Tíminn - 07.01.1984, Síða 6

Tíminn - 07.01.1984, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Flosi Kristjánsson, Guðný Jónsdóttir Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Alþingi þarf oft að bregðast f Ijótt við ■ Vafasamt er hvort hérlend ríkisstjórn hafi glímt við flóknara vandamál en að takmarka þorskveiðar í stórum stíl og láta takmörkunina skiptast sem réttlátlegast milli fiskiskipa og útgerðarstaða. Erfitt er að hugsa sér torleystara viðfangsefni. Frumskilyrði þess, að þetta reyndist hægt var skjót ákvörðun Alþingis um að fela ákveðnum aðila að hefjast handa sem fyrst og vinna að framkvæmd tak- mörkunarinnar í samráði við hagsmunaaðila. Ekkert var unnt að gera fyrr en þessi ákvörðun Alþingis lá fyrir. Enginn aðili gat farið að marka reglur fyrr en augljóst var hverjum Alþingi ætlaði að fela framkvæmdina. Pað ætti að vera öllum augljóst hvílíkt öngþveiti hefði skapazt, ef Alþingi hefði enga ákvörðun tekið fyrr en eftir jólaleyfið og það svo dregizt í fleiri daga, og vikur að það tæki endanlega ákvörðun. Fyrst eftir að sú ákvörðun var tekin, var hægt að hefjast handa um að marka reglurnar. Þeirra hefði þá sennilega ekki verið von fyrr en með vorinu. Það getur verið þægilegt fyrir Alþingi að hafa nokkurn umhugsunartíma og fresta málum í samráði við það. Oft eru hins vegar aðstæður þannig, að slíkt er ekki unnt, ef það á ekki að valda miklu tjóni. Hvernig hefði t.d. farið, ef Alþingi hefði frestað að taka skjótar ákvarðanir í sambandi við Vestmannaeyjagosið? Pótt hrun þorsk- stofnsins sé annars eðlis, kallar það ekki síður á skjót viðbrögð. Það er skeggrætt um það, m.a.í blöðum, að setja þurfi ákvæði í þingsköp um að Alþingi hafi tiltekinn umþóttun- artíma til að afgreiða mál. Undir eðlilegum kringumstæð- um er það hægt. Hins vegar geta alltaf komið til sögu atburðir, sem krefjast skjótra viðbragða. Þá má Alþingi ekki tefja aðgerðir með því að vera að velta því lengi fyrir sér hver viðbrögðin eigi að verða. Áreiðanlega myndi hvaða ráðherra sem er óska eftir því að losna við slíkan vanda og umrædd skömmtun er. Henni hlýtur að fylgja margs konar gagnrýni og óánægja. Hjá því getur vart farið, jafnvel þótt það takist að finna beztu lausn, sem ef til vill er ekki til í slíku,máli. Það var hins vegar ekki hægt fyrir sjávarútvegsráðherra að skjóta sér undan þessum vanda. Sjávarútvegsráðherra er sá aðili, sem eðlilegast er að hafi forustu í þessu máli í höndum Halldórs Asgrímssonar mun hún byggjast á samráði við hagsmunaaðila og samstarfsmenn sína í ríkis- stjórn. Vonandi skilja þeir vandann og láti málgögnum sínum í té fullar upplýsingar um hvílíkur hann er. Þrjú áhugamál Ef ráða má af Þjóðviljanum eiga leiðtogar Alþýðu- bandalagsins þrjú áhugamál um þessar mundir. Hið fyrsta er að reyna að telja fólki trú um, að nægur þorskur yrði í sjónum og atvinnuleysið hyrfi eins og dögg fyrir sólu, ef Olafur Ragnar og Svavar kæmust í ríkisstjórn. í öðru lagi megi forustumenn Alþýðusambandsins eins og Ásmundur og Guðmundur J. ekki ræða við ríkisstjórn- ina um ráðstafanir gegn atvinnuleysinu, því að þeir muni láta stjórnina „plata“ sig. í þriðja lagi verði að telja fólki trú um, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé betri flokkur en Framsóknarflokkurinn. Það mun vera á þeim grundvelli, sem Ólafur Ragnar og Svavar ætla að byggja nýju alþýðufylkinguna. Þ.p. skrifað og skrafað Utursnuningar um skipulag fiskveiða ■ Björn Dagbjartsson for- stjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins skrifar grein í DV um kvótakerfið og hrek- ur þar staðlausar staðhæfing- ar og rangfærslur um þá stjórnun fiskveiða sem fyrir dyrum stendur. Björn skrifar: Það fer varla framhjá nein- um að mál málanna um þessi áramót er ákvörðunin um kvótaskiptingu á afla helstu botnfisktegunda. Það erofur eðlilegt að skoðanir séu skiptar á réttmæti og ágæti slíkrar stjórnunaraðgerða þar sem um lífsafkomu fjöl- margra einstaklinga, fyrir- tækja og byggðarlaga er að tefla. Það þarf heldur engan að undra, að ýmiss konar misskilningur, útúrsnúningur og rangfærslur komi upp meðal manna, sem eru and- snúnir þessum áformum eða óttast um sinn hag. Það er misskilningur, að sjávarútvegsráðherra fái með þeim lagabreytingum sem nauðsynlegar voru afgerandi meira einræðisvald en hann hefur haft. Þvert á móti er hann nú bundnari samráði við Alþingi en hann var, og enginn sjávarútvegsráðherra á íslandi getur drottnað yfir fiskveiðum án sæmilegs sam- komulags við hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Otúrsnúningar Það er útúrsnúningur að halda því fram að gefist hafi verið upp og frestað að koma á kvótakerfinu, þó að það dragist fram í febrúár að Ijúka útreikningum og meta undantekningar. Það var alltaf ljóst að það tæki langan tíma eftir að ákvörðun hafði verið tekin og heimilda til kvótaskiptingar aflað. Það er líka útúrsnúningur að segjast ekki vita við hverju menn mega búast og þess vegna sé ekki hægt að hefja róðra. Einmitt af því að menn vita hvað til stendur, þá getur verið skynsamlegt að hefja t.d. ekki netavertíð fyrr en síðar. Það er röng fullyrðing að reynslan hafi hvarvetna sýnt að við kvótaskiptingu stór- aukist tilkostnaður við veið-1 arnar. Það er ekki hægt að finna eitt einasta dæmi um kostnaðarauka af kvótakerfi. eins og því sem hér er til umræðu, þ.e. frammistöðu- kvóta, með einhverjum framsals- eða aflaskipta- möguleikum. Sóknakvóti,, þar sem úthaldsdagar eru skammtaðir, eða rígbundinn jafn afli á hvert skip, myndi1 sennilega ekki draga úr heild- artilkostnaði og jafnvel má þar finna dæmi um hið gagn- stæða. Það eru rangfærslur að setja öll kvótakerfi undir, einn hatt að þessu leyti. Þau bera einmitt flest í sér hvatn- ingu til sparnaðar. En það liggur alveg í hlutarins eðli að menn eru afar ósammála um það hvernig kvótaskiptingin bitn- ar á hinum ýmsu þolendum. Hvort betra verði að gera út báta eða togara, hvaða landshlutar verði allra erfið- astir til útgerðar, eða hvort skip sem nær eingöngu hafa veitt þorsk fari verr út úr þessu heldur en þau sem lagt hafa sig meira eftir öðrum .sjávarafla uridanfarin ár. Rök með og á móti Það má finna rök með og á móti öllum þessum skoðun- um. Það er ljóst að togarar eru flestir háðir vinnslustöðv- um með ráðnu starfsfólki og eiga því erfiðara með að hagræða sinni sókn eftir hag- kvæmni. Þá er það einnig staðreynd að sjór hefur verið kaldur fyrir Norðurlandi að undanförnu og fiskgengd því væntanlega minni, hvort sem unnt verður að taka tillit til þess við ákvörðun á kvóta norðlenskra báta. Loks er það alveg skýrt að þeir sem mestan þorskinn hafa veitt undanfarin ár verða fyrir mestri skerðingu, þar sem aðrir stofnar verða ekki eins miklum veiðitakmörkunum háðir. Auðvitað hafa karfa- veiðar verið óhagkvæmari en þorskveiðar og verða það sjálfsagt áfram, en það virð- ast í fljótu bragði engin hald- bær rök fyrir því að þeir sem lítinn þorsk hafa veitt færu skyndilega að auka sína hlut- deild þegar stofninn dregst enn meira saman. Deilur um hinar ýmsu hlið- ar þessa málefnis eiga eflaust eftir að rísa enn hærra. Von- andi er þó að það takist að halda þeim á málefnalegum grunni. Öllum á að vera það Ijóst að þessi tilhögun veiði- stjórnunar er ósk helstu for- ystumanna og samtaka í sjáv- arútvegi: Þetta erneyðarráð- stöfun sem enginn kallar vilj- ugur yfir sig. Heilsuvernd er sparnadur Ólafur Ólafsson landlækn- ir ritar grein í Morgunblaðið um mikilvægi heilsuvcrndar. Hann segir m.a.: „Ég tel að með aukinni heilsuvernd og heilbrigðis- fræðslu megi draga verulega úr veikindum og dauðsföllum fyrir aldur fram og á þann hátt megi spara ómælda fjármuni. Vil ég nefna nokk- ur dæmi sem rökstyðja mál mitt. Sumar heilsuverndarað- gerðir skila árangri strax, en aðrar er frá líður. 1. Umferðarslys Samkvæmt bráðabirgða- niðurstöðum frá Slysadeild Borgarspítalans munu um 500 færri sjúklingar hafa heimsótt deildina vegna. áverka eftir umferðarslys það sem af er þessu ári (nóv. 1983) í samanburði við árið 1982. Innlögnum fækkaði um 25% á sama tímabili. Með- alkostnaður vegna hvers slyss er vægt áætlaður um 30.000 kr. Orsakir þessara breytinga eru sjálfságt margþættar - en án efa vegur hér þyngst hinn mikli áróður fyrir bættri um- ferð á norræna umferðarár- inu. 2. Heimaslys Komur á Slysadeild Borg- arspítalans jafngilda því að þriðja hvert barn 2-3ja ára á Reykjavíkursvæðinu heim- sæki Slysadeildina árlega vegna heimaslyss. f sumum nágrannalöndum hefur tekist að fækka heimaslysum um 30-40% með markvissri fræðslu og áróðri meðal al- mennings. f undirbúningi er svipuð herferð hér á landi eftiráramótin. Því miður hef- ur hún tafist vegna skorts á fjárveitingum. 3. Reykingar Samfara fræðslu Krabba- meinsfélagsins meðal grunn- skólanema um hættur af reykingum, dró úr reyking- um meðal unglinga um 40% á árunum 1974-’82. Ef haldið verður áfram á þessari braut má reikna með því að mun færri verði hjarta- og lungna- sjúkdómum að bráð í fram- tíðinni. 4. Leghálskrabbamein Ekki þarf að fara mörgum orðum um vel heppnaðar heilsuverndaraðgerðir á þessu sviði. Nú er stefnt að því að útrýma dauðsföllum vegna þessa sjúkdóms fyrir næstu áramót. 5. Háþrýtingur/heilablæð- ing Á árunum 1966-1980 lækk- aði dánartíðni vegna þessara sjúkdóma um allt að helming. Enginn efast nú um að orsökin sé stórbætt sjúk- dómaleit og meðferð. 6. Smitsjúkdómar í tveimur rauðhundafar- öldrum, þ.e. 1964 og 1972-73 fæddust alls 45 verulega sködduð börn vegna veiru- sýkingar. Árið 1979 gekk mikill faraldur yfir landið en einungis 2 sködduð börn fæddust eftir þann faraldur. Að svo tókst til má þakka víðtækri heilsuvernd (ónæmisaðgerðum). Kostn- aður við þessar aðgerðir nam sem svaraði beinum útgjöld- um ríkis vegna framfærslu eins heyrnarskaddaðs barns. Alit bendir til þess að árið 1980 hafi tekist að koma í veg fyrir mislingafaraldur hér á landi. Af fyrri faröldrum má áætla að komið hafi verið í veg fyrir að 10.000-12.000 börn og unglingar hafi veikst af mislingum. 7. Kynsjúkdómar Á árunum 1979-’82 fækk- aði lekandatilfellum meðal 15-19 ára unglinga um 45%. Þetta skeði í kjölfar öflugrar fræðsluherferðar í skólum. Þetta eru mjög alvarlegar sýkingar því að talsverður hluti kvenna fær eggjaleið- arabólgu. Talið er að orsök ófrjósemi sé fyrri eggjaleið- arabólga í allt að tilfella. Tannsjúkdómar Eitt glæsilegasta dæmið um sparnað er hlotist hefur af öflugri heilsuvernd og heil- brigðisfræðslu eru aðgerðir nágrannaþjóða í tannvernd- : armálum. Bein afleiðing þessara aðgerða í Noregi er að kostnaður sveitarfélaga vegna tannviðgerða hefur lækkað um 40-50%. Hér á landi er varið auknu fjár- magni til tannviðgerða. 9. Ávanabindandi lyf Með markvissum aðgerð- um hefur tekist að minnka sölu sterkra ávanabindandi lyfja um 60-70% og róandi lyfja um 40% á síðastliðn- um sex árum. Heimsóknum vegna eitrana á Slysadeild Borgarspítalans fækkaði um helming á sama tíma. 10. Fíkniefni Án efa er unnt að draga úr notkun fíkniefna með mark- vissri fræðslu og eftirliti. Því miður skortir upplýsingar um dreifingu þessara efna, sem m.a. hefur valdið því að furðufregnir eru fluttar um útbreiðslu þeirra. T.d. er því haldið fram að allt að fjög- urra tonna af kannabís sé neytt árlega hér á landi. Vit- að er að venjulegur dag- skammtur er um eitt gramm. Fjögurra tonna ársneysla svarar til þess að á milli 30-40 þúsuud manns, það er allir í árgöngum 16-25 ára neyti þessara efna reglulega tvisvar í viku. Söluverð þessa magns er 1,5-1,6 milljarðar á ári. Á sama tíma er selt áfengi fyrir tæpan milljarð árlega hjá ÁTVRI! Furðufregnir sem þessar draga sennilega ekki úr sókn unglinga í fíkniefni „vegna þess að allir nota þau“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.