Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 2
2 O' | 4 I- / I f 'U'í 4 . /l'/'' ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 ■ ■ ■ Bragðað á réttunum. Konurnar heita f.v. talið: Sigríður Nikulásdóttir, Sigríður Thorlacius, Margrét Guðmundsdóttir, Áslaug Sigurgrímsdóttir, kennari, Hjördís Þórðardóttir, Steinunn Jónsdóttir, Helga Sveinsdóttir, Ásthildur Helgadóttir. JOLAÁBÆTISRÉmRNIR ■ Ég leit inn í Hússtjórnarskóla Reykjavíkur í síðustu viku, en þar stóð yfir stutt námskeið í gerð ábætisrétta. Áslaug Sigurgrímsdóttir, hússtjórnar- kennari, leiðbeindi þar um gerð Ijúffengra rétta, sem gaman væri að hafa á jólaborðinu og því fékk ég hjá henni uppskriftirnar og birtast þær hér með. - AKB. Sherry- coctailbúðingur 5 blöð matarlím 3egg 75 g sykur 3 dl. rjómi 25 g möndlur 25 g súkkulaði 25 g cocktailber }A dl sherry Matarlímið er lagt í bleyti. Rjómi þeytt- ur, súkkulaði, cocktallber og möndlur saxað. Egg og sykur þeytt, matarlím brætt yfir gufu, kælt með sherry, blandað í eggin (hrært með sleikju). Þegar eggin fara að þykkna, er rjóminn settur í ásamt coctailberjum, súkkulaði og möndlum. Þegar búðingurinn er kaldur er hann skreyttur með rjóma og cocktail- berjum. Ananasbúðingur 4 blöð matarlím, 2egg, 50 g sykur, V\ dl rjómi, 1 dl ananassafí, I lítil dós ananas, 1-2 matsk. sítrónusafí. Sama aðferð og með sherry- coctailbúð- ing. Appelsínuhrísgrjón 1 Vi dl hrísgrjón, 3 dl vatn, 3 appelsínur, 4-5 msk. sykur, 1 Vi dl rjómi, vanilludropar, Hrísgrjón og vatn soðið í 18 mín. Grjónin kæld og appelsínur síðan saxað- ar smátt og sykri stráð yfir. Rjóminn þeyttur og öllu blandað saman. Bragð- bætt með vanillu. Skreytt m/þunnum appelsínusneiðum. Sveskjukaka 250 g sveskjur, möndlur eða marsipan, rifínn sítrónu börkur, 3egg, 15 g sykur, 2 Vi dl rjómablanda, Sveskjurnar lagðar í bleyti og steinar fjarlægðir. Mandla eða marsipan er svo sett í staðinn. Sveskjurnar settar í eldfast mót. Sykur og egg þeytt saman og rjómablandi blandað sjaman við. Rifnum sítrónuberki dreift yfir sveskj- urnar og eggjablönduni heilt yfir. Bakað við 150-170 gráður C. þar til eggin hafa hlaupið. Sveskjukakan er borin fram heit með þeyttum rjóma. Súkkulaðibúðingur 3 egg, 2 msk, sykur, 3 dl rjómi, 100 g súkkulaði Súkkulaðið er brætt yfir gufu, (athugið að hitinn fari ekki yfir 50 gráður.) Rjóminn er þeyttur og egg og sykur þeytt, öll blandað saman. Búðinginn má nota í kökukrem og þá eru sett 2 blöð af matarlími út í. Einnig er gott að setja í perubita. Triffle Vi 1 mjólk, 1 msk. sykur, 1 msk. maisenamjöl, 2 eggjarauður, 1 tsk. vanilla, 2 blöð matarlím, IVi dl. rjómi, Vi eða V\ dós jarðarber eða í álíka magn af frystum berjum, 1 pk makkarónukökur og/eða 50 g marsipan, 1 —2 dl sherry og jarðarberjasafí. Hitið mjólkina að suðu. Leggið matar- límið í kalt vatn. Hrærið sykri, mjöli og eggjum saman í skál. Blandið mjólkinni saman við. Hellið aftur í pottinn, hitið að suðu, hrærið stöðugt í. Takið matarlímið úr vatninu og látið saman við heitt kremið, ásamt vanilludropum. Kælið. Skerið marsipanið í bita og látið það í skál ásamt makkarónukökunum, jarðar- berjum og sherry - jarðarberjablönd- unni. Blandið þeyttum rjóma saman við vanillu kremið, þegar það er að verða kalt, hellið því yfir jarðarberjablönduna í skálinni. Skreytt m/þeyttum rjóma, jarðarberjum og rifnu súkkulaði. Eplapæ 11/2 bolli hveiti 120 g kalt smjör }A tsk. salt 3 matsk. kalt vatn 4-5 epli 2 tsk. kanilsykur Vi-1 dl rúsínur 25 g hnetur smjörbitar Skerið smjörið í hveitið. Blandið salti út í. Hellið vatninu út í og hrærið með gaffli, þar til allt er rakt. Hnoðið lauslega saman. Skiptið deiginu í tvo parta, annan áðeins stærri. Fletjið stærri hlut- anum út og_ setjið hann í botninn á pæformi, klæðið einnig barma mótsins. Eplin eru hreinsuð, skorin í báta og látið ofan á deigið. Rúsínur, hnetur, kanel- sykur og smjörbitar sett yfir. Síðast er svo minni deighlutinn settur yfir. Bakið í neðstu ofnrim við 200 gráður á C., þar til pæið er ljósbrúnt. Borið fram volgt með ís eða þeyttum rjóma. ■ Áslaug Sigurgrímsdóttir, hússtjórnarkennari, og á borðinu eru ábætis- réttir, neðst á myndinni er sveskjukakan, þá ananasbúðingur, eplapæ og súkkulaðibúðingur, i skálinni á milli kertanna er Sherry-cocktailbúðingur og efst triffle og appelsínuhrisgrjón. ■ Hvernig skyldi nú sveskjukakan bragðast?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.