Tíminn - 10.01.1984, Page 2

Tíminn - 10.01.1984, Page 2
ÞRIÐJUDAGUR 1«. JANUAR 1984 GAF HALLGRÍMS- KIRKJU ÍBÚÐINA SÍNA OG SPARI- SKÍRTEINI — ein stærsta gjöf sem kirkjunni hefur borist ■ Hallgríniíikirkju hefur borist mikil gjöf, þar sem Björg Pétursdóttir, Hraun- b;e 40, hefur meö gjafabréfi gefið Hall- grímskirkju bæði íbúð sína og spariskírt- eini, að upphæð 1.3 milljónir króna, þannig að samtals er verðmæti gjafarinn- ar á milli 2.5 og 3 milljónir króna, og þannig ein stærsta gjöf sem kirkjunni hefur borist. Séra Ragnar Fjalar Lárusson sagði í samtali við Tímann í tilefni þessa: „Björg lést nú um jólin og hafði hún óskað eftir því að gjafabréfið yrði afhent kirkjunni að sér látinni. Samkvæmt því sem hún segir fyrir um í þessu gjafabréfi, þá verður þessi gjöf nýtt til áframhaldancli byggingar kirkj- unnar, eftir því sem þurfa þykir, og það munum við að sjálfsögðu gera. Þessi gjöf kemur sér afskaplega vel, því við hugs- um okkur að Ijúka viö kirkjuna fyrir 1086, þegar200ára afmæli Rcykjavíkur- borgar er, og höfum fengiö dálítið hærri fjárveitingar núna bæði frá borg og ríki með tilliti til þess markmiðs, en þetta hjálpar okkur að sjálfsögðu mikið til þess að geta náð því markmiði á tilsettum tíma." Aðspurður um hverju þessi rausnar- lega gjöf Bjargar sætti, þar sem hún hefði ckki einu sinni verið í Hallgríms- kirkjusókn, sagði séra Ragnar Fjalar: „Hún var lengst af í okkar sókn. Hún bjó á Freyjugötu 30 og fylgdist því með framkvæmdum út um gluggann hjá sér. Björg var ekki mikið starfandi í kvenfé- laginu hjá okkur, en hún var sem maður getur sagt kristilega þenkjandi hafði hjúkrunarstörf að aðalatvinnu, þar til hún hætti störfum.Hún var nú orðin nokkuð fullorðin þegar hún lést, en hún fæddist 1808. Hún lét ekki eftir sig neina afkomendur." Séra Ragnar Fjalar sagði að lokum að Hallgrfmskirkja kynni Björgu bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf og að hún væri mikils metin. -AB Samvinnutryggingar: GEFA MÚLABÆ r 100 ÞUS. KR. ■ í lok nýliðins árs færði framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga, Hallgrímur Sigurðsson, fyrir hönd félagsins, Múlabæ - þjónustumiðstöð aldraðra og öryrkja, Ármúla 34 í Reykjavik að gjöf 100 þúsund krónur. Gjöfinni skyldi varið til áframhaldandi uppbyggingar heimilis- ins. Á meðfylgjandi mynd má sjá fram- kvæmdastjóra Samvinnutrygginga af- henda stjórnarformanni Múlabæjar, frú Ingunni Gíslason gjöfina. Timamynd: G.E. ■ „Veggfóðurslím í jólakökunni", segir í fyrirsögn í danskuExtrabiaðinu, þar sem fjallað er uin inikið magn af litar-, rotvarnar- og öðrum óæski- legum aukaefnum í mörguin dönskum bakarískökum. Aukaefni þessi eru sögð valda tugþúsundum Dana of- næmi, höluðverk og margskonar óþægilegri líðan. Þar sem umræddar kökur koma kunnuglega fyrir sjónir (á mynd) sýnist ástæða til að rekja að nokkru efni greinarinnar. Skýring á fyrirsögninni fyrrnefndu fellst bak við númerið E 465 í inni- haldslýsingu á ;ík\■ >'v ni appelsínuköku (bakt mcð kærhghed, om detsá yndig stár - á umhúðunum eins og danskur- ■ „Athugaðu þinn gang þegar þú rekur augun í þessar vömr í búðinni þinni. Fjöldi fólks þolir ekld þau býsn af litar - og öðium aukaefhum sem kitin hafa verið í þær“, segir í texta með þessari mynd í danska Maðinu. Sýnisl ykkur ckki ýnúslegt á mynd þessari koma kiuinuglega fvrir sjónir?" „VEGGFÓÐURSIÍM IJÓUKÖKUNNT1? inn segir) E 465 „stabilisator" er á efnafræðimáli sagt þýða „methylethyl- ccllulose". Neytendum til viðvörunar bendir blaðið þeim á að taka cftir númerumi með bókstafnum E framanvið. Þannig þýða núnierin E 100-199 ákveðin litar- efni, númerin á hilinu 200-299 ná yfir rotvarnarefni, tiúmerin 300-399 eru bragðefni og 400-499 eru bindiefni, sa ma nbcr veggfóðurslímið. I danska blaðinu scgir að þótt hug- myndatlugi sumra hinna dönsku köku- gerðarmanna séu lítil takmörk sett sc minna liugsað um þær tug þúsundir fólks sem þjáist sárlega vegna neyslu fyrrnefndra iitar-. rotvarnar-og- ann- arra aukaefna. t.d.í appelsinukökum, hindberja-karamellu og marsipanrúllu-1 tertum. sitrónu- og marmarakökum, og marenskökum. Jafnframt er vitnað i lækna sem telji því fólki stöðugt fjölga sem líði bölvanlega vegna neysíu þessara efna. „Þegar fólki líður illa, er óupplagt, þjáist af höfuðverk og ileiri óþægindum. er það orðinn vani aö kenna gólfteppum eða málningunni um. Stundum getur orsakanna veriö að leita þar, en litar- og aukaefnin eru ekki síður ástæöan", hefur blaðið eftir einum lækninum. Margar kökur eru sagðar innihalda heil ókjöraf ofnæmis- valdandi aukaefnum. I>á er og bent á það að á umbúöum fyrrnefndra bökunarvara sé aðeins get- ið um síðasta leyfilegan söludag, en framleiðsludags að engu getið. Neyt- endur hafi því ekki hugmynd um hvort kökurnar sem þcir eru að gæða sér eða ■ „Að því er ég best vcit eru engin af þessum aukaefnum notuð í kökur hjá bökurum hér á landi. Rotvarnar- efnin höfum við aldrei byrjað að nota og litarefnin sem voru kannski notuö hér áður fyrr en eiginlcga alveg hætt að nota núna“, sagði Jón Albert Kríst- insson, form. landsamtaka bakara- meistara, er Tíminn spurði um innihald í islenskum kökuin hvað aukaefni varðar. l>ar eð fréttamanni Tímans svnist minna bera á innfluttum kökum í búðum nú en áður hefur sést, var Jón Albcrt spurður hvort íslenskir bakara- börnum sínum á séu orðnar hálfs árs eða jafnvel ársganilar._ meistarar væru að vinna á í sain- keppninni við innflutninginn. - Ég hef það á tilfinningunni að við höfum unnið nokkuð á á síðasta ári og sjálfsagt cru ýmsar ástæður fyrir því. . Ég held t.d. aö fólk hafi veFÍð okkur hliðhollt og einnig höfum við farið nokkuð út í auglýsingar. Einnig hefur orðið breyting í sambandi við álagn- ingu hjá kaupmönnum. Áður höfðu þeir meira fyrir að selja innfluttu kökumar en okkar. en það breyttist síðan á fyrrihluta síðasta árs. Jón Albert kvað menn því nokkuð ánægöa með þróunina um þessar mundir. -HEI „Engin af þessum aukaefnum notuð í kökur hjá bökurum hér á landi“ — segir Jón Albert Kristinsson, formaður landsamtaka bakarameistara Endurhæfingarstöð heyrnarskertra tekin í notkun HHHBi ■ Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, opnaði endurhæfingastöðina formlega ' 8ær- Tímamynd Árni Sæberg. Nokkur sex ára gömul börn: Fundu veskið með 50 þúsund krónunum sem stolið var ■ Nokkur sex ára gömul börn fundm peningaveskið sem stolið var úr bíl við Merkurgerði á Akranesi á föstudaginn. Börnin voru að leika sér við hús í nágrenninu og fundu veskið þar sem það lá á jörðinni. Þegar veskinu var stolið voru í því um 50.000 krónur og að sögn lögreglunnar var upphæðin að mestu ósnert þegar veskið fannst. Virðist að þjófurinn hafi losað sig við veskið strax eftir þjófnaðinn og ætlað að geyma það til betri tíma. ■ Endurhæfingarstöð heyrnar- skertra var formlega tekin í notkun á föstudag, en hún var stofnuð 19. desember síðastliðinn af Félagi heyrnarlausra og félaginu Heyrn- arhjálp. Stöðin er sjálfseignar- stofnun og er til húsa að Klappar- stíg 28 í Reykjavík. Við opnum stöðvarinnar í gær, kom fram að tilgangurinn með rekstri hennar, er að vinna að læknisfræðilcgri endurhæfingu fyr- ir heyrnarskerta. Meðal annars með því, að þjálfa einstaklinga, sam á þurfa að halda, í notkun heyrnartækja, að leiðbeina um notkun annarra hjálpartækja fyrir heyrnarskerta, að vera leiðbein- andi aðili um notkun og uppsetningu heyrnarhjálpartækja í ýmsum stofnunum, svo sem kirkjum og leikhúsum, að þjálfa táknmáls- túlka og annast útvegun þeirra og að fylgjast með nýjungum, sem komið geta heyrnarskertum að gagni og fleira. Fyrst um sinn mun starfsemi stöðvarinnar beinast að námskeið- um til að þjálfa þá sem eru í vandræðum með að nota heyrnar- tæki sín og að kynningu og sölu á öðrum hjálpartækjum. Sem dæmi um slík tæki má nefna segulsvið- spólur, símamagnara, tónmöskva- kerfi í tengslum við útvarp og sjónvarp, blikkljósabúnað, sem tengdur er dyrabjöllu, sima eöa vekjaraklukku og einnig má nefna FM kennslubúnað. Samkvæmt reglum tekur ríkis- sjóður þátt í kostnaði við hjálpar- tækjabúnað gegn framvísun vott- orðs frá yfirlækni Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands. -Sjó.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.