Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 8
8 5-1 SiiiJii* ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 V OG IIM LEIÐ OPNAÐIST ÞAKIÐ þjáninga og hef verið vinnufær að mestu síðan.“ „Ég hef ekki orðið fyrir víðtækri reynslu á dulrænu sviði. Ég skal þó segja með örfáum orðum frá einu dæmi sem mér þykir mikilsvert. Ég var farinn að fá verk fyrir brjóstið ef ég hreyfði mig dálítið og var hann að magnast. Ég var orðinn dálítið hræddur við þetta og var farinn að ráðgera að leita læknis. Þá gerist kraftaverkið eina nótt í svefni. Mér finnst ég vera kominn inn á mjög stóran spítala. Þar sé ég lækna og hjúkrunarfólk í hvítum sloppum ganga um og eiga við fólk. Mér virðist einhver dýrðarljómi yfir öllu þama. Ég verð smeykur og feiminn og ætla að reyna að komast út, en sé engar útgöngudyr, en það skipti engum togum. Ég er tekinn upp á borð, klipinn og kreistur, farið höndum um mig allan, mér líður óskap- lega illa, enda þekkti ég engan þama. Pað skipti engum togum, ég vakna svo upp úr þessu, feginn að losna úr pynting- unum. Ég var bullsveittur eins og dreg- inn upp úr vatni, en létt fyrir brjósti, og Fjórir menn af hverjum tíu hafa einhvern tíma leitað til þess fólks sem segist reyna að hjálpa sjúkum með bænum sínum og hugarkrafti eða með sambandi við vemr annars heims. Níu af hverjum tíu svarenda töldu slíka aðstoð hafa orðið til nokkurs gagns, um þriðj- ungur manna mjög til gagns. Aftan á spurningalistanum sem við sendum út var auð síða þar sem fólk var beðið að skýra frá dulrænni reynslu sem það kynni að hafa orðið fyrir, en ekki hafði verið spurt um í spurningunum. Nokkrir fundu hvöt hjá sér til að lýsa lækningum sínum á þessari síðu. Þar sem nokkur vandi var að velja tvær eða ■ Hver er reynsla íslendinga af huglækn- ingum? Þeirri spurningu var reynt að svara í könnun á dulrænni reynslu íslendinga, trúar- viðhorfum og þjóðtrú, sem Erlendur Haralds- son stjórnaði og gerði grein fyrir í sérstakri bók, sem kom út árlð 1978 hjá Bókaforlaginu Saga. Hér verður vitnað til nokkurra atriða úr þeirri skýrslu að því er snertir reynslu landans af hugtækningum. þrjár úr sem dæmi var ákveðið að birta allar þær frásagnir sem heillegar vom. Þá er ekkert undan dregið og lesendur fá rétta myrfd af þessum lækningafrá- sögnum. „Ég veiktist i baki allhastarlega, þann- ig að annar fóturinn var farinn að lamast. Ég leitaði læknis hér í bæ, en árangur var h'tiil sem enginn. Ég svaf ekki fyrir kvölum í ca. 10 daga, nema fáar mínútur í senn. Kona mín dreif mig til konu. Eftir bæn hennar og samband við framandi veru sem mun vera læknir fór mér að batna. Fyrstu nóttina eftir viðtalið svaf ég í 5 klukkustundir án Niðurstöður viðtalskönnunar Hvers konar sjúklingar voru það sem fengu bata? Höfðu þeir verið lengi veikir? Voru þeir í venjulegri læknis- meðferð? Hvaða aðferðir voru um hönd hafðar við hina andlegu lækningu? Var árangur mismunandi eftir huglækn- ingum og aðferðum sem þeir notuðu? Voru þetta aðallega andalækningar eða bænalækningar eða eitthvað enn annað? Hve varanlegur var batinn? Var þeim lækni sem stundaði sjúklinginn sagt frá því að leitað var til huglæknis? Hafði læknirinn sagt nokkuð um batann? Hver var trú viðkomandi á huglækningu áður en hann leitaði til huglæknis? Var nokk- urt samband milli eftirvæntingar um bata og þess bata sem viðkomandi taldi sig hljóta? Var batinn háður því hvort menn fóru af eigin hvötum, fyrir tilmæli . annarra eða hvort annar maður talaði við huglækni? Ákveðið var að leita svara við spurn- ingum þessum og mörgum fleiri. í því skyni var framkvæmd viðtalskönnun við fólk sem þátt tók í frumkönnuninni og leitað hafði til bæna-eða huglækna. Vegna kostnaðar urðum við að tak- marka þessa könnun við íbúa Reykja- víkur þótt úrtakið yrði þar með svo lítið að marktækar niðurstöður yrðu senni- lega fáar. Sá sem þetta ritar samdi lista yfir þau atriði sem óskað var upplýsinga um. Þá var haft nokkurt samráð við landlækni við endanlega gerð spurninga- lista sem viðtölin voru byggð á. Örn Ólafsson sálfræðinemi vann við að taka viðtölin og tók þau flest veturinn 1976- 77. Mörg þeirra voru hljóðrituð. Viðtöl voru átt við 100 manns sem er 75% þeirra 134 svarenda búsettra í Reykjavík sem höfðu sagst hafa leitað til bæna- eða huglækna. Ekki náðist í 17. 7 neituðu samvinnu, 3 voru dánir, og 7 höfðu misskilið spurninguna þannig að annar en sá sem spurður var hafði leitað huglæknis fyrir einhvem honum náinn. Fyrst nokkrar almennar niðurstöður. Rúmur h^lmingur (55%) freginna hafði einungis leitað huglæknis fyrir sjálfan sig, þriðjungur fyrir aðra og 12% fyrir bæði sjálfa sig og aðra. Helmingur þessa fólks hafði aðeins leitað til eins huglækn- is, en aðeins 7 (sama og 7%) til fleiri en þriggja. Helmingur tilfellanna var eldri en 10 ára og 28 yngri en 5 ára. Um heilsufar þessara hundrað sjúklinga sem könnunin náði yfir má segja að um fimmtungur lá á sjúkrahúsi, 35 voru óvinnufærir heima, en 45 sóttu vinnu sína. í flestum tilvikum, eða 62, hafði sjúklingur þjáðst af sjúkdómi sínum í ár eða lengur. í aðeins 17 tilvikum höfðu veikindin aðeins staðið í nokkra daga eða vikur. Mikill meirihluti þessa fólks, eða 80%, var í læknismeðferð, en aðeins í 11 tilfellum var meðferð hjá lækni hætt eftir að leitað hafði verið tií huglæknis. Meðal huglæknanna bar mest á þremur, þeim Ragnhildi Gottskálksdótt- ur, Einari Jónssynifrá Einarsstöðum, og Sesselíusi Sæmundssyni. Alls var getið um 18 manns sem höfðu sinnt þessum sjúklingum. Tíðast var meðferðin fólgin í hjálp sem fengin var „að handan" fyrir miðilssamband (ekki nauðsynlega trans- miðils“). Næsttíðast, en um helmingi sjaldnar, var meðferðin fólgin í bæn, en oft fór bæn og miðilssamband saman. Handayfirlagning eða einhvers konar líkamleg meðferð var fátíð, aðeins 7 slík tilfelli. 115 tilvikum var ekki vitað hvaða aðferð hafði verið notuð, langtíðast vegna þess að huglæknir var aðeins beðinn fyrir sjúklinginn og hitti hann aldrei. Hver var svo árangurinn af að leita hinnar andlegu lækningar? 40 töldu sig hafa hlotið fullan bata af huglækning- unni, 14 verulegan, 18 nokkum, en 28 engan bata. Af þeim 72 sem hlutu einhvern bata kváðu 60 batann hafa haldist til þess dags þegar viðtal fór fram, aðeins í 7 tilvikum var um skamm- vinnan bata að ræða. Af þessum 10 manna hóp töldu 77 það hafa verið gagnlegt að leita huglækningar, og er tala heldur lægri en fram kom í fmm- könnuninni, en þar höfðu 91% talið gagnlegt að leita huglæknis. Fyrirfram höfðu 15 gert sér mjög jákvæðar vonir um árangur af huglækningu, 41 gert sér jákvæðar vonir, en 44 ekki gert sér neinar vonir um árangur af huglækningu áður en til hennar kom. Nú skulum við athuga hvort bati sjúklings kann að vera kominn undir því til hvaða huglæknis hann leitaði, hvaða meðferð notuð var, hvaða vonir hann gerði sér fyrirfram um bata og eins hvort batinn virtist háður því hve lengi veikindi mannsins höfðu staðið og af hvaða sjúkdómi hann þjáðist. Enginn marktækur munur er á meint- um bata og meðferð sem huglæknír hefur notað. Hins vegar hefur það skipt máli hvaða huglæknir hefur sinnt sjúkl- ingnum. Samanburður milli einstakra huglækna er þó næsta marklítill þar sem svo fá tilfelli eru á hvem þeirra og kunna að vera næsta ólík hjá hinum ýmsu huglæknum. Ekki virtust þeir sem meiri trú höfðu á huglækningunni fremur fá bata en þeir sem engar vonir byggðu á henni. Það er reyndar lítilsháttar tilhneiging í þá átt, en hún verður ekki marktæk, eins og það er nefnt á tölfræðimáli, sem þýðir að sennilega hefur sú niðurstaða fengist fyrir tilviljun. Viðhorf til dulrænna fyrirbæra virtist engu valda um það hvort menn hlutu bata af huglækningu eða ekki. Þess konar bati kom jafnt hvort sem menn trúðu lítið eða mikið á tilvem dulrænna fyrirbæra og samband við látna. Hins vegar var veruiegt samband milli trúar manna og þess bata sem þeir töldu sig hljóta. Þeir sem höfðu orðið fyrir trúar- legri reynslu, lásu í Biblíunni og voru nokkuð eða mjög trúaðir, höfðu í ríkara mæli en aðrir menn hlotið bata af völdum huglækninga. Þótt hinir trúuðu yrðu fremur fyrir huglækningu en aðrir var það þó alls ekki þannig að hinir trúlitlu yrðu ekki fyrir henni. Af þeim 18 mönnum sem trúminnstir voru taldi samt helmingur sig hafa orðið fyrir nokkrum bata. Trúarreynsla og trúariðkun hafði sem sé meiri áhrif á það, hvort mönnum fannst þeim batna vegna huglækninga, en það hvaða vonir menn gerðu sér FJOLMARGIR TEUA SIG HAFA FE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.