Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 6
'mmrn FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 6 í spegii tímans Ulimann: ■ Hún Linn Ullmann er nú orðin 17 ára, og það má segja að allir vegir standi henni opnir. Hún hefur fengið alveg ævintýra- leg tilboð sem leikkona, en Linn þykir bæði glæsileg, gáfuð og hæfileikarík leikkona af svo ungri stúlku að vera. Sjálf sagði Linn nýlega í viðtali „ERFITT AB VERA DÓTTIR SVD FRÆGRA FORELDRA" við sænskt blað, að sér þætti oft erfitt að vera barn svo frægra foreldra. - Ég er svo hrædd um að mér mistakist, þegar gerðar eru svo miklar kröfur til mín, vegna foreldra minna. Fólk segir: „Hún hlýtur að vera stór- gáfuð - dóttir Liv Ullman og Ingmar Bergmans“. - Ég vona að ég hafi erft eitthvað gott frá foreldrum mínum, en ég er bara ég sjáif, 17 ára og reynslulítil stúlka. Reynd- ar verð ég að viðurkenna, að auðveldara er fyrir stúlku með mitt nafn að ná samböndum við áhrifamikið fólk við leikhús og kvikmyndir, en það dugar ekki til lengdar að flagga með frægu nafni. Sjálf persónan verður að standa sig og vel, og þá ekki síst vegna nafnsins. Linn lék í sumar í ítölskum sjónvarpsþáttum, og nú hefur hún fengið boð frá Hollywood um stórt hlutverk í kvikmynd. Þær mæðgur, Liv og Linn Ullman, héldu jólin saman í New York, en þær eru mjög samrýndar og góðar vinkonur og hafa mörg sömu áhugamálin fyr- ir utan leiklistina, svo sem að ■ Linn Ulimann þykir ein af albestu Ijós- myndafyrirsætum, þó hún sé aðeins 17 ára gömul. „Hún er enn fallegri á mynd en í raunveruleikanum", sagði Ijósmyndarinn sem tók þessa mynd af henni. A minni myndunum má sjá hina frægu foreldra Linn, - Liv Ullman og lngmar Bergman sem mega vera hreykin af dótturinni. starfa í friðarhreyfingunni vestan hafs. í Hollywood-kvikmyndinni, sem Linn stendur til boða að leika í verður Alan J. Pakula leikstjóri, en hann stjórnaði hinni margverðlaunuðu mynd „Sophies Choice“. Þessi nýja mynd á að heita „Dream Lovers" og Linn á að leika unga og draumlynda stúlku sem er aðalpersóna myndarinnar. En nú, þegar framabraut dótt- urinnar blasir við, þá hefur Liv sjálf látið í Ijós ósk um að hvíla sig á kvikmyndaleik þetta árið. Hún er að ganga l'rá bók, sem á að koma út á næstunni. Bókin á að heita á sænsku „Tidvattnet", og segir frá fjórum árum í lífi konu og áhrifamiklu ástarævin- týri sem gerist á þeim tíma. Haldið er að Liv segi þarna frá sinni eigin reynslu, og eru miklar getgátur um hver maðurinn muni vera. Fyrri bók Liv Ullman var þýdd á 26 tungumá), og seldist um allan heim. Liv segist líka ætla sér að vinna á vegum Sameinuðu þjóð- anna að hjálparstarfi, og helst í löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Hún segist líka hafa áhuga á því að vera laus, ef svo skyldi fara að Linn þurfi á aðstoð sinni eða ráðleggingum að halda, nú þegar hún er að byrja leikferil sinn. Linn hafði áður unnið sér álit í New York sem „super-model“ eða alveg sérstök fyrirsæta, og eins og einn Ijósmyndarinn sagði „Hún er ein af þeim heppnu stúlkum, sem eru enn fallegri á mynd en í raunveruleikanum.“ Linn hafði minnimáttarkennd vegna útlitsins þegar hún komst fyrst á ungtingsárin. Henni þótti sem hún væri of horuð, allt of brjósta- lítil, og munnurinn of stór, en nú segist hún vera orðin nokkuð ánægð með sig. - I New York á ég heima, segir Linn, en ég á mitt annað heimili í Noregi, þar sem elsku amma mín býr, og ég fer nærri á hverju sumri til Farö að heim- sækja pabba, en á milli okkar er nú gott samband, þó að langur tími líði sem við sjáumst ekki. „Kannski fæ ég að leika í mynd hjá honum einhvern tíma, ef ég verð þá orðin nógu góð leik- kona.“ Ferdamálarád gengst fyrir átaki um bætta umgengni við landið: „VUUM LOSNA VIÐ AllA SÚN MENGUN“ segir Heimir Hannesson, formaður ráðsins ■ í vor og sumar mun Ferða- málaráð gera átak til að vekja athygli íslendinga og erlendra ferðamanna á mikilvægi þcss að ganga vel um landið og virða náttúru þess. Átakið hefst mcð samkeppni um slagorð, ':t og „Hreint land - fagurt land“, og á slagorðið að vera rauður þráður í þeirri starfsemi sem framundan er. Það þarf að vera einfalt og minna á skýran hátt á tilgang átaksins. Textinn þarf að vera stuttur og hnitmiðaður og auðveldur að snúa yfir á önnur tungumál. „Það þarf hvorki að fara langt né víða til að reka sig á að umgengni um landið er ábóta- vant. Við sjáum hjólför, plastdrasl, glerbrot, járnarusl og alls konar drasl annað meira að segja uppi á hálendi. Við sveita- bæi, í bæjum og hér í Reykjavik ■ Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.