Tíminn - 18.02.1984, Síða 7
LAUGARDAGUR 18. FEBRÚAR 1984
7
■n
Nokkrir meðlimir kluhhsins „Hvíti stafurinn" á ferð
Blindir á reiðhjólum
EIGENDUR TVEGGJA
SÆTA-REIÐHJÓLA
STOFNUÐU KLUBBTIL
AÐSTOÐAR BLINDUM
■ í Frankfurt við Main í Þvska-
landi er hjóireiðaklúbbur sem
kallaður er „Hvíti stafurinn".
Meðlimirnir standa fyrir hjól-
reiðatúr um þjóðvegi í nágrenn-
inu einu sinni eða tvisvar í
mánuði, og þá er oftast helming-
urinn af þátttakendum blint fólk.
Þetta hljómar undarlega, en
málið skýrist, þegar það er vitaö,
að rciðhjólin eru tveggjamanna
hjól - með tveim sætum og tveim
stýrum - (á ensku tamdcm). Því
er annar hjólreiðamannanna á
hverju hjóli sjáandi, en hinn
blindur. Sá sem sjáandi er lýsir
svo því sem ber fyrir augu á
leiðinni, og þeir blindu fá bæði
ánægjuna af því að kynnast um-
hverfinu og sömuleiðis góða
hreyfíngu.
Þetta er fyrsti klúbbur sinnar
tegundar í Þýskalandi, en hann
var stofnaður 1979. í klúbbnum
„Hvíti stafurinn" eru 120 félag-
ar, og þar af er þriðjungurinn
blint fólk. Fólkið - bæði sjáandi
og blint - er á öllum aldri, frá
unglingum upp í 75 ára. Farnar
eru 9-10 ferðir á ári, en ekki yfir
háveturinn.
Formaður kúbbsins segir ár-
angurinn mjög góðan af starf-
seminni. Sérstaklega vorður
framför í samskiptum sjáandi og
blindra, sem í fyrstu eru oft
vandræðaleg. Þeir sjáandi eru
uppfullir af goóum viija viö að
hjálpa blindum félögum sínum,
en eru í fyrstu feimnir og klaufa-
legir við að komast í samband og
mynda kunningsskap. Smátt og
smátt breytist þetta og kunnings-
skapur og vinátta manna á milli
vcrður áberandi góð, og allir eru
glaðir og hressir, þegar höfð er
viðdvöl á veitingastöðum við
þjóðveginn.
gefum við út dagblað, starfrækj-
um útvarp, sem hugsanlega mun
ná út fyrir skólann, starfrækjum
ljósmyndastofu, listamiðstöð, og
tölvuvædda hjúskaparmiðlun
með nöfnum kennara og nema"
sögðu þeir Eggert, Svanbjörn og
Guðmundur í samtali við
Tímann.
Áf öðrum föstum liðum sem
verða í gangi alla dagana sögðu
þeir m.a. að yrði umræðuhópar
um skólamál og þá sérstaklega
þau mál sem snertu MH á
einhvern hátt,en mikil umræða
hefur verið í gangi undanfarið í
MH um áfangakerfið þar og
hugsanlegar endurbætur á því.
„Auk þess verður stórum
hluta dagskrárinnar varið undir
flokkinn listir og menning. Fyrir
utan listamiðstöðina sem nem-
cndur starfrækja, verður skáld-
skaparstofa í gangi sem íslensku-
kennarar sjá um en þar munu
skáld koma í heimsókn og kynna
verk sín en nemendur lesa síðan
upp úr þeim. Alþýðuleikhúsið
kemur í heimsókn meö leikrit
sitt „Kynóra" eftir David Ma-
mett og bæði Þjóðleikhúsið og
Iðnó munu koma í heimsókn og
kynna verk sín og sýna úr þeim"
sögðu þeir félagar.
Það kom fram í máli þeirra að
flesti'r ef ekki allir nemendur
skólans munu á einhvern hátt
taka þátt í starfsemi Lagningar-
daga en þeir eru einnig ætlaðir
almenningi og verður starfrækt
barnagæsla í skólanum þá daga
sem þeir standa yfir. Allir eru
sem sagt velkomnir í heimsókn í
MH þessa daga. Dagskráin hefst
kl. 10 hvern dag og stendur frám
á kvöld en boðið er upp á á milli
10 og 20 atriði á hverjum degi.
Lokadaginn verða síðan
hringborðsumræður þar sem
þekktir menn úr þjóðlífinu tak-
ast á við spurninguna: „Árið
2000 - Hvernig verður umhorf í
þjóðfélaginu?" en þeir sem bera
saman bækur sínar í þeim eru
Jón Sigurðsson frá Þjóðhags-
stofnun, Stefán Ólafsson lektor.
Vilhjálmur Lúðvíksson frá Rann-
sóknarráði ríkisins, Þröstur
Ólafsson frá Dagsbrún og Ágúst
Valfells kjarneðlisfræðingur.
„Það er orðið nokkuð langt
síðan jafnskipulögð dagskrá var
á Lagningardögum hjá okkur en
þá tókust þeir mjög vei og við
stefnum að því að þetta takist
jafnvel nú" sögðu þcir Eggert.
Svanbjörn og Guðmundur,
-FRI
erlent yfirlit
■ ÞÓTT átökin séu hörð í
Líbanon og tvísýnt um úrslit,
virðist heldur hafa dregið úr
þeim ótta, að stórstyrjöld brjót-
ist út þar. Hættan virðist hins
vegar hafa aukizt við Persaflóa.
Horfur hafa aldrei þótt lakari
varðandi sættir milli ríkisstjórna
íraks og írans.
Af hálfu Khomeinis klerks.
einvalds írans, virðist í undir-
búningi stórsókn. sem hann telur
að ekki verði látin nema staðar
fyrr en búið verði að hertaka
Jerúsalem.
Khomeini hefur þegar gefið
þessari fyrirhuguðu sókn nafn:
Herförin til Jerúsalem.
Khomeini hefur aldrei farið
dult með það. að það sé takmark
hans og annarra sannra Múham-
eðstrúarmanna, að ná völdum í
Jerúsalem. Hann hefur hins veg-
ar ekki lýst yfir því eins ákveðið
og nú, að hann stefni að hertöku
Jerúsalem. Hann talar í þessu
sambandi um heilagt stríð Mú-
hameðstrúarmanna.
Khomeini hefur hingað til
hafnað öllum samningum um
frið við írak, nema stjórn Sadd-
ans Husseins fari frá. Nú setur
hann markið hærra. Hann mun
telja það vænlegt til fylgisöflunar
í löndum Múhameðstrúarmanna
að setja hcrförina til Jerúsalem
á oddinn.
Khomeini hótar nú enn á-
kveðnar en áður að loka innsigl-
ingu í Persaflóa og hindra þannig
nær alla olíuflutninga frá írak og
Persaflóaríkjunum, sem veita ír-
Khomeini að koma til Teheran fyrir 5 árum úr 15 ára útlegð
Leiðir herförin til Jerú-
salem til stórstyr jaldar?
Khomeini boðar heilast stríð Múhameðstrúarmanna
ökum fjárstyrk. Með þessum
hætti verði Irökum komið á kné,
jafnhliða innrás í landið.
íranir hafa að undanförnu
safnað saman miklu liði á þremur
stöðum nálægt landamærunum.
Þeir ógna írökum þannig að
samtímis verði sótt inn í írak á
þremur stöðum.
Ekki þykir víst, að þetta sé þó
áætlun Khomeinis, heldur eigi á
þennan hátt að rugla íraka í
ríminu og dreifa kröftum þeirra.
Til að árétta það, að stórsókn
sé í undirbúningi hafa íranir hert
að undanförnu loftárásir á borgir
í írak, einkum höfuðborgina
Bagdad.
ÝMSIR fréttaskýrendur gizka á,
að Khomeini ætli að halda upp á
fimm ára afmæli sitt sem einvald-
ur írans með því að boða herför-
ina til Jerúsalem.
Um þessar mundir eru liðin
um fimm ár síðan Khomeini
kom heim úr 15 ára útlegð.
Keisarastjórnin var hrunin og
her hennar í upplausn. Þjóöin
tók Khomeini sem frelsara
sínum. Segja má, að hann hafi
fengið völdin mótspyrnulaust.
Síðan hafa klerkarnir verið hin
ráðandi stétt írans.
Fyrsta verk Khomeinis var að
útrýma fylgismönnum keisarans.
Röðin kom fyrst að hershöfð-
ingjunum. Þeir voru í tugatali
dæmdir til dauða og teknir af lífi.
Siðan kom röðin að ýmsum æðri
embættismönnum keisarans.
Khomeini og trúbræður hans
hafa ekki látið þar numið staðar.
Utrýmingarherferðin' hefur
beinzt gegn öllum hugsanlegum
andstæðingum hans. Fyrstu ráð-
herrar hans, sem þóttu ótryggir,
hafa verið teknir af lífi. Mót-
spyrnuhreyfing, sem virtist ætla
að verða allöflug um skeið, Mu-
jaheddin, er úr sögunni. því að
allir helztu leiðtogar hennar hafa
verið drepnir eða þeir flúið land.
Síðastir í röðinni hafa kom-
múnistar orðið, eða Tudeh-
■ Fregnir frá íran herma, að þar fari fram mikill liðssafnaður, sem
gæti bent til þess að ráðist yrði inn í Irak á þremur stöðum
flokkurinn, en nokkrir af leið-
togum hans voru dæmdir til
dauða fyrir nokkru, þrátt fyrir
mótmæli Sovétríkjanna. Tudeh-
flokkurinnhefurstutt Khomeini,
en hann virðist hafa efazt um, að
það væri gert af fullri hollustu.
Opinberar heimildir segja, að
dauðadómur hafi verið kveðinn
upp yfir 5000 manns síðan
Khomeini kom til valda. And-
stæðingar stjórnarinnar halda
því fram, að þessa tölu megi
fimmfalda eða jafnvel sexfalda.
Ágreiningur er nú sagður ris-
inn milli klerkanna um það,
hvort aftökunum skuli haldið
áfram. Hinir hægri sinnuðu eru
sagðir fylgjandi því, en vinstri
armurinn vilji draga úr þeim og
taka upp mannúðlegri vinnu-
brögð.
Khomeini þykir líklegur til að
verða þeim megin, þegar þar að
kemur. Hann telurþaðsennilega
vænlegt til að sameina þjóðina
um herferðina til Jerúsalem.
Sagt er að sömu skoðunar og
Khomeini séu þeir Rafsanjani,
forseti þingsins, Khameini for-
seti og Montazeri klerkur, en
hann þykir líklegastur eftirmað-
ur Khomeinis, þegar hann fellur
frá.
Khomeini er orðinn 84 ára
gamall. Hann kemur lítið nálægt
stjórnarstörfum og kann að hvíla
sig vel ekki síður en Reagan. En
orð hans eru. lög, þegar hann
lætur til sín heyra.
ÞÓTT aftökur og mannréttinda-
brot hafi einkennt stjórnarfarið
síðan Khomeini kom til valda,
virðist fylgi hans traust hjá meg-
inþorra þjóðarinnar. Khomeini
hefur tekizt að tendra trúar-
áhuga og fórnárvilja, eins og
glöggt hefur komið í ljós í
stríðinu við íraka. Stríðið hefur
á margan hátt orðið honum til
styrktar, því að óumdeilanlega
var það hafið af írökum.
Stjórnarkerfi það, sem var í
gildi, þegar kcisarinn fór frá,
hefur að mestu haldizt. Ríkis-
stjórn, þing og fylkisstjórnir
starfa með líku sniði og áður. En
við hlið þeirra hafa myndazt
byltingarráð og byltingarsveitir,
sem fara að miklu leyti með
völdin. Sumir fréttaskýrendur
telja, að starfslið stjórnarkefisins
hafi allt að því tvöfaldast af
þessum ástæðum.
Þrátt fyrir ógnaröldina hafa
atvinnuvegirnir nokkurn veginn
haldizt í horfinu, en skipulags-
breytingar hafa orðið litlar, en
Khomeini lofaði m.a. víðtækum
breytingum í landbúnaði, m.a.
með skiptingu stórjarða. Tími
hefur enn ekki unnizt til að
koma þessu í framkvæmd.
Ýmsir fréttaskýrendur spá
því, að glundroði og upplausn
verði í landinu þegar Khomeini
fellur frá. Fylgismenn hans muni
þá klofna og innbyrðis barátta
hefjast milli þeirra.
Hér skal enginn dómur lagður
á þessa spádóma. Staðan getur
líka verið gerbreytt, ef Khomeini
lifir nógu lengi til þess að hleypa
herförinni til Jerúsalem af stokk-
unum, loka innsiglingunni í
Persaflóa, og steypa Saddan
Hussein forseta írak af stóli.
Þetta gæti valdið slíkri röskun,
að risaveldin trcystu sér ekki til
að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta
getur orðið það mál, sem þeir
Reagan og Chernenko þyrftu
ekki sízt að ræða, ef þeir hittast
á næstunni.
Þorarinn
Þórarinsson, 1^1
ritstjóri, skrifar EtM