Tíminn - 10.01.1984, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.01.1984, Blaðsíða 20
dropar Hvernig væri nú að útvörður íslenskrar tungu færi að veita Rás 2 yfirhainingu? ■ Erlingur nokkur Sigurðar- son, útvörður íslenskrar tungu, með aðsetur norður undir heimskautsbaug mætti Dropa vegna hætta um stund að rýna í fréttatilkynningar ráðuneyt- anna og snúa sér að innhverfri íhugun, þ.e. að því að skoða ofan í kjölinn málfar það sem Rás 2 býður landsmönnum upp á. Dropar minna á frábæran vikuskammt Flosa í síðasta helgar-Þjóðvilja: „Að liafa vaðið fyrir neðan nefið“. Það er með ólíkinduni hvað mikið af innihaldslausu bulli getur komið frá plötusnúðum Rásar tvö, og þeim mun fleiri sem saman eru komnir í einum þætti, þeim niun meira af bulli, og það sem meira cr bulli, sem sagt er á lélegri íslensku, oft vitlausri og án nokkurs „húmors“. Það væri til að æra óstöðugan að eiga að fara að nefna dæmi, máli Dropa til sönnunar, þyrfti alla vega helli- rigningu til en ekki einn deigan Dropa. Er þeirri áskorun hér með komið á framfæri til út- varðarins í norðri. Tíminn reynd- ist forspár ■ Þorsteinn Gíslason, for- stjóri Coldwater, dótturfyrir- tækis S.H. í Bandaríkjunum sagði starfi sínu lausu sl. föstu- dag, þcgar Ijóst var að hann hefði orðið undir í átökum þeim sem áttu sér stað innan stjórnar Coldwater og S.H. hvað varðar verðlagningu, en Þorsteinn var eindregið and- vígur því að lækka verð á fimmpunda flökum um 10 cent pundið, scm jafngildir 6% verðlækkun, eins og ákveðið var af nefnd skipaðri stjórnar- mönnum S.H. og Coldwater, í kjölfar þess að S.H. barst harð- ort bréf, þar sem kvartað var yfir því að Þorsteinn Gíslason ræki of harða verðstefnu. Þorsteinn segir í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag, er hann er spurður hvort hann líti á þessa ákvörðun sem van- traust á sig sem forstjóra? „Það kann að vcra, að minnsta kosti fékk ég ekki þann stuðning gagnvart viðskiptavini okkar, sem ég taldi mig þurfa.“ Tíminn hafði gerst forspár í þessu máli, því fyrr í vetur birtist í Tímanum grein, þar sem m.a. sagði: „Tíminn hefur heimildir fyrir því að ákveðnir samskiptaörðugleikar séu á milli forystumanna S.H. og Coldwater, og það svo mildir að sumir telja að þeir verði ekki leystir nema með manna- breytingum.“ Krummi . . . ...hélt sem snöggvast að það hefði soðið upp úr hjá íhald- inu...! Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 HEDD Skemmuveg* 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um land allt Ábyrgö á óllu Kaupum nylega bila til niðurrifs w abriel HÖGGDEYFAR y QJvarahlutir .SKST' Helgi vann enn ■ Helgi Ólafsson varð sigur- vegari í 22. Helgarskákmótinu sem haldið var á Olafsvík um helgina og er þetta í 13 sinn sem Helgi stendur eftir sem sigurveg- llelgarskákmótinu. Hann nut 6 Vi vinning af 7 mögu- . .vguni, gerði jafntefli við Sævar Bjiirnason í síðustu umferð. öðru sæti varð sjálfur prínius ‘Wiótor Helgarskákmótanna, Jó- Ttánn Þórir Jónsson með 6 vinn- Thga, en þetta er í fyrsta sinn sem 1íjánn er meðal þátttakcnda í Helgarskákmóti, hingaðtil liefur hann látið sér nægja að vera skipuleggjandi. I4 ára skákmað- 'ur úr Reykjavík, Guðmundur ,:Árnason fékk einnig 6 vinninga, en lægri stigatölu en Jóhann Þórir, og skaut mörgum þckkt- um skákmönnum ref fyrir rass. Næstir komu með 5'/ð vinning Dan Hansson, Sævar Bjarnason og Óli Valdimarsson í þeirri stigaröð sem þeir eru hér taldir upp. Óli varð jafnframt hæstur öldunga að vinningum. Næstir með 5 vinninga þcir Karl Þor- steins, Hilmar Viggósson og Tómas Björnsson. Þctta mót var haldið í minn- ingu Ottós Árnasonar, sem var mikill skák- og menningar- frömuður í Ólafsvík en hann lést árið 1977. Tímaritið Skák afhenti minningagjafir um hann til skák- félags staðarins og skólabóka- safnsins. Töfl og klukkur og allar skákbækur sem tímaritið hefur gefið út og enn eru fáanlegar. JGK 5AMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 Helgarskákmótid Ólafsvík: umferðar- óhöppum ■ Tvö utnferöaróhöpp urðu ineð stuttu niillibili á Þingvaila- stræti á Akurevri á sunnudag. Fjórir bflar lentu saman í fyrra skiptiö og tveir i það seinna. Engin slys urðú á fólki en talsvcrt cignatjón. Miklir snjóruöningar eru viö götuna og um daginn gckk á með miklum hryðjum þannig að snjókófið varð mikiö öðru hvoru. Fyrri áreksturinn varð vegna þess að kona sem ók efíir götunni varð að stoppa í einni hryðjunni þar sem hún sá ekki fram fyrir bílinn. Skipti þá engum togum að þrír bílar komu hver á eftir öðrum og lentu saman. Seinni áreksturinn varð rúm- um tveim timum seinna en hann varð vegna þess að aðal- brautarréttur var ekki virtur. Tímamynd: Sverrir ■ Slökkviliðsmenn bera sig að á eldsstað í Engjaseli. rttTStjorn8b300- Auglysingar Í8300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvoldstmar 86387 og 86306 Þriðjudagur 10. janúar 1984 FERSKUR FISKUR I SKIPA- GAMUM TIL EVRÖPULANDA? Fyrrverandi forstjóri BUR stofnar útflutningsfyrirtæki med syni sínum ■ „Ég mun fara að starfa núna við útflutning á sjávarafuröum - annars vegar hjá eigin fyrirtæki, sem ég cr að stofna ásamt syni núnum, Rúnari Björgvinssyni verkfræðingi og hins vegar hjá umboðssölu Jóhönnu T. Bjarna- son,“ sagði Björgvin Guð- mundsson erTíminn spurði hann í gær hvað hann myndi nú taka sér fyrir hendur, en hann hætti sem framkvæmdastjóri Bæjarút- gerðar Reykjavíkur nú um ára- mótin, eins og kunnugt er. Björgvin sagði að fyrirtækið sem þeir feðgarnir hefðu stofnað, héti fslenskur nýfiskur, og að þeir hygðust fyrst og fremst flytja út ferskan fisk til Þýskalands og Frakklands. Hann sagði að fiskurinn yrði fluttur út með gámum, í flutningaskipum Eimskips og Hafskips. „Ég er búinn að semja við þrjá aðila í Þýskalandi og Frakk- landi um kaup á slíkum fiski, en er nú í viðræðum við útgerðar- menn hér heima um að fá fiskinn. Það er kannski ekki svo létt núna í augnablikinu, þar sem það er svo vont veðrið, litlar gæftir og tregur afli." Björgvin var spurður hvenær hann gerði sér vonir um að geta sent út fyrsta gáminn, og sagði hann að það lægi enn ekki Ijóst fyrir, því það færi eftir afla- brögðum og öðru. -AB Skemmdir vegna elds f Engjaseli — erfitt ad koma slökkvi- bifreidum ad ádur en nýi bfllinn kom ■ Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt að húsi við Engjasel á föstudagskvöldið. Vel gckk að slökkva eldinn cn skemmdir urðu þó talsverðar að sögn varð- stjóra. Engjasel hefur valdið slökkvi- liðinu nokkrum áhyggjum þar sem mjög erfitt er að komast með slökkvibíla að húsum þar. Að sögn Hrólfs Jónssonar vara- slökkvistjóra er þetta vandamál nú úr sögunni eftir að slökkvilið- ið fékk nýja bifrcið til umráða en hún er m.a. búin 90 metra löngum háþrýstislöngum. Þó er óhægt um vik ef nota þarf körfu- bíla. -GSH Ottó N. Þorláks- son verður frá veiðum í þrjár vikur: Tjónið nem- ur 2-3 millj- ónum króna ■ „Svona lauslega áætlað ncmur tjónið allt tveiniur til þremur milljónum króna fyrir utan það að skipið verður frá vciðum í um það bil þrjár vikur,“ sagði Gunnar Sæ- mundsson, forstöðumaður tæknideildar Bæjarútgerðar Reykjavíkur, þegar Tíminn ræddi við hann um skemmdirn- ar á Ottó N. Þorlákssyni, sem eins og greint hefur verið frá fékk á sig mikinn brotsjó i vikunni sem leiö. Gunnar sagði, að nú væri verið að meta tækjabúnaðinn, sem orðið hefði fyrir skemmdum, og Ijóst yrði í vikunni hvernig það dæmi liti út. Sýnt væri, að viðgerð á sjálfri brúnni myndi kosta um eða yfir hálfa milljón fyrir utan viðgerðir á tréverki og eftirlit með viðgerðunum. Búist er við að viðgerð á togaranum fari fram hjá Stál- vík í Garðabæ, en þar var togarinn smíðaður. -Sjó Sex bílar í tveimur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.