Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.12.1983, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1983 í mörgum skólum er það orðin hefð að foreldrar og nemendur koma saman og föndra fyrir jólin, annað hvort síðast í nóvember eða fyrst í desember. Slíkir jóla- föndurdagar eru mjög vin- sælir og unnið er fallegt skraut til jólanna, t.d, að- ventukransar, óróar, fléttur og alls kyns jólasveinar, svo eitthvað sé nefnt. Hátíðleg stemmning ríkir, jólalög eru spiluðog fólk fær sér hress- ingu. Ég leit við i Kársnes- skóla í Kópavogi mánudags- kvöldið 5. desember, en þar voru nemendur ogforeldrar þeirra við jólaföndur. Þar ríkti ákaflega góð stemmn- ing og jólalögin hljómuðu milt og allir gátu haft hugann við föndrið. Þarna voru bún- ar til jólafléttur, jólasveinar og jólaenglar, sem skreyta munu heimilin um jólin og allir voru komnir í jólaskap. Meðf ylgjandi myndir voru teknar í Kársnesskóla á mánudagskvöldið. Tímamyndir: Anna Brynjúlfs MJOLKURBU FLÓAMANNA óskar starfsfólki og viöskiptavinum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœls nýárs Þakkar gott samstarf og viðskipti á liönum árum JÓLAFÖNDUR w I kArsnesskóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.