Tíminn - 10.01.1984, Side 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1984
5
fréttir
■ Matthías Bjamason, heilbrígðisráðherra í ræðustól og næst honum á myndinni
em Ólafur Sveinsson yfírlæknir og Sæmundur Hermannsson sjúkrahúsráðsmaður.
Viðstödd voru starfsfólk sjúkrahússins, sjúkrahússtjóm og aðrir gestir.
Sauðárkrókur:
Hluti nýrrar heilsugæslu
stöðvar tekinn í notkun
■ Hluti nýrrar heilsugæslustöðvar við
Sjúkrahús Skagafjarðar á Sauðárkróki
var tekinn í notkun um áramótin, þ.e.
kjallari og 2. hæð hússins.
Matthías Bjarnason heilbrigðis- og
tryggingaráðherra afhenti stjóm sjúkra-
hússins hluta byggingarínnar, þ.e. aðra
hæð og kjallara, til afnota. í ræðu
Matthíasar kom fram m.a. að sjaldgæft
væri að opinberar byggingarfram-
kvæmdir gengju það greiðlega að það
féUi í hlut sama ráðherra að taka fyrstu
skóflustungu að byggingu og afhenda
hana síðan til afnota. En það gerðist nú
þar sem Matthías tók fyrstu skóflustungu
að heilsugæslustöðinni árið 1977.
Húsið er 600 fermetrar að grunnfleti -
kjallari og þrjár hæðir. Á fyrstu hæð
verður heilsugæslan til húsa, læknamót-
taka, biðstofur og fleira, auk þess sem
öll aðkoma að sjúkrahúsinu verður þar
einnig í framtíðinni. Á annarri hæð
verður setustofa sjúklinga, röntgenþjón-
usta, rannsóknarstofur, verslun og
fleira. Á þriðju hæð eru skurðstofur
sjúkrahússins fyrirhugaðar. í kjallara
verður sjúkraþjálfun, þvottahús og við-
gerðarþjónusta m.a.
Til þessa hefur byggingin verið unnin
í þremur áföngum, af Byggingafélaginu
Hlyn h.f. og Trésmiðjunni Ás. Lokið er
innréttingu annarrar hæðar, sem búin
hefur verið tækjum að miklu leyti og
einnig kjallara. Tækin sem þar eiga að
vera, einkum í þvottahúsi, eru nokkur í
pöntun og verður komið fyrir þegar
afgreiðsla fer fram. Bíða verður með
önnur tæki þar til fjárveitingar verða
veittar til kaupanna.
Ríkissjóður greiðir 85% byggingar-
kostnaðar og heimaaðilar (Sauðárkróks-
bær og Skagafjarðarsýsla) 15%. Hraði
verksins hefur miðast við fjármagn sem
veitt er hverju sinni. Vonast er til að
byggingu og nauðsynlegum tækjakaup-
um ljúki innan 2ja ára hér frá.
Auk heilbrigðisráðherra voru Páll Sig-
urðsson, ráðuneytisstjóri, Jón Ingimars-
son, skrifstofustjóri og Ingibjörg Magn-
úsdóttir, deildarstjóri viðstödd athöfn-
ina ásamt starfsfólki sjúkrahússins og
gestum.
Góðar gjafir voru afhentar stofnun-
inni við þetta tækifæri. Sólveig Arnórs-
dóttir afhenti sónartæki sem Kven-
félagasamband Skagafjarðar hafði geng-
ist fyrir söfnun til að kaupa. Þórsteinn
Ragnarsson afhenti tvö seglubandstæki
frá Rauðakrossdeildinni í Skagafirði.
Og bræðurnir frá Þorbjargarstöðum gáfu
leslampa með stækkunarljósi til
minningar um foreldra sína: Guðmund
Ámason og Kristínu Árnadóttur.
-G.Ó./HEI
Fjárveiting til atvinnusjúkdóma-
deildar Heilsuverndarstöðvarinnar
felld niður:
„Lögin óskýr“
— segir borgarstjörnarmeirihlut-
inn“. „Lögin sérstaklega skýr,“ seg-
ir borgarlæknir
■ „Borgarstjórn telur að verkaskipting
ríkis og sveitarfélaga á sviði atvinnusjúk-
dóma skv. lögum nr. 46/1980 um aðbún-
að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöð-
um og nr. 59/1983 um heilbrigðisþjón-
ustu sé um margt óljós,“ segir í áiyktun
sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu fram á maraþonfundinum í fyrri-
nótt.
Tildrög þessarar samþykktar eru þau
að þann 29. nóvember sl. skrifaði borg-
arstjóri heilbrigðisráði og tilkynnti að
ekki yrði áætlað fé til atvinnusjúkdóma-
deildar Heilsuverndarstöðvarinnar á
næsta ári (þ.e. 1984), enda hafi komið til
sögunnar starfsemi ríkisvaldsins að þeim
málum. í bréfi borgarlæknis til borgar-
ráðs vegna yfirlýsingar borgarstjórans
segir að hér sé rangt með farið. Starfssvið
atvinnusjúkdómadeildar sé hið sama
eftir að lög um hollustuhætti og heil-
brigðiseftirlit tóku gildi og í greinargerð
dagsettri 27.12. sl. segir borgarlæknir að'
verkaskipting milli vinnueftirlits ríkisins
og heilsugæslustöðva séu sérstaklega
skýr hér á landi. Samkvæmt lögum sé
stjórn heilsugæslustöðva gert skylt að
sjá um atvinnusjúkdómaeftirlit og varnir
gegn atvinnusjúkdómum.
Þann 30. desember sl. samþykkti heil-
brigðisráð að beina því til borgarráðs að
fjárveiting verði tekin upp að nýju til
þessarar deildar. Jafnframt benti ráðið á
að á næsta sumri væri væntanlegur heim
frá námi sérfræðingur í atvinnusjúkdóm-
um til starfa við deildina.
Ályktun sú sem vitnað var til í upphafi
er svar við áskorun heilbrigðisráðs og er
þar talað um óskýr lagaákvæði öndvert
við álit borgarlæknis. í framhaldi álykt-
unarinnar segir að borgarlækni sé falið
að sinna nauðsynlegustu verkefnum
atvinnusjúkdómadeildar þar til niðurstöður
hafi fengist um skyldur sveitarfélaga á
þessu sviði og kostnaðarskiptingu. Engin
fjárveiting var hins vegar samþykkt til
þessa verkefnis.
Borgarlæknir segir í áðurnefndu bréfi
að lítil starfsemi atvinnusjúkdómadeild-
ar hafi hingað til ekki stafað af verkefna-
skorti heldur vegna þess að deildinni
hefði ekki verið gert kleyft að starfa svo
sem nauðsynlegt hefði verið.
Bókun borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins um fjárhagsáætlunina:
/ ■■
PYNGH MjOGUR EN
AÐUR HAFA KKKST
framkvæmdir og þjónustustarfsemi við
það sem var á síðasta ári. í þess stað séu'
lagðar þyngri álögur á borgarbúa en
áður hafi þekkst og hærri en í nokkru
nágrannasveitarfélagi.
- JGK
Stjórnarnefnd um
málefni fatlaðra
■ „Þessi fjárhagsáætlun einkennist af
mikilli skattheimtu og stóraukinni
greiðslubyrði á einstaklinga og fyrirtæki
frá því sem var á sl. ári. Þetta skeður á
sama tíma og allur tilkostnaður er í
lágmarki vegna minni verðbólgu og
lægri vaxta." segir í upphafi bókunar
sem borgarfulltrúar Framsóknarflokks-
ins lögðu fram við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar Reykjavíkur í fyrrinótt. Bent
er á að meðan útgjöld hækka um 22.5%
frá fyrra ári hækka tekjur borgarinnar
um 42%. Það nemi samkvæmt útreikn-.
ingum Þjóðhagsstofnunar aukinni skatt-
byrði að upphæð 16000 krónum á hverja
fjögurra manna fjölskyldu.
Ennfrcmur segir í bókuninni að hin
miklu afföll á gatnagerðargjöldum í
Grafarvogi séu höfuðástæðan fyrir slæm-
um fjárhag borgarinnar og mikilli inn-
heimtu gjalda á næsta ári. Hins vegar sé
ástæðulaust að innheimta Grafarvogs-
víxilinn á einu ári, afborgunum,
vaxtagreiðslum og skammtímaskuldum
verði að dreifa á fleiri ár, og miða
■ Alcxandcr Stcfánsson félagsmála-
ráðherra hcfur skipað í stjórnarnefnd
um málefni fatlaðra frá 1. janúar þessa
árs, til næstu fjögurra ára.
Sigurfinnur Sigurðsson skrifstofumað-
ur er formaður nefndarinnar og hans
varamaður er Theódór A. Jónsson fram-
kvæmdastjóri. Aðrir nefndarmenn eru
Ingimar Sigurðsson, dcildarlögfræð-
ingur. Magnús Magnússon, sérkcnnslu-
fulltrúi, Húnbogi Þorsteinsson sveitar-
stjóri, Ólöf Ríkharðsdóttir, fulltrúi,
Baldur Kristjánsson þjóðfélagsfræð-
ingur og Ásgerður Ingólfsdóttir deildar-
stjóri.
Varamenn eru þeir Jón Sæmundur
Sigurjónsson dcildarhagfræðingur,
Leiíur Eysteinsson fulltrúi. Magnús E.
Guðjónsson framkvæmdastjóri, Guð-
mundur Ragnarsson viðskiptafræðingur,
Arnþór Helgason deildarstjóri og Jó-
hunn Guðmundsson læknir.
- AB
Samfara stórauknum einingaflutningum og
markvissri uppbyggingu þeirra i Sundahöfn,
hefur mikilvægi lyftara I þjónustu okkar
aukist til muna.
Gámavæðing í takt við nútfmakröfur,
170.000 m2 athafnasvæði, og vöruskálar
með 29.000 m2 gólf- og hilluplássi hefur
skapað nýja þörf fyrir sérhæfða lyftara sem
valda lykilhlutverki sínu ( fjölbreyttum
flutningum. Þeirri þörf fullnægir Eimskip.
7 gerðir lyftara tryggja
hraða og rétta meðferð á hverri vöru. Þeir
eru sérfræðingar á sinu sviði, í smágámum,
stórgámum, frysti- og kæligámum, brettum
og fletum og eiga mikilvægan þátt (öruggum
flutningi alla leið heim i hlað.
Rutningur er okkar fag
EIMSKIP
Sfmi 27100
*
É
- JGK