Tíminn - 10.01.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.01.1984, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 19M fréttir Guðmundur Matthíasson, fram- kvæmdastjóri Flugumferðarþjón- ustunnar' „Það stefnir allt í það að gervihnettir taki við“ ■ „Það er Ijóst að miklar tæknibreyt- ingar eru á næsta lei'ti, hvað varðar flugumferðarstjórn, og það er ekki seinna vænna fyrir okkur að taka afstöðu til ýmissa atriða sem verða í sviðsljósinu, innan skamms tíma,“ sagði Guðmundur Matthíasson, framkvæmdastjóri Flug- umferðarþjónustunnar m.a. í samtali við Tímann á Loftlciðum í gær, en Guðmundur flutti á þessari flugmálaráð- stefnu erindi um flugumferðarstjórnar- kerfi það sem við búum við í dag, auk þess sem hann rakti sögu þess frá byrjun. Aðspurður um hvers konar tækni- breytingar yrðu í sviðsljósinu á næstu árum eða áratugum, sagði Guðmundur: „Það eru m.a. gervihcttir. Þessi þróun er þegar hafin, því það má segja að hún hafi hafist, þegar nýjum og fullkomnum leiðareiknitækjum var komið fyrir í vélun- um, sem varð til þess að ákveðinn hluti af Norður-Atlantshafi var tekinn frá fyrir vélar sem voru búnar þessum tækjum, þannig að það var hægt að fara með aðskilnaðinn mikið neðar, heldur en annars staðar á Atlantshafinu. Þróunin verður svo áfram í sambandi við tölvu- búnað. Sú þróun er þegar hafin, og hún er líka hafin hjá okkur, þó að það sé ekki í jafnstórum stíl og hjá grannþjóðunum. Auðvitað stcfnir þctta allt að því að , þetta fari yfir á gervihnctti, og þá er ekki gott að segja hver okkar framtíð verður. Það er náttúrlega heilmikil óvissa hvort BUFJARMERKI m Bændur — dragið ekki öllu lengur að panta bú- fjármerkin vel þekktu. Notið bæjar- sýslu- og hreppsnúmer Töluröð allt að 50 stafir Lágmarksröð 50 stk. Nú eru siðustu forvöð að panta fyrir vorið B TRAKTORSGRAFA 1 n n 1 A A /otl 1 K K 1 snjornoKsiur BJARNI KARVELSSON IV Stigahlíö 28. Sími 83762 Snjómokstur Vélaleiga Magnúsar Jósefssonar 'S* 66900 Traktorsgrafa til leigu í alla jarðvinnu Vanur maður tryggir afköstin Sími66900 ■ „Miklar tæknilegar breytingar fram- undan,“ sagði Guðmundur Matthíasson framkvæmdastjóri Flugumferðarþjónust- unnar. við dettum út úr myndinni eða ekki. Við höfum fuilan hug á að vera áfram með í myndinni, eins lengi og við getum. Það er ýmislegt sem kemur til greina til þess að vera áfram með sem lengst. Það er til dæmis í sambandi við endurnýjun á radarstöðvum. Við fáum upplýsingar frá einni radarstöð, þeirri í Keflavík, en við höfum mikinn hug á að fá upplýsing- ar frá fleiri radarstöðvum, og jafnvel frá radarstöð Atlantshafsbandalagsins í Færeyjum. Því ef við hefðum þær upp- lýsingar, þá stæðum við mikið betur að vígi, að vera lengur inni í myndinni, en við yrðum ella.“ -AB ■ „Flugmálastjórn er nú að draga saman ýmsar upplýsingar fyrir mótun framtíðarstefnu íslenskra flugmála," sagði Pétur Einarsson flugmálastjóri er Tíminn hitti hann á Hótel Loftleiðum í gær, en þar voru saman komnir fjöl- margir aðilar sem tengjast flugmálum hér innanlands, auk þess sem þar voru nefndarmenn úr nefnd sem stjórnar og skipuleggur flug yfir Norður-Atlantshaf- ið. „í hnotskurn má segja að við séum að líta á það, hvernig ísland getur mætt kröfunum í dag og í nánustu framtíð, eða fram til aldamóta," sagði Pétur. - Aðspurður hvort einkum væri þá verið að ræða mismunandi tæknibúnað varðandi flugumferðarstjórn, sagði flug- málastjóri: „Það er verið að ræða hvern- ig stjórnkerfin eru austan og vestan hafsins, og svo á miðju hafinu, sem sagt hér á íslandi. Það er verið að ræða hvaða kerfi eru tilbúin til notkunar og hvaða ■ ‘Unnið að mótun framtíðarstefnu flugmála hér á landi,“ sagði Pétur Ein- arsson flugmálastjóri. Tímamyndir - Árni Sæberg tæknibúnaður verður fyrir hendi í nán- ustu framtíð.“ Pétur sagði að undirbúningsnefnd á vegum flugmálastjóra sem ynni að mótun framtíðarstefnu íslenskra flug- mála hefði ákveðið að halda þennan fund í gær með fulltrúum viðkomandi ráðuneytis, ríkisstofnana og flugmála- stjórnar, nú þegar nefndarmenn úr þess- ari Norður-Atlantshafsflugsstjórnar- nefnd funduðu hér á landi, því þeir sem væru í þessari nefnd væru fremstu sér- fræðingar sinna landa á þessu sviði. Nefndarmenn væru frá Bandaríkjunum, Kanada, Portúgal, Bretlandi, Spáni, Danmörku og íslandi, og það væri geysilega þýðingarmikið að fá upplýsing- ar um þá tækniþekkingu sem þessir sérfræðingar byggju yfir. -AB MÓTUN FRAMIÍD- ARSTEFNU ÍS- LENSKRA FLUGMÁLA ■ Frá fundinum á Hótel Loftleiðum í gær. Skeytadreifikerfið: „Skeytið kemur beint á skerm hjá viðkomandi flugumferðarstjóra" ■ „Eg gerði grein fyrir okkar stöðu í þessum málum. Það var verið að ræða sjálfvirkni í flugumferðarstjórninni og þá sérstaklega fyrir úthafs flugstjórnina, en við erum með mjög mikilvæga þjón- ustu á því sviði,“ sagði dr. Þorgeir Pálsson, flugvélaverkfræðingur er Tím- inn spurði hann um hvað hans erindi á fundi flugmálastjórnar í gær hefði fjallað, en Þorgeir er cinmitt einn aðal- hönnuður þessa hugbúnaðar í flugum- ferðarstjórn sem Kanadamenn og fleiri hafa hrósað mjög mikið og einn fulltrúi Kanadamanna sagði m.a.s. í gær að svona hugbúnaður væri einmitt það sem flugumferðarstjórn í Kanada vantaði. Þetta kerfi sem hér um ræðir nefnist MDS (Message Distribution System) Aðspurður um hvernig þessi hugbún- aður virkaði, sagði dr. Þorgeir: „Þetta hefur þróast á allt annan hátt hjá okkur, en annars staðar, því þessi hugbúnaður var ekki tekinn í notkun hér fyrr en 1981, en t.d. bæði Bretar og Kanada- menn hafa verið með tölvukerfi í sínum flugstjórnarmiðstöðvum fyrir úthafið, frá því snemma á sjöunda áratugnum. Þau tölvukerfi vinna úr flugáætlunum og byggja upp mynd af því hvaða vélar eru að koma út og inn á svæðið og átta sig á því hvort vélar nálgast nokkuð aðrar vélar og svo framvegis. Þetta höfum við hins vegar ekki leyst ennþá hér á landi. Það sem við þurftum að leysa, var að koma skeytum frá flugvélunum til flugumferð- árstjórans. Það er út á það sem MDS gengur. Það vgr mikill flöskuháls í flugstjórnarmiðstöðinni hérna, þar sem um það var að ræða að koma skeytunum til skila, þar sem þau komu frá Gufunesi. Þau eru send eftir fjarritalínum til flug- stjórnarmiðstöðvarinnar, en síðan var þeim bara hanodreift, þ.e. þau voru bara rifin af fjarrita og afhent viðkom- andi flugumferðarstjóra. Þetta voru upp- lýsingarnar sem flugumferðarstjórarnir höfðu til að vinna með, og þetta var álitið mikið vandamál að skeytin skyldu ekki geta komist sjálfvirkt og milliliða- laust til flugumferðarstjórans. Það er það sem þetta svokallaða skeytadreifi- kerfi okkar gerir, eða Message Distribut- ion System eins ogþað er kallað á ensku. Það tekur á móti skeytinu og skýtur því á skerm, beint fyrir framan þann flugum- ferðarstjóra sem á að fá það. Þetta kerfi gerir að vfsu ýmislegt fleira, en þetta er þó megin markmiðið. Þetta kerfi hefur verið notað með góðum árangri sl. tvö ár, eða liðlega það, en við hófumst handa við hönnun þess 1979.“ Dr. Þorgeir var spurður hvort ekki væri hægt að selja Kanadamönnum hug- myndina: „Ja, hugmyndin er út af fyrir sig ekkert til að selja. Það er vitanlega einkum hugbúnaðurinn sem er um að ræða, því við kaupum tölvurnar erlendis frá. Það væri að sjálfsögðu hugsanlegt að selja þennan hugbúnað en það þarf nú alltaf að aðlaga hann breyttum aðstæð- um hverju sinni. Auk þess höfum við haft nóg með að koma þessu kerfi upp hérna og gera á því endurbætur." Dr. Þorgeir var spurður hvort hann teldi að íslendingar myndu halda sínum hlut í stjórnun Atlantshafsflugsins fram til aldamóta: „Hann á væntanlega ekki eftir að aukast, því við erum með það stórt svæði. Það hlýtur að sjálfsögðu að verða okkar markmið að halda áfram að ■ „Hefur reynst vel,“ sagði dr. Þorgeir Pálsson, er hann var spurður um hvernig MDS hugbúnaður hans hefði reynst, varðandi flugumferðarstjórn. veita þessa þjónustu. Hvort okkur tekst það er auðvitað mikið undir því komið hvernig við stöndum okkur í því að komast inn í tæknibúnað og ráða yfir þéirri tækni sem verið er að beita á hverjum tíma. Ef við drögumst aftur úr, þá getur verið að við einfaldlega missum af lestinni. Ég vil hinsvegar vona að svo verði ekki. Það er einmitt hluti af þessari starfsemi sem fer hér fram í dag. Mark- mið þeirrar nefndar sem undirbýr mótun framtíðarstefnu flugmála okkar er auð- vitað m.a. að finna og benda á þær leiðir sem færar eru, til þess að við drögumst ekki aftur úr.“ Dr. Þorgeir sagði að fram hefði komið í fyrirlestrum á fundinum í gær að menn vissu sáralítið um það hversu hratt þessi nýja flugstjórnartækni kæmi til með að taka við, og því væri lítið hægt að spá um hlutdeild íslendinga í Atlantshafsfluginu á næstunni. -AB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.