólgu. Ríkin í Evrópu hafa langflest ekki framfylgt þessum óskum og samkomulag varð um það nú að minnast ekki á þetta. Þá bar talsvert á þeirri gagn- rýni evrpósku ráðherranna, að það færi mjög í vöxt, að allur vopnabúnaður Nató væri keyptur í Bandaríkjunum og væri þetta mjög óhagstætt Evr- ópu fráefnahagslegusjónarmiði.' Hér þyrfti að komast á verka- skipting og meira af vopnabún- aði að verða framleitt í Evrópu. Weinberger mun að einhverju leyti hafa tekið undir þetta sjón- armið. Til staðfestingar á því kom Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna við í Bonn áður en hann fór á utanrikisráðherra- Weinberger réd ferðinni á Natófundunum í Brussel Carrington líklegur til að reynast betur en Luns ■ Genscher utanríkisráðherraVestur-Þýzkalands og Shultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna við undirrítun samningsins í Bonn um gagnkvæm vopnakaup. samningaleiðin hafi ekki verið reynd til þrautar og því ætti að fresta uppsetningu bandarísku eldflauganna um skeið og halda áfram viðræðum á meðan. Margir væntu þess, að á fundi varnarmálaráðherranna yrði komið til móts við þetta sjónar- mið og þannig reynt að draga úr mesta ágreiningi, sem risið hefur hjá stuðningsflokkum að- ildarinnar að Nató. Á þennan hátt væri það líka látið koma skýrt í ljós, að ekki stæði á Natóríkjunum að hefja viðræður að nýju. Einkum var rætt um tvo mögu- leika í þessum efnum. Annar var sá að láta nægja að sinni að nokkrar eldflaugar höfðu verið fluttar til Evrópu, en þær yrðu ekki settar upp meðan viðræður færu fram. Hinn var sá, að viðræðurnar um takmörkun meðaldrægra eldflauga væru látnar falla undir viðræðurnar um langdrægar eld- flaugar, en þessar viðræður risa- veldanna hafa farið fram aðskild- ar. ÁÐU R en fundur varnarmála- ráðherranna hófst höfðu ýmsar ríkisstjórnir í Vestur-Evrópu lát- ið í ljós, að þessar hugmyndir bæri að taka til íhugunar á fundi varnarmálaráðherranna. Þetta mun líka hafa verið gert, en þar kom fljótt í Ijós og hafði raunar komið í ljósfyrirfundinn, að Bandaríkjastjórn hafnaði báðum þessum leiðum. Hún vildi hafa stöðuna óbreytta. Haldið yrði áfram uppsetningu eldflaug- anna samkvæmt áætlun, en jafn- framt boðizt til að hefja hvenær sem væri áframhaldandi við- ræður um takmörkun meðal- drægu eldflauganna. Jafnframt vildi Bandaríkja- stjórn fá yfirlýsingu um, að hún hefði gert sitt ýtrasta í viðræðun- um til að ná samkomulagi. Niðurstaðan á fundinum varð sú, að fallizt var á öll þessi sjónarmið Bandaríkjastjórnar. Weinberger varnarmálaráðherra hefði því með fullum rétti getað sagt eftir fundinn, að hann hefði komið , séð og sigrað. Farið var að öllu leyti eftir ráðum hans. Ljóst er af þessu, að ágreining- urinn, sem risið hefur milli stuðningsflokka aðildarinnar að Nató um afstöðuna til eldflauga- málsins, mun haldast áfram og sennilega aukast. Það er einnig Ijóst af þessu, að litlar líkur eru á, að viðræðurnar fundinn í Brússel og undirritaði samning um gagnkvæm kaup á vopnum. Niðurstöður fundar varnar- málaráðherranna virðast helzt þær, að þar hafi ríkt meira andi kalda stríðsins en spennuslökun- ar og frekar séu nú horfur á að sepnnan milli risaveldanna auk- ist en að það dragi úr henni. EFTIR þessa niðurstöðu á fundi varnarmálaráðherranna, var ekki búizt við verulegum tíðindum á fundi utanríkisráð- herranna, enda myndi hann að miklu leyti bergmála fund varn- armálaráðherranna að venju. Sú varð líka að mestu leyti raunin. Þá gerðu ýmsir sér nokkrar vonir um það, að á fundi utanrík- isráðherranna yðru ræddar ieiðir til spennuslökunar á öðrum sviðum, eins og t.d. í viðskipta- málum, og höfðu menn helzt í huga að Bandaríkin felldu niður refsiaðgerðir gegn Póllandi, enda þjóna þær ekki orðið öðrum tilgangi en þeim, að pólska stjórnin getur kennt Bandaríkjunum um hve illa gengur í efnahagsmálum og því sé erfiðara að veita verkalýðsfé- lögunum tilslökun. Eðlileg er því sú afstaða Walesa að skora á Bandaríkin að fella refsiaðgerð- irnar niður. Það kom fram á blaðamanna- fundi, sem Bandaríkjamenn héldu, að refsiaðgerðunum yrði ekki aflétt að sinni. Eitt gerðist þó á utanríkisráð- herrafundinum, sem getur glætt vonir um að meira verði gert til spennuslökunar af hálfu Nató en að undanförnu. Ákveðið var að Joseph Luns léti af störfum sem framkvæmdastjóri Nató á miðju næsta ári, en við starfinu tæki Carrington lávarður, sem var utanríkisráðherra Breta 1979-1982. Þau mannaskipti eru vafalítið til bóta. Luns er lítill diplómat og mikill haukur, en Carrington hefur reynzt laginn samningamaður og nýtur miklu meira álits en Luns. Þórarinn £7 Þórarinsson, k J ritstjóri, skrifar iNrifl

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.