Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 11
íþróttir umsjón: Samuel Örn Erlingsson Stuttgart fer til Bremen - í 8 liða úrslKum bikarkeppninnar ■ Asgeir Sigurvinsson og félagar í Stuttgart eiga fyrri höndum erfiðan Icik í þýsku bikarkeppninni, átta liða úr- slitum. Stuttgart þarf aö fara til Bremen og leika þar við hcimamenn, Werder Bremen, scm er lítt slakara heimalið en sjálfir mcistarar HSV sem Stuttgart lagði að vclli í fyrradag. Leikurinn verður 3. mars. Það vjrðist því ekki sopið kálið hjá Stuttgart, þó í ausuna sé komið. fessi lið lcika í átta liða úrslitum: Hannover 96-„Gladbach'‘, Bremen-Stuttgart, Bocholt-Bayern Munchen, Hertha Berlin-Schalke 04. Bayern Múnchen var heppið, fékk áhugamannaliðið Bocholt. Stuttgart var líklega óheppnast er dregið var í átta liða úrslit, en útlit er fyrir hörkuleiki milli Berlín og Schalke annarsvcgar, og Hannover og „Gladbach" hins vegar. Borussia Múnchengladbach ætti þó að hafa Hannover. en það er sterkt annarr- ar deildarlið. Geta má þess aö Jóhannes Eðvaldsson lék með Hannover 96 fyrir tveimur árunt. -GÁG/SÖE. Einn besti leikur í tíma Krá (Tista Á Gunnlaugssyn-íþróttafréttu- manni l'ínians í V-Þýskalandi: Leikur Stuttgart og HSV í bikamum í Hamltorg í fyrrakvöld þötti einn sá besti sem leikinn hcfur verið í þýsku bikar- keppninni í áraraðir. Lýsing útvarps og sjónvarps var gífurlega spennandi, og margir hafa líkt þeiin við svæsna glæpa- mynd, eöa útvarpsleikrit. Mörkin í ieiknúm þóttu öll stórglæsileg, og leikurinn allur hraöur og skemmti- legur. Víst er að leiksins verður lengi minnst. Ásgeir þótti ciga stórgóðan leik, þrátt íyrir að hann næði ekki að sýna eins rnikinn „glans" leik og síðastliðinn laugardag gegn Kaisersiautcm. - GÁG/SÖE. Örn í Fram ■ Hinn geysiefnilegi leikmaður Fylkis í knattspyrnunni, Örn Valdimarsson, hefur gengið í Fram. Örn er 17 ára, og var einn aðalmaður íslenska piltalands- liðsins 16-18 ára síðastliðið sumar. Hann hefur æft með Fram í vetur. Koma Arnar í Fram er Fram mikill styrkur, en um leið mikil blóðtaka fyrir Fylki, sem leikur í 3. deild t sumar. -SÖE Afturelding vann mikil- vægan sigur ■ I'veir leikir voru í þriðju deild karla á íslandsmótinu í handbolta um síðustu helgi. Keflavík vann Ögra 44-20, og Afturelding vann mikilvægan sigur á Þór Akureyri 24-19. Með þeim sigri er Afur- elding cnn með í toppbaráttu þriðju deildar, en vonir Akurcyringa minnkuðu að sama skapi. Staðan í dcildinni er nú þessi: Ögri-Keflavík................20-44 I*úr A-Aflurelding ..........19-24 Týr...... Ármann .. Aftureld .. Þór Ak .... Akranes .. Keflavík . . Selfoss .... Skallagrím Ögri...... 11 9 2 . 11 9 . 11 8 .. 10 6 . 10 6 . 11 6 . 11 2 . 11 1 . 12 0 282-175 20 322-243 18 274-186 16 247-174 13 245-196 13 279-230 12 187-235 4 10 157-297 2 12 174-429 0 - SÖE. Friðrik Guðmundsson formaður HSI: „EINS OG AS FA RÝTING í BAKIÐ 77 — Guðmundur gengu — ég ■ „Það var verið að gera allt sem hægt var til þess að mögulegt væri að fara með seinni leikinn norður, og sá maður sem það var að gera var ég. Því fannst mér ég fá heldur kalda kveðju frá Guðmundi I.árussyni hjá handknattleiksdeild KA í Tímanum á þriðjudag. Guðmundur var okkar maður fyrir norðan, og vann af mikilli elju að undirbúningi. Hann vissi allan tímann hvernig málin stóðu, og mér fannst þetta vera eins og að fá rýting í bakið“, sagði Friðrik Guömundsson formaður Handknattleikssambands ís- lands í samtali við Tímann í gær, vegna ummæla Guðmundar Lárussonar í Tímanum á þriðjudag. „Þegar ljóst var á laugardag, eftir þriggja tíma bið á flugvellinum, að ekki væri hægt að fara norður, fannst mér, vitandi um áhugann í norðanmönnum, að okkur bæri hálfpartinn skylda til að reyna að fara með sunnudagsleikinn norður. Ég fór fyrst til Flugleiða, og athugaði hvort möguiegt væri að fá vél. Það var hægt. Svo reyndi ég að ná norður, og náði loks í Guðmund Lárus- son, sem var okkar maður, og við vorum í sambandi þann tíma sem við vorum úti á velli. Égspurði hann.ef til kæmi, hvort þeir væru tilbúnir að taka leikinn á sunnudag. Hann var jákvæður og mjög ánægður með þetta. Þegar þetta gerðist var ég bíúnn að missa bæði liðin af flugvellinum, og ákvað að hafa samband aftur við Guðmund klukkan 4 í Hafnar- firði, þar sem næðist í liðin. Þegar Guðmundur talar við mig Lárusson vissi hvernig málin gerdi allt sem ég gat ■ Friðrik Guðmundsson formaður HSÍ klukkan 4, þá er ég að tala við Norð- mennina, sem voru frekar tregir, en vildu ekki setja sig upp á móti þessu. Þeir samþykktu að lokum með því skilyrði að þurfa ekki að bíða uppi á flugvelli, heldurfara beintafhótelinuog út í flugvél. - Síðan kom upp sú spurning, hvað gerist ef við kæmumst ekki suður aftur, og ef það gerðist, hver borgaði aukakostnað af að fara um Kaupmannahöfn á þriðjudegi. Þrátt fyrir þetta haföi ég samband við Veðurstof- una, og þeir sögðu að útlit væri fyrir suðaustanátt, og ef við kæmumst norður ættum vfö að komast suður. Gunnar Gunnarsson í stjórn HSI: 99 Ég ræddi um þetta við Bogdan, hann sagðist vera búinn að skipuleggja þrjá leiki, undirbúa liðið fyrir þá. „Ef þessum leik verður riðlað líka, er allur minn undirbúningur farinn fyrir bí. Maður undirbýr ekki lið bara rétt fyrir leik, þetta er ákveðið plan, leikið klukkan þetta á ákveðnum stað“, sagði Bogdan. Hann ætlaði að hafa æfingu morguninn eftir, en sagði þó að hann mundi sam- þykkja að fara norður ef vel gengi í laugardagsleiknum, ef þetta væri mikið peningaspursmál fyrir HSÍ. Við vorum fjórir stjórnarmenn í Hafn- arfirði, og greiddum atkvæði eftir leik- inn. Þau fóru 2-2. Bogdan sagði þá að hann vildi ekki fara, og úr því atkvæði fóru svona vildi ég ekki taka þessa ákvörðun með aðeins eitt atkvæði," sagði Friðrik Guðmundsson formaður HSÍ. -SÖE ■ Þeir Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson stóðu sig vel á siglingamóti ytra nýlega, og nú hefur Ólympíunefnd íslands styrkt þá félaga með 100 þús. krúnum. Þeir félagar sigla á báti eins og er á myndinni, „470“. Fortuna Köln vann 4-0 ■ Fortuna Köln, lið Janus Guðlaugs- sonar í annarri deild í V-Þýskalandi, sigraði í leik sínum gegn Osnabruck f fyrradag 4-0. Leikur þessi átti að vera um sföustu helgi, en var þá frestað veena slæmra vallarskilyrða. - GÁG/SÖE. Bikarleikur íkvöld Laugdælir-KR í körfubotta ■ I kvöld er einn leikur í bikarkeppni karla í körfuknattleik, lið Laugdæla frá Laugarvatni, sem leikur i 1. deild, fær úrvalsdeildarlið KR í heimsúkn. Leikur- inn hefst klukkan 20.00 í iþrúttahnsinu á Selfossi. Blakað í Hagaskóla ■ í kvöld eru þrír leikir á íslandsmót- inu í blaki í iþróttahúsi Hagaskúia. Klukkan 18.30 keppa Þrúttur og Víking- ur í 1. deild kvenna, en síðan eru tveir leikir í 1. deild karla. Víkingur og Þrúttur keppa klukkan 19.50, og strax á eftir keppa HK og Fram. Er sá leikur áætlaður klukkan 21.10. -SÖE SIGUNGASAMBANDID FÉKK 100 ÞÚS. í STYRK FRÁ ÓLYMPÍUNEFND — til hjálpar þeim Gunnlaugi Jónassyni og Jóni Péturssyni ■ Ólympíunefnd íslands veitti Siglinga- sambandi íslands nýlega 100 þúsund krúna styrk, tii að gera þeim Gunnlaugi Júnassyni og Júni Péturssyni kleift að taka þátt í alþjúðlegum mútum í sigl- Stjórn HSI tók þessa ákvördun — Bogdan fær nóga gagnrýni þó honum sé ekki um kennt 99 ingum. Samkvæmt uplýsingum sem Tíminn fékk hjá starfsmanni Olympíu- nefndar, Ingvari M Pálssyni, er styrkur þessi ætlaður til að piltamir geti tekið þátt í sterkum mútum á næstunni, svo staða þeirra í alþjúðlegri keppni verði ljúsari. Ingvar sagði, að þeir Gunnlaugur og Jón kæmi sannarlega til greina sem kepp- endur á Ólympíuleikunum í Los Angels- es, ef rammistaða þeirra fullnægi kröfum Ólympíunefndar. Styrkur þessi mundi hjálpa þeim til að fjármagna ferðir sínar og kcppni á mótum sem eru í Evrópu á næstunni meðal annars á hinni margfrægu Kielarviku. „Þá fæst mælikvarði á getu piltanna", sagði Ingvar, „og betur hægt a* ' sjá hvar þeir standa. Þeir stóðu sig mjög vel á móti erlendis fyrir nokkru, og eru alls ekki útilokaðir frá þátttöku á Ólympíuleikunum fremur en aðrir íþróttamenn okkar" ■ „Þau ummæli Akureyringanna að Bogdan landsliðsþjálfari hafi stjúrnað þeirri ákvörðun að þeir fengu ekki landsleikinn Ísland-Noregur til sín á sunnudag eru langt frá því að vera sannleikur. Stjúrn Handknattleikssam- bands íslands túk þá ákvörðun sjálf og ber ein ábyrgð á henni“, sagði Gunnar Gunnarsson, stjúmarmaður HSI og formaður landsliðsnefndar í samtali við Tímann vegna ummæla Guðmundar Lárussonar hjá Handknattleiksdeild KA í samtali við blaðið á þriðjudag. - „Bogdan fær núga gagnrýni, þú ekki sé verið að klína þessu á hann að úsekju“, sagði Gunnar. „í upphafi samdi Jón Erlendsson vara- formaður HSl við Akureyringana um landsleikinn á laugardag, sem því miður var ekki leikinn nyrðra vegiia veðurs. í þcim samningum kom aldrei til greina að leikurinn yrði á Akureyri á sunnudeg- inum, vegna þess að það þótti ekki vogandi að Norðmennirnir yrðu veður- tepptir fyrir norðan. Þá heföu þeir misst af fluginu á mánudag, sem hefði þýtt a.m.k. 100 þúsund krónur fyrir HSÍ í aukakostnað. Þeir komu hingað á helg- arpakka, og ef þeir hefðu svo farið á þriðjudag heföu þeir þurft að fara um Kaupmannahöfn. Það heföi þýtt mikinn aukakostnað, bæði í flugi og uppihaldi hér. Friðrik ræddi síðan við norðanmenn á laugardag eftir að Ijóst var að leikurinn þá yrði ekki á Akureyri, og færði í tal við þá að þeir fengju sunnudagsleikinn. Þeir höfðu áhuga, og hann bar þetta undir Bogdan og okkur í stjórninni. Bogdan var lítið hrifinn af að fara vegna þess að leikmennirnir fengju þá litla hvíld. Við vorum þessu sammála, en fyrst og fremst vóg þyngst það að við gátum ekki með nokkru móti hætt á að Norðmenn yrðu veðurtepptir fyrir norð- an af áðurgreindum ástæðum. Þrátt fyrir góða veðurspá þarf nú ekki mikið til að #flug stöðvist hér á íslandi, og HSÍ á við næg fjárhagsvandamál að stríða, þó ekki sé farið að tefla á tvær hættur í slíku máli sem þessu. Mér þykir mjög leiðinlegt hvernig þetta mál þróaðist. Vera má að Friðrik hafi gefið norðanmönnunum of mikinn ádrátt um leikinn á sunnudag áður en hann talaði við okkur. Ákvörðunin og ábyrgð á henni er alfarið stjórnarinnar," sagði Gunnar Gunnarsson. „Það að Bogdan var á móti því að fara norður hafði ekki úrslitaþýðingu, enda cr hann starfsmaður okkar." -SÖE Unglingamót — hjá Fimleikasambandinu 18. - 19. febrúar' ■ Unglingamút í Fimleikum á vegum Eimleikasambands íslands verður haldið í Laugardalshúll 18-19 febrúar. Mútið hefstkiukkan 15.00 báða dagana. Keppt verður í fjúrum aldurshúpum, 10 ára og yngri, 11-12 ára, 13-14 ára, og 15-16 ára. Stúlkur munu keppa eftir sænska fim- leikastiganum, en piltar eftir hinum nýja íslenska fimleikastiga. Þátttökutiikynn- ingar eiga að berast viku fyrir mót. Tækninefnd karla hjá FSI mun halda námskeið fljótlega fyrir dómara, þjálfara og aðra áhugamenn þar sem farið verður í gegnum nýja íslenska fimleikastigann. ■ Skíðadeild Ármanns túk um síðustu helgi í notkun nýjan og mjög fullkominn tímatökuútbúnað. Útbúnaðurinn var notaður í fyrsta skipti á fyrsta bikarmúti vetrarins í alpagreinum. Hér sjást tveir Ármenningar ásamt tækjunum, og eru þau greinilega í notkun. Tímamynd HUmar Sæberg. TOTTENHAM UT ÚR BIKARNUM — tapadi fyrir Norwich 1-2 á Carrow Road-Llitlu liðin féllu út ■ Tottenham Hotspur féll í gær út úr enska bikarnum í knattspyrnu er iiðið tapaði fyrir Nonvich á Carrow Road í Norwich. Norwich vann 2-1. Þá féllu öll „litlu“ liðin sem léku í bikarkeppninni í gær, út fyrir sér stærri liðum. Allir leikirnir í gær voru í fjúrðu umferð. Þetta var annar leikur Tottenham og Norwich að þessu sinni, í þeim fyrri varð jafntefli 0-0 á White Hart Lane. Notts County fór til HuddersField, og sló heimamenn út. Annarrardeildarliðið náði ekki að halda í við fyrstudeildarliðið og úrslitin urðu 2-1 Notts County í hag. West Bromwich Albion rétt marði fjórðudeildarlið Scunthorpe 1-0 á The Hawthorns. Lið gamla Leeds-mannsins Allan Clarke féll út með sóma. Annarrardeildarlið Derby rétt marði utandeildalið Telford 3-2. Leikurinn var á heimavelli Derby County, Baseball Ground. Utandeildamennirnir geta ver- ið hressir með úrslitin, þó meira hefði að sjálfsögðu verið gaman að komast áfram. -SÖE Liverpool vel á skrið ■ Einn leikur var í fyrstu deild ensku knattspyrnunnar í gær, Liverpool jók forskot sitt í fyrstu deild með því að leggja Watford sannfærandi að velli á Anfield Road. Úrslit leiksins urðu 3-0. Einn leikur var í þriðju deild, Lincoln vann Brentford 3-0. - Sökum slæmra útvarpsskilyrða í gærkvöld höfum við ekki nöfn markaskorara. -SÖE Bágt ástand í herbúðum Framara — Aðalskytturnar meiddar ■ Mikil mciðsli og veikindi herja nú á annarrardeildarlið Fram í handknattleik. Framarar, sem eru í öðru sæti í annarri deild nú, og berjast um sigur í deildinni við Þúr frá Vestmannaeyjum, eiga einmitt að leika við Þúrara annað kvöld í Laugardalshöll. Eru Framarar heldur vonlitlir um að geta veitt Þór verðuga keppni í leiknum, sökum áðurnefndra* meiðsla og veikinda. Óskar Þorsteinsson, ein aðal- skytta Framara er nú á sjúkrahúsi, að ná sér eftir botnlagaskurð, og leikur ekki annað kvöld. Sama gildir um línumennina Bjöm Ei- ríksson og Brynjar Stefánsson. Björn er nú á sjúkrahúsi með slitin liðbönd, og Brynjar er í gifsi vegna ristarbrots. Til að kóróna ólukku Framara, meiddist aðaskytta liðsins, Dagur Jónasson á æfingu í vikunni, og er skaddaður á hæl. Alveg er óvíst hvenær Dagur nær sér, og alls ekki víst að hann geti verið með á morgun. Lið Fram er í fjarveru Óskars og Dags að miklu leyti skyttulaust. Líklegt er að hornamaðurinn spræki, Hermann Björnsson verði látinn leika fyrir utan og stjórna spilinu í þessari stöðu, en um aðrar breytingar verður líklega ekki að ræða. - Framarar bíða þess bara milli vonar og ótta, hvernig meiðsl- um Dags Jónassonar reiðir af... -SÖE Dregid í bikarkeppni KKÍ: ERFITT HJÁ NJARÐVÍK ■ Það verður að líkindum erfltt hjá Njarðvíkingum í átta liða úrsiitum Bik- arkeppni Körfuknattleikssambands Islands, en dregið var í 8 liða úrslit á þriðjudag. Njarðvíkingar, sem nú era efstir í úrvalsdeildinni, lentu mút annað hvort KR eða Laugdælum, en þau lið eiga eftir að leika í 16 liða úrslitum. KR-ingar eru í öðru sæti úrvalsdeildar- innar nú, og Laugdælir eru eitt af toppliðum fyrstu deildar. Eftirtalin lið drúgust saman: Laugdælir/KR-Njarðvík, Snæfell/Fram-Kefla vík, Skallagrímur-Valur/ÍR, Haukar-Grindavík. í kvennaflokki drúgust eftirtalin lið saman: ÍR/Njarðvík-ÍS, ÍA/ÍR b-Haukar. í karlaflokknum eiga Framarar góðan möguleika á að komast í fjögurra liða úrslit, þeir eiga eftir leik við Snæfell, eitt af toppliðum annarrar deildar í 16 liða úrslitum, og takist Frömmurum að vinna eiga þeir leik við Keflavík, sem hefur sýnt afar ósannfærandi leiki í úrvals- deildinni að undanförnu. Líklegast verður að telja að Haukar leiki til úrslita gegn annað hvort ÍR eða ÍS í kvennaflokki, en þó getur allt gerst í bikarkeppni og aldrei að vita... -SÖE . - hjá sveít Njarðvíkur í 4x50 metra bringusundi ■ Sveit Njarðvíkinga setti nýtt og stórglæsilegt Islandsmet í 4x50 metra bringusundi á Unglingameistaramóti Is- lands t Sundhöll Reykjavíkur á dögun- um. Keppt var í þessu sundi sem gesta- grein. Sveitin bætti íslandsmetið sem áður gilti og var í eigu sundsveitar Sundfélags Hafnarfjarðar, um heilar 5 sekúndur. Sveit UMFN synti á 2:12,1 mín, en gamla metið var 2:17,1 mín. - í sveit UMFN syntu Eðyarð Þ, Eövarös- son. Þórður Óskarsson, Jóhann Björns- son og Eiríkur Sigurðsson. -TúP/SÖE Sundmót Ægis um helgina ■ Sundmót sundfclagsins Ægis verður haldið í Sundhöll Reykjavíkur þann 5. fcbrúar 1984 kl. 15.00, og hefst upphitun kl. 14.00. Þátttökutilkynningar berist fyrir 4. febrúar n.k. til Kristins Kolbeins- sonar Granaskjóli 17 Reykjavík S. 10963. Þátttökugjald er kr. 30 fyrir hverja einstaklingsgrein og kr. 60 fyrir boðsund. Keppt vcrður í eftirtöldum greinum: 4(K) m skriðsund karla, 200 m haksund kvenna, 100 m bringusund karla. 100 m bringusund kvenna, 100 m flugsund karla. 2(K) m fiugsund kvenna, 100 m skriðsund karla, 200 m fjórsund kvenna, 4xl(K) m skriðsund karla. 4x100 m fjór- sund kvenna. Dregið í undanúrsiit ■ Dregið hefur verið í undanúrslit hikarkeppni Körfuknattleikssambands- ins í yngri flokkum. í 2. flokki karla leika annarsvegar Haukar og Keflavík í Hafnarfirði, og hins vegar Valur og Njarðvík í Reykja- vík. í 2. flokki kvenna keppa annars vegar ÍR og KR í Reykjavík, og hins vegar Kcllavík eða Haukar gegn Skallagrími annaðhvort í Keflavík eða í Hafnarfirði. í þriöja flokki karla keppa annars vcgar Haukar og Grindavík, og hins vegar annaðhvort Keflavík eða ÍR gcgn Njarðvík í annaðhvort Keflavík eða Rcykjavík. -SÖE Staðan í punktakeppninni: ■ Fyrir nokkru birtum við stöðuna í punktakeppninni í borðtennis í meist- araflokkum kvenna og karla. Hér er staöan í hinum flojckunum: I. flokkur karla: JónasKristjánsson Orn Albrecht Ehrnann Örn KristjánV. Haraldsson Vík KjartanBriem KR Trausti Kristjánsson Vík BergurKonráðsson Vik Bjurni Bjarnason Vík I Aðrir í I. tfokki karla hafa ekki hlotið punkta. 2ip. 14 5 3 2 1 2. flukkur karla: Fouchcr Pascal ÓskarÓlafsson ValdimarHannessón Snorri Bricm Eyþór Ragnarsson Halldór Steinssen Vík Vík KR KR KR Örn 18p. 11 10 6 2 . 2 Ögmundur Mdni Ögmundss. UMFK 2 Aðrir hafa ekki hlouo punkia. I. Ilokkur ksciuu: 1. ArnaSifKærnested Vík 4(6) Aðrar liafa ekki hlotið punkta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.