Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 „Voldugar myndir, dýrlegri en allt sem heiðinni Róm tókst að skapa” - Aðeins myndirnar sjálfar geta gefið réttar hugmyndir um þetta, því að hér er ekki aðeins um að ræða áhrif í efnisvali og efnismeðferð, heldur líka í málara- tækninni sjálfri. Renisansihreyfingin kom ekki einungis með nýjar hugsanir, sem kröfðust þess að fá rúm í listum og vísindum, heldur lagði hún jafnframt til nýjar, tæknislegar aðferðir til þess, að hægt væri að gera þessa hluti, svo að af bæri og úr skæri. - í Flórenz kemst Rafael í snertingu við líf Renaisansi- hreyfingarinnar, þar sem hjartsláttur þess var örastur. Leonardo er þá að stíga tind gáfna sinna og fjölhæfni, og sá sjóndeildarhringur, sem hann átti, var víðari en veröldin þekkti á þessum tíma. Það virðist vart hafa verið það starf til, sem hann gat ékki leyst af hendi. Auðvit- að var hann einnig málari. Að vísu eru þau verk, sem til vor eru komin frá hans hendi, fá, og þau frægustu eins og Mona Lisa ófullgert og Kvöldmáltíðin, stórskemmt, en þeim dómi verður þó ekki hrundið með sanngjörnum rökum, sem samtíðarmenn hans og eftirtíminn dæmdi honum, að hann hefði verið einn snjallasti málari heimsins, þótt okkur skorti nú sönnunargögn til að staðfesta hann. - Áhrif Leonardos á Rafael eru augljós, sérstaklega í Madonnu myndum hans frá þessum tíma. Það er fyrir áhrif frá Leonardo, að Rafael lætur guðsmóð- urina vera úti við, úti í náttúrunni, og Jesú-barnið við hlið hennar, en ekki í fangi. - Það var tæknin, sem var hin sterka hlið Leonardos, hin raunsæja tækni: láta það, sem myndin á að sýna vera eðlilegt, raunsætt um leið og það er myndlegt. Hann leggur jafnframt teikn- ingunni og byggingu myndarinnar meiri áherzlu en áður þekktist á Ijósið og skuggann, það, er í hinu raunverulega lífi gefur öllum hlutum, dauðum og lifandi, þann svip, sem þeir hafa fyrir augum vorum. Leonardo ritaði margar greinar um þessa tækni og kynnti mönnum hana. Rafael lærði hana, og það er hún fyrst og fremst, sem gerir myndir hans „eðlilegar“ eins og það er kallað: að hann skírskotar greinilegar og skiljanlegar til veruleikans en ella. Það dylzt ekki, að Rafael hefur komizt undir sterk áhrif frá byggingarlist (arkitektúr). í myndunum notar hann hana hvað eftir annað sem grundvöil, og aðalatriði myndanna eru oft undirstrikuð með henni. Það má telja líklegt, að vinur hans Baccio d’Agnolo byggingarmeistar- inn, hafi fyrst opnað honum þá sýn. Annars var byggingarlistin óskabarn þess tímabils. - En sérhvert tímabil „hefur sinn dóm með sér“. Renisansi- tíminn átti sínar veiku hliðar. Glaðværð sú og léttlyndi, sem var einkenni hans, varð oft að hinni mestu lausung og léttúð, og þetta varð að lokum menningu og manndómi tímabilsins að falli. Það var því eðlilegt, að margir gáfuðustu og snjöllustu menn hneigðust til heimsflótta og alvörugefni. Svo fór Fra Bartolomeo. Hann leitaði harmléttis í munkdómin- um. Alvara hans og innileiki hafði djúptæk áhrif á Rafael. Hin sterka tilfinning hans fyrir því „religiösa", því sem er helgara en állt það, sem mannsins > •/" ■ Plató og Aristóteles, V y. j| er, „það, sem augað ekki sá, og eyrað ekki heyrði og ekki kom upp í hjarta nokkurs rnanns" - varð Rafael nauðsyn- legt og hollt mótvægi gegn því „heims- lega“ (profana), sem umhverfið var fullt af. - Mynd sú, sem hér birtist undir nafninu: Ansidei madonnan, kennd við ætt þá, sem hún var máluð fyrir, sýnir glöggt átökin þar á milli. Bygging mynd- arinnar er profan, heyrir þessum heimi til, og í fljótu bragði gæti manni virzt h'arla lítið „religiöst" í henni. En sé betur að gáð, hlýtur kjarni myndarinnar að taka á sig „religiöst" mót. Jóhannes skírari, til vinstri, ber á sér öll einkenni hins siðastranga meinlætamanns, og hinn heilagi Nikulás, til hægri, er, - þrátt fyrir sinn veraldlega klæðaburð, holdi klædd ímynd sálarróseminnar, sem, að- eins fæst við lestur hinnar heigu bókar, sem hann heldur á, Biblíunnar. En svipur guðsmóðurinnar, er eins konar samnefnari allra „religiösra" tilfinninga. Þar er allt litið frá hærra sjónarsviði, eins og hún er sett ofar í myndfletinum; innri barátta meinlætamannsins og sælubros dýrlingsins setja ekki mörk í andlits- drættina, heldur hrein og máttug alvara. Hún er guðsmóðir (Þeotokos), og hið hverfula, svo sem gleðin og sorgin ná ekki til hennar, heldur það eitt, sem varir að eilífu. ★ Þríðja og síðasta tímabilið í málaralist Rafaels hefst með Rómardvöl hans. Þar kynnumst við þeim Rafael, sem allar kynslóðir eftir hans dag hafa dáð og munu dá, þeim Rafael, sem kemur dag 'í 3~' Kaupfélag Vestur-Barðstrendinga Patreksfirði - Tálknafirði - Bfldudal - Krosshotti Sendir öllum viðskiptavinum, starfsfólki svo og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsœlt komandi ár Þökktim gott samstarf og viðskipti á liðnum árum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.