Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.02.1984, Blaðsíða 13
Alþingi: UNNIÐ AÐ HEILDAR- LÖGGJÖF UM UM- HVERFIS- VERND ■ Heiidarlöggjöf um umhvcrfisvernd verður lögð fram á Álþingi í marsbvrj- un. Alexander Stefánsson félagsmála- ráðherra skipaði nefnd í sept. s.i, til að semja iög um umhverfismál og verða þau iög fram sem stjórnarfrumvarp. Ráðherrann kvað brýnt að koma á heildarlöggjaí á þessii sviði sem t'vrsi Alexander svanaði þessu er Kristín I lalidórsdóttu bar fram iynrspuia um hvað liði frumvarpi um umhverfismál sent boðað var í upphafi þings. Áhugi á þessurn málum virðist mikill á þingi og m.a. hefur verið lagt frant þingmannafrumvarp um umhverfis- mál. Nokkrir þingmcnn tóku til máls og lýstu ánægju meö framtak fclags- málaráðherra og hétu að veita málinu stuöning þcgar þar að kemur. Guðrún Helgadóttir kvað nauðsyn að stofna sérstakt umhverfismálaráðu- neyti og að einn ráðherra mundi bera ábyrgð á þessum málunt. Kristín Hall- dórsdóttir tók undir þá skoðun. Sinfóníuhljómsveit íslands: Fyrstu tónleikar á síðara misseri ■ Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands á síðara misseri þessa starfsárs verða í Háskólabíói í kvöld kl. 20.30. Á cfnisskránni eru eftirtalin verk: Joonas Kokkonen: Milliþættir úr óp. „Síðustu freistingarnar" Antonin Dvorák: Fiðlukonsert í a-moll, op. 53 L.v. Beethoven: Sinfónía nr. 3 í ES-dúr, op 55 (Eroica) Hljómsveitarstjórinn, Jukka-Pekka Saraste er kornungur Finni, sem mjög mikla athygli hefur vakið síðustu árin. Hann lauk námi við Sibeliusar-aka- demíuna í Helsinki 1979 og á næsta ári kom hann fyrst fram sem stjórnandi með Fílharmóníuhljómsveitinni í Helsinki. Eftir að hann vann fyrstu -verðlaun í hljómsveitarstjórakeppni í Norrköping hefúr hann verið mjög eftir- sóttur stjórnandi. í fyrra vor fór Fíl- harmóníusveitin í Helsinki í tónleikaför um Bandaríkin, og var Saraste annar hljómsveitarstjórinn í förinni (ásamt Okko Kamu). Sfðan hefur hann stjórn- að hljómsveitum á ýmsum stöðum. Hann hefur einnig leikið fyrstu fiðlu í tveimur strengjakvartettum. Einleikarinn, Guðný Guðmunds- dóttir, hefur verið fyrsti konsertmcist- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands síðan 1974 og kennt fiðluleik við Tónlistar- skólann í Reykjavík. Hún stundaði nám í þeim skóla undir handleiðslu Björns Ólafssonar og lauk einleikara- prófi 1967. Eftir það stundaði hún framhaldsnám við Eastman tónlistar- skólann í Rochester, New York, í Royal College of Music í London og loks í Juilliard-skólanum í New York, þar sem hún lauk meistaraprófi. Aðal- kennarar hennar eriendis voru Carroll Glenn og Dorothy DeLang. Guðný hefur Italdið mikinn fjölda tónlcika hér heima og erlendis. nú síðast fyrir fáum dögum í Washington og New York við frábærar undirtektir. Mannafli eykst um 30 þúsund manns næstu 20 árin: „Atvirmulífið verð- ur að aðlagast hinni nýju tækniþróun” — segir Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra ■ Það vandamál sem við íslend- ingar stöndum frammi fyrir er að mannafli eykst um 30 þúsund manns næstu 20 árin. Við vitum að nokkrar atvinnugreinar geta ekki af ýmsum ástæðum tekið á móti þessu vinnuafli. í öðrum má búast við að ný tækni geti jafnvel leitt til fækkunar starfsfólks, t.d. í fisk- vinnslu og sjávarútvegi. Sam- kvæmt áliti sérfræðinga mun iðn- aður ekki taka á móti jafnstórum hluta þessarar fjölgunar og áður var talið. Af þessu leiðir að hvers kyns þjónustuiðnaður og nýiðnað- ur verði þær starfsgreinar sem í síauknum mæli munu taka á móti fjölguninni á vinnumarkaði og standa undir gjaldeyrisöflunni. Þetta kom fram í svari Alcxanders Stefánssonar félagsmálaráðhetra við fyrirspurn frá Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur um könnun á áhriium nýrrar tækni á íslenska atvinnuvegi. Alexander Stefánsson kvaðst hafa skipað starfshóp í nóv. s.l. til að t'ram- kvæma könnun á þessu sviði. Aðdrag- andinn að skipun starfshópsins cr að fyrir tveim árum fluttu sjö af þingmönum Framsóknarflokksins tillögu um þróun- arhorfur og stefnumótun í upplýsinga-og tölvumálum og var hún samþykkt. Þar er tekið fram að sérstaklegá verði.athug- að hvernigvinnumarkaðurinngeti aðlag- ast tölvuvæðingunni án þess að atvinnu- öryggi sé stefnt í hættu. í starfshópnum eiga sæti fulltrúar launþega, atvinnurekenda og stjórn- valda. í skipunarbréfi hans segir m.a. aö hann skuli framkæma könnun sem ætlað er að leiða í Ijós, eftir því sem unnt er, líkleg áhrif þeirrar nýju tækni sem nú ryður sér til rúrns á mannaflaþróun á vinnumarkaði. framleiöni og samkeppnishæfni nuvmaniti mvinnu- greina svo og a stefnui og viðgnng nyrra atvinnugrein.i. Starfshópurinn hefur haldið nokkra fundi og samþykkt starfsáætlun og er stcfnt að því að leggja fram áfanga- skýrslu með vorinu. Alexander Stefánsson félagsmálaráð- herra rakti hvað gert hefði verið í þessum efnum í nágrannalöndunum og að byggt verði á þeirri reynslu sem og þekkingu sem þar hefur fcngist þar sem leitast er viö að finna svör við nokkrum grundvallarspurningum. Til dæmis hvaða þýðingu rafeinda- tæknin hcfur í sambandi við samkeppnis- aðstöðu á erlendum mörkuðum og á atvinnustigið. Hvaða þættir ráða því hvort og hvenær atvinnugreinar taka nýja tækni í þjónustu sína og hver er hlutur tækninnar í hagvextinum. Fjverj- ar verða afleiðingarnar ef ekki er fjárfest í nýrri tækni og liaía læknibreytingar áhrif á jafnrétti kynjanna á vinnumark- aði? Félagsmálaráðherra sagði, að hvað varðaði stjórnvöld atvinnumála, þá þyrftu þau að stuðla að sem snuðru- lausastri hagnýtingu nýrrar tækni í at- vinnuvegum landsmanna. Verður í því sambandi að leggja ntikla áherslu á góða samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Taka vérður fullt tillit til aflciðinganna á atvinnuþróun og atvinnuástand, um- hverfismál, hcilbrigðís-og hollustuhætti, náttúruauðlindir og tleira. Þeir sem innleiða nýja tækni í atvinnu- rckstur sinn verða að ecra sér Ijósar skyldur sínar við starfsmenn sína, sagði Alexander Slelaiisson, gcta þeim hæfi- legan aðlögunartíma og vcita þeim tæki- færi til þjáltunar og endurmenntunar ef þörl er á. Einnig þurfa stjórnvöld að endurskoða skipulag eftirmenntunar og endufmenmunar. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og aö undangengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt., nóv. og des. 1983, svo og söluskatts- hækkunum, álögðum 17. nóv. 1983 - 27. jan. 1984; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1983; skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjaldföllnum 1983; þungaskatti af dísilbifreiðum fyrir árið 1984 og skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi öku- manna fyrir árið 1984; aðflutningsgjöldum 1982 og 1983, svo og verðjöfnunargjaldi af raforku v. júlí 1983. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 27. jan. 1984 SBB SMITH ■ CORONA STÓRKOSTLEGAR SKRIFSTOFUVÉLAR Það er hægt að fá helmingi dýrari, stærri og fyrirferðarmeiri ritvél án þess að fá fullkomnari og traustari vél en Smith- Coronamatic 8000. "INJECTOMATIC" "PAPPÍRSHALDARI MEÐ JÖFNU ÁLAGI" "VALSINN FJARLÆGÐUR MEÐ EINUM TAKKA" "OFF/ON LJÓS" "FULLKOMIN LÍNUSTILLING" "FÆRRI HREYFIHLUTIR - MINNA VIÐHALD" "TÖLVUHANNAÐIR LETURLYKLAR" "LOKUÐ CORONAMATIC LETURBORÐASPÓLA" VERÐ KR: 18.962,- HAF8S3 &SAMBANDSINS ARMÚLA3 SÍMAR 38900-38903 OG KAUPFÉLÖGIN KONUR L.S.F.K. heldur 5 kvölda námskeið 20.feb. til 29. feb. fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið verður haldið að Rauðarárstíg 18, Veitt verður leiðsögn í ræðumennsku, fundarsköpum, í styrkingu sjálfstrausts og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Leiðbeinendur: /Hallar nokkur á þig? Jöfnum metin / Skráið ykkur hjá Ingu / í síma 24480. / Verði stillt í hóf__j Fjölmennum á námskeiðið! Stjórn L.S.F.K. Ragnh. Sveinbj. Ásta R. Unnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.