Tíminn - 18.02.1984, Page 6
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984
NÝJASn ELSKHUGIJQAN COLUNS
FYRRI/ERANDIDEMANTASMYGLARI
■ Joan Collins, ein frægasta
stjarnan í bandarísku Dynasty
þáttunum, hefur nú uppgötvað
aö nýjasta viðhald hennar, Sví-
inn Peter Holm er demanta-
smyglari. Holm þessi sem er 36
■ Pauline von Gaffe, bjó með
Peter þegar hún var í lækna-
námi. Hún segir: „Það ætti að
vara aumingja konuna við þess-
um manni.“
ára gamall var handtekinn af
sænsku lögreglunni l'yrir 8 árum,
grunaður um að hafa verið með-
limur í smyglhring sem ólöglega
kom með frá Bclgíu 1,5 milljón
dollara í skartgripum og dem-
■ Madelene Sandersson var
tekin föst út af smyglmálinu.
Hún var dæmd í 6 mán. fangelsi.
Hún býr í London og er góð
vinkona Peters Holm, en þau
hafa þekkst árum saman.
öntum. Einn vinur Collins segir,
að hún hafi fengið hræðilegt
áfall er hún heyrði fréttirnar um
Holm, en ein af ástkonum og
fyrrvcrandi viðskiptafélagi hans
virðist hafa Ijóstrað þeim upp.
Viðbrögð Collins voru í fyrstu á
þá vegu að hún sagði þetta
aðeins afbrýðissemi. Astarsam-
band hennar við Peter er fyrsta
alvarlega sambandið síðan
hjónabandið við Ron Kass slitn-
aði á síðasta ári. Vinir Collins
segja að þeir hafi aldrci séð hana
jafn hamingjusama og nú og
hljóti það að stafa af sambúðinni
við Peter. En ein fyrrverandi
sambýliskona Holms, Pauline
von Gaffe, læknanemi er ekki
eins hrifinn af honum og Collins.
Telur hún að aðvara ætti Collins
vegna þess að Holm sé ekki
alveg sá „herra dásamlegur“ og
hann líti út fyrir að vera.
Sænskur saksóknari, Ann
Marie Ross, segir, að Peter
Holm sé ennþá eftirlýstur í Sví-
þjóð og að máli hans sé enn ekki
lokið þó að lögreglan leiti ekki
sérstaklega að honum utan Sví-
þjóðar.
Peter Holm var einu sinni
söngvari í rokkhljómsveit, New
Generation. Fyrrverandi
trommari þeirrar hljómsveitar,
Lars Lindros, kennir Holin um
það að hljómsveitin hætti. Hann
segir að hann hafi hirt alla pen-
ingana og farið síðan burt.
Upplýsingar eins og þessar
hafa komið Joan Collins til að
íhuga betur samband þeirra
Holm. Aður en hún frétti um
smyglið hafði hún hugsað sér að
fara með honum til Californiu.
(Nú eru þessar áætlanir eins og
ástarsambandið) allsendis óör-
uggar.
(Þ.G.Þ. í starfskynningu)
DiSKÓTÍSKA?
■ „Ef þú sæir einhvem svona
klæddan á diskótcki; þá mundi þér
ekld bregða. En ef þú sæir eúihvem
í svona fötum í stómiarkaöi, eða á
foreldrafundi í skólanum, þá rældrðu
örugglega upp stór augu.“
Þetta segir Betsy Johnson fata-
hönnuður frá New Yoik. Hún hefur
kímnigáfu ekki siður en tilfinningu
fyrir fötum. Betsy hefur teiknað
þessa búninga, og hér sjáum við
hvemig henni finnst að konur ættu
að vera klæddar þegar þær f'ara út
að skemmta sér.
(Linda R. í starfskynningu)
I Austuriensk prin- ■ Sebrabúningur fy rir
sessa með hatt upp á frumskógaikonuna
þijár hæðir
■ Þesábúningurerfyrirborgarbúa
í ólofti stórborganna: stuttur
kjóll, hermannastígvél og gas-
gríma.
Konan bregður sér í sk'mguliki
Lagningardagar í Menntaskólanum
við Hamrahlíð:
„REYNUM AD BREYTA
ÚT FRA DAGLEGRI
VENIU í SKÓLANUM”
■ Dagana 21.-24. febrú-
ar nk. verða svokallaðir
Lagningardagar haldnir í
Menntaskólanum við
Hamrahlíð en þetta er
siður sent verið hefur við
lýði í skólanunt um 13 ára
skeið.
í samtali við Tímann
sögðu þrír meðlimir Lagn-
ingardaganefndar, þeir
Eggert Jónasson, Svan-
björn Thoroddsen og
Guðmundur Á. Jónsson
að til forna hefðu Lagning-
ardagar vcrið aukadagar
sem bætt var inn í alman-
akið og í MH eru þetta
starfs- og skemmtidagar
sem bætt er inn í vorönn.
„Þetta er dagskrá í fjóra daga
þar sem við reynum að breyta út
frá daglegri venju í skólanum.
Sem dæmi má taka að þessa daga
■ Þrír meðlimir Lagningardaganefndar þeir Eggert Jónasson, Svanbjörn Thoroddsen og Guðmundur Á.
Jónsson. Tímamynd Róbert