Tíminn - 21.02.1984, Page 3

Tíminn - 21.02.1984, Page 3
Hæstiréttur þyngir dóma yfir tveim sfbrotamönnum: FANGELSISVISTIN LENGD OG BREYTT í ÓSKILORDSBUNDNA ■ Hæstiréttur þyngdi fyrir skömmu dóm yfir tveim mönnum sem í undirrétti fengu 12 mánaða og 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir ýmsar sakargiftir. í Hæstarétti var annar maðurinn dæmdur í 10 mánaða óskilorðsbundið fangelsi og hinn í 15 mánaða óskilorðsbundið fang- elsi. Mennirnir tveir voru dæmdir fyrir ýmis brot, m.a. þrjár líkamsárásir, þjófnaði og fleira. Báðir mennirnir hafa langan brotaferil að baki en þau brot sem þeir voru dæmdir fyrir nú voru flest framin árið 1981. í dómi Hæstaréttar segir að fram hafi komið, að annar maðurinn hafi ekki verið kærður fyrir nein ný brot síðan hinir áfrýjuðu dómar gengu og hann stundað vinnu síðustu missiri. Eigi þykir þó fært að fresta fullnustu refsingarinnar með skilyrðum þegar litið er til langs brotaferils ákærða og þess að hann er nú sakfelldur fyrir mörg brot, þar á meðal alvarlegar líkamsárásir. Dómana kváðu upp hæstaréttardóm- ararnir Þór Vilhjálmsson, Guðmundur Jónsson, Halldór Þorbjörnsson, Magnús Þ. Torfason og Sigurgeir Jónsson. í sératkvæði Sigurgeirs Jónssonar og Guð- mundar Jónssonar segir að með tilliti til þess hversu alvarleg brot er um að ræða svo og með tilliti til brotaferils ákærðu og fjölda brotanna telja þcir refsinguna hæfilega ákveðna 18 mánaða fangelsi og 24 mánaða fangelsi. Síðan segir að við flutning málsins hafi komið í Ijós að annar maðurinn hafi stofnað heimili og læknast af vímuefna- og drykkjufísn og verjandi taldi að um algera stefnubreytingu á lífsháttum væri að ræða. Það sé því skoðun dómaranna að sérstökum vamaðaráhrifum refsingar sé ekki stofnað í hættu með skilorðsbind- ingu refsidóins, enda séu hagsmunir ákærða miklir sem bundnir eru því að til fangelsisvistar hans komi ekki svo sem högum hans er nú háttað. Samkvæmt því beri að fresta fullnustu refsingar mannsins og hún niður falla að 5 árum liðnum ef hann heldur almennt skilorð. -GSH iusafjáruppboði Bæjarfógetans í Kópavogi: ■ Ef að líkum lætur verður Dísar- fellið aflient nýjum eigendum í Grikklandi áður en langt um líður. Dísarfellið selt á tólf milljonir ■ Skipadeild Sambandsins er að ganga frá samningum um sölu á m.s. Dísarfelli, 2000 tonna flutningaskipi sem var smíðað 1967 og keypt til landsins 1971, til skipafélags í Grikk- landi. söluverðið er um 12 milljónir króna. Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Skipadeildarinnar, sagði í samtali við Tímann, að salan á Dísarfellinu væri liður í því að endurnýja flota deildarinnar. Nú væri verið aðsmíða fyrir hana frystiskip, sem væntanlega yrði afhent í október næstkomandi. Þá væri verið að athuga möguleika á því að kaupa notað gámaskip sem hentaði fyrir flutninga Sambandsins. -Sjó. ■ „800 krónur fyrsta; 800 krónur fyrsta, annað og ... þriöja." Og fyrir þessa upphæð fékk maður nokkur 42 pör af barnastígvélum,“ sjálfsagt barn- margur Skaftfellingur" hcyrðist í einum viðstöddum. Það var létt yfir fólki á uppboði sem bæjarfógetinn í Kópavogi hélt í gær þar sem boðinn var upp varningur úr þrota- búi Verslunarfélags Kópavogs hf. í hálfköruðum kjallara í Hamraborg 3 hafði verið hlaðið upp ýmsum varningi í stiga og á gólfi fyrir framan. 1 horninu stóð gína með brosi á vör og margir viðstaddra renndu hýru auga til hennar. Menn fóru sér hægt í boðunum: byrjuðu á 50 krónum þegar pokar með barnafötum, nokkrum pörum af buxum • í yfirstærð og 20 pör af vindjökkum voru boðnir upp. Og allt fór þetta á svipuðu verði, milli 600 og 1200 krónur. En fleiri hlutir.voru á boðstólum: Einhver sagði að þetta væru tilvaldar púnsskálar", sagði Jón Eiríksson aðal- fulltrúi bæjarfógeta og uppboðshaldari um leið og hann hélt upp stórri plastskál á fæti. Ogskálin fórá650krónur, líklega kostar meira að fylla hana. „Er ekki einhver orðinn þreyttur" sagði Jón og lyfti upp stólkolli. Og til að njóta hvíldarinnar betur fylgdu með nokkrar litlar eftirprentanir í römmum. En viðstaddir voru greinilega hinir sprækustu, stóllinn og myndirnar seldust aðeins á 300 krónur. Og þá var röðin komin að aðalnúmer- inu, gínunni. margir buðu í upphafi en þegar boðin hækkuðu heltust menn úr lestinni. Að tokum voru aðeins tveir bjóðendur eftir, maður og kona sem hækkuðu boðin til skiptist. „Það er að fara af henni brosið" kallaði einhver þegar boðin voru yfir 5.000 krónur. En maðurinn og konan létu sig hvergi: 6.000, 6.100, 6.200, 6.250... Að lokum bauð konan fastmælt 7.200 krónur og þá lét maðurinn loks undan. Og einn af öðrum hurfu hlutirnir af gólfinu og úr stiganum. Þegar blm. Tímans yfirgaf kjallarann, stóð gínan ein eftir úti í horni og var búin að fá brosið aftur. -GSH ■ Jón Eiríksson heldur á lofti vindjakka en 20 slíkir seldust sainan í pakka á 1100 krónur. Til vinstri sést gínan á heiðursstaðnum. Tímamynd Ámi Sæberg BHM FÆR 4.5% LAUNAHÆKKUN ■ Samningur til eins árs, um 4.5% launahækkun frá 1. mars n.k. tókst á milli Launamálaráðs ríkisstarfsmanna innan BHM og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs sl. laugardag, og gerir samn- ingurinn jafnframt ráð fyrir því að samningsaðilar muni standa sameigin- lega að samanburðarathugun á kjörum starfsmanna hjá öðrum en ríkinu, er gegna hliðstæðum störfum að því er varðar ábyrgð, menntun og sérhæfni. Þorsteinn A. Jónsson, varaformaður Launamálaráðs sagði í samtali við Tím- ann í gær, að ráðið hefði fjallað um samninginn sl. föstudag og síðan yrði annar fundur nú á fimmtudag, þar sem samningurinn yrði endanlega staðfestur. Aðspurður hvort þeir væru ánægðir með þennan samningsagði Þorstein: „Já, það má segja það, og það sem við erum sérstaklega ánægðir með og gerum okk- ur vonir um að eitthvað komi út úr, er þessi nefnd sem á að framkvæma kjara- rannsóknir. Við teljum að slík kjara- rannsókn eigi eftir að koma öllum aðild- arfélögum til góða “ Þorsteinn sagði að stefnt væri að því að áfangaskýrsla þessarar nefndar myndi liggja fyrir um næstu áramót, þar sem búið væri að kanna hinn beina launaþátt. en verkinu sem slíku þyrfti ekki endilega að vera lokið fyrir þann tíma. -AB SVEIT ÚRVALS SIGURVEGARI ■ Sveit Úrvals sigarði nokkuð örugg- lega í úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins í bridge, sem haldin var um helgina. Fjórar sveitir spiluðu til úrslita og sigraði sveit Úrvals alla andstæðinga sína, og hlaut 48 stig. I öðru sæti varð sveit Ólafs Lárussonar með 31 stig en sveit Sam- vinnuferða endaði í 3. sæti með 30 stig. Mesta athygli vakti leikur sveita Úr- vals og Samvinnuferða en þessar sveitir voru fyrirfram taldar sigurstranglegast- ar. Úrval vann leikinn 15-5 og eftir það var titillinn nær tryggður. Sveit Úrvals skipuðu Karl Sigurhjart- arsson, Ásmundur Pálsson, Hjalti Elíasson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Örn Arnþórsson. -GSH ■ Sveit Úrvals talið frá vinstri: Örn Arnþórsson, Hjalti Elíasson, Karl Sigurhjartar- son, Gulaugur R. Jóhannsson og Ásmundur Pálsson. Tímamynd Róbert. Reykjavfkurmótið í bridge: HVER VILL KAUPA 42 PÖR AF BARNASTÍG- VÉLUM ÁÁTTA HUNDRUÐ? — „Sjálfsagt barn- margur Skaftfell- ingur“, heyrðist í einum viðstöddum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.