Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1984, Blaðsíða 4
Veraldarforlögin með krók á móti bragði bóksala: INNKALLA BÆKIIR FRA BOKSOUIM SEM ENOURSENDA KLOBBBÆKUR ■ Fjögur bókaforlög, Fjölvi, löunn, Setberg og Vaka, sem standa aö bókaklúbbnum Veröld, hafa ákveðið að innkalla allar umboðssölubækur sínar frá þeim bóksölum sem verða við tilmælum Félags bókaverslana um að bóksalar endursendi for- lögunum þær bækur sem boðnar voru á allt að 30% afslætti frá útsöluverði í nýjasta fréttablaði Veraldar. í frétt frá Veröld segir að samkvæmt samningi bókaforlaga og bókaverslana hafa forlög heimild til að bjóða útsölubækur sínar á allt að 30% afslætti í bókaklúbbum um takmarkaðan tíma og hafa bóksalar heimild til að taka þær bækur úr sölu meðan á tilboðstíma stendur. Hinsvegar hafi bóksalar enga heimild til að endursenda þær bækur og taka þær þannig alfarið úr sölu. Bókaforlögin fjögur sendu bóksölum bréf á fimmtudag þar sem tilkynnt var að þau hefðu ákveðið að innkalla allar umboðssölubækur og stöðva öll viðskipti við þær bókaverslanir sem endursenda þær 2Ö bækur sem boðið var upp á með afslætti í fréttabréfi Veraldar. í gær höfðu um 20 bóksalar á höfuð- borgarsvæðinu endursent um- ræddar bækur, en bóksalar á öllu landinu eru um 110. Samkvæmt heimildum Tímans stóðu þessi fjögur bókaforlög að um 40% af nvium útgefnum bókum á síðasta ári en um 50- 60% af allri bókasölu á árinu. Þar af eru nær allar teiknimynda- sögubækur og talsvert af kennslubók'um. -GSH Enn engin ákvördun um brottvikningu lögreglu- mannanna: „MÁLIÐ ER ÍATHUGUN“ — segir William Möller fulltrúi lögreglustjóra ■ „Málið er í athugun og ég reikna með að ákvörðun liggi fyrir fljótlega upp úr helginni" sagði William Möller fulltrúi lög- reglustjóra í samtali við Tímann, er við spurðum hann hvort lög- reglumönnum þeim sem ríkis- saksóknari hefur ákveðið að höfða opinbert mál gegn yrði vikið úr starfi meðan málið væri í meðferð fyrir dómstólunum. William vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þetta mál og sagði hann í gærdag að þeim hefðu enn ekki borist gögnin í málinu en vissu um það eftir öðrum, Ieiðum. -FRI Akureyri: ) 4 ÁRA DRENG- URFYRIRBÍL ■ Umferðarslys varð á Akur-, eyri í gærdag, á Hörgárbraut -við Sjónarhól í Glerárhverfi en þar varð 4 ára drengur fyrir bíl. Tildrög slyssins voru þau að drengurinn mun hafa hlaupið fyrir bíiinn sem var á leið norður eftir brautinni. Var drcngurinn þegar fluttur á sjúkrahúsið en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. -FRI Rannsoknardeild ríkisskattstjóra: Hækkanir gjalda vegna athugana námu 7.8 millj. ■ Alls kom á síðasta ári 651 mál til athugunar hjá rannsókn- ardeild ríkisskattstjóra. Bók- haldsskoðanir voru framkvæmd- ar í 533 fyrirtækjum og voru 413 þeirra athugana afgreiddar með athugasemd. Hækkanir ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum vegna athug- ana rannsóknardeildar námu á síðasta ári samtals kr. 7.788.612 í 33 málum. Þar af nam hækkun söluskatts kr. 4.910.920, hækkun tekjuskatts kr. 2.623.516 og hækkun útsvars kr. 254.176. Skattsektir á síðasta ri, úr- skurðaðar af ríkisskattanefnd vegna mála frá skattrannsóknar- stjóra námu samtals 379.000 kr. í 6 málum. -FRI ■ Nefndin, sem fjallar um væntanleg þyrlukaup Land- helgisgæslunnar, hefur skilað áliti til dómsmálaráðherra. í því felast fjórir möguleikar og mun sá hagkvæmasti að dómi forráðamanna gæslunnar vera kaup á frönskum Dauphin þyrlum, en meiningin er að kaupa tvær. Með þeim tækja- búnaði sem til þarf kosta þyrl- urnar um 70 milljónir króna hvor. Myndin er af þyrlu af þessari tcgund. Ljósnt. Jón Pálsson Starfsmerm erlendra sendiráða í Reykjavík: Sovéskum fjölgar en Kín verjum fækkar úr 20 í 6 ■ Komin er fram tillaga á Alþingi um að umsvif crlendra sendiráða hérlcndis verði tak- mörkuð. Þar er ráð fyrir gert að ríkisstjórnin setji reglur um tak- markanir, m.a. varðandi fjölda sendiráðsmanna og byggingu og kaup fasteigna. Við mótun á þessum reglum verði höfð hlið- sjón af smæð íslensks samfélags og af starfsemi og aðbúnaði að íslensku utanríkisþjónustunni í löndum sem íslendingar hafa stjórnmálasamband við eða starfrækja sendiráð. Flutnings- maður er Hjörleifur Guttorms- son. í greinargerð er birt samantekt sem utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um fjölda sendi- ráðsmanna og fjölskyldna þeirra. Til samanburðar er birt sams konar skýrsla sem gerð var árið 1979. í yfirlitinu sést að Sovétríkin hafa hér mestan fjölda erlendra starfsmanna, eða 37 talsins, og hefur þeim fjölgað um 2 frá því fyrir 5 árum. Næst koma Banda- ríkin með 22 erlenda starfsmenn, einum fleiri en 1979. Frakkland er hið þriðja í röðinni með 10 starfsmenn, en önnur ríki þaðan af færri. Hefur í engu tilviki nema hjá Sovétríkjunum og Bandaríkjunum verið um að ræða fjölgun erlendra starfs- manna, og 6 sendiráð af alls 12 hafa fækkað erlendu sarfsfólki á þessu tímabili. Sérstaka athygli vekur hin mikla fækkun starfs- manna hjá kínverska sendiráð- inu, eða úr 20 í 6 starfsmenn. Eitt sendiráð, hið pólska, hefur hætt starfsemi á þessu tímabili (1982), en eitt nýtt bæst í hópinn, þ.e. Finnlandþann 1. marsl983. Fjöldi erlendra starfsmanna segir þó engan veginn alla sögu um starfsmannahald sendiráð- anna, því að hjá sumum þeirra starfa íslendingar. Þannig störf- uðu 19 íslendingar í sendiráði Bandaríkjanna í ársbyrjun 1984, en enginn íslendingur í sendiráði Sovétríkjanna. Að þeim með- töldum var svipaður heildar- fjöldi starfsmanna hjá sendi- ráðum þessara stórvelda. Starfs- menn bandaríska sendiráðsins töldust þá skv. upplýsingum utanríkisráðuneytisins 22+19=41 talsins, en hjá so- véska sendiráðinu 37. Þegar fjöl- skyldulið er meðtalið er fjöldi á vegum bandaríska sendiráðsins 74 og á vegum sovéska sendi- ráðsins 80 manns. Eins og flutningsmanni er tamt lætur hann fylgja langa og ítar- lega greinargerð með' tillögu sinni, m.a. lög um aðild íslands að alþjóðasamningi um stjórn- málasamband og vinarsamning- inn um stjórnmálasamband ásamt með allskyns upplýsingum um sendiráð á tilteknu árabili, fjölda starfsmanna, fasteignir og bílaeign. Fróðleikurinn rúmast á 25 síðum. Jafnframt hefur Hjörleifur lagt fram fyrirspurn til utanríkis- ráðherra um erlend sendiráð, upplýsingastarfsemi og menn- ingarstofnanir á vegum erlendra aðila hérlendis. Óskað er skrif- legs svars. Spurningarnar eru: 1. Hve fjölmennt. er starfslið erlendra sendiráða hér á landi hvers um sig, erlendir og innlendir ríkisborgarar, og hversu margt fjölskyldulið fylgir hinum útlendu starfs- mönnum? 2. Hvaða erlendir aðilar, ríkis- stjórnir eða aðrir, starfrækja hér upplýsingastarfsemi, fréttamiðlun og menningar- stofnanir? Hve margir starfa að slíku á vegum hvers aðila og hvaða samningar hafa ver- ið gerðir um þessa starfsemi? 3. Hverjar eru skráðar eignir ofangreindra erlendra aðila hér á landi, fasteignir, lóðir og bifreiðar og hvaða húsnæði hafa þeir á leigu? ■ Starfsmenn Sovéska sendiráðsins eru 37 talsins •en starfsbræður þeirra í því bandaríska 22

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.