Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 ■ í fyrsta skipti, sem ég söng einsöng, var ég 12 ára gömul og söng um Dísu í Dalakofan- um“, segir Elín Sigurvinsdóttir, söngkona, glettnislega, er ég spurði hana um söngferil- inn. „Þetta var í Austurbæjarskólanum og bekkjarsystur mínar höfðu talið mig á að syngja í söngtíma, en ég harðneitaði að láta sjást í mig og söng að tjaldabaki. Það var mikil söngstjarna í bekknum okkar og ég held að stelpurnar hafi bara viljað sýna henni að fleiri Eggertssyni, en hann hefur starfað sem leiksviðsmaður við Þjóðleikhúsið frá stofnun þess. Við eigum þrjú börn, Sigrúnu 23 ára, Sigurð 20 ára, Sigurvin 13 ára og nú cru komin líka barnabörn. Sigrún á soninn Eggert Þór og Sigurður á litla dóttur, Söndru, sem er nú 10 mánaða. Tengdabörnin heita Óli Þór Hilmarsson og Berglind Bjarnadóttir. Söngnám í 8 ár hjá Maríu Markan „Hvenœr fórstu af alvöru út í söng- nárnið?" ■ Krístínn Hallsson og Elín Sigurvinsdóttir i Leðurblökunni. gætu nú sungið. „Ég var í barnakór hjá Hallgrími Jakobssyni í Austurbæjarskólanuin og svo sungum við saman nokkrar stelpur í Gaggó Aust. Þá sungum við líka mikið saman og kölluðum okkur Sólskinsdætur við Björg syst i.r og tvær vinkonur okkar, sem líka eru systur, Pála og Gunna Snorradætur. Kynntist eiginmann- inum í Þjóðleikhúsinu Seinna fór ég svo í Þjóðleikhúskórinn óg var þar í nokkur ár og í Þjóðleikhús- inu kynntist ég manninum mínum, Sigurði „TÍU AR SfÐAN ÉG FÉKK FYRSTA STÓRA HLUTVERKHT Vidtal vid Elínu Sigurvinsdóttur, óperusöngkonu, sem um þessar mundir fer með hlutverk Lucy í Símanum eftir Menotti, sem Islenska óperan flytur ■ John Speight og Elín Sigurvinsdóttir i hlutverkum sínum í Simanum eftir Menotti. ■ Þegar Elin var í Þjódleikhúskórnum kom hún m.a. fram í My fair lady. „Ég útskrifaðist árið 1956 úr Iþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni. Þá fór ég að kenna við Miðbæjarskólann í Reykjavík, þar sem ég starfaði í sjö ár, en þegar börnin voru orðin tvö, þá hætti ég alveg að kenna. Ég var heima í 10 ár og gætti bús og barna, en einmitt þá fór ég að fara í söngtíma til Maríu Markan. Hún er frábær kennari og ég lærði hjá henni í 8 ár. Hún opnaði heim söngsins fyrir mér og enn þann dag í dag fer ég til Maríu með mín verkefni og hún aðstoð- ar mig ákaflega vel. Ég er nú með hérna á píanóinu hjá mér nokkur lög, sem María hefur samið. María söng þessi lög inn á band fyrir Ólaf Vigni Albertsson, píanóleikara, og hann skrifaði lögin upp. Þetta eru geysi- lega falleg lög og við Ólafur ætlum að æfa þessi lög. „Fórstu utan til náms? Ég var eitt sumar í Hollandi og Austurríki við nám og lærði þar m.a. hjá Hans Hotter og Ernu Berger. Fyrsta hlutverkið í Leðurblökunni „Én hvert var svo fyrsta einsöngshlut- verkið, sem þú fékkst?" Fyrsta hlutverk- ið fékk ég 1973. Það var hlutverk Adele í Leðurblökunni, eftir Strauss sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og frumsýnd um jólin 1973. Leðurblakan var alls sýnd 50 sinnum. Næst söng ég í óperunni Carm- en eftir Bizet. Það var 1975-1976 og þar lék ég hlutverk Frasquitu. Næst var það svo II Pagliacci árið 1979, en það var fyrsta verkefni íslensku óperunnar. Þar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.