Tíminn - 18.02.1984, Page 1

Tíminn - 18.02.1984, Page 1
Útvegsbankinn seidur og vextir gefnir frjálsir - Sjá bls. 2 Blað Tvö 1 blöð 1 í dag Helgin 18.-19. febrúar 1984 42. tölublað - 68. árgangur Sidumula 15-Postholf 370Reykjavik-Ritstjom86300-Auglysingar 18300- Atgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsimar 86387 og 86306 Tvöfalt vopnad rán í Reykjavík í gærkveldi: RÆNINGINN KOMST UNDflN MEÐ TÆPAR 2 MILUÓNIR — Ógnadi starfsmönnum ÁTVR og leigubifreidastjóra með hlaupsagadri haglabyssu — Leitin að honum hafði ekki borið árangur um miðja nótt LÝSING LÖGREGLUNN- AR Á RÆNINGJANUM ■ Vopnað rán var framið fyrir utan Landsbankann að Laugavegi 77 upp úr kl. 20 í gærkveldi, og tókst ræningjanum að komast á brott í stolinni bifreið með 1.8 milljón krónur. Maður, vopnaður haglabyssu, sem hlaupið á hafði verið stytt ógnaði fyrst leigubílstjóra af Hreyfli suður í Nauthólsvík og neyddi hann út úr bíl hans, um kl. 19.30. Maðurinn er síðan talinn hafa ekið að útibúi Lands- bankans að Laugavegi 77, þar sem hann náði að ræna 1.8 milljón króna af tveimur starfsmönnum áfengisútsölunnar við Lindargötu, sem voru við bankann í þeim erindagjörðum að setja verslun dagsins í næturhólf bankans. Maðurinn ógnaði starfsmönnunum með haglabyssunni, sem hann er talinn hafa stolið í innbroti í verslunina Vesturröst í fyrrinótt. Skaut hann að bifreið þeirra og komst síðan á brott í stolnu leigubifreiðinni. Tíminn hefur aflað sér frétta um að leigubílstjórinn, Örn Reynir Pétursson, bílstjóri á Hreyfli hafi ekið manninum frá Hótel Sögu og suður í Nauthóls- vík, á afvikinn stað. Þar hafi hann rekið byssuhlaup í hnakka Arnar Reynis, neytt hann út úr bifreiðinni og ekið á brott. Örn Reynir hafi hlaupið að Loft- leiðahótelinu, og látið lögregl- una vita þaðan um atburðinn. Skömmu síðar, eða laust upp úr kl. 20 var tilkynnt um ránið að ■ Lögreglumaður með Konráð Konráðsson í frumyfirheyrslu á vettvangi skömmu eftir að vopnaða ránið var framið. Til hægri stendur Einar Ólafsson útsölustjóri í ÁTVR við I.indargötu. Tímamynd: Sverrir. Laugavegi 77, af tveimur starfs- mönnum ÁTVR við Lindargötu. Starfsmennirnir, þeir Pálmi Ein- arsson og Konráð Konráðsson höfðu að vanda lagt bifreið sinni á gangstéttina fyrir framan bankann, og var það Konráð sem steig út úr bifreiðinni með peningana, 1.8 milljón krónur. í þann mund sem Konráð steig út var skotið af haglabyssu í bretti og dekk bílsins, og sprakk dekkið. Konráð hugðist verjast skotmanninum, sem þá sló til hans með byssunni og annað skot reið af við það. Konráð gafst upp við svo búið og ræning- inn náði peningapokanum og komst á brott í stolnu leigubif- reiðinni. Ræninginn reyndi m.a. að gera sig torkennilegan með því að mála á sig skcgg. Allt lögreglulið borgarinnar var kallað út til leitar að ræningj- anum, um leið og tilkynnt hafði verið um ránið, og var Víkinga- sveit lögreglunnar í viðbragðs- stöðu í gærkveldi. Klukkustund eftir að ránið hafði verið tilkynnt, fannst bif- reiðin yfirgefin í porti bak við Brautarholt 2, og voru fjármunir og haglabyssa einnig á brott. Lögreglan fékk mann með sporhund til liðs við sig, og leitaði hann ásamt lögreglusveit- um á svæðinu í gærkveldi, en án árangurs. Mennirnir þrír sem ráðist var á gáfu skýrslu hjá Rannsóknar- lögreglunni í gærkveldi, og reyndu þeir einnig að bera kennsl á árásarmanninum í myndasafni lögreglunnar, en sú leit mun ekki hafa borið árangur. Pegar blaðið fór í prentun í nótt, hafði enn ekkert spurst til ræn- ingjans. -HEl/AB sagður 180-185 sentimetr- ar á hæð og á aldrinum 35-40 ára, með yfirskegg og sennilega með einhvern gerfíhökutopp, jafnvel málaðan. Hann var klædd- ur í drapplitaða mittis- blússu, dökkar buxur, og með dökka húfu að því er sagt er. ■ Leigubifreiðin R-320, fannst inn í húsporti bakvið Brautarholt 2 á tíunda tímanum í gærkveldi.en þá var ræninginn á bak og burt. Tímamynd: Sverrir ■ Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar er mað- urinn sem Ieitað er að vegna vopnaða ránsins í hærra lagi, dökkhærður með millisítt hár. Er hann

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.