Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 23
í ljósmetinu. Lýsislampar (kolur) af þeirri gerð, sem við þekkjum best, eru e.t.v. ekki mjög gamalt fyrirbæri, þ.e. tveir lampar saman. Elsta kolan senni- lega úr steini og síðar járni, skálmynduð, flöt, frammjó, með oddmjóum tanga aftur úr til að halda um og stinga í vegg eða stoð. Forn ljósáhöld úr steini innflutt frá Noregi, því þar er til teljanlegur, mjúkur steinn, klésteinninn. Á tímabili hins vandaða lýsislampa, er brátt verður lýst, voru hinar einföldu, óvönduðu kolur eða pönnur hafðar frammi við í búri.eldhúsi og fjósi. Ljósberi Ef fjósið var utanbæjar var kolan borin þangað í ljósbera fyrrum. Hann var lítill kassi með renniloki, eða rifu á gaflinum við botninn og var kolunni smeygt þar inn. Oft var kolan einfaldlega flutt í mjólkurfötu ef ekki var til ljósberi, því að fyrr á öldum voru ekki til eldspýtur. En eftir að þær komu var lýsislampinn látinn hanga í fjósinu, og síðar á sama hátt olíutýran. Jú, þetta var allt öðruvísi meðan ekki voru til eldspýt- ur og því síður kveikjarar vorra tíma. G.etur unga fólkið gert sér þetta í hugarlund? „Ljósið kemur langt og mjótt, logar á fífustöngum. Halla kelling fetar fljótt, framan eftir göngum." Það er mikið sagt í þessari gömlu vísu. Ég man vel þetta langa, mjóa ljós frá bernskuárum mínum. Sá það í fjósinu heima, bæði í lýsislampa og síðar á olíutýru. Þessum ljósfærum var stungið í torfvegginn eða hengd á stoð. Týran var lengi eina ljósfærið í búri og eldhúsi. í fjósinu nutu kýrnar, mjaltarkonur og fjósamaður mjóa ljóssins, og húsfreyja og vinnukonur í búri, eldhúsi og göngum. Lýsislampar hafa verið notaðir frá ómunatíð á Norðurlöndum, líklega allt frá landnámstríð á íslandi. Ljósið kolunnar lék um Snorra, lýsti sagnaheim feðra vorra. Raunar hefur Snorri haft kerti einnig og e.t.v. logandi furuteina að lesa og rita við, hann var auðugur maður. Og svo var lifandi, flöktandi bjarminn frá langeldinum. Lýsislampinn var aðalljósgjafinn allt fram á 18. og 19. öld. Lýsislampar voru smíðaðir úr kopar, ef vandað var til þeirra, oft með uppihöldum úr látúni að nokkru leyti. Sumir alveg úr látúni, hinir óvandaðri (ódýrari) úr járni. Dráttarkola var það kallað, þegar hægt var að draga hana upp og niður það var fágætt. Fyrirmynd íslensku lýsis- lampanna er eflaust erlend, en þeir voru flestir eðá allir smíðaðir hér á landi og voru listsasmíði sumir hverjir. Vandaður lýsislampi var tvöfaldur, þ.e. yfirlampi og undirlampi. Lýsi og kveikur í yfir- lampanum, en hinn neðri var til að taka við lýsi, sem dróst fram með kveiknum í efri lampanum, og niður fór. Vandaður lampi var hengdur á tein með króki á. Mátti bæði hengja lampann upp eða stinga teininum í vegg. Ofurlítill stíll í festi fylgdi til að gera að ljósinu. Ljósmetið var lýsi Best þótti sellýsi, næst hákarlalýsi, en þorskalýsi lakast, einkum ef það var illa hreinsað. Ef lýsið var lélegt var birtan dauf og fylgdi mikil svæla og Ijósreykur. Varð þá loftið vont í baðstofunni og mörg baðstofan var svört upp í af ljósreyknum. Kveikir voru lengi gerðir af fífu snúinni saman og tvinnaðri. Börn voru látin safna fífu á sumrin, stundum einnig í kodda. Betra en fífa þótti ljósagarn, eins konar óvandað baðmull- arband, eftir að það fór að flytjast til landsins. Lýsislampi lýsti furðu vel Þ.e. ef lýsið var gott og hann vel heitur. Konur sátu við sauma nálægt lampanum og sá, sem las hátt fyrir fólkið á kvöldvökunni. Þeir, sem mikið skrif- uðu, höfðu stundum glæra glerkúlu fulla af vatni og hengdu upp hjá lampanum, og létu geislavöndinn úr henni falla á blöðin. Lýsislampinn hélt velli í bað- stofunni allt framundir 1870, er stein- olíulampinn ruddi sér til rúms, en hann ber miklu jafnbetri birtu. Tóku þá sumir að kalla lýsislampann grútarlampa í óvirðingarskyni! Nú hefur rafljósið ger- sigrað olíulampann, hvað tekur við næst? Sparlega var olían notuð á fyrri árum. Ég man olíulampann á Ytri-Reistará á bernskuárum mínum. Baðstofan var í tveimur hólfum og 14 línu olíulampi var hengdur upp við millidyrnar svo hann lýsti bæði herbergin. Borðlampi var lengi mikill munaður. Olíutýra, þ.e. glas, blekbytta eða flaska með röri og kveik, sem náði niður í olíuna og stóð nokkuð upp úr, varð algengur Ijósgjafi í búri, eldhúsi og göngum. Heldur bar hún daufa birtu og vildi ósa ef hún var hreyfð, eða andblær kom. Ljósið leggur, sögðum við, þegar týran var borin í bæjargöngunum. Lugtin þótti dásamlegt tæki, þegar hún kom, og þá fyrst kom Ijós í fjárhúsin. Það voru mikil þægindi að þurfa ekki að paufast þar í myrkri. A „þúsund ára tímabili" lýsislampans voru engar eldspýtur til (fyrr en allra síðast). Hugsið ykkur það! Lýsislampar voru ögn notaðir á ný ófriðarárin 1914-1918 en skortur var á steinolíu Grænlendingar notuðu lengi lýsislampann Á hliðarpalli við innganginn í kofum þeirra fyrrum stóð lýsislampinn, sem bæði var til upphitunar, suðu og ljósa. Lampinn var tegldur úr mjúkum steini, klébergi (fitusteini) og Ijósmetið var venjulega sellýsi. Kveikur gerður úr fífu eða mosa. Á meðalstórum lampa var loginn 25 cm langur og þurfti mikla nákvæmni og natni til þess að fá lampann til að loga jafnt, án þess að hann reykti. Svo skrifar Guðmundur Þorláksson nátt- úrufræðingur, en hann dvaldi á Græn- landi á stríðsárunum og var þar kennari. Nú er þetta gerbreytt, þótt seinna yrði þar en hér. 23 ■ Skúli Skúlason með lýsislampa. Ingólfur Davíðsson skrifar kaupfélag Stöðfirðinga STÖÐVARFIRÐI OG BREIÐDALSVÍK óskar öllu starsfólki og viðskiptavinum i I!! gleðilegra jóla, árs og friðar Þakkar gott samstarf og viðskipti á líðandi ári

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.